Morgunblaðið - 18.06.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Við munum ekki efast um stöðu
Grikklands innan Evrópu. Við mun-
um ekki láta óttann buga okkur. Þetta
er stór stund fyrir Grikkland og alla
Evrópu,“ sagði Antonis Samaras, for-
maður íhaldsflokksins Nýs lýðræðis,
þegar hann lýsti yfir sigri í grísku
þingkosningunum í ræðu í gærkvöldi.
Ekki var búið að tilkynna formlega
um úrslit kosninganna þegar Morg-
unblaðið fór í prentun.
Samaras sagði úrslitin sigur fyrir
Evrópu og bauð öðrum flokkum sem
eru fylgjandi neyðarláni Evrópusam-
bandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins að mynda ríkisstjórn með flokkn-
um.
„Gríska þjóðin kaus í dag að halda
kúrsinn í Evrópu og vera um kyrrt á
evrusvæðinu. Fórnir grísku þjóðar-
innar munu færa landið aftur til hag-
sældar,“ sagði Samaras.
Geta myndað meirihluta
Framtíð Grikkja innan evrusvæð-
isins var sögð velta á niðurstöðu kosn-
inganna en vinstriflokknum Syriza
hafði jafnvel verið spáð sigri. Flokk-
urinn er andsnúinn neyðarláni Evr-
ópusambandsins og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins.
Hefði hann farið með sigur af hólmi
og hafnað láninu hefði það getað þýtt
að Grikkir hyrfu frá evrusamstarfinu.
Nýtt lýðræði og Pasok, þriðji
stærsti flokkurinn, eru hins vegar
fylgjandi láninu en vilja semja um
betri kjör á því. Þessir tveir flokkar
geta myndað meirihluta saman vegna
reglu sem tryggir stærsta flokknum í
kosningunum fimmtíu aukaþingsæti.
Talsmenn Pasok létu hins vegar
hafa eftir sér í gær að flokkurinn vildi
ekki taka þátt í ríkisstjórn án Syriza.
Þetta var í annað skiptið á innan við
tveimur mánuðum sem Grikkir gengu
að kjörborðinu því ekki tókst að
mynda ríkisstjórn eftir fyrri þing-
kosningar í maí.
Fórna ekki stefnumálunum
Fyrstu tölur sem birtar voru í gær-
kvöldi bentu til þess að Nýtt lýðræði
hefði fengið rúm 30% atkvæða en Sy-
riza rúm 26%. Skömmu síðar viður-
kenndi Alexis Tsipras, formaður Sy-
riza, ósigur og sagði að stjórnar-
myndunarumboðið lægi hjá Nýju
lýðræði. Hafnaði hann ennfremur
boði Samaras um að taka þátt í þjóð-
stjórn.
Niðurstaðan er engu að síður mikill
kosningasigur Syriza en flokkurinn
fékk tæp sautján prósent í kosning-
unum í maí. Í þingkosningunum árið
2009 fékk flokkurinn aðeins 4,6 pró-
sent atkvæða.
Alexis Tsipras, formaður Syriza,
gagnrýndi „sálfræðilega hryðju-
verkastarfsemi“ gömlu flokkanna í
ræðu þar sem hann viðurkenndi sigur
Nýs lýðræðis. Hann hafnaði jafn-
framt boði Samaras um að taka þátt í
þjóðstjórn.
„Við munum koma að þróun mála í
stjórnarandstöðu. Með sterkri stöðu
Syriza munum við ekki fórna stefnu-
málum okkar. Ríkisstjórnin verður að
grípa til aðgerða í þágu þjóðarinnar.
Þjóðin samþykkti ekki neyðaraðstoð-
ina á bindandi hátt,“ sagði Tsipras.
Úrslitin sögð sigur fyrir Evrópu
Nýtt lýðræði vann nauman sigur í grísku þingkosningunum Ætla að standa við skuldbindingar
AFP
Sigurreifur Antonis Samaras, formaður Nýs lýðræðis (fyrir miðju), umkringdur stuðningsmönnum sínum eftir að
hann hafði lýst yfir sigri í þingkosningunum á blaðamannafundi í miðborg Aþenu í gærkvöldi.
Merkel ánægð
» Mikil pressa hefur verið á
grískum kjósendum að kjósa
stjórnmálaflokka sem styðja
neyðarlánin.
» Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, óskaði Samaras
til hamingju með sigurinn í
gærkvöldi og sagðist nú
vera viss um að grísk stjórn-
völd myndu standa við
skuldbindingar sínar við
önnur Evrópulönd.
