Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 38

Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 „Var krían kom- in“? spurði pabbi gjarnan fólk, sem kom að austan um vor. Það var honum í blóð borið að fylgjast með nátt- úrunni, finna púls hennar. Þegar líkamskraftar fóru þverrandi og ferðum á heima- slóðir fækkaði, var gott að leita í minningasjóð; hafa fyrir sjálfan sig eða deila með okkur hinum. Minningarnar voru margar frá lífsgöngunni og iðulega voru þær kryddaðar góðlátlegum gamansögum af mönnum og málefnum. Fyrir 10 árum leyfðu kraft- arnir að gengið væri til fjalls. Þar, uppundir rótum Kúahjall- ans, fann pabbi – og merkti smalakofa Kjarvals, svo ekki gleymdist hvar „meistarinn“ hafði setið yfir ám á æskudög- um. Þeir slitu barnsskónum á sömu slóðum Kjarval og pabbi, þó leiðir þeirra lægju ekki mikið saman, enda á þeim 45 ára ald- ursmunur. En báðir drukku þeir í sig fegurð fjarðarins og lit- brigði náttúrunnar. Máluðu myndir; Kjarval með litum á léreft. Pabba málverk ekki jafn litrík við fyrstu sýn, orð rituð á pappír, en við lestur opnast manni stórkostleg litadýrð: Ilmur úr töðu, angan frá sjó, lindaniður, ró. Fjöll standa á höfði, himinn stiginn niður í sjó. (S.Ó.P.) Er pabbi kom í fjörðinn sinn, hinstu för, andaði köldu. Eftir söng og ljóðalestur ætt- menna, í litlu kirkjunni heima, var kistan hans borin út í bílinn. Tvær kríur sveifluðu sér þar yf- ir í léttum vordansi, komið var logn og sólskin. Söngur mófugla hljómaði í kyrrðinni. Í kirkjugarðinum sungum við ljóð pabba, sem orðið er nokk- urs konar þjóðsöngur Borgfirð- inga. Nú kemur vorið sunnan að og sólin bræðir ís. Við sendna strönd í fjarðarbotni lítil alda rís og hvíslar: Það er langt síðan ég lagði af stað til þín nú loks ég finn að komin er ég komin heim til mín. Úr draumi frá í vetur enn ég þekki þessa strönd nei þannig fengu ei heillað suðræn ævintýralönd. Ó, strönd míns lands mig dreymdi að ég deyja ætti hér minn draumur rætist því nú hníg ég ein að brjósti þér. (S.Ó.P.) Fuglaraddir stemmdu í og fegurri kveðjustund var ekki hægt að óska sér. Ég kveð kæran föður minn og þakka honum hið góða vega- nesti sem ég fékk með að heim- an. Anna Sigurðardóttir. Sigurður Óskar Pálsson ✝ Sigurður Ósk-ar Pálsson fæddist í Breiðuvík við Borgarfjörð eystra 27. desem- ber 1930. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 26. apríl 2012. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey. „Sæl frænka“. Svona heilsaði afi mér alltaf og alltaf fannst mér það jafn skrítið. Ég hef alltaf haft ofurtrú á afa mín- um. Fyrir mér var hann ólseigur spek- ingur, sem tók í nefið og vissi flest allt. Ég þekkti afa sem ekta gamlan kall, með staf og hatt, sem átti gamaldags ritvél og margar bækur. Hann var einstaklega ljúfur maður sem sagði svo skemmtilega frá og alltaf sá hann spaugilegu hliðina á lífinu. Ég er svo stolt af því að vera barnabarn hans og segi öllum sem ekki vissu hver hann var. Mér leið oft eins og einni af kon- ungsfjölskyldunni þegar ein- hver gat tengt mig við afa minn, og alltaf talaði fólk um hann með bros á vör. Ég hlusta oft á sögurnar hans afa og Litli svarti goggur er í mínu mesta uppáhaldi. Ég man hvað ég var hissa þegar vinkona mín vissi ekki hver Litli svarti