Morgunblaðið - 01.06.2012, Síða 52
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 153. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Banaslys á Ólafsfjarðarvegi
2. Klámmyndaleikara leitað
3. Liverpool tekur mikla áhættu
4. Foreldrarnir ákærðir fyrir morð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Langi Seli og Skugg-
arnir heldur afmælistónleika á Bar 11
í kvöld kl. 23.15 og annað kvöld kl. 23.
Hljómsveitin hefur verið starfandi í
aldarfjórðung og mun fara yfir feril
sinn á tónleikunum.
Langi Seli og Skugg-
arnir fagna afmæli
Sala á
nýrri breið-
skífu hljóm-
sveitarinnar
Múgsefjunar
sem ber nafn
hljómsveit-
arinnar hefst
í dag á net-
inu og er platan væntanleg í verslanir
11. júní. Upptökur á plötunni hafa
staðið yfir í þrjú ár. Útgáfutónleikar
Múgsefjunar verða haldnir í Fríkirkj-
unni í Reykjavík 21. júní.
Múgsefjun Múgsefj-
unar þrjú ár í smíðum
Grafíski hönnuðurinn Siggi
Eggertsson mun í dag mála vegg-
listaverk á gafl húss Hönnunarmið-
stöðvar Íslands í Vonarstræti 4b. Er
það jafnframt fyrsta vegg-
listaverk Sigga sem
hefst handa kl. 9 og
er búist við að verk-
inu ljúki fyrir kl. 17 en
þá verður verkinu
fagnað með teiti í
Hönnunarmiðstöð-
inni.
Siggi málar á gafl
Hönnunarmiðstöðvar
Á laugardag og sunnudag (sjómannadagurinn) Hægviðri eða
hafgola og yfirleitt léttskýjað, en sums staðar þokuloft við sjáv-
arsíðuna. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola. Hiti 8 til 18 stig að
deginum, hlýjast í innsveitum vestanlands.
VEÐUR
Eggert Gunnþór Jónsson,
landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, ætlar að sýna sig
og sanna á ný með enska
liðinu Wolves á næsta
keppnistímabili. Stjórinn
sem keypti hann til félags-
ins í vetur, Mick McCarthy,
var rekinn eftir tvær vikur
og Eggert fékk lítið að
spila eftir það. „Nú er kom-
inn nýr stjóri og þá byrja
allir upp á nýtt,“ segir Egg-
ert. »4
Eggert ætlar að
sýna sig og sanna
Kúluvarparinn Óðinn Björn Þor-
steinsson verður á meðal keppenda á
Demantamóti Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins í Ósló í næstu viku. Þar
verða margir af þeim bestu í heim-
inum á meðal þátttak-
enda og Óðinn segir að
þetta sé bara algjör
snilld að komast á
þetta mót og það sé mik-
ilvægt í undirbúningi sínum
fyrir Ólympíuleikana í
London í sumar. »1
Óðni Birni boðið á
Demantamót í Ósló
Valsmenn skoruðu fjögur mörk í
seinni hálfleik gegn Keflvíkingum,
unnu 4:0, og lyftu sér þar með upp í
fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í fót-
bolta. Kolbeinn Kárason fékk sitt
fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu og
þakkaði fyrir það með tveimur mörk-
um. Markaþurrð Breiðabliks lauk á
Selfossi en Blikarnir unnu þar góðan
sigur, 2:0. »2-3
Kolbeinn skaut Vals-
menn upp í fjórða sætið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Margrét Eiríksdóttir gekk út í sól-
ina og sumarið á hádegi í gær og í
stað þess að mæta í vinnuna hjá
sama atvinnurekanda árla dags í dag
eins og hún hefur gert undanfarin 52
ár hugar hún að sumarbústaðarferð.
„Það er tímabært að fara að hvíla
sig,“ segir hún um starfslokin.
