Morgunblaðið - 18.06.2012, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.06.2012, Qupperneq 19
✝ Kjartan HelgiSumarliðason fæddist í Bolung- arvík 22. sept- ember 1929. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 9. júní 2012. Foreldrar hans voru María Frið- gerður Bjarnadótt- ir og Sumarliði Guðmundsson. Systkinin voru níu, eftirlifandi eru Elín, Björg, Rúrik og Krist- ján. Kjartan og Stella eignuðust fjögur börn: 1) Ingibjörg, f. 1949, maki Gestur Björnsson, 2) Jón, f. 1952, d. 14. des. 1969, 3) Kjartan Friðgeir Kjartansson, f. 1955, maki Dýrleif Ingv- arsdóttir, 4) Sumarliði Már Kjartansson, f. 1961, maki Björg Hjörleifsdóttir. Samhliða vinnu sinni á Gefjun stundaði Kjartan búskap með kindur og hesta sér til lífsvið- urværis og ánægju. Hann hafði mikinn áhuga á ræktun bú- stofnsins og var mjög áfram um fallþunga dilkanna. Lengst af bjuggu þau hjónin í Viðarholti í Glerárhverfi. Í maí sl. fluttu þau á Dvalarheimilið Hlíð þar sem hann síðan lést. Útför Kjartans fer fram frá Glerárkirkju í dag, 18. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 10.30. Kjartan kom til Akureyrar 1948 og hóf störf í Ull- arverksmiðjunni Gefjun þar sem hann vann lengstan starfsaldur. Þar kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni, Stellu Jóns- dóttur frá Ak- ureyri. Þau giftu sig árið 1950. Hún er dóttir hjónanna Ingibjargar Þórhannesdóttur og Jóns Guð- jónssonar bakarameistara. Elsku pabbi minn, þá ert þú búinn að fá hvíldina. Þú kvaddir á björtum sumardegi. Ég veit að nú líður þér vel og ert sjálfum þér líkur. Það er svo margs að minnast, allar glöðu stundirnar og hjálpsemina hvað sem það var, þú vildir vera með í öllu ef þú gast hjálpað. Þú varst svo hreyk- inn af öllum afa- og langafabörn- unum þínum þessum stóra hópi. Ég man hvað þú varst glaður þegar Bjössi minn sagði þér að hann langaði í hestamennskuna, þá þótti þér sjálfsagt að hann fengi hesthúsið og vélarnar þín- ar. Þú sagðir að kannski ættir þú eftir að fara á bak í sumar þegar þú kæmist á fætur. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt. Ég sakna þín mikið og mun geyma minningarnar í hjarta mér. Megi ljósið umvefja þig og allir guðs englar vaka yfir þér. Ég mun passa mömmu fyrir þig þar til þið hittist á ný. Þín dóttir og pabbastelpa, Ingibjörg (Inga). Yndislegi afi, nú kveðjum við þig með sorg í hjarta þó að við höfum öll vitað í hvað stefndi. Við sitjum hérna systkinin og erum að rifja upp hvað það var alltaf yndislegt að koma til ykkar ömmu í Viðarholt. Heimilið ykk- ar var alltaf opið fyrir okkur systkinin og þið voruð alltaf reiðubúin að gera allt fyrir okk- ur, örlæti ykkar var einstakt. Í gegnum tíðina fengum við alltaf að þvælast með afa í kring- um skepnurnar eða það sem hann var að gera þann daginn. Þau voru ófá ferðalögin, útileg- urnar og hestamótin á Melgerð- ismela sem við fórum með ykkur ömmu þar sem við börnin vorum alltaf númer eitt. Afi mátti ekk- ert aumt sjá og var sannur vinur vina sinna og var alltaf tilbúinn að leggja hönd á plóginn ef ein- hver þurfti hjálp. Alla tíð lagði afi áherslu á að vera þátttakandi í lífi okkar. Hann fylgdist vel með, spurði reglulega hvernig gengi, hvort nóg væri