goggur var. Ég hélt að þetta væri fræg saga eftir einhvern eins og H.C. Andersen. Eitt af mörgu sem afi kenndi mér var hvernig sofa mætti í tímum án þess að það kæmist upp. Hann sagðist oft hafa gert það á sinni skólagöngu að láta höfuðið hvíla í lófanum þannig að höndin skyggði á augun og þannig gat hann dormað án þess að kennarinn tæki eftir því, svo rumskaði hann í hver sinn sem kennarinn sagði eitthvað sem hann var ekki búinn að glósa. Ég sá alltaf ömmu og afa sem hin fullkomnu hjón, hjón sem héldust í hendur í göngutúrum langt fram eftir aldri, hjón sem maður sá að elskuðu og virtu hvort annað. Ég mun alltaf hugsa til afa míns með brosi, þakklæti og stolti. Margrét Ragna. Nú er afi lagstur til hinstu hvílu. Þegar ég hugsa til baka kemur svo margt upp í huga minn. Ég man til dæmis eftir mörgum heimsóknum til hans á skjalasafnið á Egilsstöðum. Á þeim tíma var það í húsi gömlu símstöðvarinnar. Mér fannst bókalyktin svo góð og svo feng- um við krakkarnir stundum að ljósrita í stóru ljósritunarvélinni hans, hendurnar okkar og það sem við höfðum hugmyndaflug í að ljósrita og okkur fannst það afar spennandi. Ég var mikið hjá ömmu og afa í Faxatröðinni. Afi kenndi mér vísur, kenndi mér að spila rommí og reima skó. Hann hafði nefnilega mikla þolinmæði í svona „kennara- störf“. Honum var mikið í mun að kenna okkur góða íslensku. Ef hann var ekki nálægur og ég sagði eitthvað á miður góðri ís- lensku var viðkvæðið yfirleitt þetta „það er eins gott að afi þinn heyri ekki í þér núna“ eða „láttu hann afa þinn ekki heyra þetta“. Þannig var mér innrætt að nota tungumálið rétt. Einu sinni kom afi mér mikið á óvart, hann tók sig til og setti sig í stellingar og fór að leika apa fyrir okkur útá miðju gólfi með hljóðum og tilheyrandi. Þetta fannst mér afskaplega skemmtilegt að sjá. Hann var með húmorinn í lagi þó hann sýndi það frekar í skrifum en leik. Ég minnist þess einu sinni að afi hafi skammað mig og það var þegar ég var ekki mjög há í loft- inu. Ég tók tóbaksdolluna hans og fékk mér í nefið. Það fannst honum nú ekki gáfulegt, enda hafði ég vit á að láta tóbakið vera eftir það. Heima við man ég annaðhvort eftir honum að leggja sig í sóf- anum fyrir matinn, eða eftir matinn, eða yfir sjónvarpinu eða bara af því bara, eða þá sitjandi við ritvélina eða með penna í hendi inni á skrifstofu að skrifa. Ég vissi aldrei hvað hann var að skrifa, en eftir hann liggur ógrynni af ljóðum, textum og sögum. Sögurnar hans hafa fylgt okkur krökkunum alla ævi. Amma las þær inná kasettur þegar við vorum lítil og svo hlustuðum við á þær á kvöldin áður en við fórum að sofa. Þetta er ómetanlegur fjársjóður í mín- um augum. Eitt árið safnaði afi skeggi fyrir okkur krakkana rétt fyrir jólin og var þá alveg eins og jólasveinn, svo virðulegur þegar hann rölti um bæinn í frakka með staf og hatt og skjala- töskuna. Krökkunum í skólan- um fannst hann svo flottur og kölluðu hann oft jólasveininn eða höfðu á orði hvað hann væri flottur. Hann lagði líka mikið uppúr því að vera fínn, alltaf í jakkafötum, í skyrtu og með axlaböndin. Útförin fór fram á Borgar- firði eystra, og var hin falleg- asta. Ég söng fyrir hann í kirkj- unni tvö lög ásamt pabba og það þykir mér vænt um að hafa fengið að