Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 36

Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 ✝ Guðbjörg Sig-urjónsdóttir fæddist 8. júní 1923 í Kollstaðagerði á Völlum í Suður- Múlasýslu. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 14. maí 2012. Guðbjörg var dóttir hjónanna Guðlaugar Þor- steinsdóttur, f. 20.3. 1890, d. 24.5. 1972, og Sig- urjóns Guðjónssonar, f. 4.5. 1884, d. 1.5. 1943. Guðbjörg átti 5 syskini, Auði, f. 22.1. 1920, d. 20.6. 2009, Gróu, f. 8.12. 1924, Margréti, f. 18. 8 1926, Þórhall, f. 10.12. 1927, d. 3.11. 1996, og Aðalstein sem lést á barnsaldri. Eftir að Guðbjörg fluttist frá Kollstaðagerði stundaði hún vetrarlangt nám við Húsmæðra- skólann á Hverabakka í Hvera- gerði. Hún réði sig þá sem ráðs- konu til Stefáns Þorlákssonar í Reykjahlíð, seinna Reykjadal. Guð- björg giftist Sig- urði Narfa Jakobs- syni, f. 7.5. 1926 d. 4.6. 2006, börn þeirra eru Birgir J., f. 10.11. 1947, giftur Ágústu Þóru Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn, Baldur, f. 13.5. 1949, og á hann eina dóttur, Guðlaug, f. 18.11. 1952, og Bára f. 16.6. 1960, í sambúð með Jóni Guðmunds- syni og eiga þau eina dóttur. Guðbjörg og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Reykjadal í Mosfellsdal. Guðbjörg vann ým- is störf en lengst af á Reykja- lundi. Útför hennar fór fram í kyrr- þey frá Mosfellskirkju 21. maí 2012. Vorið hefur undanfarna daga verið að feta sig inn í sumarið og eins og oft áður átt erfitt uppdráttar. Farfuglarnir eru löngu komnir, fengu kuldalegar móttökur eins og svo mörg önn- ur vor en eru samt farnir að syngja fyrir okkur og söngur þeirra yljar okkur öllum. Fífill- inn er farinn að brosa á móti sólinni þar sem hann kúrir undir vegg. Gróður jarðar er sem óðast að ná fótfestu og brátt verður allt í blóma og þrestirnir syngja í trjánum. Garðurinn hennar Bubbu er sem óðast að taka á sig sum- arsvip og blómin farin að kinka kolli móti sumrinu. Margan dag og margt eitt kvöld var hún Bubba að nostra við garðinn sinn, færa til plöntur, planta nýjum, hreinsa burt illgresi og halda öllu í röð og reglu, skrapp þó inn annað slagið og bakaði kleinur, snúða og jólakökur ásamt óteljandi öðru bakkelsi. Það varð alltaf að vera til eitt- hvað með kaffinu ef það skyldi nú einhver rekast inn og þeir voru ófáir sem það gerðu. Það fór enginn svangur úr hennar húsum. Oft komu börninn úr ná- grenninu til að fá að sulla í sundlauginni og eftir gott sull í lauginni og þegar búið var að snýta litlum nebbum var boðið upp á kleinur og snúða og sumir fengu meira að segja ullarsokka til að hafa á fótunum á köldum vetrardögum með sér heim. Þrátt fyrir annir vorsins í garðinum lét hún Bubba ekki undir höfuð leggjast að hugsa um hann Sigurð sinn, passaði að alltaf væri til kaffi á brúsa fyrir hann á litla garðborðinu í skotinu þar sem sólin skeið hvað skærast og þau sátu gjarnan þegar vel viðraði. Annir vordag- anna snerust einnig í kringum rollurnar, nýbornum lömbum varð að sinna og eftir erilsaman dag var gott að setjast í skotið og fá kaffisopa og með því. Barnabörnin elskuðu að vera í návist þeirra ömmu Bubbu og afa Sigga, fá að gista á flatsæng, upplifa töfra dalsins því hvergi fannst þeim betra að vera. Þau lærðu á náttúruna, lærðu að um- gangast skepnurnar, strjúka lömbunum og bregða sér á hest- bak. Stundum ef farið var út fyrir það sem mátti áttu þau á hættu að missa