Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér finnst gaman að gleðjabörnin og ég var alltafmeð barnaspítalann íhuga þegar ég smíðaði
þessa lest, enda er sú stofnun mitt
gamla heimasvæði,“ segir Tómas
Waage sem sumir kalla Tomma tog-
vagn, en hann hefur smíðað forláta
lest úr olíutunnum fyrir börn. Tómas
er skapandi maður sem fer sínar eig-
in leiðir, en það sést meðal annars á
því hvernig hann sinnti starfi sínu
sem dúklagningamaður hjá Land-
spítalanum. „Ég vann þar síðustu
tuttugu árin af minni starfsævi og
mér fannst gaman að myndskreyta
gólfin þegar ég lagði dúka, sér-
staklega á fæðingardeildinni. Eftir að
ég hætti að vinna hef ég verið að dúlla
Olíutunnur urðu að
litríkri barnalest
Tómasi Waage finnst gaman að gleðja börnin og eftir að hann hætti að vinna
hefur hann tekið sér ýmislegt fyrir hendur. Hann breytti til dæmis sláttuvél í
dráttarvél og breytti nokkrum olíutunnum í lestarvagna.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Tommi togvagn Tómas veitt fátt betra en að gleðja börnin.
Spenna Börnin gátu vart beðið eftir rúnti.Stuð Þessir ökumenn voru fjarska kátir.
Vefsíðan kitchentreaty.com er stór-
skemmtileg fyrir þá sem hafa gam-
an af því að prófa sig áfram í eld-
húsinu. Þar er hellingur af allskonar
uppskriftum, bæði matarupp-
skriftum, drykkjaruppskriftum og
eftirréttaruppskriftum. Konan sú
sem heldur úti þessari vefsíðu er
grænmetisæta en hún giftist manni
sem er kjötæta. Og vefsíðan er ein-
mitt hugsuð fyrir fólk sem vill láta
slíkt samband ganga, þegar kemur
að matseld. Lausnirnar eru margar
og girnilegar, til dæmis alls konar
salöt sem bæði geta verið með eða
án kjúklings eða einhvers annars
kjötmetis. Möguleikarnir eru nánast
endalausir og um að gera að prófa
og nýta eitthvað af því sem þarna
er til að setja í hugmyndabanka
uppskriftanna.
Vefsíðan www.kitchentreaty.com
Ískaffi Sérdeilis svalandi drykkur á heitum sumardögum.
Sumardrykkir, ískaffi og fleira
Þessi árstími á Íslandi er engum líkur.
Þegar nóttin er björt, þá fara töfrarn-
ir af stað og undur gerast. Því er um
að gera að velta sér upp úr dögginni,
skella sér á einhverja brennuna sem
gjarnan er kveikt í tilefni sumarsól-
staðna sem eru í þessari viku, sem og
Jónsmessunnar sem er framundan.
Sumir segja þessa daga þá mögn-
uðustu á árinu og náttúran ku aldrei
vera eins kraftmikil og þá. Svo getur
verið gaman að vaka alla sumarbjarta
nóttina, sjá sólina rétt kyssa hafflöt-
inn áður en hún rís aftur til að boða
nýjan dag. Í það minnst er full
ástæða til að fara á stjá útivið.
Endilega...
...njótið sum-
arsólstaða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jónsmessubrenna Skemmtilegt.
Á hverjum laugardegi í sumar verða
fræðslufundir í Sesseljuhúsi á Sól-
heimum í Grímsnesi. Þar ættu allir að
finna eitthvað við sitt hæfi. Fundirnir
hefjast kl. 15 og er aðgangur ókeypis.
Næstkomandi laugardag, 23. júní,
ætlar Jón Ingvar Bragason, formaður
dagskrárráðs BÍS, að stýra skáta-
skemmtun og -leikjum, en yfirskrift
fundarins er Skátadagur. Næstu laug-
ardaga á eftir er margt skemmtilegt á
döfinni:
30. júní: Álfar og huldufólk - Erla
Stefánsdóttir sjáandi fræðir gesti um
álfaheima og orku í íslenskri náttúru.
7. júlí: Hátíð Sesseljuhúss í til-
efni af 10 ára afmæli hússins. Fyrir-
lestrar, skemmtun og veitingar.
14. júlí: Vistvænn lífsstíll – Bryn-
dís Þórisdóttir kennari fjallar á lifandi
hátt um hvaða leiðir er hægt að fara til
þess að velja vistvænan lífsstíl. Hvaða
máli skipta litlar ákvarðanir daglegs
lífs? Er hægt að njóta lífsins um leið
og við stígum létt til jarðar?
21. júlí: Jurtalitun – Guðrún
Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar
um sögu og aðferðir jurtalitunar á Ís-
landi og fer í stutta göngu í leit að lit-
unarjurtum.
28. júlí: Ljósmyndaganga, Pétur
Thomsen ljósmyndari kennir náttúru-
og umhverfisljósmyndun.
4.ágúst: Heilsugarðar, Kristbjörg
Traustadóttir landslagsarkitekt fræðir
gesti um heilsugarða. Farið verður í
gönguferð að nýjum lífefldum mat-
jurta- og heilsugarði Sólheima.
11. ágúst: Lífræni dagurinn,
Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræð-
ingur heldur fyrirlestur um lífræna og
lífeflda ræktun í tilefni af lífræna deg-
inum.
18. ágúst: Sveppatínsla, Michele
Rebora sveppaáhugamaður fjallar um
tínslu og vinnslu íslenskra matsveppa.
Fræðslufundir í Sesseljuhúsi á Sólheimum
Álfar og huldufólk, skátadagur,
jurtalitun og sveppatínsla
Morgunblaðið/ÞÖK
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.