gera, hann átti svo góðan stað í hjartanu mínu. Þegar ég var að keyra heim frá Borgarfirði til Akureyrar, ein í bílnum, hafði ég lítið annað að gera en að hugsa. Ég samdi ljóð til hans og finnst alveg við hæfi að ljúka þessum skrifum með þeim hugrenningum. Hvíl þú nú afi í friði og ró. Andi þinn lifir en líkaminn dó. Ég sárt mun þín sakna, ég segi það satt, að sjá þig á gangi með staf og með hatt. Elsku amma mín, þú ert hetja. Ykkar dótturdóttir og nafna, Sesselja Ósk. Í örfáum orðum og kvæðum mínum vil ég minnast afa míns Sigurðar Óskars Pálssonar. Ég hef í huga bón hans um að sleppa orðaflúri, upptalningum og löngum ræðum. Til þeirra er syrgja. Við andlát ættingja og vina, sem og allra annarra, verðum við að leita huggunar í orðum og minningum og huga að því að ekkert varir að eilífu. Allt sem hefur upphaf, hefur endi. (L./A. Wachowski) Hversu sárt sem við söknum verðum við að lokum að taka líf- inu af æðruleysi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Lífið er stanslaus barátta þar sem ekkert er sjálfsagt. Æska og yndi lífsins kviksyndi lærum að busla eða sökkvum til botns. Reynum að synda til fyrirmynda verðum að varast því sál er út sett. Berumst með straumi tímans í flaumi upphefjum æsku þeim komum á legg. Hlutverk fyrir alla, kvenna og karla að lokum örmagnast og lifa ei meir. Ég er þakklátur fyrir tímann, andann, hvatninguna og ástina er afi minn veitti mér. Þá lífs er liðinn bragur, ákaflega fagur. Lagt er hold, í landsins mold, jarðarfarardagur. Óskar Guðmundsson. Mikil sómakona er fallin frá. Frú Perla er öll. Besta vinkona mömmu og mamma Jonna, æskuvinar míns. Við Jonni eig- um sögu saman sem nær aftur til þess tíma þegar við vorum báðir pínulitlir pjakkar. Pella og fjölskylda að Arnarhrauni 48 og amma Kolla og fjölskylda að Grænukinn 1. Bara lækurinn á milli. Og Hörðuvellir. Vinkonurnar alltaf flottar og fínar og vel til hafðar. Mikill Perla Kristín Þorgeirsdóttir ✝ Perla KristínÞorgeirsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 20. janúar 1933. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. maí 2012. Útför Perlu fór fram í kyrrþey frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 9. maí 2012. samgangur á milli og alltaf tekið á móti manni eins og prinsi á Arnar- hrauninu. Benni og Pella höfðingjar heim að sækja. Allt- af svo góð við mig og mömmu. Og ekki versnaði nú status- inn þegar maður lagði land undir fót og heimsótti ömmu Möggu og Jón Nordgulen á Garðaveginn. Um daginn minntist Jonni á sunnudagsbíltúra í ís til Hvera- gerðis í brjálaðri blíðu á sumrin. Vinkonurnar flottu með strák- ana sína. Þórður við stýrið. Allt- af mikil gleði, mikið fjör og kát- ína. Mikið hlegið. Og þannig virðast allar minningarnar vera. Með gleði í aðalhlutverki. Pella sýndi mikið æðruleysi og sálarstyrk í öllum veikindum sínum og grínaðist jafnvel með fótamissi þeirra hjóna. Eins og unglingarnir mundu segja: hélt alveg kúlinu allan tímann. En hún var heldur ekki ein. Benni og krakkarnir umvöfðu hana ást, hlýju og umhyggju, nú meir en nokkurn tíma fyrr. Samhent og falleg fjölskylda, alla leið. Í minningunni er Pella alltaf eins. Lífsglöð og jákvæð og hress og kát og æðisleg og ekki getur maður látið hjá líða að nefna stjórnsemina, að sjálf- sögðu í bestu merkingu þess orðs. Hafði skoðanir á flestum hlutum og var ekkert að lúra á þeim. Alltaf stutt í skemmtilegar athugasemdir, fallegt bros eða hlátur. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að votta Benna og börnunum þeirra Pellu – Lalla, Grétu, Jonna, Fríði og fjölskyld- um þeirra – mína dýpstu og inni- legustu samúð. Mínar kærustu þakkir fyrir öll sporin sem við höfum stigið saman um dagana og megi minningin um mikla sómakona lifa um alla framtíð. Ykkar vinur, Þorsteinn Gunnar (Steini Aðalsteins.). Það eru svo margar fallegar og hlýjar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til hennar Laufeyjar í Hafrafells- tungu. Glaðlyndari og jákvæðari manneskja hefur ekki orðið á vegi mínum. Hún sá það já- kvæða í öllum, gerði það besta úr öllu og gat alltaf séð spaugi- legu hliðarnar á öllum málum. Hún var mikil og góð húsmóðir og bjó fjölskyldu sinni fallegt og hlýlegt heimili á stórbýli þeirra hjóna. Laufey tók öllum sem jafningjum og var hún ekki ein- ungis vinur barna sinna og barnabarna heldur einnig vina þeirra, en þannig kynntist ég þeim hjónum í Tungu, sem vin- kona Birnu Maríu, dóttur þeirra. Ég var svo lánsöm að búa hjá þeim hjónum í Tungu í nokkur sumur og hefur sá tími verið mér ómetanlegt veganesti út í lífið. Þau hjónin voru óþreytandi að sýna mér alla fallegu staðina sem er að finna í kringum heim- ili þeirra og alltaf voru þau að kenna mér eitthvað nýtt og skemmtilegt og segja mér skemmtilegar sögur. Yndisleg voru sumarkvöldin þegar setið var langt fram eftir við spjall við eldhúsborðið í Tungu. Hún Laufey í Tungu var al- veg einstök og verður hennar sárt saknað. Elsku Kalli Siggi og fjöl- skylda, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ingibjörg Marta Bjarnadóttir. Elsku Laufey. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst. Minn- ingarnar um góðvild og vænt- umþykju þína gagnvart mér mun ég ávallt varðveita í hjarta mínu. Þú hafðir trú á mér frá fyrsta degi er við kynntumst. Trú sem að mörgu leyti var blind, því að ég hef ekki staðið undir þeim væntingum sem mæður bera til tengdasona sinna fyrir dætur sínar. Þrátt Laufey Bjarkadóttir ✝ Laufey Bjarka-dóttir fæddist á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi 23. júlí 1941. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 6. maí 2012. Útför Laufeyjar fór fram frá Skinna- staðarkirkju í Öxar- firði 26. maí 2012. fyrir veikleika mína gast þú umborið mig að svo miklu leyti að þú bauðst mig velkominn á þitt heimili eins og ég væri sonur þinn. Fyrir þetta traust verð ég ávallt þakk- látur. Traust sem hefur lagt grunn að minni hamingju. Ég hef eignast tvö yndisleg börn með Ingu, Ro- bert Karl og Rakel Önnu, sem hvort um sig ber með sér arf- leifð afa og ömmu, þar sem gömlu góðu gildin eru höfð í há- vegum. Ég mun sakna spjall- stundanna á morgnana þegar þú fékkst þér kaffi og nýbakað rúg- brauð með osti. Ég mun sakna þess hve bjartsýnum augum þú horfðir til framtíðar og sigur gagnvart veikindum þínum var bara tímaspursmál. Ég mun sakna þess að spjalla við þig um þau margvíslegu áhugamál sem aðeins ég og þú deildum. Elsku Laufey. Hafðu engar áhyggjur af þeim verkefnum sem enn eru ókláruð. Ég hef tekið þau að mér og sé til