Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 12

Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Rótgróið hreingerningarfyrirtæki með 40 starfsmenn. Ársvelta 150 mkr. og hefur vaxið með hverju árinu. Góð EBIDTA. • Glæsilegt íbúðahótel með 20 íbúðum. Góð afkoma. • Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Góð afkoma. • Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr. EBITDA 20 mkr. • Heildverslun með prjónagarn. Selur einnig mikið í gegnum heimasíðu á netinu. Vandaðar og vinsælar vörur. Auðveld kaup. • Stórt þvottahús og efnalaug. EBITDA 12 mkr. Hentugt fyrir dugleg og samhent hjón. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvörur. Ársvelta 330 mkr. • Stálsmiðja sem framleiðir staðlaðar vörur fyrir sjávarútveg. Stöðug velta og vel tækjum búið. Hægt að flytja hvert á land sem er og hentar vel sem viðbót við starfandi vélsmiðju. • Öflugt hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík. • Rótgróið bakarí með nokkrar verslanir. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er í raun langhlaup að koma myndarlegri alþjóðlegri ráðstefnu á laggirnar. Fjögur ár þykir eðlilegur meðgöngutími í þeim efnum og því er Karitas Kjartansdóttir, ráðstefnu- stjóri Hörpu, nú þegar farin að skipu- leggja ráðstefnuhald ársins 2017. Eftir miklu er að slægjast í þess- um efnum og ekki er ólíklegt að gest- ir á ráðstefnu norræna vegtækni- sambandsins í Hörpu í síðustu viku hafi skilið eftir um 160 milljónir króna hér á landi í veitingahúsum, verslunum og öðrum þjónustufyrir- tækjum. Ef flugfélög og hótel eru talin með gæti ráðstefnan hafa skilað þjóðarbúinu í heild um 300 milljón- um króna. Þriggja til fimm ára ferli „Það er mjög gleðilegt að sjá þessa stóru viðburði verða að veru- leika eftir margra ára undirbúning og frá opnun hefur Harpa tvímæla- laust staðið undir væntingum í þess- um efnum,“ segir Karitas. „Við erum komin með staðfestar bókanir fyrir 2015 og verið er að vinna í bókunum fyrir 2016 og 2017. Yfirleitt er skipu- lagning svona ráðstefna þriggja til fimm ára ferli og þá sérstaklega þeg- ar alþjóðleg fagsamtök eiga í hlut, en þau skipuleggja þing sín og viðburði nokkur ár fram í tímann.“ Karitas segir að mestur annatími í ráðstefnuhaldi sé almennt í Evrópu í maí og júní en einnig á haustin. Tví- mælalaust séu þó einnig tækifæri til að skipuleggja ráðstefnur yfir vetr- artímann og allir í þessari atvinnu- grein vinna að því að lengja ferða- mannatímann og árangur hafi þegar náðst. Samvinna frekar en samkeppni Spurð hvort Harpa sé í samkeppni við hótel og aðra ráðstefnuhaldara segist hún alls ekki líta svo á. „Það er allra hagur að fjölga hér viðburðum og stækka markaðinn og það skilar sér til hótela og allra annarra í grein- inni. Við viljum efla og auka ráð- stefnuhald í Reykjavík frekar en að taka af því sem fyrir er og því tala ég um samvinnu frekar en samkeppni. Með tilkomu Hörpu opnuðust nýir möguleikar í ráðstefnuhaldi en mörg alþjóðleg fagsamtök setja það sem skilyrði að ráðstefnur þeirra séu haldnar í ráðstefnuhöllum eða á hót- elum. Það hefur því opnast fyrir nýjan markhóp sem er mjög áhugavert að skoða nánar en mikil markaðssókn er í gangi um þessar mundir. Harpa, ásamt Reykjavíkurborg og Icelanda- ir Group, mynduðu nýlega kjölfestu fyrir nýjan samstarfsvettvang á markaðssetningu á Reykjavík sem alþjóðlegri ráðstefnu-funda-viðburð- arborg undir heitinu „Ráðstefnu- borgin Reykjavík“ ásamt breiðum hópi aðildarfélaga. Síðan er stefnt að því að opna hótel við hlið Hörpu árið 2015, sem eykur möguleikana enn frekar en mikil verðmæti eru fólgin í því að hafa gott hótel og ráðstefnu- miðstöð á sama stað. Staðsetning Hörpu miðsvæðis er mikill styrkur og staðan er sterk án hótelsins því hér í miðborginni eru mörg hótel. Erlendis er algengt að ráðstefnuhallir séu í útjaðri borga. Við erum með veitingastaði, bari og búðir í göngufæri en einnig mjög stutt í einhvers konar upplifun fyrir utan borgina.