Morgunblaðið - 25.06.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.06.2012, Qupperneq 23
Sambíóunum um skeið og síðan hjá Toppmönnum og Sporti í eitt ár eftir stúdentspróf. Helga Björg starfaði við Íslands- banka sumarið 2002. Hún starfaði hjá KB banka á Akureyri sumarið 2004, vann síðan á sumrin á háskóla- árunum hjá Kaupþingi í Hafnarfirði 2004-2006 og starfaði í AML-hópi hjá Kaupþingi 2006-2008. Helga Björg hóf störf hjá Byr í árs- byrjun 2008 og var þar sjóðstjóri og sinnti jafnframt málum í regluvörslu til 2010. Þá hóf hún störf hjá Rekstr- arfélagi verðbréfasjóða ÍV sem er dótturfélag Íslenskra verðbréfa og hefur verið sjóðstjóri þar síðan. Helga Björg hóf að æfa og keppa í handbolta með KA er hún var þrettán ára og lék með félaginu, m.a. í meist- araflokki í nokkur ár eða fram til tví- tugs. Þá æfði hún golf í nokkur ár og keppti á nokkrum golfmótum á ár- unum 1994-96 með góðum árangri. Heldur með Manchester United En skyldi Helga Björg spila enn á þverflautuna? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég á að vísu ennþá flautuna en ég hef ekkert spilað á hana um árabil. Ég held að mömmu leiðist það svolítið. Auðvitað var tónlistarnámið og lúðrasveitin ágæt á sínum tíma en ég held að námið hafi ekki mótað tónlist- arsmekk minn mikið. Ég hef áhuga á alls konar tónlist eins og hver annar og ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti klassískri tónlist, en ég er heldur eng- inn nörd á klassík. Hlusta bara á hitt og þetta. Ég hef hins vegar mikinn áhuga á knattspyrnu, er mikill Manchester United-aðdáandi og horfi miklu meira á boltann en maðurinn minn.“ Fjölskylda Maður Helgu Bjargar er Steindór Kristinn Jónsson, f. 3.5. 1982, flug- maður hjá Norlandair. Hann er sonur Jóns Steindórssonar, skipa- afgreiðslumanns í Reykjavík, og Fjólu Traustadóttur, starfsmanns hjá Toyota á Akureyri. Dóttir Helgu Bjargar og Steindórs er Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, f. 17.4. 2009. Bræður Helgu Bjargar eru Stefán Þór Ingvason, f. 12.8. 1963, skipstjóri á Akureyri, kvæntur Heiðbjörtu Þór- arinsdóttur, starfsmanni við Lands- bankann; Erling Ingvason, f. 5.7. 1965, tannlæknir á Akureyri, kvænt- ur Margréti Thorarensen innan- húshönnuði; Jón Haukur Ingvason, f. 21.4. 1969, framkvæmdastjóri í Kópa- vogi, kvæntur Helgu Guðnýju Sig- urðardóttur, hópstjóra hjá Nýherja; Halldór Helgi Ingvason, f. 11.1. 1975, sjómaður á Akureyri, kvæntur Ingi- björgu Helgu Jónsdóttur leikskóla- kennara; Einar Oddur Ingvason, f. 6.2. 1976, starfsmaður hjá Becromal á Akureyri en kona hans er Anna Mar- grét Sigurgeirsdóttir verslunarstjóri; Ingvi Jón Ingvason, f. 1.12. 1987, nemi í sálfræði við Háskólann á Ak- ureyri. Foreldrar Helgu Bjargar eru Ingvi Jón Einarsson, f. 25.6. 1942, tann- læknir á Akureyri, og Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 10.12. 