Morgunblaðið - 18.06.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Styrmir Gunnarsson vék aðþjóðhátíðarræðu Jóhönnu Sig-
urðardóttur á Evrópuvaktinni í gær
og benti á að mál hefðu þróast á ann-
an veg hér ef Ísland hefði verið inn-
an ESB eins og hún óskar sér.
Þá hefði ríkissjóðurÍslands orðið að
taka á sig skuldbind-
ingar einkarekinna ís-
lenzkra banka gagn-
vart eigendum
skuldabréfa bankanna
eins og Írar voru
þvingaðir til að gera
og sjá ekki enn fram
úr.
Þá hefði Alþingi ogríkisstjórn orðið
að knýja fram, senni-
lega með lögum, verulega lækkun
launa á Íslandi, bæði hjá opinberum
starfsmönnum og í einkageiranum
vegna þess, að þá hefði gengislækk-
un eigin gjaldmiðils ekki komið að
þeim notum, sem gengislækkun
krónunnar gerði.
Þá hefði Alþingi og ríkisstjórn,
sennilega með lögum orðið að lækka
verulega öll eftirlaun í landinu, eins
og Grikkjum, Írum, Portúgölum og
nú Spánverjum hefur verið gert að
gera.
Þá hefði atvinnuleysi náð svipuð-
um hæðum og í þeim evrulöndum,
sem verst hefur gengið vegna þess
að gengislækkun krónunnar hefði
ekki verkað sem innspýting í útflutn-
ingsatvinnugreinar, sem hún hefur
gert.
Þannig mætti lengi telja. Nýjustufréttir af stöðu Íra eru þær að
þeir verði líklega áfram háðir lán-
veitingum frá ESB/AGS/Seðlabanka
Evrópu, ekki vegna þess að þeir hafi
ekki staðið sig heldur vegna þess
ástands sem nú ríkir á evrusvæðinu.
Ætli Jóhanna Sigurðardóttir og
félagar hennar geri sér grein fyrir
að hefðu þeirra óskir um aðild Ís-
lands að ESB og evrunni náð fram að
ganga fyrir bankahrun væri nú ör-
birgð á Íslandi?“
Styrmir
Gunnarsson
Örbirgð með aðild
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 17.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 léttskýjað
Bolungarvík 10 léttskýjað
Akureyri 14 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 skýjað
Vestmannaeyjar 9 heiðskírt
Nuuk 7 léttskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 12 skúrir
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 12 skúrir
Glasgow 12 léttskýjað
London 18 léttskýjað
París 20 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 18 skýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 28 skýjað
Moskva 23 heiðskírt
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 23 heiðskírt
Mallorca 26 heiðskírt
Róm 32 heiðskírt
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 16 léttskýjað
Montreal 25 léttskýjað
New York 20 léttskýjað
Chicago 26 léttskýjað
Orlando 28 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:55 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:10 23:48
Laus laxveiðileyfi
í sumar
Veiðiklúbbur Íslands
Skipholt 35
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Orri,
orri@icy.is
Ingvar P. Guðbjörnsson
Baldur Arnarson
Forsetaframbjóðendurnir hafa ólík-
ar skoðanir á því hvaða áhrif það hafi
á kosningabaráttuna að þingið skuli
enn vera starfandi.
Herdís Þorgeirsdóttir forseta-
frambjóðandi telur það ekki hafa
mikil áhrif á kosningabaráttuna að
þing starfi fram yfir starfsáætlun.
„Hvað snertir kosningarnar finnst
mér það ekki skipta öllu máli en það
er verra ef þingið getur ekki lokið
störfum vegna ástandsins þar. Þá er
ég að horfa á stöðuna út frá þjóðar-
hagsmunum, að störf þingsins gangi
vel. Ef þau gera það ekki er það
slæmt burtséð frá kosningunum.“
Hindri ekki aðgang
„Fjölmiðlar verða að vera duglegir
að ræða við forsetaframbjóðendur
þótt þingið sé að störfum. Breytingar
á starfsáætlun þingsins hafa ekki
truflandi áhrif á forsetaframboðin
nema með því að hindra aðgang okk-
ar að fjölmiðlum. Ég vona að sú verði
ekki raunin,“ segir Herdís.
