Morgunblaðið - 25.06.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 25.06.2012, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 ✝ Sigríður BjörgEggertsdóttir fæddist á Húsavík 9. desember 1945. Hún lést á bráða- móttöku Landspít- alans 10. júní 2012. Kjörforeldrar hennar voru hjónin Eggert Jóhanns- son, f. 1. febrúar 1914, d. 7. júní 1989 og Sigurborg Sig- urðardóttir, f. 20. janúar 1920, d. 17. febrúar 2012. Hennar for- eldrar voru hjónin Hallur Jón- asson, f. 8. janúar 1903, d. 18. október 1972, og Bergljót Gutt- ormsdóttir, f. 3. desember 1906, d. 21. september 1946. Systkini Sigríðar eru Einar, f. 3. sept- es Geir tölvunarfræðingur, f. 21. júlí 1974, kvæntur Pamelu Pe- rez, f. 5. desember 1976. Börn þeirra eru: Erik Daníel, f. 2. jan- úar 2001, Lucia Stefanía, f. 16. maí 2003. Fyrir átti Pamela dótturina Madison Alexiu, f. 1. apríl 1996. 3) Björgvin fjár- málaverkfræðingur, f. 14. maí 1985. Að loknum barnaskóla og landsprófi hóf Sigríður nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk hárgreiðslunámi 1965 og varð hárgreiðslumeistari 1970. Hún starfaði á hárgreiðslustofunni Tinnu og hárgreiðslustofunni Sólheimum 23, þá starfaði hún til margra ára fyrir Rauða krossinn en lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir. Eftir að Sigríður giftist fluttist hún til Hafnarfjarðar og átti heima að Skjólvangi 6. Sigríður verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag, 25. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 13. ember 1934, d. 4. október 1936, Er- lingur, f. 15. mars 1936, Aðalsteinn, f. 6. mars 1938, Ing- unn, f. 6. apríl 1942, d. 14. október 2003. Nokkru eftir að móðir hennar dó fluttist hún með föður sínum til Reykjavíkur og síð- an til Sigurborgar og Eggerts og bjó þar sín upp- vaxtarár. Sigríður giftist 28. september 1968, Guðmundi Geir Jónssyni, f. 10. desember 1947. Sigríður og Guðmundur Geir eiga þrjá syni, 1) Jón Eggert líffræðingur, f. 13. nóvember 1967. 2) Jóhann- Elsku mamma er látin. Það er mjög þungbært að skrifa þessi orð. En vegir lífsins eru stundum óskiljanlegir. Minningar sem ég hef um mömmu eru margar og minnir mig á hversu góð hún var og sýndi öllum í kringum sig hjartahlýju. Þú hefur alltaf verið kletturinn í mínu lífi, stutt mig í einu og öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og hjálpað mér. Við unnum okkur saman í gegnum sorgina þegar Sigurborg amma dó í febrúar og vorum að vinna okkur út úr þeirri sorg í samein- ingu. Nokkrum dögum áður þá löguðum við mamma til í íbúðinni hennar ömmu. Ekki grunaði okk- ur þá að mamma yrði tekin burt nokkrum dögum síðar. Mamma naut lífsins til fulls og reyndi eftir bestu getu að njóta þess. Þegar góða veðrið kom í maí þá fór hún út á svalir í sólbað og bað mig um að koma með sér. Lágum við í sólbaði úti á svölum og hlustuðum á útvarpið og spjölluðum. Hún hafði gaman af garðyrkju og blómum og þegar pabbi og hún fluttu í húsið á Skjólvangin- um þá lagði hún mikið á sig til þess að gera lóðina fína og flotta. Svo vel tókst þeim til að lóðin vann til verðlauna eitt árið. Hún var afbragðs góður list- málari og var innst inni listakona eins og hún sagði alltaf við mig. Á veggjum heimilisins eru fjölmörg listaverk sem halda minningu hennar á lofti. Eftir að ég flutti til Bandaríkj- anna var ég hjá pabba og mömmu á Skjólvanginum á sumrin og á jólunum. Þá var frábært að koma heim og spjalla við mömmu um heima og geima. Við kölluðum