Í febrúar 1960 hóf Margrét störf á
símanum hjá fyrirtækinu H. Bene-
diktssyni hf. í Tryggvagötu 8. Eftir
tvo mánuði í starfi byrjaði hún að
vinna í bókhaldinu hjá fyrirtækinu
og sinnti því starfi í 33 ár eða þar til
H. Benediktsson og Nói-Síríus sam-
einuðust en sömu eigendur áttu fyr-
irtækin. Þá flutti hún sig yfir í sölu-
og markaðsdeild og var þar þangað
til hún kvaddi starfsfélagana í gær
eða í um 19 ár.
Frænkan of skyld
Tilviljun réð því að Margrét byrj-
aði 18 ára að vinna hjá H. Benedikts-
syni eftir að hafa útskrifast úr versl-
unardeild Hagaskóla og unnið á
Silungapolli í tvö ár. „Ég sótti um
vinnu hjá Garðari Gíslasyni og fékk
hana. Á sama tíma var líka auglýst
eftir símastúlku hjá H. Ben. og um
þá stöðu sótti frænka skrifstofu-
stjórans. Honum fannst hún of skyld
sér þannig að þeir skiptu, sem varð
mér til happs. Þá var ekki eins mikið
um það og nú að fjölskyldan, vinir og
ættingjar fengju vinnu í gegnum
klíku.“
Margrét ber vinnustaðnum
sérlega vel sög-
una. „Það er gott
að vinna hjá
svona góðu fyr-
irtæki,“ segir hún.
„Þegar ég byrjaði
voru allir yfirmenn-
irnir þéraðir þangað til
þeir buðu manni dús.“
Hún segir að bókhaldið
hafi legið vel fyrir sér og því hafi hún
farið í það þegar starfsmann vantaði
til að sinna því. „Tölur hafa alla tíð
verið mínar ær og kýr og öll vöru-
númer hjá Nóa-Síríusi eru í hausn-
um á mér.“
Hvað tekur við hjá Margréti er
óvíst. Hún segist alla tíð hafa verið
hraust. Reyndar hafi hún greinst
með krabbamein fyrir um ellefu ár-
um en farið í lyfjameðferð, sigrast á
meininu og verið mætt aftur í vinnu
eftir tvo mánuði. „Ég hef alltaf verið
mætt á réttum tíma í vinnuna og
ekki verið veik í marga daga auk
þess sem það þekktist ekki í gamla
daga að vera veikur heima út af
börnum, þótt það sé hið besta mál,“
segir Margrét. „En ég er ákveðin í
að finna mér eitthvað til þess að gera
– nóg er í boði.“
Skiptu á símastúlkunum
Fékk starfið því
önnur stúlka var
of skyld yfirmanni
Morgunblaðið/Eggert
Kveðja „Takk fyrir samstarfið í 19.083 daga“ sögðu samstarfsmenn Margrétar Eiríksdóttur við hana í gær.
Það er ekki algengt að fólk vinni
alla starfsævina hjá sama fyrirtæki
en Margrét Eiríksdóttir þakkar fyr-
ir það. Hún segist hafa gengið í
gegnum miklar breytingar á
vinnustaðnum. „Ég hef
alltaf hugsað um að
ég sé að vinna
fyrir fyrirtækið,
að gera því
gott, þótt það
tilheyri ekki endi-
lega mínu starfi.
Núna finnst mér eins og fólk sé
ráðið í starf og sé það beðið að
gera eitthvað annað bendir það á
að það sé ekki í starfslýsingunni. Á
sínum tíma voru mikil veikindi og
þá fór ég í gallabuxur og niður í
byggingarvöruverslun hjá H. Ben.
og afgreiddi þar ef á þurfti að
halda.“
Margrét missti eiginmann sinn,
Eirík Þorvaldsson járnsmið, fyrir 16
árum en þau eiga fjögur börn, 10
barnabörn og eitt barnabarnabarn.
Hefur gengið í öll störf
MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR ALLTAF MEÐ SAMA VINNUVEITANDA