Morgunblaðið - 18.06.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 18.06.2012, Síða 16
FRÉTTASKÝRING Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Aðalbreytingin á málumnámsmanna erlendis ersú að námsmenn hafaekki jafn mikinn rétt til námslána og áður,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE eða Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Mikil breyting varð á stöðu námsmanna erlendis í kjölfar bankahrunsins á Íslandi, og varð ástandið svart á tímabili hjá mörg- um námsmönnum. „Margir áttu erfitt með að nálgast lánin sín í ís- lensku bönkunum og þetta var mjög erfitt hjá sumum,“ segir Hjördís, en í dag hefur staðan batnað til muna og hefur t.a.m. Norræna ráðherranefndin veitt ís- lenskum námsmönnum, sem leggja stund á nám á Norðurlöndunum, styrk en það hefur nefndin gert seinustu þrjú sumur. „Námsmenn fá lánagreiðslur frá LÍN 9 mánuði á ári og eru sumir hverjir atvinnulausir hina þrjá mánuðina,“ segir Hjördís en styrk- irnir hafa komið sér vel fyrir marga námsmenn. Hörkuðu ástandið af sér Uppgjafartónn var í náms- mönnum erlendis í upphafi hruns, en flestir ákváðu að harka ástand- ið af sér og halda námi áfram, enda var framboð á vinnu af skornum skammti. „Fólk reddaði sér fyrir horn og fékk lánað hjá vinum og ættingjum,“ segir Hjör- dís, en hún vill meina að ástandið hafi ekki verið jafn slæmt og margir halda. Margir námsmenn hafa sent fyrirspurnir til SÍNE varðandi nýja búsetureglu sem LÍN hefur sett, en sú regla hefur verið hert. Umsækjendur þurfa m.a. að hafa starfað á Íslandi í 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft búsetu hér á landi á sama tíma. Ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrðin þarf hann að gera grein fyrir sterkum tengslum við Ísland í erindi til sjóðsins. „Með þessu er verið að ýta fólki í þá átt að nýta sér erlenda lána- sjóði, eins og t.d. SU í Dan- mörku,“ segir Hjördís, en margir íslenskir námsmenn hafa rétt á því að taka lán hjá erlendum sjóðum. Hildur Tryggvadóttir er náms- maður í Þýskalandi, en hún er meistaranemi í stjórnun og rekstri félagasamtaka við háskólann í Hei- delberg. „Helsta vandamálið með LÍN er að kerfið er hannað fyrir námsmenn á Íslandi,“ segir Hild- ur, en hún er á námslánum hjá LÍN. Hildur hefur búið í Þýskalandi síðan í mars 2011 og segir fjár- málin „rétt sleppa“, en það standi oft tæpt í lok mánaðar. „Ég gæti nú tæplega staðið í þessu ef það væri ekki fyrir stuðn- ing fjölskyldu og vina,“ segir Hild- ur en sér ekki eftir því að hafa farið út í nám og lítur framtíðina björtum augum. Fólk nýti sér sterkari réttinn Guðrún Ragnarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og segir fjölda náms- manna hafa verið svipaðan undan- farin 10 ár. „Á skólaárinu 2010- 2011 voru um 2.500 manns á námslánum erlendis og það breyt- ist lítið á milli ára,“ segir Guðrún. Námsmönnum erlendis hefur hlut- fallslega fækkað í samanburði við námsmenn hérlendis. Eins og fyrr kom fram hefur LÍN hert búseturegluna, en Guð- rún segir ástæðuna vera einfalda: „Við höfum þetta svona svo fólk sé ekki að falla á milli kerfa, hvort sem þú eigir rétt á námsláni á Ís- landi eða í útlöndum,“ segir Guð- rún og segir eðlilegra að fólk nýti sér þann rétt sem er sterkari. Staða námsmanna erlendis hefur batnað Þróun Bláa línan sýnir fjölda námsmanna á Íslandi, en sú rauða fjölda þeirra í útlöndum. Námsmönnum erlendis hefur hlutfallslega fækkað. Þróun á fjölda námsmanna 11.000 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1967-68 2010-11 535 492 10.072 2.476 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þingmönnumer tíðrættum virðingu Alþingis sem von er. Virðing þess hefur náð djúpum lægðum á þessu kjörtímabili, en