það að koma að spjalla. Síðustu árin var hún orðin mjög slæm í fótunum og þess vegna með minna þrek í dagleg störf heim- ilisins, þá tókum við pabbi upp þann háttinn að við unnum heim- ilisverkin og mamma var stjórn- andinn. Leiðbeindi okkur hvað við áttum að gera á sinn einstak- lega blíða og kærleiksríka hátt. Mamma bar lífinu fagurt vitni og yfir því geta börn hennar, barnabörn og allir sem til hennar þekktu glaðst og þakkað. Þinn sonur, Jón Eggert. Ástkæra móðir, Sigríður Björg Eggertsdóttir Það er erfitt að finna orð á þessari stundu. Jafnvel þótt móð- ir okkar hafi átt við veikindi að stríða síðustu ár, þá bjuggust fáir við því að hún yrði bráðkvödd svona ung. Mamma fann alltaf það besta í fólki og elskaði alla. Hún harð- neitaði að hleypa neikvæðni inn í sitt líf. Þessi eiginleiki hennar skein svo bjart að hún varð for- dæmi fyrir aðra. Börn okkar eyddu mörgum góðum dögum og nóttum heima hjá ömmu sinni og smituðust af þessari einskæru já- kvæðni. Þegar mamma tók á sig að sigra internetið með facebook, margfölduðust áhrifin. Hennar góðvild snerti fólk um allan heim. Þrátt fyrir alla jákvæðnina, þá átti hún erfitt með að finna hug- arró. Líf hennar var oft eins dimmt eins og það gat verið bjart. Hún var að eðlisfari lista- maður sem gekk í stormi tilfinn- inganna. Á seinni árum byrjaði hún að mála og fann skjól þar. Hún skildi eftir glæsileg málverk sem tjá hennar líf. Við erum þakklát fyrir allt það sem hún hefur veitt okkur í þessu lífi. Hún skilur eftir holu í okkar hjarta, en á sama tíma vermir það með hennar minningu. Jóhannes Geir Guðmundsson og fjölskylda. Elskuleg móðir. Þegar ég hugsa til þín man ég eftir mikilli lífsgleði, bjartsýni, hlýju og sköpun. Þú kenndir mér að meta það fallega í þessu lífi, sama í hvaða formi það er. Hvort sem það er í mynd, hljóði, leik eða samveru. Til mikillar hamingju þá þrátt fyrir veikindi tókst þér að klára mörg málverk sem við getum litið á og hugsað til þín. Þegar fréttirnar bárust af frá- hvarfi þínu hugsaði ég með mér að þetta væri alltof fljótt. Þú áttir svo mikið eftir. Þú varst svo full af lífsvilja og ánægju. Ég veit að þú gafst allt af þér sem þú gast á meðan þú varst hér. Það er það sem ég mun reyna að læra af þinni reynslu. Lífið er í senn harðgert og við- kvæmt. Það heldur áfram sama hvað en í senn þarf svo lítið til að út af bregði. Þú hélst áfram þrátt fyrir að vindar blésu og fannst þína leið til að gefa þessu lífi lit. Þú hafðir sterka samkennd með þeim sem áttu erfitt og reyndir að hjálpa eins og þú gast. Þegar svo stór hluti af mynd- inni hverfur er virkilega erfitt að kveðja. Þú gafst svo margt og vegna þess munt þú lifa bjart í minningunni. Takk fyrir allt. Björgvin Guðmundsson. Hún Didda mágkona er dáin, viðkvæma blómið okkar sem Er- lingur og Alli bræður hennar kölluðu alltaf litlu systur. Didda var bara níu mánaða þegar Berg- ljót mamma hennar dó, það var skelfilegur tími fyrir Hall tengdaföður minn, einn með fjög- ur börn þar á meðal Ingunni sem er farin yfir móðuna miklu á und- an Diddu. Elsku Diddu okkar var margt til lista lagt, snillingur á sauma- vél hvort sem var að sauma nýjar flíkur eða breyta og bæta, hún málaði myndir með vatnslitum og olíu fór á myndlistarnámskeið sér til ánægju. Það gladdi mig þegar hún gekk í kvennadeild Rauða krossins, vann hún sjálfboðaliðsstarf í versluninni á Borgarspítalanum, mætti á fundi og sumarferðirnar okkar og skemmtum við okkur vel. Ég