Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 48
   Pétur Gautur fjallar um glímunavið sjálfið. Aðalpersónan ætlar að vera trú sjálfri sér og lætur einu gilda um heiminn að hætti trölla og fylgir öllum sínum duttlungum og hugdettum. Að endingu þarf Pétur að horfast í augu við glötuð tækifæri, líf sjálfselsku, líf, sem aldrei varð, og hnappasmiðurinn, sem segir Pétri að geti hann ekki sýnt fram á að hafa skilið eitthvað eftir sig eigi hann ekki annað skilið en að fara í bræðslu með öðru skrani, gefur honum fyrirheit um að þeir muni hittast á síðustu krossgötunum. AF LISTUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Ærslafull uppsetning ÞorleifsArnar Arnarssonar áPétri Gaut í Luzern hefur hlotið mikið lof og var valin leiksýn- ing ársins á þýsku á leikhúsvefnum Nachtkritik.de. Í fyrradag gafst kost- ur á að sjá þessa uppfærslu í Þjóð- leikhúsinu. Þorleifur leyfir sér að stokka verkið upp og byrjar á heim- för Péturs úr fimmta leikþætti, þar sem hann slyppur og snauður eftir að hafa komist í miklar álnir hittir út- sendara dauðans (Christian Baus), sem einnig reynist óræð birting- armynd hans sjálfs. Í hlutverki Pét- urs mæðir þó mest á Hajo Tuschy, sem leikur hann ungan, og Jürg Wis- bach, sem leikur hann þegar aldurinn færist yfir.    Íleikritinu eru skilin á milli veru-leika og ímyndunar óljós og Þor- leifur gerir enga tilraun til að skerpa þau. Tuschy og Wisbach eru báðir góðir leikarar og fá tækifæri til að njóta sín. Tuschy fer vel með hlut- verk Péturs, sem er bæði hrappur og sakleysingi, sem ekki nýtur álits heima í héraði þótt móðir hans sjái ekki sólina fyrir honum og konurnar falli fyrir honum.    Pétur Gautur er ekki síst þekkt-ur fyrir tónlist Edvards Griegs. Hér heyrðist tónlistin úr útvarpi í fjallasal tröllkonungsins. Þá hefði Ærslafull leit að sjálfum sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðir gestir Leikarar úr leikhúsinu í Luzern stigu á svið Þjóðleikhússins á miðvikudagskvöld í uppfærslu Þorleifs Arnar Arnarssonar á Pétri Gaut. verið hægt að gera söng Sólveigar (Paula Herrmann) um biðina eftir Pétri hærra undir höfði.    Íhléi fór Tuschy í hlutverki hinsunga Péturs á kreik í Þjóðleikhús- inu í byltingarhug og skoraði á áhorf- endur að þyrpast út á götu. Eftir hlé fór sýningin svo vísvitandi úr böndum þegar Wisbach í hlutverki Péturs á efri árum reif af sér skallakolluna og fór að lýsa því þegar hann flúði frá Austur-Þýskalandi árið 1987. Leit Péturs verður að leit leikarans að sjálfum sér. Leikararnir fóru síðan að yfirbjóða hvor annan. Tuschy sagðist geta farið með textann á ensku, en Wisbach kvaðst geta boðið betur og farið með rulluna á íslensku, dró upp kuðlað blað og byrjaði að stauta sig fram úr þýðingu Karls Ágústs Úlfs- sonar. Tuschy sagði að það væri lág- mark að leikarinn sýndi að hann gæti leikið og fór Wisbach þá aftur með sömu línur á þýsku með tilþrifum. » Pétur Gautur ætl-ar að vera trúr sjálf- um sér og lætur einu gilda um heiminn að hætti trölla. Hamagangur Aðalleikararnir í Pétri Gaut í kröppum sjó. 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Djasssöngkonan Anna Mjöll Ólafs- dóttir, sem búið hefur og starfað í Los Angeles til fjölda ára, heldur tónleika í kvöld kl. 21 á Café Ro- senberg til minningar um föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson sem lést 12. júní í fyrra. Anna Mjöll kemur fram með hljómsveit en hana skipa Jón Páll Bjarnason á gítar, Ólafur Jónsson á saxófón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Anna Mjöll hefur átt góðu gengi að fagna í Los Angeles og setti djassgagnrýnandinn Arnaldo De- Souteiro hana í hóp fimm fremstu söngkvenna djassheimsins í dag. Tónleikarnir í kvöld bera yfir- skriftina Jazz fyrir pabba. Anna Mjöll djassar fyrir föður sinn Djass Söngkonan Anna Mjöll. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) MEN IN BLACK 3 3D Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:15 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 5 - 8 - 10:25 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 AFTUR TIL FORTÍÐAR... TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU EFTIR WES ANDERSON MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SNOW WHITE AND THE... KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 SNOW WHITE AND THE... LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.4012 MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12 LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 MIB 3 3D KL. 8 - 10 10 THE DICTATOR KL. 6 12 MOONRISE KINGDOM ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 L SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 6 - 9 12 MIB 3 3D KL. 6 - 9 10 SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 8 10 GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10 SVARTUR Á LEIK KL. 10.30 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.