að gera í vinnunni hjá okkur og hafði áhuga á hvernig okkur og fjölskyldum okkar gengi. Þegar langafabörnin fæddust eitt af öðru þá fengu þau sinn sess. Við fjölskyldurnar átt- um margar dýrmætar stundir með afa ýmist í baggatínslu, rétt- um uppi á Glerárdal, fjárhúsun- um og fleira. Þótt afi hafi aldrei hlotið neina menntun þá var sama hvað hann lagði fyrir sig, það lék allt í höndunum á honum. Einnig var hann mikill áhuga- maður um ýmis tól og tæki og var duglegur að tileinka sér tæknina. Afi var nánast alla tíð með skepnur og voru hestar og kindur hans ær og kýr. Undanfarin ár glímdi afi við erfið veikindi en lífsviljinn og vestfirska harkan dreif hann áfram og veitti aukinn styrk. Síð- ustu mánuði hrakaði afa mjög hratt og átti það ekki við hann að vera bundinn við sjúkrarúmið, hann var mikið náttúrubarn og þurfti að vera frjals. Nú þegar komið er að leiðarlokum kveðjum við þig elsku afi með óendanlegu þakklæti fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Guð geymi þig. Elsku amma, mamma, Brói, Már og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur og umvefja með kærleika og hlýju. Stella, Björn (Bjössi), Antonía (Toný) og fjölskyldur. Kjartan Sumarliðason var með réttu ekki afi minn, en fyrir mér verður hann alltaf afi Kjart- an í Viðarholti. Fyrir rúmum ára- tug kynntist ég Kjartani þegar við Antonía hófum okkar sam- band. Það rann fljótlega upp fyr- ir mér að ekki einungis hafði ég kynnst afar góðri og fallegri konu heldur var ég á sama tíma á leið inn í yndislega fjölskyldu á Akureyri. Þar norðan heiða réð afi Kjartan ríkjum ásamt ömmu Stellu. Kjartan og Stella bjuggu í gömlu húsi sem nefnt er Viðar- holt. Í upphafi stóð það hús tölu- vert utan við Akureyri umkringt túnum, bóndabæjum og hesthús- um. Í dag stendur það í miðju íbúðarhverfi, innan um nýrri gerðir húsa, vel innan bæjar- marka. Þar bjuggu Kjartan og Stella og þangað var gott að koma í heimsókn. Kjartan gat aldrei setið aðgerðarlaus og var alltaf að. Hann átti lengi kindur og þrátt fyrir að gamla Viðarholt væri komið með götunúmer og nágranna hélt hann lengi áfram að sinna þeim og hafði aðstöðu á túni rétt utan Akureyrar. Fyrir mig, borgarbarn úr Breiðholti, var það sérstakt og ánægjulegt að fá að aðstoða Kjartan á haust- in við réttir. Það er óhætt að segja að stór hluti lífs Kjartans hafi snúist um hesta og hestamennsku. Margar sögur hef ég heyrt af honum þeg- ar hann fór með barnabörn sín í reiðtúra og síðar barnabarna- börn. Ég fékk sjálfur að kynnast áhuga hans á hestamennsku á annan hátt. Hann gerði lengi við hnakka fyrir hestafólk. Þegar honum fannst úrval hráefnis til hnakkagerðar af skornum skammti og dýrt hérlendis hringdi hann í mig og spurði hvort ég gæti ekki aðstoðað hann að finna betra og ódýrara leður úti í útlöndum. Ég tók verkefnið að mér og nokkru síðar hóf hann kaup á ensku leðri einu sinni til tvisvar á ári. Mér þykir vænt um að hafa getað hjálpað honum og það gaf mér mikið. Dæmi um vinnusemi Kjartans er frá því tengdaforeldrar mínir byggðu hús fyrir nokkrum árum. Kjartan, kominn vel á áttræðis- aldur, var duglegur að aðstoða Gest við húsbygginguna og var alltaf mættur á undan. Gestur var farinn