Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
» Gömlu brýnin standasig gjarnan vel og
Ian Anderson, for-
sprakki hljómsveit-
arinnar Jethro Tull, er
engin undantekning.
Hann fór á kostum í
Hörpunni fyrir helgi,
þegar hann flutti verkið
Thick as a Brick.
Ian Anderson tryllti áhorfendur með flutningi á Thick as a Brick í Hörpu
Morgunblaðið/Eggert
Snillingur Ian Anderson fór á kostum og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum.
Kát Natalía Wium, Ástþór Magnússon og Sverrir Stormsker. Ánægð Gilbert Ó. Guðjónsson, Tinna Gilbertsdóttir og Birgir Gilbertsson.
Glöð Ragnar Þórhallsson og Birna Ásmundsdóttir nutu tónleikanna.
Íslenskir hönnuðir unnu til gull-
verðlauna og silfurviðurkenningar í
evrópskri samkeppni Art Directors
Club of Europe sem er ein helsta
samkeppni á sínu sviði.
Siggi Eggertsson hlaut gull-
verðlaun fyrir myndskreytingar sem
hann vann í samstarfi við Jónsson &
Le’Macks fyrir Landsbankann, í
samkeppni Art Directors Club of Eu-
rope (ADC*E), en íslenskur hönn-
uður hefur ekki áður hlotið gull í
þeirri keppni, sem er sú stærsta og
virtasta á sviði grafískrar hönnunar
og auglýsingagerðar í Evrópu.
Myndskreytingar Sigga hlutu gull-
verðlaun í flokknum myndskreyt-
ingar og ljósmyndun, en einnig hlutu
viðurkenningar Reykjavík Letter-
press í flokknum grafísk hönnun og
Þorleifur Gunnar Gíslason, Geir
Ólafsson, Jón Ingi Einarsson, Magn-
ús Hreggviðsson, Hörður Ellert
Ólafsson og Tryggvi Gunnarsson
fengu viðurkenningu fyrir verk sitt
Filmünd sem þeir unnu fyrir RIFF
2011 í opnum flokki.
Verðlaunaverk Sigga hlaut á sín-
um tíma heiðursverðlaun í sam-
keppni Félags íslenskra teiknara
sem veitt voru á HönnunarMars og
sýnd í Hafnarborg. Hann hlaut að
auki verðlaun í vor í samkeppni um
veggspjald Listahátíðar í Reykjavík
sem er einkennismynd Listahátíðar
2012.
Aðstandendur Reykjavík Letter-
press eru Ólöf Birna og Hildur Sig-
urðardóttir sem reka vinnustofu við
Lindargötuna. Verkið sem þær hlutu
silfurviðurkenningu fyrir heitir
„Bland í búnti“.
Filmünd, verk þeirra Þorleifs
Gunnars Gíslasonar, Geirs Ólafs-
sonar, Jóns Inga Einarssonar, Magn-
úsar Hreggviðssonar, Harðar Ellerts
Ólafssonar og Tryggva Gunn-
arssonar, var unnið fyrir RIFF 2011
og prýddi veggspjöld meðan á hátíð-
inni stóð. Hönnuðirnir eru allir nem-
ar en verðlaunin eru veitt í flokki fag-
fólks.
Verðlaunin Art Directors Club of
Europe (ADC*E) voru nú veitt í 21.
sinn, en dómnefnd keppninnar skipa
fimmtíu fagaðilar víða úr Evrópu.
Félag íslenskra teiknara er aðili að
ADC*E. arnim@mbl.is
Viðurkenning Þorleifur Gunnar
Gíslason, Geir Ólafsson, Jón Ingi Ein-
arsson, Magnús Hreggviðsson, Hörð-
ur Ellert Ólafsson og Tryggvi Gunn-
arsson fengu verðlaun fyrir Filmünd,
sem unnið var fyrir RIFF 2011.
Gull Ein mynda Sigga, en hann hlaut gullverðlaun fyrir myndskreytingar
sem hann vann í samstarfi við Jónsson & Le’Macks fyrir Landsbankann.
Gull og silfur fyrir
myndskreytingar
Íslenskir hönnuðir unnu til
verðlauna í evrópskri samkeppni
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
WHAT TO EXPECT... Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4 - 6
MADAGASCAR 3 2D Sýnd kl. 4
INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 10:20
SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 7 -10
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Einstök perla sem er orðin
langaðsóknarhæsta mynd allra tíma,
af þeim sem eru ekki á ensku.
ÍSL TEXTI
MYNDIN SEM ALLIR
ERU AÐ TALA UM!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
WHAT TO EXPECT WHEN... KL. 5.45 - 8 - 10 L
PIRANHA 3D KL. 10.20 16
PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 16
-V.J.V., SVARTHOFDI.IS
“HEILLANDI LEIKUR OG FALLEG SAGA.”
- H.S.S, MBL
- ROGER EBERT
WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16
MOONRISE KINGDOM KL. 8 - 10.10 L
MIB 3 2D KL. 5.30 10
“BÆTIR, HRESSIR OG KÆTIR.”
- H.V.A., FBL
WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L
WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING LÚXUS KL. 5.35 - 8 L
MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L
MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L
PRIANHA 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 16
PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16
PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 10.30 16
PROMETHEUS 2D KL. 10 16
MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10