1955, kennari við Brekkuskóla á Akureyri. Úr frændgarði Helgu Bjargar Ingvadóttur Ragnheiður Söebeck verslunarmaður Margrét Ásmundsdóttir húsfr. á Húsavík Benedikt Björnsson skólastj. á Húsavík, bræðrungur við Benedikt Sveinsson alþm. föður Bjarna forsætisráðherra. Helga Einarsdóttir húsfr. í Rvík. Jón Flóventsson sjóm. á Haganesi við Húsavík Guðný Helgadóttir húsfr. á Haganesi Helga Björg Ingvadóttir Ingvi Jón Einarsson tannlæknir á Akureyri Ragnheiður Ólafsdóttir kennari á Akureyri Ólafur Beneditksson forstjóri ÁTVR á Akureyri Sigríður Hallgrímsdóttir húsfr. á Akureyri Helga Guðbjört Jónsdótir húsfr. á Akureyri Einar Sigurðsson fulltr. á Akureyri Sigurður Jónsson bókbindari í Rvík. Hallgrímur Þorvaldsson keyrari á Akureyri Jóhanna Þovaldsdóttir húsfr. Birgir Snæbjörnsson pr. á Akureyri Sigurður Benediktsson forstj. Osta og smjörsölunnar Sólveig Benediktsd. skólastj. Kvennask. á Blönduósi Guðmundur Beneditksson ráðuneytisstj. forsætisráðun. Sólveig Lára Guðmundsd. víglsubiskuup á Hólum Fjölskylduljósið Ragnheiður Sara er þriggja ára frá því í apríl. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 María Markan Östlund,óperusöngkona, fæddist 25.júní 1905 í Ólafsvík á Snæ- fellsnesi. Hún er af mörgum talin ein helsta klassíska söngkona Íslands. Foreldrar hennar voru Einar Mark- ússon, aðalbókari ríkisins, og Kristín Árnadóttir. María ólst upp á tónelsku heimili og æfði píanóleik frá 8 ára aldri. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík í tvö ár og hugðist leggja stund á hjúkrunarfræði en var hvött til að einbeita sér að tónlistinni. Árið 1927 hóf María söngnám í Berlín; lærði bæði fyrir konsert og óperu, meðal annars hjá Ellu Schmucker og Pauline Viardot- Garcia. Hún lauk óperuprófi við Bü- hnen Nachweis í Berlín 1935. Sama ár hélt hún tónleika og var ráðin að Schiller-óperunni í Ham- borg. Í kjölfarið söng hún víðsvegar um Þýskaland og Norðurlönd. Haustið 1938 söng hún hlutverk greifafrúarinnar í Brúðkaupi Figaros eftir Mozart við konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Tónlistarstjórinn Fritz Busch heyrði til hennar og réð hana til Glyndebourne-óperunnar í Bretlandi. Hún kom víða við á ferli sínum og starfaði sem konsert- og óperu- söngkona í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Hamborg, Berlín, Lond- on, Ástralíu, Kanada og Reykjavík. María starfaði við Metropolitan- óperuna í New York frá 1941-1942. Árið 1942 gekk hún að eiga Georg Östlund, son Davíðs trúboða og prentsmiðjustjóra, og eignuðust þau einn son, Pétur Östlund. María hélt áfram söngnámi undir leiðsögn tón- skáldsins Pietros Cimara. Þau hjónin bjuggu fyrst í New York og Kanada en fluttust til Íslands árið 1955. Frá árinu 1962 bjó María í Reykja- vík þar sem hún rak raddþjálfunar- og óperusöngskóla. Árið 1949 hélt hún tónleika á Ís- landi við mikla aðsókn og söng í ís- lenska útvarpið. Útvarpsráð lét og gera hljómplötur með henni ásamt tíu íslenskum sönglögum til sölu er- lendis. María Markan