að hafa áhyggjur af því að hann myndi ganga frá sér við þessa vinnu. Einn daginn ákvað hann því að nú væri kom- inn tími til að sá gamli hvíldi sig og sagði honum að báðir skyldu þeir taka sér frí daginn eftir. Gestur mætti sjálfur snemma daginn eftir. Heldur brá honum þegar hann sá að Kjartan var þegar kominn og byrjaður að vinna. Hann sá við tengdasyni sínum og mætti bara samt. Svona var hann, ávallt fyrstur til vinnu og fór síðastur. Kjartan kenndi mér að veiða upp úr súpum það sem ekki var óhætt að borða. Það var gaman að finna einhvern með sama áhugamál þar. Við vorum góðir saman við þessa iðju. Ég sakna Kjartans sárt. Ferð- irnar til Akureyrar á liðnum ár- um eru fjölmargar og aldrei fór- um við suður aftur án þess að koma við í Viðarholti á leiðinni út úr bænum. Samræðurnar í eld- húskróknum við Kjartan og Stellu eru fjölmargar og áhuga- verðar sögur þeirra enn fleiri. Missir Stellu er mikill og bið ég Guð að varðveita og vaka yfir henni á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Kjartan. Guðmundur Óskar Guðjónsson. Kjartan Helgi Sumarliðason HINSTA KVEÐJA Elsku afi, takk fyrir allt sem við áttum saman. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Kjartan Ingi, Katrín Eir og Kristín Eik. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 ✝ Torfi Jónssonfæddist á Kvennabrekku í Miðdalahreppi í Dalasýslu 3. októ- ber 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. júní 2012. Hann var sonur Jóns Guðnasonar sóknarprests á Kvennabrekku og síðar á Prestsbakka, f. 12. júlí 1889, d. 11. maí 1975, og Guð- laugar Bjartmarsdóttur hús- móður, f. 17. febrúar 1889, d. 17. júlí 1977. Systkini Torfa voru Guðrún kennari og mann- fræðingur, f. 18. júlí 1916, d. 5. maí 1996, Ingólfur kennari og rithöfundur, f. 28. október 1918, d. 9. mars 1993, Eiríkur kennari og fræðimaður, f. 19. desember 1920, d. 29. sept- ember 2009, Leifur rannsókn- arlögreglumaður, f. 28. nóv- ember 1922, d. 29. apríl 1970, Soffía húsmóðir og tal- símakona, f. 11. desember 1924, d. 19. febrúar 1973, og Anna húsmóðir, f. 7. mars 1926. Torfi kvæntist 26. júní 1943 Ragnhildi Helgu Magnúsdóttur, f. 16. ágúst 1920 á Efri-Sýrlæk í Villingaholtshreppi í Árnes- Ásta, f. 13. nóvember 1993, og Sigurður Bjartmar, f. 9. maí 1997. Torfi lauk prófi frá Héraðs- skólanum á Reykjum í Hrúta- firði 1936 og íþróttakenn- araprófi frá Íþróttaskólanum á Laugarvatni 1938. Torfi hóf störf í Lögreglunni í Reykjavík árið 1941 og hjá Rannsókn- arlögreglunni árið 1961, fyrst sem boðunarmaður, síðan í um- ferðardeild við rannsókn um- ferðarslysa og loks varðstjóri þeirrar deildar meðan hún var við lýði. Eftir að hann lét af störfum hjá Rannsóknarlög- reglunni árið 1980 vann hann allnokkuð að ritstörfum. Meðal annars tók hann saman Ævi- skrár samtíðarmanna og Bæj- ar- og borgarfulltrúatal Reykjavíkur með Páli Líndal. Torfi safnaði vísum og spak- mælum og gaf hann út safn átta þúsund spakmæla í bókinni Þegar orð fá vængi árið 2000. Hann annaðist lengi vísnaþætti í DV og sá um útvarpsþættina „Það er svo margt að minnast á“ í Ríkisútvarpinu um árabil. Ættfræðin var Torfa einnig í blóð borin og undanfarin 16 ár safnaði hann saman upplýs- ingum