suð- aði í Diddu að byrja í golfi sem hún gerði, hún og Ingibjörg frænka hennar og vinkona spiluðu Ljúfling í Odda og skemmtu sér vel. Vil ég þakka Ingibjörgu fyrir hvað hún var góð við hana. Didda mín sagði, „ég verð aldrei góð í golfi, en það gerir ekkert til við, skemmtum okkur vel“. Elsku Didda mín, ekki fleiri símtöl þar sem spjallað var um alla heima og geima en mest um börn og bú, fjölskyldan var Diddu allt. Ég kveð þig eins og við gerð- um þegar við spjölluðum saman í símanum, „bless, elskan, bið að heilsa öllum, farðu vel með þig,“ og þú svaraðir alltaf, „sömuleiðis, bið að heilsa Erlingi bróður“. Þín mágkona, Ásta Tryggvadóttir. Látin er Sigríður Björg Egg- ertsdóttir, frænka mín. Hún fór alltof fljótt. Við Didda, eins og hún var ávallt kölluð af fjölskyldu og vinum, vorum bræðradætur. Hún var dóttir Halls Jónassonar frá Sílalæk í Aðaldal og Bergljót- ar Guttormsdóttur hjúkrunar- fræðings, sem bjuggu á Húsavík. Móðir hennar, Bergljót lést mjög skyndilega, þegar Didda var aðeins níu mánaða gömul og hin systkini hennar nokkuð eldri. Hún var þá tekin í fóstur af hjón- unum Sigurborgu Sigurðardóttir og Eggerti Jóhannessyni og síðar ættleidd af þeim. Systkinahópur- inn fór í sitt hvora áttina og sam- einuðust ekki öll fyrr en þau voru orðin fullorðin. Didda þráði alltaf samskipti og samveru við sitt nánasta skyld- fólk og tókst það. Hún naut þess að láta þann draum sinn rætast og var dugleg við að rækta sam- böndin. Kynni okkar urðu ekki fyrr en hún hafði sameinast fjölskyld- unni og skynjaði maður þá þrá og löngun sem í brjósti hennar bjó. En fyrsta minning mín um hana er þó frá vorinu sem hún fermdist en þá kom hún í heimsókn á heimili fjölskyldu minnar með Eggerti stjúpa sínum til að hitta Sigríði ömmu okkar, sem alla tíð hafði þráð að kynnast henni. Didda var mjög dugleg að tengjast sínu fólki, hafa samband og fylgjast með. Bauð okkur heim til sín og hún mætti alltaf þegar boðið var og naut þess. Hún var einstakur persónu- leiki, hlý og traust. Hún reyndist sínum nánustu vel og gaman var að fylgjast með styrk hennar og áhuga. Didda var mikil fjölskyldu- manneskja, næm og listræn, og bera mörg verk hennar þess glöggt vitni. Hún hafði góða nær- veru og mátti hvergi aumt sjá. Hún bar hag sinna nánustu sterkt fyrir brjósti og fékk fjöl- skylda hennar, maki, synir og fjölskyldur þeirra að njóta þess. Barnabörnin voru henni mikill gleðigjafi og hún naut mikilla samskipta við þau, sérstaklega eftir að þau settust að á Íslandi stóran hluta ársins. Sterkt sam- band var milli systkinanna og einnig milli hennar og Ingibjarg- ar frænku okkar, sem báðar voru hvor annarri stoð og stytta. Didda glímdi við heilsuleysi síðustu árin, sem mörkuðu til- veru hennar en krafturinn og lífs- viljinn var hennar sterkasta afl. Um leið og ég kveð frænku mína með söknuði, sendi ég Geir, Jóni Eggerti, Jóhannesi Geir og Pamelu, Björgvini og barnabörn- unum þremur mínar innilegustu samúðarkveður. Einnig bræðr- um hennar og fjölskyldum þeirra. Diddu verðu sárt saknað. Blessuð sé minning hennar en fjölskyldan mun ylja sér við þær um ókomna tíð. Kær kveðja Þín frænka, Elín Mjöll. Það voru sorglegar fréttir sem ég fékk þegar Guðmundur Geir hringdi til að tilkynna mér að Didda hefði dáið þá um nóttina. Við Sigríður Björg, eða Didda eins og hún var ávallt kölluð, vor- um eins og systkin. Sem lítill drengur var ég svo heppinn að vera oft boðið í ferðalög með henni og foreldrum