Morgunblaðið - 18.06.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 18.06.2012, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Garðar Tökum garðinn í gegn! Klippingar, trjáfellingar, beða- hreinsanir, úðanir og allt annað sem við kemur garðinum þínum. Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð og umfram allt hamingjusamir viðskiptavinir. 20% afsláttur eldri borgara. Garðaþjónustan: 772-0864. Gisting Orlofsíbúðir - Hótel Sandafell Njótið náttúrufegurðar Dýrafjarðar. Orlofsíbúðir til leigu og hótelgisting. Sími 456 1600. gisting@hotelsandafell.com Sumarhús Til sölu Sumarbústaðaland Eignaland. Hentar vel fyrir hjóhýsi. Upplýsingar í síma 824-3040 Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru moltugerðarkassar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 lítra. Lindarbrunnar. Borgarplast.is Mosfellsbæ. S. 561 2211. Gestahús, ósamansett, til sölu stærð 5 x 4 m. Verð kr. 870.000. Spónasalan ehf. Uppl. í netpósti: Snotra1950@gmail.com Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald N.P. þjónusta. Óska eftir bókhalds-, eftirlits- og gæslustörfum. Hafið samband í síma 893 7733. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897 9809. Bílamerkingar Fyrir allar stærðir og gerðir bíla. Sendið fyrirspurn á audmerkt@audmerkt.is Eða skoðið heimasíðu okkar www.audmerkt.is Bátar Til sölu Sómi 800: Mímir SF 11 6757, smíðaður 1986, Volvo Penta 230, árgerð 2000. Nýtt rafmagn, ný siglingatölva, maxsea time zero, nýr dýptarmælir 50/200, ný sjálfstýring, fjórar DNG-tölvurúllur og nýmálaður. Uppl. síma 893 1563. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi fannar@fannar.is - s. 551-6488 Fellihýsi Palomino Colt til sölu Til sölu er Palomino Colt-fellihýsi. Skráð ´06 en fór á götuna ´07. Fortjald frá Seglagerðinni Ægi fylgir með, aðrir aukahlutir eftir samkomu- lagi. Alltaf geymt inni á vetrum. Verð: samkomulag. Upplýsingar í síma 892 7619. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl atvinna - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is ✝ Laufey Sigurð-ardóttir fædd- ist á Steinaflötum í Glerárþorpi 7. mars 1926. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. júní 2012. Laufey ólst upp á þurrabúðarbýlinu Háagerði á Sjáv- arbakka í Arn- arneshreppi. For- eldrar hennar voru hjónin Jónína Steinunn Magnúsdóttir og Sigurður Helgi Jóhannsson. Systkini Laufeyjar eru Sigþór Björgvin, látinn, Kristín Mar- grét, látin, Jóhanna, Jóhann Steinmann, látinn, og Ester Lára. Hinn 4. maí 1947 giftist Lauf- ey Jónasi Sigurðssyni, f. 28. september 1912, d. 28. nóv- ember 1999, foreldrar hans voru Kristjana Marín Magnúsdóttir nóvember 1972. Þau eiga þrjá stráka, Ragnar Inga, Guðmund Kristin og Kjartan Stein. d) Sævar Jóhann, f. 16. desember 1974, maki Sigurbjörg Þórey Ólafsdóttir, f. 18. ágúst 1975. Þau eiga tvær stelpur, Anítu Eiri og Árnýju Dögg. e) Jóhann- es Karl, f. 8. janúar 1979, maki Harpa Þorsteinsdóttir, f. 27. júní 1986. Barn þeirra er Stein- ar Karl. Dóttir Jóhannesar Karls af fyrra hjónabandi er Ágústa Ýr. 2) Gylfi, f. 22. júní 1952, giftur Guðnýju Kristínu Kristjánsdóttur, f. 22. apríl 1953. Þau eiga þrjú börn; a) Katrín, f. 2. febrúar 1971, maki Hjörtur Geirmundsson, f. 10. september 1967. Þau eiga þrjú börn, Arnar Geir, Elvar Inga og Önnu Karen. b) Kristján Rúnar, f. 10. nóvember 1975, maki Helga Svava Arnarsdóttir, f. 3. nóvember 1975. Þau eiga þrjú börn, Aron Hólm, Ingimar Arn- ar og Kristínu Marý. c) Ómar Ingi, f. 3. júní 1986, maki Aníta Einarsdóttir, f. 28. febrúar 1988. Útför Laufeyjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. júní 2012, og hefst athöfnin klukkan 13.30. og Sigurður Guðni Jóhannesson, bæði látin. Laufey og Jónas eignuðust tvö börn: 1) Elsa, f. 28. september 1948, gift Sigursteini Kristinssyni, f. 7. september 1949. Þau eiga fimm börn; a) Heiðdís, f. 18. febrúar 1966, maki Jón Víkingur Árnason, f. 1. nóvember 1969. Börn þeirra eru Kristófer Logi og Tinna Dögg. Börn Heiðdísar af fyrra sambandi eru Heimir Örn og Arna Dögg. b) Hjördís, f. 20. febrúar 1967, maki Brynjar Finnsson, f. 15. febrúar 1964. Þau eiga fjörgur börn, Bryn- hildi Laufeyju, Elsu Rún, Bjarndísi Rögnu og Geirfinn Brynjar. c) Jónas Leifur, f. 5. ágúst 1971, maki Ragnheiður Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 