hverjar skyldu ástæður þess vera? Helstu talsmenn ríkisstjórn- arinnar, svo sem Jóhanna Sig- urðardóttir og Mörður Árna- son, halda því fram að stjórnarandstöðunni sé um að kenna hvernig komið er fyrir virðingu þingsins og þingstörf- unum, en vandinn er nærtæk- ari. Lítið dæmi um það er ræða Marðar undir störfum þingsins á laugardag þar sem hann líkti forystumönnum stjórnarand- stöðunnar við pörupilta og skemmdarvarga. Forseti þingsins fann vitaskuld að orð- bragðinu en eftir situr að al- menningur hlustar á og furðar sig á lágkúrunni. Björn Valur Gíslason, annar ekki síður orðvar þingmaður, steig í ræðustól á eftir Merði og lýsti því yfir að forystumenn stjórnarandstöðunnar hefðu ekki „risið undir þeirri ábyrgð sem þeim var falin með því að taka sæti hér á þingi og brugð- ist skyldum sínum sem þing- menn“. Og hver var svo glæpur forystumanna stjórnarand- stöðunnar? Jú, hann var að hafa ekki viljað „semja“ við ríkisstjórnina um að hleypa illa unnum og stórhættulegum málum í gegn án þess að þau fengju eðlilega meðferð. Virðing þingsins mun ekki rétta sig af á meðan menn tala með fyrrgreindum hætti, kalla andstæðingana pörupilta og skemmdarvarga og segja þá bregðast skyldum sínum sem þingmenn fyrir það eitt að vilja eðlileg vinnubrögð á þingi. Vönduð vinnubrögð er ein- mitt það sem skortir á og hvergi hefur það orðið augljós- ara en í sjávarútvegsmálunum tveimur þar sem lögð eru fram allt of seint óunnin mál sem öllum sem til þekkja er ljóst að munu stórskaða undirstöðu- atvinnuveg þjóð- arinnar. Ábyrgðarleysið er slíkt að engir útreikningar fylgja frumvörpunum og þeir sérfræðingar sem taka að sér eftir á að reikna út afleiðing- arnar eru úthrópaðir. Svo þegar allt er komið í hnút á Alþingi vegna þessara vinnubragða ætlast ríkis- stjórnin til að stjórnarand- staðan fallist á einhverja lækk- un veiðigjaldanna frá þeirri ofurskattlagningu sem þau höfðu verið í upphaflega og vill að lækkunin – sem vitaskuld er í raun gríðarmikil hækkun – verði samþykkt á lokuðum kvöldfundi án nokkurra gagna eða upplýsinga um afleiðing- arnar. Ætlast er til að stjórn- arandstaðan samþykki veiði- gjöldin án þess að nokkur athugun hafi farið fram á því hvort greinin þoli álögurnar og þegar stjórnarandstöðunni líst ekki á blikuna er hún sökuð um skemmdarverk og að bregðast skyldum sínum. En hverjir ætli skemmdar- vargarnir séu og hverjir ætli séu að bregðast skyldum sín- um? Hvers vegna liggur svo á að hækka þessi gjöld að ekki má láta reikna út áður en þau eru hækkuð hvort greinin standi undir þeim? Jafnvel þeim sem er illa við sjávar- útveginn, og þeir virðast all- margir á Alþingi um þessar mundir, ættu þó ekki væri nema virðingar þingsins vegna að leyfa eðlilega meðferð þeirra þingmála sem snerta at- vinnugreinina. Eða getur verið að hugmyndir ríkisstjórnar- innar um „lækkun“ veiðigjald- anna í „samningum“ við stjórnarandstöðuna þoli ekki skoðun? Virðing Alþingis á enga von á meðan málflutningur og vinnubrögð eru að hætti stjórnarinnar} Pörupiltar á Alþingi Þær eru ekkimargar höfuðborgirnar sem státa af jafn skemmtilegum útivistarsvæðum í miðri borginni og finnast í Reykjavík. Af mörgu er að taka en án þess að á önnur sé hallað má nefna Elliðaárdal og Öskjuhlíð, þar sem framsýni varð til þess að plantað var trjám sem nú eru orðin að myndarlegum skógi sem veitir skjól fyrir borgar- niðnum og veitir borgarbúum aðgang að fegurð og kyrrð náttúrunnar innan seilingar. Borgaryfirvöld gætu gert mun meira af því að kynna þessi og önnur útivistar- svæði sín því að þó að stund- um sé að ósekju talað niður til Reykjavíkur þá hefur hún upp á ótrúlega margt og skemmti- legt að bjóða fyrir þá sem vilja njóta útivistar. Væru þessi svæði betur kynnt