Morgunblaðið - 25.06.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.06.2012, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áblaða-manna-fundi í Brussel á föstudag kom í ljós að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er eina ferðina enn kominn langt fram úr sér. Þetta kemur engum á óvart, en það sem verra er, hann er kom- inn fram úr samþykktum Al- þingis. Á fundinum tilkynnti hann að Ísland væri reiðubúið að leggja fram svokölluð samn- ingsmarkmið í sjávarútvegs- málum en þau markmið hafa hvergi verið kynnt hér á landi svo vitað sé og ekkert samráð verið haft um þau við Alþingi eða nokkurn annan, nema þá ef til vill á lokuðum fundum í ein- hverju af fjölmörgum bakher- bergjum ríkisstjórnarinnar. Á meðan Össur er á þessari stjórnlausu hraðferð sinni í Brussel ræða áhrifamenn inn- an Evrópusambandsins um hvert sambandið skuli stefna og hvernig það skuli þróað áfram. Einn þessara manna er fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, sem segist vilja að ríki Evrópusambands- ins framselji aukið vald til sambandsins á „mikilvægum pólitískum sviðum án þess að ríkisstjórnir landanna geti stöðvað ákvarðanir. “Þessi orð Schäuble falla í framhaldi af ítrekuðum yfirlýsingum An- gelu Merkel, kanslara Þýska- lands, og fleiri áhrifamanna innan Evrópusambandsins um nauðsyn aukins samruna ríkja þess. Til að ná þessu markmiði vill Schäuble breyta framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins í ríkisstjórn, efla Evrópuþingið og kjósa forseta Evrópusam- bandsins í almennri kosningu. Verði þessi skref stigin á næstu árum – og ljóst er að mikill þrýstingur er í þá átt – er Evrópusambandið í raun orðið að sam- bandsríki með ákveðnu en tak- mörkuðu sjálf- stæði aðildarríkj- anna. Einn landi Schäuble sem ver- ið hefur mikill áhrifamaður í viðskiptalífi Þýskalands um áratugaskeið, Carl Hahn, fyrr- verandi stjórnarformaður Volkswagen, ræddi meðal ann- ars um málefni Evrópusam- bandsins í fróðlegu samtali við Sunnudagsmoggann um helgina. Hahn er mikill stuðn- ingsmaður Evrópusambands- ins og er sammála Schäuble um mikilvægi þess að auka samruna innan þess og að bjarga evrunni. Þegar hann er spurður um Ísland og Evrópusambandið kemur hins vegar annað hljóð í strokkinn: „Ég hefði aldrei sótt um aðild að Evrópusam- bandinu í ykkar sporum,“ segir Hahn „Ísland er langt í burtu. Ísland er lítið, en þó stórt í sjálfstæði sínu vegna mik- ilvægrar stöðu sinnar. Ísland er með fádæmum ríkt, en sem lítil þjóð getur landið náð hvað bestri ávöxtun þessarar auð- legðar með því að vera sjálf- stætt, en ekki 28. landið í Evr- ópusambandinu, sem á í slíkum vandræðum með sjálft sig og getur örugglega ekki sett vandamál Íslands á oddinn.“ Össur og ríkisstjórnin eru á hraðferð með Ísland inn í Evr- ópusambandið og beita til þess margvíslegum bolabrögðum. Á sama tíma er Evrópusamband- ið á hraðferð í átt að auknum samruna. Sá aukni samruni hugnast ýmsum á meginlandi Evrópu sem búa við allt aðrar aðstæður en Íslendingar, en eins og hinn veraldarvani við- skiptamaður Carl Hahn bendir á, þá hefur Ísland ekkert upp úr því að gerast aðili að sam- bandinu. „Ég hefði aldrei sótt um aðild að ESB í ykkar sporum,“ seg- ir fyrrverandi stjórn- arformaður VW.