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir telur
þessa stöðu ekki af hinu góða. „Það
er mjög óheppilegt að þetta sé að
gerast á sama tíma. Umfjöllun um
þingið og forsetakosningarnar kann
að trufla hvað annað.“
Hannes Bjarnason telur töfina á
þinglokum ekki hafa mikla þýðingu.
„Það hefur verið rætt um að for-
setakosningarnar fái ekki nógu mik-
ið rými í fjölmiðlum vegna þess að
þingið er starfandi. Hingað til finnst
mér fjölmiðlar hafa staðið sig þokka-
lega í að fjalla um kosningabarátt-
una. Hins vegar finnst mér hafa
skort á að fjölmiðlar leiði saman
frambjóðendurna. Ég hefði viljað sjá
meira af því. Ég fæ ekki séð að það
ráði úrslitum að þingið starfi umfram
boðaða áætlun.“
Kemur niður á frambjóðendum
Ari Trausti Guðmundsson segir
töfina ekki góða fyrir kosningarnar.
„Þetta harðnar og kemur á vissan
hátt niður á okkur. Það er að hluta til
út af því að fjölmiðlar þurfa náttúr-
lega að vera að sinna þessu og gera
þá minna fyrir okkur á meðan.
Ég get svo sem ekki sagt neitt um
hvernig hægt er að leysa þetta annað
en það að menn ættu að reyna að ná
samkomulagi um að gefa þinginu frí
og ákveða sumarþing. En við óskum
þess sjálfsagt öll að geta fengið eina
eða tvær vikur þar sem kastljósinu
er beint að okkur einum.“
Þóra Arnórsdóttir telur aðspurð
að rétt sé að gera hlé á þingstörfum.
„Þingið verður náttúrlega að gera
upp sín mál. Ef það ræður ekki við
það þá er lítið við því að gera. En ég
held að það væri eðlilegt að gera
hlé,“ sagði Þóra sem svaraði svo
spurð hvort hún finni fyrir neikvæð-
um áhrifum af stöðunni á þinginu á
hennar eigin kosningabráttu: „Það
er auðvitað erfitt að meta það, en nei
ég hef ekki fundið fyrir því.“
Ekki náðist í Ólaf Ragnar Gríms-
son, forseta Íslands.
Tveir forsetaframbjóðendur
telja þingið trufla baráttuna
Sá þriðji óttast skort á athygli fjölmiðla Sá fjórði telur þinghlé tímabært
Andrea Jóhanna
Ólafsdóttir
Herdís
Þorgeirsdóttir
Ólafur Ragnar
Grímsson
Hannes
Bjarnason
Þóra
Arnórsdóttir
Ari Trausti
Guðmundsson
Nú er hægt að greiða atkvæði í
forsetakosningunum utan kjör-
fundar hjá öllum sýslumannsemb-
ættum landsins og hjá sendiráðum
og ræðismönnum víða erlendis.
Í Reykjavík fer atkvæðagreiðsla
fram í Laugardalshöll og þar er op-
ið alla daga frá klukkan 10 til 22 til
29. júní og á kjördag, laugardaginn
30. júní, verður opið í Laugardals-
höll frá klukkan 10 til 17 fyrir þá
kjósendur sem ekki greiða atkvæði
á höfuðborgarsvæðinu.
Kjósandinn sjálfur ber ábyrgð á
að koma atkvæði sínu í rétta kjör-
deild en almenna reglan er þó sú
að nóg sé að koma því í einhverja
kjördeild í viðkomandi kjördæmi.
Þannig á að vera nóg fyrir íbúa á
Höfn sem þarf að kjósa í Reykjavík
að skila atkvæði sínu í kjördeild í
Hveragerði og fyrir Ísfirðing á að
vera nóg að skila sínu atkvæði í
kjördeild á Akranesi, sem dæmi.
Þessi ábyrgð hvílir einnig á kjós-
endum sem kjósa erlendis.
Atkvæðið á ábyrgð kjósanda
UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLA ER HAFIN ALLS STAÐAR