Morgunblaðið - 18.06.2012, Síða 11

Morgunblaðið - 18.06.2012, Síða 11
Lestarfjör Lestin litríka hlykkjaðist um með börnin í leikskólanum Sólstöfum við Marargötu sem voru alsæl í tunnunum og Tómas var stjórinn. mér í hinum og þessum hobbíum og ég breytti meðal annars gamalli sláttuvél og smíðaði úr henni lítinn amerískan pallbíl. Í vetur datt slatti af hjólböruhjólum upp í hendurnar á mér og þá tók ég mig til og fór að búa til tunnulest fyrir krakka.“ Hossast á túninu Tómas bjó lestina til úr olíu- tunnum sem hann skar ofan af og nið- ur til hliðanna. „Svo setti ég öxul und- ir þær með hjólbörudekkjunum, útbjó sæti og stýri og setti gúmmí- kanta á brúnirnar svo farþegarnir meiddu sig ekki. Þetta virkar allt saman mjög vel og ég dreg alla tross- una með heimasmíðaða sláttuvél- arbílnum sem er einhverskonar dráttarvél. Krakkarnir kunna vel að meta að ég get keyrt lestina í miklum hlykkjum og skrykkjum. Fremsti vagn nær næstum í skottið á þeim aftasta þegar ég fer í hring. Börnin hafa voðalega gaman af þessu, sér- staklega ef ég keyri með þau úti á túni, því þá hossast lestin mátulega mikið.“ Þakklát börn á spítala Tómas segist keyra lestina á gönguhraða, enda vill hann ekki skapa neina hættu. „Ég lauk við smíðina núna í vor og einn nágranna minna rak augun í þetta og bað mig um að koma í leikskólann hjá KFUM og K í Laugardalnum og leyfa börn- unum að fara á rúntinn. Ég mætti líka með lestina í Waldorf-leikskóla sem er hér nálægt heimili mínu og þar keyrði ég ótal hringi með krakk- ana sem tóku lestinni fagnandi. Þar var sumarhátið og af því tilefni hestar í heimsókn, en aðsóknin var meiri í lestina en í hestana,“ segir Tómas og hlær. Hann hefur að sjálfsögðu líka mætt með lestina á sinn gamla vinnu- stað, Barnaspítala Hringsins, og leyft börnunum sem dvelja þar að koma út að keyra. „Þau voru svo þakklát. Ég er með barnastól í einni tunnunni fyr- ir veik börn sem þurfa stuðning og þau allra yngstu. Fullorðið fólk kemst líka auðveldlega ofaní tunnurnar, því stundum þurfa fullorðnir að sitja und- ir börnum sem eru viðkvæm eða mjög ung. Í hverri tunnu geta verið tveir krakkar og í einni þeirra geta setið fjögur börn saman,“ segir Tóm- as og bætir við að sér finnist gaman að geta glatt einhverja með olíu- tunnulestinni heimasmíðuðu. „Mér finnst sérstaklega gaman að gleðja börn og ég er jafnvel til í að mæta í barnaafmæli eða hvar sem þörf er fyrir mig með lestina. Ég kemst víða því ég keyri lestina eftir gang- stéttum, enda er leyfilegt að keyra sláttuvélar á gangstéttum.“ Tómas tekur fram að hann geri þetta ekki í atvinnuskyni og taki ekki greiðslu fyrir. Aðsóknin var meiri í lestina en í hestana. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Safnahús Borgarfjarðar er í Borgarnesi og þangað er skemmti- legt að gera sér ferð. Þrjár eftirfar- andi sýningar eru í Safnahúsi í sumar:  Börn í 100 ár – sýning sem byggist upp á ljósmyndum sem segja sögu Íslands á 20. öld út frá lífi barna í landinu á þessum tíma. Sýningin hentar frábærlega fyrir börn – á öllum aldri.  Sýning á ljósmyndum Þor- steins Jósepssonar frá Signýj- arstöðum. Viðfangsefnið er mannlíf og staðir í Borgarfirði og á Mýrum fyrir miðja 20. öld.  Sýning um afburðamanninn sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka. Sýningar í Safnahúsi eru opnar alla daga í sumar frá 13-17. Safnahús er á Bjarnarbraut 4-6, í hinum gamla miðbæ Borgarness, rétt hjá Landnámssetri. Þrjár sýningar í Safnahúsi Ljósmynd/Ólafur Sigurðsson Börn Gamli tíminn lifir í myndum. Börn í 100 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.