Morgunblaðið - 12.07.2012, Side 2
Geitungabú Finnast víða í borginni.
„Vægt til orða tekið er mjög mikið
að gera,“ segir Guðmundur Björns-
son, rekstrarstjóri meindýravarna
hjá Reykjavíkurborg, en hann hefur
ásamt þremur öðrum starfsmönn-
um deildarinnar að undanförnu haft
í nógu að snúast við að fjarlægja
geitungabú um alla borg. Starfs-
menn meindýravarna borgarinnar
sjá um að halda þessum vágesti í
skefjum, einkum á opnum svæðum,
leikskólum og göngustígum.
„Við tökum þessi opnu svæði,
sem borgarinn gengur um, og
sjáum til þess að geitungar ráðist
ekki á fólk á göngustígum og leik-
skólum.“
Það sem af er júlímánuði hafa
starfsmenn meindýravarna fjarlægt
um 50 geitungabú víðsvegar um
Reykjavíkurborg en til samanburð-
ar má nefna að í fyrra voru 22 bú
fjarlægð í júlímánuði.
„Þetta er bara eins og kjarnorku-
sprengja núna,“ segir Guðmundur
en starfsmenn borgarinnar hafa yfir
að ráða öflugum öryggis- og hlífð-
arbúnaði sem unnt er að grípa til
svo koma megi í veg fyrir meiðsl
þeirra við störf. „Við grípum til
hans ef við teljum þess þurfa. Það
fer eftir staðsetningu á búinu hvort
við þurfum að fara í hann.“
Fjöldi geitungabúa
Hafa fjarlægt 50
bú í júlímánuði einum
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012
eftir
Þorstein Mar
„Manni leiddist aldrei á
meðan lestrinum stóð.“
JKG, Nörd Norðursins
„Hin fínasta lesning,
frjó hugmyndagleði
einkennir hana.“
BHÓ, Skorningar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Við höfum stofnað félag sem hefur
það að markmiði að byggja upp set-
ur hér á Kirkjubæjarklaustri þar
sem líf og list Errós verður í önd-
vegi,“ segir Ólafía Jakobsdóttir, einn
forsvarsmanna Áhugamannafélags
um Errósetur á Kirkjubæjar-
klaustri.
Á meðal þeirra sem standa að
stofnun félagsins eru bræður Errós,
þeir Ari Trausti og Egill Guðmunds-
synir. Hlutverk félagsins mun vera
það að afla fjár til að koma á fót og
reka Errósetur en ætlunin er sú að-
setrið verði hluti af Þekkingarsetri
sem til stendur að byggja á Kirkju-
bæjarklaustri og inniheldur m.a.
gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðsins.
Að sögn Ara Trausta er verið að
kanna hvort unnt verði að setja upp
eitt stórt listaverk eftir Erró á setr-
inu, t.d. verkið sem lengi var til sýnis
í Kringlunni, en jafnvel komi til
greina að Erró hanni nýtt verk fyrir
setrið. „Grunnhugmyndin er sú að
þetta á ekki að vera einhvers konar
listaverkasafn með verkum eftir
hann. Þetta á að vera sýning sem
lýsir þróun hans sem listamanns, frá
því að hann byrjar að fikta á Klaustri
og þangað til hann klárar námið í
Flórens áður en hann fer til Par-
ísar,“ segir Ari Trausti um setrið.
Vilja sjá Erró-
setur á Kirkju-
bæjarklaustri
Morgunblaðið/Kristinn
ERRÓ Lengi vel var eitt af verkum
Errós til sýnis í Kringlunni.
Sýningin mun lýsa þróun Errós
Errósetur
» Að Þekkingarsetrinu standa,
auk félagsins, Kirkjubæjar-
stofa, Gestastofa Vatnajökuls-
þjóðgarðs, Skaftárhreppur og
Stofnun rannsóknasetra
Háskóla Íslands.
» Aðild að félaginu er öllum
opin. Verkefnið hefur verið
kynnt stjórnvöldum og þau
hafa hafið stuðning á fjár-
lögum við það.
Sólin lék um landsmenn í gær og nutu gestir veitinga-
staða í Austurstræti, einnig þeir uppstoppuðu, þess að
geta setið úti. Áframhaldandi veðurblíðu er spáð um
land allt í dag og á morgun, en á laugardag verður
nokkuð skýjað og búist við síðdegisskúrum þótt áfram
verði hlýtt í veðri.