“ Karitas segir að ráðstefnugestir séu verðmætir ferðamenn en áætlað er að hver ráðstefnuferðamaður eyði að jafnaði um 60-70.000 krónum á dag. Til hliðsjónar þá má reikna með að hinn almenni ferðamaður eyði að jafnaði um 20-30.000 krónum í neyslu á sólahring. Ráðstefnugestir borga yfirleitt ekki flug og gisti- kostnað og hafa því meiri fjármuni til þess að nota í verslunum, veitinga- stöðum eða í afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Þriggja daga 800 manna norræn ráðstefna vegtæknisambandsins gæti því hafa skilið eftir um 150-200 milljónir króna í slíkri þjónustu og 300 milljónir þegar allt er talið. Það eru mikil verðmæti fólgin í fjölgun slíkra ferðamanna.“ Gott ráðstefnuhús Hún segir að Harpa sé gott ráðstefnuhús í alla staði og Íslend- ingar séu að átta sig á möguleikum hússins. „Við getum haldið hér ráð- stefnur af öðrum toga en við höfum getað gert áður. Íslendingar ættu að vera duglegir að koma hugmyndum um ráðstefnulandið Ísland á fram- færi meðal erlendra kollega sinna. Við eigum að vera stolt af þessu húsi,“ segir Karitas Kjartansdóttir að lokum. Mikil verðmæti í ráðstefnugestum  Allra hagur að fjölga viðburðum og stækka markaðinn  Byrjað að bóka ráðstefnur í Hörpu fyrir árið 2017 Morgunblaðið/Eggert Margvísleg tækifæri Karitas Kjartansdóttir ráðstefnustjóri segir Hörpu gott ráðstefnuhús og með tilkomu hennar hafi tækifærum í ráðstefnuhaldi fjölgað. Skipulagning stórrar ráðstefnu getur tekið þrjú til fimm ár. Andri Karl andri@mbl.is Meirihluti allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis leggur til að þingsályktunartillaga Sivjar Frið- leifsdóttur, þingmanns Framsókn- arflokks, um forvirkar rannsóknar- heimildir verði samþykkt. Nefndin hafnar frumvarpi innanríkisráðherra um sama mál, sem gagnrýnt var harðlega af öllum umsagnaraðilum. Með frumvarpi Ögmundar Jón- assonar innanríkisráðherra átti að auka rannsóknarheimildir lögreglu, á grundvelli vitneskju eða gruns um að verið væri að undirbúa eða leggja á ráðin um að fremja brot í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Frum- varpið var afgreitt til nefndar eftir fyrstu umræðu og sagði Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, í apríl sl. að á fundi með umsagnaraðilum hefði komið til tals að samþykkja frekar tillögu Sivjar en frumvarp ráð- herrans. Meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarp ráðherra voru ríkis- saksóknari, lögregla höfuðborgar- svæðisins og Ákærendafélag Íslands. Á það var bent að ekki fælust í því neinar auknar heimildir. Þingsályktunartillaga Sivjar gengur út á að innanríkisráðherra vinni og leggi fyrir Alþingi frumvarp sem veiti lögreglunni sambærilegar heimildir og lögregla í öðrum nor- rænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í nefndaráliti meirihlutans segir að við undirbúning heimilda til lög- reglu skuli hafa í huga félagafrelsis- ákvæði 74. gr. stjórnarskrár og rétt fólks til að taka þátt í starfsemi frjálsra félagasamtaka sem ekki ógna almannaheill. Tveir fulltrúar nefndarinnar, Þráinn Bertelsson og Þuríður Back- man, skrifuðu undir álitið með fyrir- vara. Í honum segir að með tillögunni sé án engan hátt verið að hvetja til þess að á Íslandi verði stofnuð ein- hvers konar öryggis-, njósna-, ellegar leyniþjónusta, hvað svo sem líði laga- setningu okkar stærri frændþjóða um slíkar stofnanir. Hafnar frumvarpi innanríkisráðherra Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan í Hörpu var alþjóðlegt þing sál- fræðinga, sem fjölluðu um hug- ræna atferlismeðferð, og var haldin síðasta sumar, ekki löngu eftir að starfsemi þar hófst. Sú ráðstefna hafði verið í undirbún- ingi í fjögur ár, eða stóran hluta af byggingartíma hússins. Síðan hafa verið haldnar nokkrar stór- ar, fjölþjóðlegar ráðstefnur í húsinu. Í liðinni viku var þar haldin 800 manna norræn ráðstefna vegtæknisambandsins og í þess- ari viku verða alþjóðlegt félag augnlækna gestir í Hörpu, yfir 300 manns. Alþjóðleg ráðstefna fræðimanna, framkvæmdaraðila og hugmyndasmiða sem koma að greinum eins og alþjóðavæð- ingu, alþjóða viðskiptum, og sem snúa að umhverfis- og sam- félagsmálum tekur síðan við og þannig rekur hver atburðurinn annan. Hver viðburðurinn rekur annan Í UNDIRBÚNINGI STÓRAN HLUTA BYGGINGARTÍMANS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.