Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
Borgarfjörður - Minnisvarði um
Gunnar Bjarnason, hrossarækt-
arráðunaut og rithöfund, var afhjúp-
aður við hátíðlega athöfn á Hvann-
eyri á föstudag. „Kóngur um stund“
er letrað á minnisvarðann en orðin
eru í senn tilvísun í kvæðið Fáka eftir
Einar Benediktsson og heitið á ævi-
sögu Gunnars eftir Örnólf Árnason.
Gunnar var mikill frumkvöðull í
þágu íslenska hestsins. Gunnar
kenndi um árabil við Hvanneyri, var
einn af stofnendum Landssambands
hestamannafélaga og sinnti
fjölmörgum störfum í þágu hestsins.
Ágúst Sigurðsson, rektor Land-
búnaðarháskóla Íslands, stjórnaði
athöfninni og ræðumennirnir Bjarni
Guðmundsson og Guðni Ágústsson,
fyrrverandi landbúnaðarráðherra,
héldu ræður og fóru fögrum orðum
um Gunnar heitinn sem lést árið
1998, 82 ára gamall.
Þá ávarpaði sonur Gunnars, sr.
Halldór Gunnarsson sóknarprestur
í Holti, gesti en hann afhjúpaði
minnismerkið ásamt Gunnari Ás-
geiri bróður sínum.
Minnisvarði um Gunnar
Bjarnason afhjúpaður
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Fákur Verkið er eftir Bjarna Þór Bjarnason og stöpul hlóð Unnsteinn Elíasson.
Ísland endaði í 13. sæti á Evr-
ópumótinu í brids í Dublin á Ír-
landi eftir að hafa unnið Svía í
lokaumferð mótsins á laugardag,
19:11. Lið Mónakó varð Evr-
ópumeistari en það skipa tveir
Norðmenn, Tveir Ítalir og tveir
Frakkar.
Íslenska liðinu gekk illa um
miðbik mótsins og það rétt komst
í 18. liða úrslit og hóf þau í 18.
sæti. Liðið vann síðan síðustu sjö
leiki sína og endaði í 13. sæti eins
og áður sagði, lagði meðal annars
bæði Norðmenn og Svía. Björn
Eysteinsson, fyrirliði liðsins,
sagði að íslensku spilararnir
hefðu sýnt sitt rétta andlit á loka-
sprettinum og spilað eins og þeir
geta best en íslenska liðið fékk
næst flest stig liðanna átján í úr-
slitakeppninni
Lið Mónakó sigraði með nokkr-
um yfirburðum, Holland varð í 2.
sæti og Ítalía í því þriðja. Lið
Englands, Póllands og Þýskalands
tryggðu sér einnig keppnisrétt á
heimsmeistaramóti á næsta ári.
Ísland endaði í 13.
sæti á EM í brids
Gull Lið Mónakó sem sigraði í Dublin.
Metfjöldi kandídata var braut-
skráður frá Háskóla Íslands á laug-
ardaginn í tveimur athöfnum sem
fóru fram í Laugardalshöll og tók
hvor um sig um tvær klukkustund-
ir.
Í fyrri athöfninni voru þeir
brautskráðir sem höfðu lokið fram-
haldsnámi að loknu grunnnámi og í
þeirri seinni þeir sem lokið höfðu
grunnnámi.
Afhent voru 1899 prófskírteini,
1242 í grunnnámi og 657 í fram-
haldsnámi. Til samanburðar voru
1.816 prófskírteini afhent á vor-
brautskráningu háskólans í fyrra. Í
tilkynningu frá skólanum kemur
fram að fjölgun kandídata haldist í
hendur við aukna aðsókn í Háskóla
Íslands.
Á laugardaginn voru m.a. út-
skrifaðir fyrstu meistaranemarnir
úr talmeinafræði og einnig fyrstu
kandídatarnir úr nýju kennaranámi
með B.Ed.-gráðu. Að því loknu geta
meistaranemarnir sótt um tveggja
ára meistaranám sem veitir þeim
réttindi til að sækja um leyfisbréf
leik- eða grunnskólakennara.
Metfjöldi kandídata
útskrifast frá HÍ
Máttur Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, við
brautskráninguna á laugardag.
Eldur kom upp í fyrrinótt í svo-
nefndu Norðurtangahúsi á Ísafirði
þar sem Fánasmiðjan er meðal
annars til húsa.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað
út á fimmta tímanum, að sögn lög-
reglunnar á Ísafirði, og var eld-
urinn að mestu slokknaður þegar
það mætti á staðinn. Gekk greið-
lega að slökkva hann endanlega.
Verulegt tjón varð á húsinu og
innanstokksmunum en talið er að
eldurinn hafi kviknað út frá raf-
magni. Ekki liggur þó endanleg
niðurstaða fyrir í þeim efnum.
Mikið tjón í elds-
voða í Norðurtanga-
húsinu á Ísafirði