um dánardaga hátt í 200 þúsund Íslendinga allt frá upp- hafi 19. aldar. Útför Torfa Jónssonar fer fram frá Neskirkju í dag, 18. júní 2012, kl. 13. sýslu, íþróttakenn- ara að mennt. Ragnhildur lést 1. október 2003. For- eldrar hennar voru Magnús Jónasson, bóndi á Efri- Sýrlæk, síðan smiður í Reykjavík, f. 15. nóvember 1882 í Árbæj- arhjáleigu Gaul- verjabæjarhreppi, Árnessýslu, d. 30. mars 1975, og kona hans Sigurjóna Magn- úsdóttir, f. 27. júlí 1891 í Þor- lákshöfn, d. 22. janúar 1973. Börn Torfa og Ragnhildar eru: 1) Hilda Torfadóttir, f. 26. október 1943. Maki Haukur Ágústsson f. 3. nóvember 1937. Sonur þeirra er Ágúst Torfi Hauksson, f. 31. maí 1974, maki Eva Hlín Dereksdóttir, f. 7. júlí 1977. Dætur þeirra eru Ragn- hildur Edda, f. 27. september 2007 og Bryndís Eva, f. 5. apríl 2009. 2) Hlín Torfadóttir, f. 14. apríl 1945. Sonur hennar er Atli Sigurðsson, f. 30. nóv- ember 1984. 3) Gerður Torfa- dóttir, f. 25. ágúst 1949. 4) Magnús Ingvar Torfason, f. 23. febrúar 1960. Maki Sigrún Sig- urðardóttir, f. 22. nóvember 1962. Þeirra börn eru Kara Elskulegur tengdafaðir minn, Torfi Jónsson, er látinn. Marg- ar fallegar minningar koma upp í hugann og söknuðurinn er mikill enda höfðum við Torfi þekkst í tæp þrjátíu ár. Það var ánægjulegt að um- gangast Torfa. Hann var ávallt léttur í lund og það var stutt í kímnina hjá honum. Góð- mennska einkenndi öll hans samskipti, hann var einstaklega umhyggjusamur og heiðarlegur maður. Hann var annálaður fyrir hjálpsemi sína og greið- vikni enda margir sem leituðu til hans þegar þá vantaði aðstoð af einhverju tagi. Í margmenni var hann hrók- ur alls fagnaðar og það var ein- staklega gaman að hlusta á hann segja sögur frá liðinni tíð eða fara með kvæði en af þeim kunni hann ógrynni. Torfi hafði einstaklega fallega rithönd og margir geyma miða sem hann skrifaði á vísur, stökur eða spakmæli og rétti þeim við ým- is tækifæri, jafnt ættingjar sem nágrannar eða félagar hans í sundlaugunum í Laugardal en þær sótti hann daglega um ára- tugaskeið. Torfi var fróður maður og vel lesinn. Ættfræði var eitt hans helsta áhugamál og þar var hann á heimavelli. Hann átti sjaldan í erfiðleikum með að rekja ættir samtíðarmanna sinna og laumaði þá iðulega með nokkrum sögum, sér og öðrum til gamans. Tíminn var fljótur að líða í félagsskap Torfa. Það er erfitt að kveðja svo góðan vin sem Torfi var, ætíð til taks með sitt hlýlega augna- ráð og ljúfa bros en nú skilur víst leiðir um sinn. Mér er efst í huga þakklæti fyrir velviljann og góðmennskuna við okkur öll og ekki síst barnabörnin, þau Köru Ástu og Sigurð Bjartmar, og það veganesti sem hann gaf okkur öllum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Blessuð sé minning Torfa. Sigrún Sigurðardóttir. Nú þegar Torfi afi minn er látinn leitar hugurinn til baka að öllum þeim ánægjustundum sem ég átti með honum. Mikinn meirihluta ævi minnar hef ég búið úti á landi en Torfi afi og Ragnhildur amma tóku alltaf vel á móti fyrsta barnabarninu þegar leiðin lá til Reykjavíkur, og á ég margar góðar minn- ingar af Kleppsveginum sem barn og unglingur. Ég var í tíu ár eina barnabarn afa og ömmu og naut því óskiptrar athygli, það ég best man. Afi