Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
Nýlega minnti Óli Björn Kárasonvaraþingmaður á orð Jóhönnu
Sigurðardóttur þegar hún krafðist
þess að ráðherra sem bryti jafnrétt-
islög að mati úrskurðarnefndar um
þau skyldi þegar í
stað segja af sér.
Hún telur hinsvegar ekki að
slík krafa eigi við um
hana sjálfa, jafnvel
þótt hún sé ekki að-
eins í hlutverki
brotamanns heldur
gegni embætti
jafnréttisráðherra á
sama tíma!
Öll framganga Jó-hönnu er fyrir
löngu orðin feimn-
ismál. Það birtist með margvíslegum
hætti. Styrmir Gunnarsson skrifar:
Þingmenn Samfylkingarinnardraga sig meira og meira í hlé.
Þeir láta lítið til sín heyra. Það ligg-
ur við að þeir séu horfnir af sjón-
arsviðinu. Hvað ætli valdi?
Skýringin er augljós.Þeir eru að búa til fjarlægð á
milli sín og Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Þeir telja það vænlegast til árang-urs að láta ekki sjá sig í fylgd-
arliði Jóhönnu.
Þeir vilja ekki lengur tengjastJóhönnu.
Þögn þingmanna Samfylkingarsegir meira en flest annað um
pólitíska stöðu forsætisráðherrans.
Þeir eru hlaupnir í felur.“
Jóhanna
Sigurðardóttir
Formaður
feimnismál
STAKSTEINAR
Styrmir
Gunnarsson
Veður víða um heim 24.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 12 alskýjað
Akureyri 11 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 17 skýjað
Vestmannaeyjar 13 léttskýjað
Nuuk 7 léttskýjað
Þórshöfn 13 heiðskírt
Ósló 13 skúrir
Kaupmannahöfn 12 skúrir
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 15 heiðskírt
Lúxemborg 12 skúrir
Brussel 15 skýjað
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 17 skýjað
London 18 léttskýjað
París 13 skúrir
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 29 skýjað
Moskva 20 skýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 37 heiðskírt
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 27 heiðskírt
Róm 32 heiðskírt
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 18 léttskýjað
Montreal 26 léttskýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 28 skýjað
Orlando 25 skúrir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:13 23:48
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Fataskápar í miklu úrvali
Hjörtur J. Guðmundsson
Vilhjálmur Andri Kjartansson
Evrópska fréttaveitan Agence Eu-
rope hafði eftir Össuri Skarphéðins-
syni utanríkisráðherra á laugardag
að Ísland væri reiðubúið að leggja
fram samningsmarkmið sín í sjávar-
útvegsmálum. „Við þurfum að hefja
viðræðurnar, takast á við vanda-
málin og þannig munum við ná sam-
komulagi sem Ísland mun fara eftir.
Við erum reiðubúin að leggja fram
samningsmarkmið okkar,“ var haft
eftir Össuri.
Stjórnvöld í raun búin
Árni Þór Sigurðsson, formaður ut-
anríkismálanefndar, segir málið ekki
vera komið svo langt en telur við-
brögð stjórnarandstöðunnar á Ís-
landi vegna ummælanna vera of mik-
il. „Menn eru að gera eitthvað mikið
úr þessu. Stjórnvöld eru búin að vera
að vinna að undirbúningi samnings-
markmiðanna í sjávarútvegsmálum
og þeirri vinnu er í raun lokið. Málið
hefur svo bara þann gang sem það á
að fara,“ segir Árni.
Hefðbundið ferli samningsmark-
miða sé þannig að samningsnefnd í
hverjum málaflokki undirbúi samn-
ingsafstöðuna á grundvelli þeirra
sjónarmiða sem koma fram í nefnd-
aráliti meirihluta utanríkismála-
nefndar og málið sé síðan sent að-
alsamninganefndinni. „Málið fer svo
bæði til utanríkismálanefndar og
ráðherranefndar um Evrópumál og
svo inn í ríkisstjórn áður en það er
frá gengið,“ segir Árni.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utan-
ríkismálanefnd, segir að málið hafi
ekki komið inn á borð nefndarinnar.
„Ég furða mig á þessari yfirlýsingu
sem höfð er eftir utanríkisráðherra
þar sem engin slík samningsmark-
mið hafa verið kynnt utanríkismála-
nefnd þingsins.“ Þá bendir Ragn-
heiður enn fremur á að samninga-
nefnd um sjávarútvegsmál hafi ekki
fundað síðan 12. desember á síðasta
ári.
Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi
Framsóknarflokksins í utanríkis-
málanefnd, tekur í sama streng og
Ragnheiður. „Ég hef ekki heyrt orð
og mér finnst galið að þessu sé haldið
svona fram án þess að búið sé að fara
með samningsmarkmiðin fyrir Al-
þingi.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, er fulltrúi í sjávarútvegsnefnd
samninganefndarinnar og að hans
sögn er ekki búið að ljúka samnings-
markmiðum Íslands í nefndinni.
Morgunblaðið náði ekki í Össur
Skarphéðinsson um helgina til að fá
skýringu á ummælum hans.
Gagnrýna ummæli Össurar
Samningsmarkmið Íslands vegna sjávarútvegs liggja ekki fyrir, líkt og haft er
eftir utanríkisráðherra Sjávarútvegsnefndin fundaði síðast 12. desember í fyrra