reiðleyfið en aldrei var þeim viðurlögum þó beitt. Sumardagarnir í garðinum hannar Bubbu í Reykjadal voru gleðidagar, marglit blómin kink- uðu kolli móti sólinni, þrestirnir sungu glaðlega í trjánum. Það veitti henni sérstaka ánægu að sjá gestina sitja pakksadda á pallinum og teygja úr sér. Þegar sumri tók að halla voru tínd rifs- ber og sólber, tekinn upp rab- arbari, sultað og saftað, að ógleymdri slátur-, rúllupylsu-, kæfu- og sviðasultugerð. Nú voru gestir leystir út með lambalæri eða sviðakjamma, kæfu í boxi og sultukrukku. Áður en varði var komið hrímkalt haust með hélu á poll- um, laufin fokin af trjánum, blómin höfðu misst lit og voru fölnuð niður í svörðinn. Vetur konungur var genginn í garð. Nú hefur blómið hennar Bubbu líka fölnað og fallið í mold eftir langa og góða ævi- daga. Þau leiðast nú Sigurður Narfi og Guðbjörg, hönd í hönd, um græna velli inn í bjarta sum- arnóttina sem þau unnu svo mjög, yfir fljúga hvítir svanir með tígulegum vængjaslætti og stefna í austurátt. Birgir Sigurðsson. Mig langar að minnast Bubbu ömmu minnar með minninga- brotum sem ég skrifaði upp eftir henni sjálfri í ferðalagi sumarið 2001. Við höfðum fengið lánað húsið sem nú stendur á jörðinni Kollstaðagerði á Völlum en þar hafði amma alist upp. Þetta ferðalag er mér ógleymanlegt og ég hugsa oft til þess hversu dýrmæt upplifun þetta var. Það var svo magnað að fylgjast með þeim systrum, ömmu og Gróu, upplifa að koma til baka, að leggjast í grasið, finna gömlu bæjarhelluna, næstum skokka út í móa til þess að sýna okkur rústir af gamalli rétt og horfa að klettinum þar sem búið þeirra hafði verið, gamla leiksvæðið. Amma talaði alltaf af virðingu um þetta umhverfi, þarna mót- aðist hún og varð þessi nægju- sami dugnaðarforkur, mannvin- ur og náttúruunnandi sem samferðamenn hennar þekktu. Núna hafði vatnið og lækur- inn skroppið saman, leiðin að bú-klettinum hafði styst, brekk- urnar höfðu lækkað og þar sem áður var hóll var nú lítil þúfa. Amma sýndi mér bú-klettinn, hún sýndi mér gömlu réttina en þangað var góður göngutúr, hún sagði mér á leiðinni til baka úr þeim göngutúr frá Aðalsteini bróður sínum sem lést þriggja ára og var lagður í ómerkta gröf. Hún sagði mér líka að hún hefði keypt sér sína fyrstu leð- urskó þegar hún var 18 ára, hefði áður átt sauðskinns- og gúmmískó. Skór skiptu miklu máli, við löbbuðum allt, sagði hún, til dæmis fórum við oft til berja í hádeginu á meðan for- eldrarnir hvíldu sig á milli verka. Amma talaði um foreldra sína af mikilli virðingu og rakti fyrir mig að þau hefðu hafið búskap á Arnheiðarstöðum og að á þess- um tíma hefði verið lítið um jarðnæði í Fljótsdal en þau verið svo heppin að fá Kollstaðagerði til leigu. Það hafði greinilega verið fjölskyldunni mikið áfall þegar heimilisfaðirinn veiktist og lést árið 1943. Þá var haldin húskveðja heima í Kollstaða- gerði, kistan var sett á hestvagn sem flutti hana niður á veg þar sem bíll frá Þorsteini kaup- félagsstjóra flutti hana inn að Valþjófsstað en úr þeirri sveit voru þau bæði, mamma og pabbi, sagði amma. Líklega varð þetta áfall nú samt til þess að hún amma varð amma mín því fljótlega eftir andlát heimilisföð- urins leystist fjölskyldan upp og amma gerðist ráðskona hjá Stef- áni Þorlákssyni í Reykjadal í Mosfellsdal. Þar kynntist hún ráðsmanninum Sigga Narfa afa mínum. Amma og afi í Reykja- dal, eins og við barnabörnin kölluðum þau, voru fastur punktur í tilverunni. Það vita allir sem þau þekktu að heimili þeirra stóð öllum opið og þar var alltaf heitt á könnunni og margar sortir á borðum. Minn- ingarnar eru óteljandi og þakk- lætið fyrir þær djúpt og innilegt. Nú hefur afi líklega kallað hátt á ömmu: „Bubba, áttu namm!