24. Frá unga aldri annaðist Laufey systkini sín og heimili en fékk þó að fara einn vetur í barnaskólann í samkomuhúsinu á Grundinni. Síð- an lá leið hennar í kaupavinnu á bæi í sveitinni, aðallega í Stóru- Brekku, Arnarneshreppi. Þegar Laufey var 18 ára réð hún sig í vinnu á Hótel Gullfossi og var ein af þeim sem björguðust þegar hótelið brann 14. mars 1945. Sú lífsreynsla markaði djúp spor í sálu hennar. Laufey var í fyrsta árgangnum sem stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Akureyri en þaðan lá leið hennar í vinnu á Fosshóli við Goðafoss. Þar kynnt- ist hún Jónasi sumarið 1946 og felldu þau strax hugi saman. Laufey og Jónas giftu sig vorið eftir og hófu búskap á Akureyri, fyrst í Munkaþverárstræti en byggðu svo hús í Byggðaveginum þar sem þau bjuggu alla sína bú- skapartíð. Eftir andlát Jónasar árið 1999 keypti Laufey sér íbúð í Mýrarvegi 111 og undi hún hag sínum vel þar. Laufey var húsmóðir, móðir, amma, langamma og systir fram í fingurgóma og fengu ástvinir hennar og heimili að njóta kær- leika hennar og umhyggjusemi. Síðari hluta starfsævinnar eyddi Laufey á Saumastofunni Heklu eða allt þar til Jónas veiktist af al- varlegum nýrnasjúkdómi en þá annaðist hún hann í veikindum hans. Laufey tók virkan þátt í fé- lagsstarfi aldraðra, var m.a. í danshópnum og var hún mjög stolt af því. Hún fór einnig í mörg ferðalög með öldruðum og hafði gaman af. Fyrir nærri tveimur árum greindist Laufey með krabba- mein í andliti og við tóku endur- teknar aðgerðir og geislameðferð, óréttlát barátta þar sem Laufey stóð sína plikt án þess að kvarta. Þar sýndi sig best æðruleysið sem einkenndi hana allt hennar líf. Ástvinir Laufeyjar vilja koma sérstöku þakklæti til HO deildar Sjúkrahússins á Akureyri og heimahlynningar fyrir góða um- mönnun á erfiðum tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Farðu í Guðs friði. Fyrir hönd ástvina, Elsa og Gylfi. Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði og sorg í hjarta en loksins fékkst þú hvíldina sem þú þráðir svo heitt og áttir svo sannarlega skil- ið. Eftir stendur þó tómarúm sem erfitt verður að fylla. Síðastliðin tvö ár hafa verið erfið, endalaus barátta og endalaus vonbrigði, ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur og allt var tekið frá þér, öll lífsgæði. Í gegnum þennan tíma sýndir þú af þér mikið æðru- leysi og ósérhlífni en þannig hefur ávallt verið hægt að lýsa þér, ósér- hlífin, æðrulaus, kærleiksrík og umhyggjusöm. Við systurnar nut- um þeirra forréttinda að alast upp í Byggðaveginum hjá þér og afa, umvafðar kærleika og umhyggju. Stelpurnar hennar ömmu eins og bræður okkar og frændsystkini kölluðu okkur. Já, við vorum alltaf og verðum alltaf stelpurnar þínar. Kærleikurinn sem þú gafst okkur að gjöf fylgir okkur og börnum okkar áfram og við erum svo þakklátar fyrir allt sem þú gafst okkur. Góðmennska þín var mikil, elsku amma, þú hafðir svo stórt hjarta og varst falleg bæði að inn- an sem utan. Þú varst alltaf svo góð og aldrei sáum við þig skipta skapi, alltaf með sama langlund- argeðið sama hvað á bjátaði. Þú kenndir okkur svo margt og alltaf gátum við leitað til þín með alla hluti. Þú sagðir aldrei nei en það orð notaðir þú ekki oft enda vildir þú allt fyrir alla gera. Þú varst einstaklega lagin í höndunum og þegar við vorum litlar og langt fram á unglingsárin vorum við alltaf svo fínar í fötum sem þú saumaðir á okkur. Sumar þær flíkur eigum við enn og eru okkur dýrmætar. Það er svo erfitt að kveðja þig, elsku amma, og orðin láta á sér standa. Við höfum vitað að hverju stefndi í nokkurn tíma og jafnvel óskað þess að þú yrðir leyst frá þrautum þínum en þegar kallið kom varð sorgin sár og söknuður- inn mikill. Eftir standa þó margar yndislegar minningar, fallegar minningar um yndislega konu, ömmu og móður, minningar um skemmtilegar samverustundir og góðan tíma sem við fengum með þér. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristalstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Hvíl í friði, elsku amma, þú varst og ert ljósið í lífi okkar. Heiðdís og Hjördís. Elsku amma. Ég sakna þín svo mikið en ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna. Það verður skrítið að fara ekki í göngu- eða hjólatúr með mömmu í heimsókn til þín á sunnudagsmorgnum og fá mjólk og kökur hjá þér, leika með bíl- ana, púsla eða spjalla við þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þú verður alltaf með mér í bænum mínum. Þinn Geirfinnur Brynjar. Elsku Laufey amma, þú hafðir svo góð áhrif á líf mitt, líklega meiri áhrif en þú hefur gert þér grein fyrir. Ég á þér margt að þakka og er ótrúlega stolt af því að hafa verið skírð í höfuðið á þér. Takk fyrir að eiga alltaf tíma fyrir okkur í kringum þig. Mér fannst alltaf svo gaman þegar þú dróst fram leikfangagrindina, sem innihélt eitthvað fyrir alla, og lékst við okkur krakkana. Gömlu dúkkurnar sem mamma og Heið- dís áttu og þú saumaðir á falleg föt, gömlu dótabílarnir og prjón- uðu bangsarnir sem þú bjóst til sjálf og varst svo ánægð með. Þótt þetta hafi ekki verið glænýtt dót var alltaf jafngaman að leika með það, enda var þetta dótið hjá Laufeyju ömmu. Þegar við vorum í pössun hjá þér gafstu þér alltaf tíma til þess að sjá til þess að okk- ur leiddist ekki með því að leika við okkur og spjalla. Þú talaðir mikið við mig þegar ég var yngri og sagðir mér svo oft hversu skýrt og fallega ég talaði sem barn og á ég það að sumu leyti þér að þakka fyrir að gefa þér tíma til þess að tala við mig. Takk fyrir að minna mig á hversu mikilvæg fjölskyldan í kringum mann er. Þegar ég kom í heimsókn til þín rifjaðirðu oft upp sögur frá því þegar þú varst yngri, eignaðist þín börn og hvernig lífið var þegar mamma var lítil stelpa. Þú sagðir mér líka frá hinum ömmubörnunum þínum og barna- börnunum sem voru orðin tuttugu og eitt talsins, já mikið varstu rík. Mér fannst svo þægilegt að sitja hjá þér, spjalla við þig og finna fyrir því hversu gaman þér fannst að segja frá þeim sem þér þótti vænt um. Sérstaklega þótti mér vænt um það þegar ég var í heim- sókn hjá þér um daginn og þú kynntir mig fyrir konu sem leit inn hjá þér. Þegar þú sagðir henni hver ég væri, að ég væri að læra í háskólanum og að ég væri nafna þín fann ég fyrir svo miklu stolti. Það var eitthvað við það hvernig þú talaðir, eins og ég væri eitthvað merkileg. Takk fyrir að kenna mér að það þarf ekki stór orð til þess að lýsa yfir væntumþykju. Þegar ég var sex ára sastu með mig við eldhús- borðið í Byggðaveginum, hossaðir mér á hnjánum og taldir niður dagana þar til ég myndi missa gifsið sem ég var með á hand- leggnum. Ekki á morgun, ekki hinn, ekki hinn, heldur hinn. Ég sat þarna í fanginu á þér og leið miklu betur, þrátt fyrir pirring á þessu gifsi sem ég var komin með nóg af. Þessi minning situr svo föst í mér, enda fann ég fyrir svo mikilli hlýju og ást. Þér tókst ein- hvern veginn alltaf að láta manni líða betur og kæta mann, þó svo að oft hafi ekki meira þurft til en smáhoss. Ég sakna þín amma, þótt ég viti að þú ert núna á betri stað þar sem þú getur fylgst vel með okkur öllum. Takk fyrir það einnig. Þín Brynhildur Laufey. Elsku fallega amma. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín því þú tókst alltaf svo vel á móti mér og passaðir að ég færi ekki svöng heim. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig þegar ég kom til þín og við höfðum alltaf nóg að gera. Það var svo gaman þegar þú kenndir mér að sauma út og svo vorum við allt- af að horfa á gamlar vídeóspólur með íslenskum gamanþáttum sem þú hafðir tekið upp í sjónvarpinu. Þá hlógum við mikið saman. Ég geymi enn brandarabókina sem þú bjóst til handa mér og úrklipp- urnar með Ást er … þessu safn- aðir þú saman í langan tíma og límdir í fallega bók og gafst mér. Ég man þegar ég kom stolt til þín með fiðluna í fyrsta skiptið og þú sagðir mér að þú vildir frekar að ég syngi fyrir þig heldur en að spila. Síðan baðstu mig alltaf að syngja fyrir þig, þú hafðir svo gaman af því og þér fannst röddin mín svo falleg. Það var svo margt sem þú gerðir fyrir mig og gerðir með mér og ég á svo margar fleiri góðar minningar um samveru- stundirnar okkar saman. Þær mun ég alltaf geyma og búa að alla ævi. Það er gott að vita af þér þarna hinum megin því ég veit að þú vakir yfir mér. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíldu í friði, elsku amma, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Elsa Rún. Laufey Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Laufeyju Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.