hennar. Ung- lingsárin liðu í góðum vinahópum en við héldum ávallt sambandi og trúnaði við hvort annað. Er hún giftist Guðmundi Geir, þeim öðlingsdreng og eignaðist með honum þrjá syni, þá minnkaði nú ekki sambandið heldur jókst ef eitthvað var. Mér fannst alltaf og finnst enn ég eiga eitthvað í þeim. Svo náin vorum við. Þú varst óvenju glæsileg kona og lagðir mikinn metnað í að líta vel út og hafa heimilið glæsilegt því heimilið og fjölskyldan voru þér mikilvæg. Þú varst mjög list- ræn og prýða mörg verka þinna heimili ykkar. Þú varst einstök manneskja sem aldrei talaðir ljótt orð um nokkurn mann, þú fannst alltaf eitthvað jákvætt hjá öllum. Já Didda mín, þetta var svo snöggt allt saman og ótrúlegt því við höfðum talað saman aðeins tveimur dögum áður og þá varst þú svo bjartsýn og glöð og vorum við að tala um hversu gaman væri að fara saman og heimsækja Jó- hannes Geir og fjölskyldu. Didda mín, ég á eftir að sakna þín en aðrir hafa líka misst mikið. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til eiginmanns, sona og fjöl- skyldna þeirra. Hafþór. Móðursystir mín, Sigríður Björg, sem ég kallaði alltaf Diddu er nú látin. Hún skilur eftir sig margar ljúfar minningar. Á mín- um yngri árum deildi ég mörgum hamingjustundum með henni, Geir og sonum þeirra. Það var ávallt mikið tilhlökkunarefni að fara í heimsókn í Skjólvanginn og stundum fékk ég að gista þar á meðan móðir mín var að vinna. Það voru frábærar stundir. Ekki voru síðri öll ferðalögin sem við fórum í saman, hvort sem um var að ræða ferðir til Flórída eða skíðaferðir norður í land. Í gegnum alla okkar samveru fékk ég að kynnast því hversu einstaklega hlýjan persónuleika Didda hafði að geyma. Eitt helsta einkenni hennar var hin óþrjót- andi umhyggjusemi, sem hún bar í brjósti gagnvart öðru fólki. Hún mátti alls ekkert aumt sjá. Þessu fékk ekki bara nánasta fjölskylda að kynnast heldur allir sem hana þekktu. Didda vann reglulega sjálfboðaliðastörf í þágu góðgerð- armála og veittu þau henni mikla ánægju. Ef eitthvað bjátaði á vissi maður að þess væri skammt að bíða að Didda hefði samband til að athuga hvort að það væri eitthvað sem hún gæti gert. Hún reyndist mér líka oft ómetanleg- ur haukur í horni á síðustu árum, til dæmis þegar ég þurfti að ganga í gegnum erfiðar hnéað- gerðir. Á svona stundum snerist allt líf Diddu um þá sem hún gat orðið að liði. Ljósin í lífi Diddu voru synir hennar og barnabörnin þrjú. Þegar þau bárust í tal ljómaði Didda af stolti og stundirnar sem hún átti með Madison, Erik og Lulu á veturna þegar þau bjuggu á Íslandi voru henni ómetanleg- ar. Didda var líka mjög ættrækin og var ákveðin í að bæta sér upp þann tíma sem tapaðist á hennar yngri árum. Sérstaklega var samband hennar við móður mína afar náið en hún gerði sér far um að mynda sem best tengsl við stórfjölskylduna. Didda var líka alltaf kærkominn gestur hvert sem hún fór. Annað af helstu einkennum Diddu var það hve listræn hún var. Hún hafði næmt auga fyrir fegurð í kringum sig og var sjálf afar handlagin, enda lærður hár- greiðslumeistari. Allt sem Didda vann í höndunum varð að lista- verkum, hvort sem um var að ræða garðinn, jólakortin, innan- hússkreytingarnar eða málverk- in sem hún málaði. Málaralistin skipaði einmitt stóran sess í lífi hennar, sérstaklega síðustu árin. Listaverkin hennar einkennast af björtum litum, hlýju og vináttu og það má því með sanni segja að þau hafi veitt góða innsýn inn í hug