sagði mér alls konar sögur, sýndi mér gamla hluti, sem hann átti í handraðanum, og fór með mig í morgunsund, litlum hnokka til mikillar ánægju. Þegar ég eltist og var m.a. við nám í Reykjavík varð sam- gangurinn meiri og afi fór að segja mér enn fleiri sögur, fara með vísur og kvæði. Það var hrein unun að hlusta á hann fara með bundið mál og ótrú- legt hvað hann kunni af vísum og sögum um tilurð þeirra. Ég á eftir að sakna þess mikið að heyra afa tala, það var eitthvað svo fallegt hvernig hann bar fram og ljóð urðu betri þegar hann fór með þau. Oft gaukaði hann að mér áhugaverðum ljóðabókum og það er mest honum að þakka, að ég hef gaman af því að lesa ljóð, þó enn meira gaman að fá söguna með eins og var hjá afa. Ekki síður var gaman að heyra afa segja sögur frá æsku- árum sínum á Ströndum og frá Kvennabrekku. Mér er afar minnisstæður bíltúr sem við Eva, kona mín, fórum í fyrir um átta árum. Við ókum með afa um æskuslóðirnar, að Kvennabrekku og Prestbakka og afi sagði frá allan tímann. Hann sagði frá ýmsu um for- feður og -mæður sem ég hafði aldrei heyrt áður, en hef því miður gleymt mörgu af því ekki erfði ég minnið hans afa míns. Þessi bíltúr með afa var ein besta bílferð, sem ég hef farið; afi á heimavelli og minninga- brot og fróðleikur við hverja þúfu. Árið 2007 fæddist eldri dóttir mín, Ragnhildur Edda, skírð í höfuðið á Ragnhildi ömmu minni. Hún var fyrsta barna- barnabarn afa en á þeim var um 88 ára aldursmunur. Afi hafði mjög gaman af Ragnhildi; nafnið spillti ekki fyrir. Hún var líka hænd að honum og var einstaklega gaman að fylgjast með þeim, þegar við komum í heimsóknir til hans með hana. Fyrsta heimsóknin með Ragn- hildi, sem þá var kornabarn, er mér mjög minnisstæð og er myndin, sem tekin var við það tækifæri, ein af mínum uppá- haldsmyndum af afa. Afi hélt á Ragnhildi í fanginu. Hann var ekki vanur því að halda á kornabörnum, en væntumþykj- an og hrifningin var auðsæ. Afi átti alltaf kleinur og stundum eitthvað enn betra og sætara, sem Ragnhildi líkaði vel og síð- ar Bryndísi Evu, litlu systur, einnig. Afi var mikill tölvumað- ur og fylgdist vel með stelp- unum okkar á vefnum, skoðaði myndir og myndbönd og fylgd- ist með öllu sem varðaði stelp- urnar. Ég kveð afa með söknuði en jafnframt gleði yfir því að hann fékk að fara á friðsælan hátt eftir góða og langa ævi. Hann kom miklu í verk, hélt góðri heilsu fram á elliár, var reglu- maður og reyndist samferða- mönnum sínum vel. Ég get að- eins vonast til að eiga sömu eftirmæli skilin þegar minn tími kemur. Ágúst Torfi Hauksson. Torfi Jónsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURJÓNA SÍMONARDÓTTIR, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 14. júní. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 22. júní kl. 13.00 Elísabet Harpa Steinarsdóttir, Ástþór Ragnarsson, Sigríður Steinarsdóttir, Einar K. Þórhallsson, Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Þórhallur Ólafsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bergsveinn Jóhannesson, Ragnar Victor Gunnarsson, Sveindís D. Hermannsdóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Jón Ingi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.