} Hraðferð Össurar Þegar kjör-tímabil rík- isstjórnarinnar var meira en hálfn- að ákvað forsætis- ráðherra að skipa auðlindastefnunefnd. Nefndin kynnti starf sitt fyrir liðna helgi þegar tæpt ár er eftir af kjörtímabilinu svo þess er vart að vænta að mikið verði gert með niðurstöður hennar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Nefnd af þessu tagi er þó yfirleitt hugsuð til framtíðar- stefnumótunar og þá er leitað eftir því að hafa fulltrúa ým- issa sjónarmiða í nefndinni. Þessi auðlindastefnunefnd var hins vegar að- eins skipuð nán- ustu pólitísku sam- verkamönnum sitjandi ráðherra og þeim sem sér- þekkingu hafa eða aðrar póli- tískar skoðanir var haldið fjarri. Fyrst svona var að málum staðið er augljóst að störf nefndarinnar munu litlu skipta þegar afstaða verður tekin til framtíðarstefnumótunar í auð- lindamálum. Henni var aðeins ætlað áróðurshlutverk fyrir núverandi ríkisstjórn og upp- skeran af starfinu verður eftir því. Sýndarmennska er ekki gott innlegg í auðlindastefnuna} Pólitísk auðlindastefnunefnd V íðsýni, mannúð, skilningur, ein- lægni, heiðarleiki, kurteisi, góð framkoma, sanngirni, áreið- anleiki, þekking, sameining- artákn, yfirvegun, skynsemi, frjáls vilji, gott hjarta og þekking á stjórn- skipun landsins. Þetta eru nokkrir af þeim mannkostum sem fólk telur að prýða þurfi forseta þjóð- arinnar, eins og fram kom í fréttaskýringu í Sunnudagsmogganum um liðna helgi. Af upptalningunni að merkja krefst sjálfstrausts að gefa kost á sér í embætti forseta þjóðar, nánast drambs. Hver þekk- ir nógu vel kjör og lífsskilyrði þjóðar sinn- ar til að grípa orðið með þessum hætti? Og hver stendur undir þeim væntingum sem gerðar eru til embættisins? Og skiptir ekki máli að forsetinn sé skemmti- legur? Andstæðingar Kristjáns Eldjárns ætluðu að grafa undan honum með því að draga upp Unndórs- rímur, tvíræðan kvæðabálk sem hann orti á háskóla- árum sínum, en áttuðu sig ekki á því að það sýndi breidd í karakternum – og þjóðin lét sér vel líka. Saga Unndórs öll er skráð á eina lund, – að vonum. Hvert eitt sprund um lönd og láð liggur undir honum. „Það er embætti til þess að sýnast,“ sagði skáldið og lét sig engu varða hver yrði forseti. En það veltur auðvitað á því hver gegn- ir embættinu hvort það hefur þýðingu. Mér finnst svolítið skrítið hversu lítið er rætt um þann þátt forsetaembættisins, sem þó er fyrirferðarmestur í starfslýs- ingu hans. Þetta er maður sem á eftir að tromma upp við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og tala yfir hausamótunum á þjóðinni. Og það er fyrst og fremst sú hlið á embættinu sem snýr að almenningi. Engu að síður er lítið rætt, hvort þeir frambjóðendur sem gefið hafa kost á sér séu færir um að eiga samtal við þjóðina eða hvort þeir hafi yfirhöfuð nokkuð til málanna að leggja. Það var vel til fundið hjá Írum að velja skáld til verksins. Eiginlega þyrftum við að fá áramótaávarp frá hverjum og einum frambjóð- anda til þess að geta glöggvað okkur betur á mann- kostum þeirra. Embætti til þess að sýnast, sagði skáldið. Í það minnsta er ljóst að forsetinn er sýnilegur. Hann þarf að standa undir því. Það er ástæðan fyrir því að sett er skilyrði um að 35 ára aldri hafi verið náð, nefnilega sú að starfið krefst lífsreynslu og þroska. Ef þekkinguna skortir á sögu lands og þjóð- ar er ekki von til þess að forsetinn nái utan um tíð- arandann eða að honum takist að miðla lærdómi kynslóðanna. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Krefjandi embætti STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sífellt verður algengara aðheiti stofnana og deilda inn-an stofnana sem áður vorurituð með litlum upphafsstaf séu rituð með stórum staf. Eitt gleggsta dæmið um þetta er að í Háskóla Íslands eru heiti sviða og deilda nú rituð með stórum staf en þeim litla (t.d. í heiti heimspekideild- ar) hefur verið lagt fyrir róða. Aðrir háskólar halda sig við hefðina og því geta stúdentar til dæmis valið um að fara í Lagadeild Háskóla Íslands eða í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í Handbók um íslensku sem kom út fyrra er þó sagt að það fari betur á því að rita nöfn deilda, sviða, brauta og skora með litlum staf. „Reglur um stóran og lítinn staf byggjast