Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 1
M Á N U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 146. tölublað 100. árgangur
NOTAR AFGANGA
OG BÝR TIL
KJÓLA OG FLEIRA
ÍTALÍA VANN
ENGLAND Í
VÍTAKEPPNI
HELDUR LIST OG
MINNINGU SIGUR-
JÓNS Á LOFTI
EM Í FÓTBOLTA ÍÞRÓTTIR LISTASAFN 26HUGMYNDIR 10
Morgunblaðið/G. Rúnar
Stafir Ensk áhrif eiga sinn þátt í sókn
stóra stafsins. Markaðssetning líka.
Hægt er að vera áskrifandi að
sjónvarpsstöðinni SkjáEinum, fara
í bað í Bláa Lóninu, stunda rann-
sóknir í Verinu Vísindagörðum á
Sauðárkróki og ýmist kaupa dælu-
lykilinn eða Dælulykilinn hjá
Atlantsolíu. Þá má stunda nám við
Lagadeild sem fellur undir Félags-
vísindasvið Háskóla Íslands.
Fleiri dæmi mætti tína til um þá
stórsókn sem stóri stafurinn virðist
vera í um þessar mundir. Heiti sem
áður voru rituð með litlum staf eru
í auknum mæli rituð með stórum
staf en fá dæmi eru um hið gagn-
stæða. »16
Stór stafur sækir
víða á en sá litli
lætur undan síga
Tafir á tafir ofan
» Óska eftir að skila lóðinni í
ágúst 2009.
» Í nóvember er formlega til-
kynnt að þau fái ekki að skila.
» Borginni stefnt í maí 2011.
» Dómur fellur í mars 2012.
» Borgin semur í júní 2012.
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur fallist á að
taka við lóð í Úlfarsárdal og greiða
þeim Brynjari Gunnlaugssyni og
Ásdísi Ósk Smáradóttur til baka
lóðargjöld ásamt dráttarvöxtum og
verðbótum vegna lóðar sem þau
fengu úthlutað árið 2007. Með því
lauk þriggja ára harðri baráttu
hjónanna við borgina.
„Ég vil meina að borgin haldi frá
okkur gögnum og hún leggur engin
gögn fram nema
henni sé stefnt til
að afhenda þau,“
segir Brynjar.
Borgin gerði
samkomulag við
hjónin í kjölfar
dóms Héraðs-
dóms Reykjavík-
ur sem borgin
áfrýjaði ekki.
Brynjar bendir
á að áður hafði borgin tekið við
flestum öðrum lóðum í sama hverfi
og leyft öðrum lóðarhöfum í sam-
bærilegri stöðu að skila sínum
lóðum.
Mágur Brynjars og svilkona voru
í sambærilegri stöðu. Eftir að þau
fóru í mál við borgina í janúar 2010
samdi borgin við þau en Brynjar og
Ásdís fengu enga lausn sinna mála
og neyddust þau því til að höfða mál
gegn borginni í maí 2011.
Brynjar telur þau hjón hafa verið
beitt miklum órétti í málinu.
MBörðust við borgina í 3 ár »4
Þriggja ára barátta á enda
Reykjavíkurborg dæmd til að taka við lóð í Úlfarsárdal og endurgreiða gjöld
Segir borgina hafa samið við fólk í sambærilegri stöðu eftir að þau höfðu stefnt
Brynjar
Gunnlaugsson
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Hraðamyndavél Nú innheimtast
um 40% hraðasekta útlendinga.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mótorhjólamenn sem hraðamynda-
vélar taka myndir af vegna hrað-
aksturs sleppa yfirleitt við sektir.
Ástæðan er sú að númer mótorhjól-
anna sjást ekki, enda flest hjól ein-
ungis með númer að aftan. Þá krefj-
ast lög þess að hægt sé að bera
kennsl á ökumenn á myndunum en
það getur reynst erfitt þegar
andlitið er hulið hjálmi.
Ólafur Guðmundsson, yfirlög-
regluþjónn í Stykkishólmi, sagði
hraðakstursbrot mótorhjólamanna
vera lítinn hluta þeirra hraðabrota
sem myndavélarnar skrá. Þau hafa
verið alls í kringum 23.000 á ári.
Embætti sýslumannsins í Stykkis-
hólmi fær upplýsingar úr stafrænu
myndavélunum og vinnur úr þeim.
Ólafur taldi að sektir sem tapast
vegna þess að ekki er hægt að bera
kennsl á mótorhjólamenn væru létt-
vægar samanborið við hraðasektir
erlendra ökumanna sem ekki tekst
að innheimta. Hann sagði að samn-
inga vantaði við önnur lönd svo hægt
væri að innheimta hraðasektirnar.
„Við erum búin að láta þýða sekt-
arboðin á sex tungumál og erum far-
in að senda þau til ökumannanna.
Við fáum upplýsingar frá bílaleig-
unum um hverjir eigi í hlut og hvar
þeir eigi heima. Mér sýnist að um
40% af því innheimtist. Einhverjir
eru heiðarlegir og borga,“ sagði
Ólafur.
Mótorhjólin sleppa frá myndavélunum
Yfirleitt ekki hægt að bera kennsl á mótorhjólamenn og
númer sést ekki á mynd Um 40% útlendinga borga sekt
Sólin baðaði séra Agnesi M. Sigurðardóttur, ný-
vígðan biskup Íslands, við biskupsvígsluna í
Hallgrímskirkju í gær. „Jesús fór ekki í mann-
greinarálit og það gerir kirkja hans ekki heldur.
Erindi hennar er öllum ætlað,“ sagði Agnes
biskup í predikun sinni.
Agnes verður fyrst kvenna til að gegna emb-
ætti biskups Íslands sem er æðsta embætti innan
þjóðkirkjunnar. »6
Sólin baðaði nývígðan biskup geislum sínum
Morgunblaðið/Eggert
Snorri Már
Snorrason, sem
er veikur af
Parkinson-
sjúkdómnum
segir að ferð sín
á hjóli í kringum
landið hafi verið
skemmtilegri en
hann þorði að
vona.
„Ég hélt að
það yrði meira af svona andlega
þungum dögum. Ég hef greinilega
verið mjög vel undirbúinn, líkam-
lega sem andlega. Ég hefði heldur
aldrei getað gert þetta án kon-
unnar minnar sem keyrði á eftir
mér allan tímann.“
Hann vonast til að ferðin verði
Parkinson-sjúklingum og ekki síð-
ur aðstandendum þeirra hvatning.
Ekki þurfi að vefja sjúklingana inn
í bómull. »12
Vel undirbúinn og
dyggilega studdur
Snorri Már
Snorrason
Kolbeinn Árnason, formaður
sjávarútvegsmálanefndar vegna
umsóknar Íslands um aðild að ESB,
segir ekkert hafa verið rætt í samn-
ingshópnum um endanleg samn-
ingsmarkmið. „Samningsmark-
miðin eru ekki tilbúin í þeim
skilningi að ferlinu sem sett var
upp í kringum það sé lokið. Það
hefur farið fram mikil vinna í
Stjórnarráðinu en það er ekki búið
að ræða þetta í samningshópnum.“
Samningshópurinn hefur ekki
fundað síðan 12. desember á síðasta
ári samkvæmt fundarfrásögn
samningshópsins. »8
Enginn kannast við
að samningsmark-
miðin séu tilbúin