kann að vera að þau yrðu líka betur nýtt, en mun færri leggja leið sína þangað en efni standa til. Reykjavík á ekki aðeins Perlu heldur einnig fjölmargar náttúruperlur} Perlur Reykjavíkur Þ að er fróðlegt að lesa viðtal Önnu Lilju Þórisdóttur við Ólaf Ragnar Grímsson í Sunnudagsmogganum, ekki síst það sem hann segir um þjóðaratkvæðagreiðslur. Hann er þeirrar skoðunar að forsetinn eigi ekki „að leyna þjóðina skoðun sinni á Evrópu- sambandinu“ og bætir við: „Ég tel þvert á móti að þetta sé stærsta mál þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins. Þó að forsetinn eigi ekki að verða oddviti já- eða nei-hreyfingar, þá ber honum að taka þátt í því samtali þjóðarinnar sem stuðlar að því að skýra þessi mál.“ Þar skýtur hann á Þóru Arnórsdóttur sem segir í viðtali Silju Bjarkar Huldudóttur í sama blaði að forseti eigi ekki að taka afstöðu í stórum pólitískum deilumálum. „Vegna þess að það samræmist ekki því að ætla að vera forseti allra Íslendinga.“ Um það var deilt í aðdraganda kosninga í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík, hvort það væri eðli- legt að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri kysi að gefa ekki upp afstöðu sína, þrátt fyrir að hafa staðið að samningunum við Alcan og sett skilyrði sem fyrirtækið þurfti að uppfylla. Ólafur Ragnar virðist aftur á móti þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi ekki að víkja sér undan því að taka afstöðu í stórum málum, þar sem þeir hafa sett sig vel inn í málin og það sem fulltrúar þjóðarinnar; þess vegna megi gera þá kröfu að þeir séu reiðubúnir að „deila þeirri þekk- ingu og vitneskju“. Auðvitað er æskilegt að stjórnmálamenn séu reiðubúnir að taka rökstudda afstöðu – það er raunar þeirra hlutverk – og hvað er þá því til fyrirstöðu miðla henni til kjósenda? Er það ekki eðli lýðræðisins að þeir standi og falli með sannfæringu sinni? En Ólafur gengur lengra, hann lýsir því yfir að standa beri vörð um sjálfstæði Íslendinga og ljóst er að hann treystir ekki ríkisstjórninni vegna aðildarumsóknar að ESB: „En hug- myndir núverandi stjórnvalda eru á þann veg að bara verði haldin ráðgefandi þjóð- aratkvæðagreiðsla og lokaákvörðunin síðan tekin af einstökum þingmönnum,“ segir hann. „Þau hafa ekki skuldbundið sig til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði endanleg og af- dráttarlaus niðurstaða málsins. Ég mun því hiklaust, verði ég kosinn, beita 26. greininni til að tryggja það að þjóðaratkvæðagreiðslan verði afdrátt- arlaus og endanleg.“ Þetta eru pólitísk tíðindi. Ólafur Ragnar er enginn ný- græðingur í stjórnmálum og hans bakland hefur legið vinstra megin við miðjuna. Engu að síður treystir hann því ekki að oddvitar stjórnarflokkanna hlíti vilja þjóðarinnar þegar ákveðið verður hvort af aðild Íslands að ESB verði. Og víst er það áleitin spurning af hverju talað er um „ráð- gefandi“ þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju kýs þjóðin ekki og svo axlar ríkisstjórnin ábyrgð eftir því? Og hvers vegna hafði þjóðin ekkert um það að segja yfirhöfuð hvort sótt yrði um aðild að ESB? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Forsetinn og þjóðaratkvæði STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Margir námsmenn hafa sent fyrirspurnir til SÍNE, en bú- setureglan vegna lána var hert fyrir ári. 2.500 manns voru á náms- lánum erlendis og hefur náms- mönnum fækkað hlutfallslega í samanborið við námsmenn hér- lendis. Staða námsmanna hefur batnað til muna eftir hrun, en Norræna ráðherranefndin veitir íslenskum námsmönnum á Norðurlöndum styrk á hverju sumri og hafa gert seinustu þrjú sumur. Mikið spurt um búsetureglu EKKI FÁ ALLIR STYRKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.