» Evran styrktist verulega
gagnvart dollar og jeni þeg-
ar úrslit kosninganna voru
ljós.
Talskona norska Miðflokksins um
stefnumótun í dómsmálum hefur
vakið reiði gyðinga og múslíma með
því að lýsa því yfir að umskurður
drengja sé úreltur, hættulegur og að
hann ætti að banna.
„Að mínu mati er þetta hefð sem
við getum ekki samþykkt í nútíma-
legu, siðuðu samfélagi. Markmið
okkar er að leggja áherslu á réttindi
ungra barna. Sem betur fer er nú
bannað að umskera stúlkur, nú er
tímabært að drengir fái sambæri-
lega lagavernd,“ sagði talskonan
Jenny Klinge í viðtali við Dagbladet.
Hún gagnrýndi jafnframt ríkis-
stjórnina, sem Miðflokkurinn á
raunar aðild að, fyrir að kalla til sér-
fræðinga til að skoða möguleikann á
að koma umskurði drengja inn í heil-
brigðiskerfi landsins. Segir Klinge
að það myndi ljá þessari hefð lög-
mæti. Sjálf telur hún að umskurður á
trúarlegum forsendum ætti að vera
refsivert athæfi. „Ég tek ekki mark á
rökum um að bann við umskurði
stríði gegn trúfrelsi því að slíkt frelsi
hlýtur að fela í sér sjálfsákvörðunar-
rétt,“ segir Klinge.
Forsvarsmenn gyðinga eru hins
vegar ósáttir og segja að bann við
umskurði myndi senda sterk skila-
boð um að gyðingar séu óvelkominn
minnihluti í Noregi.
„Þetta er aðgerð sem ekki er hægt
að taka til baka á drengjum sem ekki
geta varið sig og er þannig brot á
grundvallarmannréttindum,“ segir
Jan Helge Solbakk, prófessor í
læknasiðfræði við Óslóarháskóla.
Vill banna umskurð
Gyðingar og múslímar ósáttir við
talskonu norska Miðflokksins
Allt benti til þess í gærkvöldi að Sósíalista-
flokkur François Hollande forseta næði
hreinum meirihluta í neðri deild franska
þingsins eftir seinni umferð þingkosninga
þar í landi í gær. Útlit var fyrir að flokk-
urinn fengi 308 til 320 þingsæti af 577.
Fyrri umferð kosninganna fór fram á
sunnudag fyrir viku og fengu sósíalistar þá
46% atkvæða gegn 34% hægriflokksins
UMP, flokks Nicolas Sarkozy, fyrrverandi
forseta. Kosið var um 577 þingsæti en í 36
kjördæmum var sigurvegarinn með yfir 50%
atkvæða. Sósíalistar og stuðningsmenn
þeirra unnu 25 þeirra þingsæta.
Í gær var svo kosið á milli tveggja efstu
flokkanna í því 541 kjördæmi þar sem eng-
inn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð-
inni.
Sósíalistar höfðu þegar meirihluta í efri
deild þingsins ásamt stuðningsflokkum sín-
um. Niðurstaðan í gær þýðir að Hollande
forseti þarf ekki að reiða sig á stuðning
Græningja eða vinstriflokka til að ná fram
stefnumálum sínum í þinginu.
Sósíalistar styrkja stöðu sína
Flokkur Hollande sigurvegari frönsku þingkosninganna
François
Hollande
AFP
Sorg Dætur Rodney King, Lora og Candice, fella tár fyrir utan heimili föð-
ur síns í Kaliforníu þar sem hann fanst látinn í sundlaug í gærmorgun.
Rodney King, maðurinn sem var
miðpunktur óeirðanna í Los Angel-
es árið 1991, fannst látinn í sund-
laug á heimili sínu í gærmorgun.
Unnusta hans kom að honum látn-
um en hann var aðeins 47 ára gam-
all. Ekki leikur grunur á að andlát
hans hafi borið að með saknæmum
hætti. Vitað er að hann þjáðist af
áfengissýki á síðustu árum.
King komst í heimsfréttirnar fyr-
ir rúmum tuttugu árum þegar mikl-
ar kynþáttaóeirðir hófust eftir að
fjórir hvítir lögregluþjónar voru
sýknaðir eða sættu ekki refsingu
fyrir að hafa gengið í skrokk á hon-
um við vegarkant þrátt fyrir að
myndbandsupptaka væri til af of-
beldisverkinu.
Eftir að dómurinn féll kom til
átaka á milli ungra blökkumanna
og lögreglu með þeim afleiðingum
að fimmtíu manns létust og þús-
undir særðust. kjartan@mbl.is
Rodney King látinn