“ og hún ekki getað annað en svarað kallinu. Farðu í friði, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Hanna Guðbjörg Birgisdóttir. Elsku besta amma. Af ein- skærri eigingirni væri mín heit- asta ósk sú að þið afi væruð eilíf og að ykkar yrði alltaf notið við en svo virkar lífið víst ekki. Ég hef lengi kviðið kveðjustundinni og finnst óendanlega sárt að kveðja þig og hafa þig ekki leng- ur til að hjúfra mig upp að eins og svo oft áður. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og átt svo mikið í mér. Þú varst fyr- irmyndin mín og ég ætlaði að gera eins og þú, eiga jafnmörg börn og þú og pönnukökurnar eru alveg að koma hjá mér. Ég hef setið við kertaljós og rifjað upp endalaust af góðum minn- ingum og mikið er ég þakklát fyrir þessar minningar sem ég geymi nú ásamt þér og afa í hjartanu mínu. Ég notaði hvert tækifæri til að koma til ykkar í dalinn góða. Alltaf hugsaðirðu vel um mig og stjanaðir við mig. Það var búið um mig á sófanum inni í litla herbergi og áður en maður fór að sofa var alltaf kvöldkaffi, kaka, brauð og mjólkurglas. Ef ég kom inn eftir að þú varst sofnuð varstu búin að hafa allt tilbúið, eina sem ég þurfti að gera var að snúa glasinu við og hella mjólk í það og taka lokið af kökudisknum. Það var alltaf til í veislu hjá þér og þú hafðir ekk- ert fyrir því að snara fram kaffi og heimabökuðu bakkelsi handa gestum og gangandi og það fór enginn frá þér nema saddur af dýrindis kökum. En aldrei varð maður var við að þú stæðir á hvolfi í bakstri, þú hafðir ekkert fyrir þessu. Pönnukökurnar, jólakakan, vínarbrauðið, klein- urnar, rúgbrauðið, kæfan og allt annað sem þú gerðir. Svo ég tali nú ekki um heimatilbúna heita kakóið með ekta cadburys- kakói, sykri, salti og soðnu vatni, þetta er sko heimsins besta kakó. Meira að segja rist- aða brauðið var best hjá þér. Við áttum svo okkar stundir oft á kvöldin og spiluðum á spil og spjölluðum. Ég man hvað mér fannst gott að koma til þín úr skólanum þegar ég gekk með Björn Elvar og fá að borða, spjalla við þig og leggja mig svo í sófanum. Þið voruð alltaf svo yndisleg saman þið afi. Þú elskaðir að stjana við hann og bera í hann alls konar góðgæti og kaffi með því. Minningar um ykkur á rúnt- inum á Lödunni í dalnum og á leið í kaupfélagið. Ég sé ykkur fyrir mér nú saman á ný, ham- ingjusöm í Lödunni og þú að gefa afa nammimola. Þú elskaðir dalinn þinn og vildir hvergi annars staðar vera. Þú ætlaðir alltaf heim aftur eftir að þú fékkst heilablóðfallið en líkaminn var orðinn þreyttur. Síðustu dagana þína sátum við hjá þér, grétum, hlógum, héld- um í hönd þína og strukum þér og minntumst alls þess góða. Þið afi eigið svo sannarlega flotta og stóra fjölskyldu og lifið áfram í okkur öllum. Elsku amma, mikið óendan- lega er ég þakklát fyrir að hafa setið hjá þér þinn síðasta dag og átt þennan dag með þér, Hönnu Bubbu og Þóru Möggu. Við vit- um að þú hlustaðir á það sem við töluðum um. Þú kvaddir þetta líf átakalaust og með reisn. Glæsilegri og betri ömmu er ekki hægt að finna. Takk fyr- ir allt elsku besta amma mín. Ég elska þig meira en allt og er þér óendanlega þakklát fyrir allt sem þú gafst og kenndir mér. Þín Hjördís. Sigurður Narfi, Susi, Jakob Narfi og Greta Helena í Þýska- landi senda góðar kveðjur. Siggi Narfi þakkar langbestu ömmu í heimi fyrir allt kakóið, klein- urnar, súra slátrið og ullarsokk- ana sem yljuðu á köldum vetr- ardögum. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma hinum mörgu og góðu samverustundum okkar og allri þinni elsku í minn garð. Það verður erfitt að koma til Ís- lands og þú ekki lengur til stað- ar. Ég mun ætíð geyma minn- inguna um langbestu ömmu í heimi í hjarta mér. Sigurður Narfi Birgisson. Elsku amma Bubba. Það var alltaf best að koma til ykkar upp í dal og þú gerðir alltaf pönnukökur þegar þú viss- ir að við kæmum. Við þökkum þér allt og minning þín lifir áfram í hjörtum okkar, elsku amma. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrin Ruth.) Þín langömmubörn, Björn Elvar, Þórdís Elsa, Aron Örn og Hafþór Logi. Guðbjörg Sigurjónsdóttir Gegnum dauðans skugga-ský skil ég burtför þína. Guð hefur vantað gimstein í geislakrónu sína. (Sigurður Kristmann Pálsson) Við viljum kveðja móður okkar, Guðrúnu Karlsdóttur, sem kvatt hefur þetta jarðlíf eftir nokkurt veikindastríð, sem hún þó tók með miklu jafnaðargeði. Þegar spurt var hvernig hún hefði það var svar hennar yfirleitt: „Mér líður vel, það er ekkert að mér.“ En þannig var mamma, aldrei að kvarta og hugsaði fyrst og fremst um að hjálpa öðrum áður en röðin kom að henni sjálfri. Sem elsta barn foreldra sinna á mannmörgu sveitaheimili lærði hún fljótt að taka til hendinni og hjálpa móður sinni við húsverkin. Eftir að skólagöngu lýkur fer hún fljótlega að vinna utan heimilisins og verður matráðskona og sér um stór mötuneyti, þótt ung sé að ár- Guðrún Karlsdóttir ✝ Guðrún Karls-dóttir fæddist á Hárlaugsstöðum í Ásahreppi 8. mars 1929. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 8. maí 2012. Jarðarförin fór fram frá Guðríðarkirkju 18. maí 2012. um. Hún hafði gaman af að búa til góðan mat og nutu fjöl- skylda og aðrir ætt- ingjar þess í hinum ýmsu matarboðum. Með manninum sínum, föður okkar, honum Jóni Vigfús- syni, starfaði hún í mörg ár á Akurhól, sem var vistheimili fyrir áfengissjúk- linga, og síðan í Víðinesi á Kjal- arnesi, þar sem Jón var forstöðu- maður til margra ára. Þau voru vakin og sofin yfir allri starfsem- inni á þessum stöðum og reyndu allt sem þau gátu til að hjálpa þessu fólki að komast í gegnum áfengisvandann. Ekki var að tala um bara átta stunda vinnudag; verkin varð að vinna hvað sem tímanum leið. Álagið var mikið og oft held ég að mamma hafi verið þreytt, því hún þurfti líka að hugsa um sín eigin börn. Þrátt fyrir mikið vinnuálag fann mamma sér þó tíma til að stunda sín áhugamál, sem voru hestamennska, hannyrðir og lest- ur góðra bóka. Hún var mikil hestakona og átti fallega hesta og hafði gaman af að skreppa í útreiðartúr, sem hún og ósjaldan gerði. Fóru þau hjónin líka þónokkrum sinnum með vina- hóp í langar hestaferðir og nutu fegurðar íslenskrar náttúru. Hannyrðir stundaði mamma alla tíð og var snillingur í hönd- unum, sama á hverju hún tók. Þau voru ófá námskeiðin, sem hún fór á til að læra eitthvað nýtt og fegra með hinum nýgerðu hlutum heim- ili sitt. Þegar hún hætti svo að vinna utan heimilisins fór hún að prjóna lopapeysur fyrir Álafoss- verslunina í Mosfellsbæ og prjón- aði að jafnaði tvær eða þrjár peys- ur á viku. Ekki