Bangsi baðar sig í sólinni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ekki bara mannfólkið sem naut blíðunnar í borginni í gær
„Innflutningur á ógerilsneyddum
ostum er eingöngu leyfður til eigin
neyslu en ekki til dreifingar. Kúa-
bændur mega sjálfir drekka ógeril-
sneydda mjólk og þess vegna fram-
leiða fyrir sig, til eigin neyslu,
ógerilsneydda osta,“ sagði Sigurgeir
Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðuneyt-
inu. Hann taldi vera fullkomið sam-
ræmi á milli ákvæðis reglugerðar frá
því í maí sl., sem leyfir innflutning á
allt að einu kg af ostum úr ógeril-
sneyddri mjólk, og reglugerðar um
mjólk og mjólkurvörur frá 2002 sem
bannar sölu á vörum úr ógeril-
sneyddri mjólk.
Landssamband kúabænda hefur
bent á síðarnefndu reglugerðina og
segir það vekja furðu að leyft sé að
flytja inn ógerilsneydda osta.
„Það er bannað að framleiða til
sölu eða dreifingar vörur úr ógeril-
sneyddri mjólk hér á landi og það er
bannað að flytja inn til sölu eða dreif-
ingar ógerilsneydda osta,“ sagði
Sigurgeir.
SVÞ segja að um grófa mis-
munun sé að ræða
Samtök verslunar og þjónustu
(SVF) rituðu sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytinu í gær vegna
leyfis ferðamanna til innflutnings á
ostum úr ógerilsneyddri mjólk. SVÞ
fagnar því að dregið sé úr höftum en
segir það vekja furðu að banninu sé
viðhaldið gagnvart aðilum á sviði
verslunar og þjónustu. Það feli í sér
grófa mismunun og lögaðilum séu
settar verulegar skorður á grund-
velli hennar. Þessi höft mismuni ekki
einungis ferðamönnum og lögaðilum
heldur sé verið að mismuna einstak-
lingum innbyrðis því ostarnir standi
einungis til boða þeim sem ferðist á
milli landa og þeim einum, því þeir
megi ekki afhenda þriðja aðila vör-
urnar. Þá telur SVÞ höft á innflutn-
ingi ógerilsneyddra osta m.a. ganga í
berhögg við jafnræðisreglu og með-
alhófsreglu stjórnsýslulaga og eins
við EES-samninginn.
Sigurgeir sagði það vera grund-
vallaratriði að bannað sé að flytja
ógerilsneydda osta inn til sölu eða
dreifingar. Þar af leiðandi sé í sjálfu
sér enginn tilgangur fyrir lögaðila að
flytja þessa osta inn. Þá taldi hann
jafnræðisregluna ekki vera brotna á
neinum. Einungis sé heimilt að flytja
inn lítið magn í hvert skipti og það
gildi jafnt um innlenda og erlenda
framleiðslu úr ógerilsneyddri mjólk
að hún sé eingöngu til einkaneyslu.
gudni@mbl.is
Bara til einkaneyslu
Ekki má selja eða dreifa vörum úr ógerilsneyddri mjólk og
gildir einu hvort þær eru innlend framleiðsla eða innflutt
„Ég hélt að ég væri með fast í botni
en svo fór botninn af stað og fór að
hreyfa sig,“ segir Björn Magnússon
en hann veiddi 110 cm langa hrygnu
á Spegilflúð í Laxá í Aðaldal um
miðjan dag í gær. Laxinn er líklega
sá stærsti sem veiðst hefur í sumar.
„Það voru engin læti. Hann tók
mjög stíft og ákveðið í. Hann kom
aldrei upp úr og við lönduðum hon-
um á um 25 mínútum,“ segir Björn
en hann naut liðsinnis félaga síns,
Hákons Ólafssonar.
Þegar þeir höfðu náð fisknum
mældu þeir hann
og slepptu aftur
að því loknu.
Samkvæmt við-
miðunartöflu
Veiðimálastofn-
unar hefur
hrygnan vegið
liðlega 26 pund.
„Þetta var spenn-
ingur meðan á því
stóð. Þetta er stærsti fiskur sem ég
hef sett í og náð,“ segir Björn.
kjartan@mbl.is
Fékk 26 punda lax
í Laxá í Aðaldal
Líklega stærsti lax sumarsins
Laxá 26 punda
hrygna veiddist.
„Það er fyrst og
fremst fjármögn-
unin sem er verið
að vinna í núna.
Hún gengur
ágætlega. Við er-
um komin með
loforð um fjár-
festingar og tals-
vert af loforðum
frá væntanlegum
viðskiptavinum,“ segir dr. Gísli
Hjálmtýsson sem nýverið tók sæti í
stjórn Emerald Networks. Fyrir-
tækið hefur áætlanir um að leggja
nýjan sæstreng á milli New York og
London með viðkomu á Íslandi og
Írlandi.
Eitt af markmiðum Gísla með því
að taka sæti í stjórn fyrirtækisins
er að tryggja að strengurinn komi
til Íslands að hans sögn. Það sé mik-
ilvægt fyrir Ísland, sérstaklega til
að geta laðað hingað erlend
gagnaver. kjartan@mbl.is
Komin með loforð
um fjárfestingar
Gísli Hjálmtýsson