Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Sérsmíðum eldhúsborð eftir ósk hvers og eins val um stærð, lögun og efni. Verð 97.700 kr Stærð 100cm þvermál Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðjunni ELKO Byggt og Búið Geisla Vestmannaeyjum Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Þetta gekk lygilega, vonum framar. Það var einn dag sem heilsan var að stríða mér en að öðru leyti var ég í góðu lagi. Ég vaknaði í morgun tilbú- inn að hjóla en var búinn að ákveða að taka mér hvíldardag. En ég mun fara út að hjóla á morgun [í dag],“ segir Snorri Már Snorrason, sem þjáist af Parkinson sjúkdómnum. Snorri lagði í hringferðina til að leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar og vekja fólk til umhugsunar um eigin líkama. Hann lauk hringferð sinni um land- ið á laugardag. Ferðin hófst 3. júní og hann var því tæpar þrjár vikur að hjóla leiðina sem var alls 1.410 km. Mest hjólaði hann 130 km á einum degi. Mótvindur setti áætlanir Snorra úr skorðum í upphafi ferðarinnar. „Ég notaði því hvíldardaginn sem ég átti á Akureyri til að vinna upp tapaðan tíma.. Frá Akureyri og til Egilsstaða þurfti ég að hjóla tíu til tólf tíma á dag í stað þeirra sex sem ég hafði áætlað, til að halda áætlun,“ sagði þessi mikli hjólreiðamaður. Snorri segir að ferðin hafi verið mun skemmtilegri en hann þorði að vona. „Ég hélt að það yrði meira af svona andlega þungum dögum. Ég hef greinilega verið mjög vel und- irbúinn, líkamlega sem andlega. Ég hefði heldur aldrei getað gert þetta án konunnar minnar sem keyrði á eft- ir mér allan tímann.“ Höfðar til samvisku fólks Í aðdraganda ferðarinnar hvatti Snorri fólk til að hreyfa sig og heita á hann í formi hreyfingar. „Þetta var svona samviskuspurning sem ég vildi varpa til fjöldans. Ég fékk mikla at- hygli og við konan mín heyrðum í fullt af fólki sem við náðum að hreyfa við. Einnig vil ég þakka vinnuveitendum mínum í prentsmiðjunni Odda fyrir að vekja athygli á ferðinni.“ Með ferð- inni vildi Snorri vekja athygli á mögu- leikum þeirra sem þjást af Parkinson. Hann hitti m.a. hóp Parkinson- sjúklinga í Varmahlíð á leiðinni. „Þeir komu saman sérstaklega til að eiga fund með mér, þar stöppuðum við stálinu hver í annan. Svo var gaman að Ragnar Emilsson kunningi minn og Parkinson-sjúklingur hjólaði mér frá Víkurskarði að Laugum.“ Snorri segist vonast til þess að ferðin verði Parkinson-sjúklingum og aðstandendum þeirra hvatning. „Ekki síður fyrir aðstandendur, þeir sjái að þeir þurfi ekki að vefja ein- staklinginn í bómull. Þetta er spurn- ing um að vera aðstandandi, ekki þjónustuaðili.“ Snorri, sem er Ísfirðingur, sleppti Vestfjörðunum í hringferðinni. „ Það er talað um að ég skuldi Vestfirðina. Ég fer nú hægt í að lofa því að ég hjóli þá.“ Hjólaði hringinn með Parkinson Þrautseigja Að sögn Snorra gerði mótvindur honum erfitt fyrir á leiðinni. Það var ekki fyrr en á Egilsstöðum að hann fór að fá vindinn í bakið.  Parkinson-sjúklingur vildi hvetja til hreyfingar  Hjólar aftur í dag  Mest 130 km á einum degi Mikil reiðhjólavakning er nú í landinu og margir hafa ákveð- ið að hjóla hringinn í sumar til að styrkja eða vekja at- hygli á hinum ýmsu mál- efnum. 14 lið hjóluðu hringinn í kringum landið í Wow cyclot- hon í síðustu viku og söfnuðu rúmum þremur milljónum til styrktar verkefni á vegum Barnaheilla. Sex manna hópur slökkvi- liðsmanna hjólaði hringinn til að minna landsmenn á mik- ilvægi reiðhjólahjálma. Í ágúst ætlar Róbert Þór- hallsson að leggja sitt af mörkum, hjóla um landið og safna áheitum fyrir Styrkt- arfélag krabbameinssjúkra barna. Vekja til umhugsunar FLEIRI HJÓLA HRINGINN Fjórir hópar hálendisvaktar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar (SL) höfðu í nógu að snúast um helgina. Sveit Siglfirðinga var á Kili og leitaði m.a. að erlendum ferða- manni sem týndist við Hveravelli en fannst fljótt. Einnig aðstoðaði hún skálaverði á Hveravöllum við merkingar á náttúrulauginni þar sem erlendur ferðamaður brenndi sig illa. Tveir hópar úr Kópavogi voru að Fjallabaki og leiðbeindum mörgum erlendum ferðamönnum sem töldu að búið væri að opna allt hálendið. Einnig aðstoðuðu þeir fólk sem hafði fest bíla á Mælifellssandi. Hópur frá Vopnafirði var við Dreka og leiðbeindi ferðamönnum um opnar leiðir og lokaðar. Sjálfboðaliðar SL hófu hálend- isvakt sína á föstudaginn var. Þetta er sjöunda sumarið sem sveitir SL veita aðstoð á hálend- inu. Vaktinni lýkur í lok ágúst. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hálendisvaktin Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða á hálendinu í sumar til aðstoðar innlendum sem erlendum ferðamönnum. Hálendisvakt SL hafði í nógu að snúast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.