má gleyma þeirri miklu ánægju, sem hún hafði af að lesa góðar bækur. Trúlega hefur hún lesið meirihlutann af þeim bókum, sem gefnar voru út á ári hverju, og fastagestur var hún á bókasafni Mosfellsbæjar. Mamma og pabbi/Jón voru samtaka hvað gestrisni varðar og mikið gott að sækja þau heim. Alltaf opið hús og allir velkomnir hvenær sem var og enginn fór svangur af þeirra heimili. Þess nutu sérstaklega þeir fjöl- skyldumeðlimir, sem búsettir voru erlendis og áttu alltaf vísan samastað á þeirra heimili í Dala- tanganum ef þeir komu til lands- ins. Með þessum orðum viljum við systkinin þakka þér, elsku mamma, fyrir alla þína ást og um- hyggju í gegnum tíðina. Fyrir öll bréfin, sem þú sendir mér reglu- lega til Þýskalands með fréttum af ættingjum, vinum og fréttum af þjóðmálum og hjálpuðu mér við að halda tengslum við föðurlandið. Blessuð sé minning þín. Edda, Stefán og Kolbrún. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höfundur ókunnur). Látinn er í Vestmannaeyjum vinur okkur, öðlingurinn Garðar Ásbjörnsson, sennilega saddur líf- daga og hvíldinni feginn. Við hjónin kynntumst Garðari þegar við fluttum til Vestmanna- Garðar Ásbjörnsson ✝ Garðar Ás-björnsson fæddist í Vest- mannaeyjum 27. mars 1932. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vest- mannaeyja 7. maí 2012. Útför Garðars fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 12. maí 2012. eyja árið 1987 þegar ég tók við skipstjórn á Guðmundi VE 29 og seinna Antares VE 18. Garðar vann þá sem útgerðar- stjóri hjá Hrað- frystistöðinni sem síðar sameinaðist Ís- félagi Vestmanna- eyja. Hann var mikill mannþekkjari og átti mjög auðvelt með að stjórna og ná því besta fram hjá fólki sem hann vann með. Garðar var opinn fyrir öllum nýjungum sem voru miklar og ör- ar á þessum tíma. Var þá sama hvort um var að ræða ný tæki í skipin, veiðarfæri eða nýjar leiðir til úrbóta við veiðar og meðhöndl- un aflans sem notaðar eru enn í dag. Það var mikið kapp í Garðari og metnaður fyrir hönd fyrirtæk- isins. Sem skipstjóri var ekki hægt að hugsa sér að vinna fyrir betri menn en þá Garðar og Sig- urð Einarsson, eiganda fyrirtæk- isins. Garðar hafði mikla ábyrgðar- kennd gagnvart skipum og áhöfn- um. Sem dæmi má nefna að þegar veður voru vond á vertíðum eftir starfslok hans, þá hringdi hann eftir sem áður um borð, jafnvel um miðjar nætur til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með menn og skip. „ Er ekki nægilegt súrefni?“ spurði hann og átti þá við vind- hraðann. Garðar var ekki bara góður samstarfsmaður heldur líka góður vinur, sem okkur þótti mjög vænt um. Ferð okkar með Ástu og Garðari til Bahamaeyja fyrir nokkrum árum er ógleymanleg. Einnig fórum við Garðar og Daði sonur hans í nokkrar veiðiferðir í Grenlækinn og áttum þar ógleym- anlegar stundir enda Garðar veiði- maður af guðs náð. Því miður gátum við ekki fylgt Garðari vini okkar síðasta spölinn, þar sem við vorum stödd erlendis. Við viljum að leiðarlokum þakka forsjóninni fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast Garðari og eignast vináttu hans og Ástu konu hans. Elsku Garðar, við biðjum góðan guð og alla engla alheimsins að halda verndarhendi yfir þér og lýsa þér leið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Ásta og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Grímur Jón Grímsson og Helga Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.