mikið á hefð því það er ekk- ert í framburði sem hjálpar manni þar. Ekki heyrist munur á stórum og litlum staf í framburði,“ segir Jó- hannes B. Sigtryggsson, verkefn- isstjóri hjá Árnastofnun og ritstjóri fyrrnefndrar bókar. Greinilegt sé að í sumum tilvikum sé verið að víkja frá hefðinni og búa til nýja. Hann bendir þó á að litli stafurinn hafi haldið velli í heitum ráðuneyta en þar sé litið svo á að í Stjórnarráði Íslands séu ráðu- neytin eins konar undirdeildir. Hið sama hafi átt við í Háskóla Íslands, þar hafi deildir verið ritaðar með litlum staf þar til því var breytt fyrir nokkrum árum. Jóhannes telur að betra hefði verið að halda í þá hefð að rita heiti deilda og sviða með litlum staf. „Með þessu myndast ósamræmi við ýmislegt, til dæmis ráðuneytin. Einnig má nefna að hefð er fyrir því að undirstofnanir Sameinuðu þjóð- anna séu ritaðar með litlum staf í ís- lensku ritmáli. Ókosturinn við þetta er sá að það er ekki lengur samræmi þarna í notkun lítils og stórs stafs.“ Hvað telst vera sérnafn? Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands voru breytingarnar gerðar í tengslum við sameiningu Há- skóla Íslands og Kennaraháskólans árið 2008, að fenginni ráðgjöf frá Ei- ríki Rögnvaldssyni, prófessor í ís- lenskri málfræði. Eiríkur bendir á að samkvæmt stafsetningarreglunum sé meg- inreglan að sérnöfn skuli vera með stórum staf. „En þá er spurningin: Hvað eru sérnöfn?“ Í reglunum sé einnig kveðið á um að það sé val- frjálst hvort nöfn stofnana eða hluta stofnana séu rituð með stórum eða litlum staf. Við skipulagsbreytingar í HÍ árið 2008 hafi komið í ljós að þótt venjan hefði verið sú að rita nöfn deilda með litlum staf hafi stór stafur víða verið notaður. „Mér fannst eðli- legt að líta svo á að heiti á sviðum og deildum væru sérnöfn sem væri eðli- legt að rita með stórum staf. Annað var að það er löng hefð fyrir því að ýmsar stofnanir háskólans eru rit- aðar með stórum staf, svo sem Laga- stofnun en hún heyrir undir Laga- deild [áður lagadeild]. Mér fannst annkannalegt að hafa stofnunina með stórum staf en deildina sem hún heyrir undir með litlum,“ segir hann. Fleira hafi komið til. Eiríkur bætir við að heiti ýmissa námskeiða í háskólanum séu nú rituð með stórum staf, s.s. Íslensk bók- menntasaga og svo framvegis. Sjálfur ritar hann námskeiðsheiti með stórum staf. Ein ástæðan fyrir því – og fyrir stórum staf yfirleitt – sé að hann auðkenni námskeiðið betur. Þá sé ljóst að ekki sé átt við íslenska bók- menntasögu almennt heldur nám- skeiðið Íslenska bókmenntasögu. Bæði Eiríkur og Jóhannes B. Sigtryggsson telja að aukin notkun stóra stafsins geti að einhverju leyti verið vegna enskra áhrifa. „En það er alveg sama hvað við gerum, það verð- ur alltaf einhver óvissa og ruglingur,“ segir Eiríkur. Stóri stafurinn hefur blásið til StórSóknar Morgunblaðið/Eggert Stórt Fyrirtækið sem á Bláa lónið vill rita nafnið Bláa Lónið og þykir sumum að með því sé fulllangt gengið. SkjárEinn hefur gengið enn lengra. Stóri stafurinn skýtur upp koll- inum á ólíklegustu stöðum, m.a. í fleiryrtum sérheitum. Dæmi um þann rithátt er að fyrirtækið sem á og rekur Bláa lónið hefur nú stóran staf í báðum orðum og ritar nafnið svo: Bláa Lónið. Sjónvarpsstöðin sem áður hét Skjár einn hefur gert hið sama og sömuleiðis fellt út bilið á milli orðanna og heitir nú SkjárEinn (og bíður NetFrelsi og áskrift að SkjáHeimi m.a.). Sjónvarpsstöðin hefur meira að segja sent út tilkynningu til fjöl- miðla þar sem þeir eru beðnir um að hafa þennan sérvisku- lega rithátt, svo ekki sé meira sagt, í heiðri. Tveir stórir í sama nafninu FLEIRYRT SÉRHEITI Áhorf Bráðum verður líklega hægt að horfa á SjónvarpsÞætti. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.