Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Forðastu rifrildi eða ágreining við þá
sem hafa eitthvað yfir þér að segja, svo sem
kennara, foreldra eða aðra máttarstólpa. Tal-
aðu jafnan varlega, því aðgát skal höfð í nær-
veru sálar.
20. apríl - 20. maí
Naut Viðamikið samstarfsverkefni sem þú
ert nú að taka þátt í krefst mikils. Mundu að
hvatning virkar mun betur en gagnrýni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu ekkert að halda aftur af hug-
myndaflugi þínu þótt einhverjir séu með
nöldur í þinn garð. Þér tekst að koma um-
kvörtunarefnum áleiðis, án þess að fólki finn-
ist þú vera að kvarta.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að láta fjölskyldumál til þín
taka en þú þarft einnig að sinna þér. Stattu
vörð um heilsu þína og hamingju.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Með gamansemi léttir þú bæði þér og
öðrum störfin og allir vilja vinna með þér og
fá þig í samkvæmi sín. Njóttu þess að hitta
fólk í þægilegu umhverfi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Tilfinningar þínar eru svo sterkar og
vilji þinn til að fela þær svo lítill að þú ert eig-
inlega opin bók. Talaðu við aðra og reyndu að
njóta lífsins til fulls.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú ríður á að þú skipuleggir hlutina af
mikilli nákvæmni því ekkert má út af bera ef
viðunandi árangur á að nást. Láttu ekki smá-
munina tefja þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til að hrinda í
framkvæmd þeim áætlunum, sem þú hefur
svo lengi unnið að af kostgæfni. Segðu sjálf-
um þér satt um hvað þú vilt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú verður á kafi í gömlum málum
og úrlausnarefnum sem tengjast fjölskyld-
unni og fasteignum á næstunni. Sýndu hug-
myndaauðgi þegar þú leitar aðstoðar ann-
arra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er alltaf gaman að leika sér
og umfram allt þarftu að gefa þér tíma til
þess að sinna barninu í sjálfum þér. Búðu þig
undir að til þín verði leitað varðandi önnur
störf.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þeir eru margir sem vilja veðja á
sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað
þessvegna. Það gengur allt vel hjá þér núna
og því hefurðu hlutina í hendi þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú færð það sem þú vilt en ekki á
sama hátt og þú hélst. Hálfnað er verk, þá
hafið er og kemst þótt hægt fari.
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum fyrir utan Vinnufata-
búðina. Hann var með blað í hönd-
um, sem hann velti milli lófa sér.
„Ég fór út í Eyjar til að fylgjast
með Pæjumótinu og þegar ég kom
til baka beið mín orðsending á
netinu síðan á föstudag,“ sagði
hann:
Í Vísnahorni dagsins í Morg-
unblaðinu í dag er eftirfarandi
klausa: Karlinn á Laugaveginum
var ánægður með sjálfan sig, þar
sem hann stikaði niður Frakka-
stíginn og hnykkti höfðinu aftur
fyrir sig upp í Skólavörðuholtið:
Kerling góðan hefur haus
og hjartagæsku ríka
en hún er að verða hálf-sjónlaus
og heyrnin búin líka.
Satt að segja er skýring á þessu:
Undan því svo verði vikist
væl hans þola og raus;
blekki ég hann, bara þykist
blind og heyrnarlaus.
Með kveðju frá kerlingunni.
„Þetta er nú ekki elskulegt, en
henni líkt,“ sagði hann og stundi.
„Ég verð að gera bragarbót:
Gestrisni eru veggir víðir
svo verður rúmt í kotinu;
ekki þröngan stakk sér sníðir
á snafs í veggjarbrotinu;
útsjónarsemina undrast lýðir
alltaf er pláss í skotinu;
augum skoðar, eyrum hlýðir,
er eins og drottning í slotinu.“
Og eins og til að rífa sig frá
þessum rómantísku hugsunum fór
hann út í pólitíkina: „Það er svo
sem ekkert að gerast í þinginu.
Sama stautið og tautið. En þið
hafið verið að tala um vísnagátur í
Horninu. Getur þú ráðið þessa?
Þeir sögðust vilja semja um frið,
sátta höfðu tóninn;
snúa réttu og röngu við
ráðherrann og dóninn.
Hverjir voru þetta?“ spurði
hann og bætti við: „Merkingin er
jafn ljós eða óljós eins og í þessari
vísu Káins í Minni til mjólkur-
manna, en framan af árum höfðu
margir Íslendingar í Winnipeg
mjólkursölu að atvinnu:
Vorri kæru fósturfoldu
þeir fagran minnisvarða reisi.