lést í maí 1995. Merkir Íslendingar María Markan Östlund 101 árs Guðrún Bjarnadóttir 85 ára Guðjóna Guðjónsdóttir Hera Karlsdóttir Sveinn H. Ragnarsson 80 ára Bryndís Guðmundsdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Þórir Kristjónsson 75 ára Aðalsteinn Sigfússon Atli Benediktsson Enrique Llorens Izaguirre Júlía Jónsdóttir Kristinn Björgvin Þorsteinsson Óttar Sævar Magnússon Sigfús Thorarensen Sigríður Sæland Jónsdóttir 70 ára Arnar Halldórsson Birgir Þorvaldsson Gunnar Fannberg Jónasson Ingvi Jón Einarsson Pálína Jónmundsdóttir Sigþór Ármann Ingólfsson Þórarinn Sigurðsson 60 ára Edda Guðmundsdóttir Erla Adolfsdóttir Hrafnkell Óskarsson Klara Sigríður Sigurðardóttir Margrét Jónsdóttir Ólafía Guðmundsdóttir Rúnar Sigtryggsson 50 ára Constance Darkoh Mensah Danuta Krystyna Pod- lewska Guðfinna Skarphéð- insdóttir Guðveig Sigurðardóttir Jóhann Sveinmar Hákonarson Justyna Lucja Piecha Katerina Ivanova Dontc- heva Kristinn Hrafnsson Sturla Eiríksson Uwe Wolfgang Völkel Viðar Örn Þórisson Þórhallur G. Harðarson 40 ára Andri Kristinsson Brynja María Rúnarsdóttir Erla Sigurbjartsdóttir Guðlaugur Gunnarsson Hanna Berglind Jónsdóttir Hrefna Frímannsdóttir Ingibjörg Bjarnadóttir Ingibjörg Jóna Hallgrímsdóttir Marcela Andrea Ceron Ómar Gísli Sævarsson Pernille Tönder Stefanía Björk Björnsdóttir Sævar Guðmundsson Zulema Clara Sullca Porta 30 ára Albert Jón Hólm Sigurðsson Björg Sveinbjörnsdóttir Brynjar Heimisson Ewelina Irmina Malinowska Hallrún Ásgrímsdóttir Haraldur Steinþórsson Helga Björg Ingvadóttir Jón Grétar Þórsson Jón Jökull Óskarsson Solveig Björk Bjarnadóttir Þóra Dögg Jónsdóttir Þórir Júlíusson Til hamingju með daginn 30 ára Hulda ólst upp á Selfossi og býr í Vest- urbænum. Hún á og rekur Leynibúðina á Laugaveg- inum ásamt fleiri hönn- uðum. Hulda lauk fata- hönnun frá Listaháskóla Íslands, 2009. Maki Andri Egilsson, f. 1985, gítarkennari. Dóttir Eva Sigríður Jak- obsdóttir, f. 2004. Foreldrar Sigrún Brynja Ólafsdóttir, f. 1961, og Atli Lilliendahl, f. 1961. Hulda Dröfn Atladóttir 50 ára Kristín ólst upp í Keflavík. Hún er fram- kvæmdastjóri ráðgjaf- arfyrirtækisins Hananja. Maki Dr. Sveinbjörn Giz- urarson, f. 1962, prófess- or í HÍ. Börn Davíð Örn, f. 1984, Benjamín Ragnar, f. 1987, og Guðlaug María, f. 1994. Froreldrar Ragnar Sig- urðsson, f. 1929, og Guð- laug H. Sigvardsdóttir, f. 1931. Kristín Linda Ragnarsdóttir 40 ára Jón Árni, er frá Vík og býr í Hávík í Skaga- firði. Jón Árni er bifvéla- virki að mennta og rekur eigið verkstæði. Maki Rósa Eggertsdóttir, f. 1975, í fæðingarorlofi. Börn Björn Eggert, f. 1997, Aron Már, f. 1999, Emelía Guðrún, f. 2002, Mikael Birgir, f. 2003, Daníella Freydís, f. 2012. Foreldrar Sigurður Sig- fússon, f. 1947 og Ingi- björg Hafstað, f. 1951. Jón Árni Sigurðsson Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Sjónmælingar á staðnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.