þess að þau klárist eins og við töl- uðum um. Þinn tengdasonur, Robert. Elsku amma Laufey. Það er alltaf sárt að horfa á eftir ástvinum og kveðjustundir sem þessar eru alltaf erfiðar, sérstaklega þegar maður kveður þá sem hafa alltaf skipað mikinn og mikilvægan sess í lífi manns eins og þú gerðir, ástarþakkir fyrir allt sem þú gerðir með mér og fyrir mig. Þú varst ekki bara amma, þú varst líka vinkona, sem gerði samband okkar ennþá sterkara. Þú kenndir mér margt og mikið og hafðir alltaf eitthvað til málanna að leggja og ég lærði það snemma á lífsleiðinni að „að tala er silfur að þegja er gull“ og „að manni þarf ekki að leið- ast ef maður er nógu skemmti- legur sjálfur“ og ef ég hafði eitt- hvað á móti því þá hlóstu gjarnan að mér, því þú vissir það sjálf og það kom á daginn að ég átti mikið eftir ólært. Minningarnar eru svo margar og þakkirnar í kjölfar þeirra enn fleiri. Gangnagistingarnar, þar sem við systkinin keppt- umst um að fá að sofa í afaholu við hliðina á þér eru minningar sem lifa hvað skærast. Jóla- föndrið í skólanum, þar var sko amma Laufey mætt með okkur systrum og seinna systkinum, þar sem þú föndraðir alls konar bæði með og handa okkur. Þú beiðst alltaf spennt eftir 1. nóv- ember því þá hljómuðu fyrstu jólalögin í Tungu og við farnar að huga að því hvað við ætluðum að gera til jólanna, þá aðallega til handanna. Elsku amma jóla- barn. Þú varst klettur fjölskyldunn- ar og það skipti engu máli hvað bjátaði á, þú sást alltaf eitthvað jákvætt við það og í veikindum þínum sástu alltaf björtu hlið- arnar á öllu. „Þetta mun allt fara vel,“ einkunnarorð þín og þau orð sem ég mun alltaf lifa eftir. Ýmis verkefni hafa fjöl- skyldumeðlimirnir tekið sér fyr- ir hendur og alltaf hafðirðu tröllatrú á okkur öllum með tölu og þú sýndir það líka, bæði með orðum og í verki, hversu mikils virði við værum þér og við gæt- um klifið Everest ef okkur dytti það í hug. Stoltið sem fylgdi því er ómetanlegt og það gerði mig sterkari og jákvæðari fyrir flutningi mínum til Reykjavíkur sl. haust. „Stærsta elskan ömmu“ eins og þú sagðir oft og endaðir sms-in á, stóð á eigin fótum í höfuðborginni og þú fylgdist alltaf með, þó það væri úr fjarlægð og vissir alltaf hvernig mér leið og hvernig gekk. Því þótt þú værir hinum megin á landinu fannst mér þú standa við bakið á mér í vetur og ég er svo óendanlega þakklát fyrir það, því ef ekki hefði verið fyrir öll hlýlegu símtölin og sms-in frá þér þar sem þú lýstir yfir stolti þínu á mér og bara öllum í kringum þig og komst gjarnan með skondnar og skemmtilegar sögur úr sveit- inni, aðallega af okkar fólki þá veit ég ekki hvar ég hefði endað. Svo núna þegar tók að vora tóku veikindin sinn toll en allt fram í það síðasta varstu jákvæð og það gerði mig jákvæða líka. En allt tekur enda og þú kvadd- ir okkur þann 6. maí. Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti bæði daga og nætur. Að öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú sem aldrei bregst en hugga lætur. Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær sem lög á sína undrastrengi slær. (Bjarki Árnason.) Hafðu enn og aftur ástar- þakkir fyrir allt. Þín Svala Rut Stefánsdóttir (stærsta elskan ömmu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.