Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 22

Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Gerðu nú lítið úr þessu,“ segir Ólafur Brynjólfsson, fyrrverandiumhverfis- og gæðastjóri Árvakurs, útgefanda Morgunblaðs-ins, sem er sjötugur í dag. Hann segir að ekkert standi til í til- efni dagsins. „Ég geng með hlaupafélögum mínum í hádeginu,“ segir hann, en hlaupahópurinn, sem reyndar hefur tekið miklum breyt- ingum, hefur hist þrisvar í viku í áratugi, byrjaði á Melavellinum. Ólafur leggur rækt við fjölskylduna, ræktar garðinn sinn við sum- arbústaðinn á Flúðum í Hrunamannahreppi og er með tæplega 12 í forgjöf í golfi, en gerir lítið úr árangrinum. „Við hjónin erum mikið í golfi, bæði tvö, með börnum og barnabörnum og vinahjónum, en ég stend ekki undir forgjöfinni, það eru margir betri en ég.“ Hjónin Ólafur og Hrefna eiga þrjú börn og segir Ólafur að synirnir slái miklu lengra en hann, þótt forgjöf þeirra sé ekki eins góð. „Þeir hafa ekki verið jafnduglegir og karlinn að færa til bókar það sem þeir hafa afrekað. En þeir stúdera golfið, liggja yfir blöðum og vídeóum, kannski fullmikið á stundum eins og ég, en sveiflan er svo marg- breytileg.“ Hann segir Vestmannaeyjavöllinn engum líkan og erlendis sé eftirminnilegast að hafa leikið á St. Andrews í Skotlandi. „Mér gengur best með birkið og Hrefna er dugleg að koma til rós- um,“ segir Ólafur um ræktunina og um verk dagsins: „Ég vonast til að geta flaggað bæði Þróttarfána og Fylkisfána.“ steinthor@mbl.is Ólafur Brynjólfsson 70 ára Morgunblaðið/Kristinn Útivist Ólafur Brynjólfsson lék fótbolta með Þrótti og Fylki, en nú á golfið, garðrækt og fjölskyldan hug hans allan. Flaggar fánum Fylkis og Þróttar I nga Dagmar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá FB 1991, lauk BA-prófi í mannfræði við HÍ 1997, lauk BS-prófi í líffræði frá HÍ árið 2000, hefur stundað nám í sjúkra- þjálfun við HÍ frá 2008 og er nú á lokaári í því námi. Inga Dagmar stundaði píanónám í Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar 1984-90, sótti námskeið í náttúruvernd og landvörslu 1993 og var á frönskunámskeiði við Stend- hal-háskóli í Grenoble í Frakklandi 1993, sótti námskeið í hluta- og módelteikningu við Myndlistarskól- ann í Reykjavík 1994-95, öðlaðist réttindi til að kenna börnum nátt- úruverkefni 1995, starfaði í Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík og sótti þar ýmis námskeið í skyndihjálp, ferðamennsku og fjallamennsku á Inga Dagmar Karlsdóttir leiðsögumaður 40 ára Þrjár fertugar Inga Dagmar í afmælisferð á Hrútafelli á Kili um síðustu helgi, ásamt tveimur vinkonum sem einnig eru fertugar um þetta leyti. Frá vinstri: Þórunn Garðarsdóttir, Inga Dagmar og Katrín María Káradóttir. Útivist – nýi lífsstíllinn Leiðsögumaðurinn Inga Dagmar á Hrútafelli um síðustu helgi. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kópavogur Hafdís Ósk fæddist 4. nóvember kl. 9.35. Hún vó 4.555 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Unnur Sigurðardóttir og Hafþór Ægir Þórsson. ÚRVAL FATNAÐAR OG GJAFAVÖRU Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Reykjavík Steinunn Embla fæddist 3. ágúst kl. 14.34. Hún vó 3.175 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún María Guðlaugsdóttir og Axel Freysson. Nýir borgarar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.