Bresti þá aldrei neitt af neinu
nema skort á mjólkurleysi.
Og nú er spurningin: Óskaði Ká-
inn þeim þess, að þeir hefðu alltaf
yfrið nóga mjólk eða hins að það
yrði mjólkurskortur á markaðnum
svo að verðið hækkaði?“ sagði
hann sakleysislega og skundaði
niður á Hverfisgötu þar sem fjós
barónsins á Hvítárvöllum stendur
enn á horninu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ráðherrann og dóninn
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
ur
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lf
ur
hr
æ
ði
le
gi
F
er
di
n
an
d
ÞAÐ ER GAMAN
AÐ LEIKA SÉR AÐ
MATNUM
BORÐAÐIR ÞÚ LÍKA
SÍÐUSTU SMÁKÖKUNA?
ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA Í
JAFN GÓÐU SKAPI OG ÉG
HVORT
ÉG ER JÓN
MINN
HRÓLFUR
ER EKKI HRIFINN AF
ÞVÍ AÐ DREKKA Á
FASTANDI MAGA
HVAÐ MÁ
BJÓÐA
YKKUR?
ÉG ÆTLA
AÐ FÁ EINN BJÓR
HJÁ ÞÉR,
EN FYRST...
...ÆTLA ÉG AÐ FÁ
HJÁ ÞÉR HEILAN
KJÚKLING, RIFJASTEIK,
KARTÖFLUR OG EITT
OSTSTYKKI
HVERNIG GENGUR GRÍMI AÐ
GEGNUMLÝSA FÓLK OG
FARANGUR Á FLUGVELLINUM?
BARA VEL, HANN ER
BÚINN AÐ FINNA
ALLSKONAR MISMUNANDI
HLUTI SEM FÓLK HEFUR
REYNT AÐ FELA
INNAN Á SÉR
ÉG ÞARF
ALLA TILTÆKA
LÖGREGLUÞJÓNA Á
STAÐINN, STRAX
Víkverji ákvað nú á dögunum aðbregða sér í klippingu. Það er í
sjálfu sér ekki í frásögur færandi
nema fyrir það að hann hafði gert
ráðstafanir. Hann vissi sem var að
ekki væri tekið við tímapöntunum á
stofunni sem hann hafði hugsað sér
að fara á en hringdi til að athuga
hvenær opið væri. Svo vel vildi til að
sá sem svaraði er málkunnugur Vík-
verja og þekkti sá síðarnefndi róm-
inn. Spurði hvort slyppi til að vera
kominn korteri fyrir lokun í ör-
snögga klippingu og var tjá að það
hlyti að nást.
x x x
Að loknum vinnudegi var haldið íátt að miðbænum en þar ætlaði
Víkverji að sinna nokkrum erindum
og hefja ferðina á klippingunni góðu.
Um leið og komið var inn á rakara-
stofuna leit rakarinn óljúfu auga á
Víkverja sem spurði hvort hann
næði fyrir lokun en var samstundis
tjáð að allir væru á leiðinni heim.
Hann leit í átt að þeim málkunnuga
sem var upptekinn við vinnu sína og
spurði eigandann aftur, og gaf um
leið til kynna að hann hefði talað við
þann málkunnuga í síma. Þrátt fyrir
að loforð hefði verið gefið um tíma-
setningu og hún hefði staðist ítrek-
aði eigandinn með ögn hærri rómi,
líkt og Víkverji hefði ekki skilið, að
allir væru á leiðinni heim.
x x x
Nokkuð sneyptur gekk Víkverji útá götu og ráfaði stefnulaus um
þar til hárgreiðslustofa fannst sem
vildi bjarga honum, enda stór-
viðburður næsta dag og algjörlega
óhæft að vera óklipptur. Það hafðist
á endanum og voru það snillingarnir
á Mojo sem voru alveg til í að stimpla
sig inn aftur, pakka upp úr töskunni
og sleppa því að horfa á fótboltann til
að þjónusta viðskiptavin sem mun
nokkuð örugglega snúa aftur.
x x x
Það er hins vegar alveg öruggt aðviðtökurnar hjá fyrri rakaranum
sem hundsaði það sem talað hafði
verið um og lét það vel í ljós að hann
hefði engan áhuga á viðskiptum til
þess að Víkverji mun hvorki líta inn
né mæla með Hárhorninu við
Hlemm. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af
ávexti sínum, enda lesa menn ekki
fíkjur af þistlum né vínber af þyrni-
runni. (Lúkas 6, 44.)
Árin segja sitt1979-2012
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is