og hjarta Diddu sjálfrar. Hallur Örn. Elskulega vinkona okkar hún Didda, Sigríður Björg, er horfin á braut svo snöggt. Didda hafði marga góða mann- kosti til að bera. Fyrir það fyrsta var hún bæði góð og falleg, einnig afar hlý, gefandi og skemmtileg. Oftast brosandi og í góðu skapi. Hún var svo sannarlega vinur vina sinna. Við héldum alltaf góðu sambandi, allt frá því við kynntumst 10-11 ára stelpur í Vogahverfinu. En við vorum saman í Langholtsskóla og Voga- skóla. Við stelpurnar gerðum margt skemmtilegt saman t.d. vorum við í skátunum og fórum í hjóla- og gönguferðir. Á þessum tíma var mikið um útileiki hjá börnum, bæði boltaleikir, parís og snúsnú. Einnig bárum við út blöð til að eignast peninga. Í þá daga voru engar tölvur né sjón- varp sem töfðu fyrir okkur. Didda átti góða foreldra og vorum við vinkonurnar alltaf vel- komnar inn á heimilið. Hún fór í landspróf og síðan í hárgreiðsl- unám í Iðnskólann í Reykjavík. Hún var vandvirk og listhneigð og hafði gaman af að teikna. Hún fór á nokkur myndlistarnámskeið og málaði margar fallegar mynd- ir sem prýða heimili hennar. Einnig fór hún á enskunámskeið, sagðist þurfa að geta talað við tengdadóttur sína Pamelu og barnabörnin. Hún fylgdist vel með fata- og hártískunni hverju sinni. Hún vann í nokkur ár sem sjálfboðaliði fyrir Rauða kross Íslands og var um tíma í ITC deildinni Írisi. Didda kynntist ung góðum manni, honum Guðmundi Geir. Þau byrjuðu sinn búskap í húsi tengdaforeldra hennar, en byggðu síðan fallegt einbýlishús á Skjólvanginum. Saman eiga þau þrjá yndislega drengi sem allir hafa gengið menntaveginn. Hún talaði oft um hvað það væri mikið lán að eiga svona duglega, heilbrigða og góða drengi. Didda var góð móðir, húsmóðir og amma. Hún hlúði vel að fjölskyldu sinni. sem er alltaf það mikilvæg- asta. Barnabörnin þrjú voru hennar gleðigjafar. Hún var svo stolt af hvað þeim gekk vel að læra íslenskuna og voru dugleg í skóla. Hún var svo ánægð þegar þau fluttu til Íslands og bjuggu ásamt móður sinni á veturna ná- lægt afa og ömmu, þegar skóla lýkur fara þau til Miami, þar sem maður hennar Jóhannes Geir býr og rekur fyrirtæki. Hún minntist oft á hvað það hefði verið gaman að heimsækja fjölskylduna út til Miami og var alltaf á leið þangað aftur. En það var gigtin í hnján- um sem kom í veg fyrir svo margt hjá henni hin síðari ár. Það hjálp- aði Diddu mikið að hún gat keyrt bíl. „Besta prófið sem ég hef tek- ið er bílprófið.“ Didda var móður sinni alltaf stoð og stytta og mæðgurnar voru afar samrýmdar. Sigurborg var búin að vera ekkja í mörg ár. Hún lést 17. febrúar sl. á Dval- arheimilinu Eir. Þær mæðgur töluðu saman í síma daglega. Didda sagði um hana. „Mamma var ekki bara móðir mín heldur hef ég misst mína bestu vin- konu“. Nú eru þær saman á ný. Samúð okkar er hjá fjölskyldu Diddu; Guðmundi Geir, sonum, barnabörnum, tengdadóttur, Jóni tengdaföður og öðrum ætt- ingjum hennar. Megi góður guð geyma þig kæra vinkona. Magnea G. Gunnarsdóttir og Kristín J. Dýrmundsdóttir. Sigríður Björg Eggertsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA JÓHANNSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur frá Þórshöfn, Kleifarvegi 8, Reykjavík, lést á miðnætti síðastliðinn föstudag. Haukur S. Magnússon, Jónína Eir Hauksdóttir, Ingólfur Guðjónsson, Magnús Hauksson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Jóhann Hauksson, Ingveldur G. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.