Morgunblaðið - 12.07.2012, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012
Myndasmiðir Þessir erlendu ferðamenn voru ekki lengi að finna bestu stellinguna og sjónarhornið til að mynda Hallgrímskirkjuturn í gær. Þeir voru einbeittir á að líta enda vandaverk.
Golli
Síðustu vikurnar hef ég
verið hugsi yfir ákveðnum
fréttum sem tengst hafa
Bakkarvararbræðrum, þeim
Ágústi og Lýð Guðmunds-
sonum. Í Fréttablaðinu 25.
apríl sl. birtist grein þar
sem sagði að bræðurnir
mundu tapa Bakkavör.
Rúmum tveim vikum seinna
(13/5) birtist önnur grein í
sama blaði þar sem fullyrt
var að þeir bræður hefðu þegar keypt
25% í Bakkavör Group og ætluðu sér að
kaupa allt félagið. Og á sama tíma og
þetta á sér stað eru viðskipti Bakkavar-
arbræðra til rannsóknar hjá sérstökum
saksóknara!
Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp.
Misstu bræðurnir ekki fyrirtæki sín í
nauðasamningunum fyrir um tveim árum
í hendur stærstu kröfuhafa sinna, sem
voru Arion banki, skilanefnd Glitnis, Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyr-
issjóður verslunarmanna og Gildi lífeyr-
issjóður? Ég veit um marga sem töpuðu
gríðarlegum fjármunum á Bakkavar-
arbræðrum í hruninu. Harðduglegt fólk,
sem hefur unnið alla sína ævi, tapaði líf-
eyri sínum á fyrirtækjum tengdum þeim,
m.a. Bakkavör. Lífeyrissjóðirnir skilst
mér að hafi tapað um 170 milljörðum á
fyrirtækjum bræðranna og hafa sumir
þ.a.l. neyðst til að minnka lífeyr-
isgreiðslur til sjóðsfélaga sinna.
Hvernig stendur á því að bræðurnir
geta nú birst með fullar hendur fjár,
þrem árum eftir þetta mikla tap, og
keypt aftur sitt gamla fyrirtæki, Bakka-
vör Group? Ætla núverandi
eigendur, þ.e. stærstu hlut-
hafarnir í Bakkavör Group,
Arion banki, skilanefnd
Glitnis, Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna
og Gildi lífeyrissjóður, að
fella kannski niður fleiri
skuldir bræðranna og af-
henda þeim fyrrverandi
eignir þeirra á silfurfati?
Það er fjarstæðukennd til-
hugsun ef þessir sömu líf-
eyrissjóðir ætla að samþykkja slíkt í stað
þess að selja Bakkavör Group, Existu o.fl.
tengd félög fyrir sem hæst verð á op-
inberum markaði og endurgreiða þeim fé-
lögum sem töpuðu mest á þeim bræðrum?
Lífeyrissjóðunum ber skylda til að hafa
hag sjóðsfélaga sinna í fyrirrúmi.
Hvaðan koma peningarnir sem bræð-
urnir eru núna tilbúnir að leggja fram til
kaupanna? Er þetta fé sem þeir komu í
skjól og hafa getað geymt til ,,mögru ár-
anna“?
Ekki veit ég hvaðan peningar bræðr-
anna koma, en hitt veit ég að margir bera
ugg í brjósti um að lífeyrissjóðurinn
þeirra hafi tekið of mikla áhættu á síðustu
árum og muni því ekki geta staðið við
skuldbindingar sínar þegar þar að kemur.
Eftir Valgarð
Runólfsson
»Er þetta fé sem þeir
komu í skjól og hafa
getað geymt til
,,mögru áranna“?
Valgarð Runólfsson
Höfundur er lífeyrisþegi.
Hvar er gullnáma
Bakkavararbræðra?
Hollvinasamtök líkardeilda und-
irbúa ráðstefnu í Reykjavík í sept-
emberlok um mótun heildarstefnu
í heilbrigðismálum þjóðarinnar
undir kjörorðinu notendamiðað
heilbrigðis- og velferðarkerfi. Með
því er átt við heilbrigðis- og vel-
ferðarkerfi sem mótað er í sam-
ráði við sjúka og aldraðra og að-
standendur þeirra svo og
starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar,
en ekki einungis af forstöðumönn-
um spítala og starfsfólki Heil-
brigðis- og velferðarráðuneytisins.
Gerð verður krafa um að Alþingi
gefi sér tíma til að móta heild-
arstefnu í heilbrigðismálum með
tilliti til þarfa notenda á grundvelli
samráðs við sjúka og aldraðra og
aðstandendur þeirra svo og full-
trúa starfsfólks heilbrigðisþjónust-
unnar.
Fyrirmynd notendamiðaðrar heilbrigðisþjón-
ustu er áætlun Norðmanna sem nefnd er Sam-
handlingsreformen og er byggð á lögum frá því
í fyrra. Er áætlunin í samræmi við nýja stefnu
Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.
Þessi nýja skipan heilbrigðisþjónustu í Noregi
tók gildi í upphafi árs og er ætlað að taka tillit
til þarfa sjúklinga á öllum stigum með aðkomu
fulltrúa almennings.
Aðalatriði samhandlingsreformen eru í fyrsta
lagi ný stefna í heilbrigðismálum, þar sem lögð
er meiri áhersla á forvarnir fremur en „lagfær-
ingar“, hjálp strax en ekki þegar allt er komið í
eindaga, aukið samstarf ólíkra stofnana innan
heilbrigðiskerfisins, þjónustu nær fólkinu, sam-
starf sérhæfðrar þjónustu þar sem þekking er
nægileg, fleiri verkefni til sveitarfélaga – og síð-
ast en ekki síst er ætlunin að leggja
áherslu á bætta þjónustu við sjúklinga
og auka áhrif sjúklinga og aðstand-
enda þeirra: „bedre for pasientene –
sterkere brukermedvirkning“, eins og
þetta er orðað á norsku.
Til ráðstefnu Hollvinasamtaka líkn-
ardeilda í september verður boðið
fulltrúum samtaka sjúkra og aldraðra
svo og aðstandenda þeirra, frjálsum
samtökum um heilbrigðis- og velferð-
armál, stéttarfélögum lækna og hjúkr-
unarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana,
heilsugæslustöðva og sveitarfélaga
svo og alþingismönnum og ráðherrum.
Á ráðstefnunni verður rætt um nýja
stefnu í heilbrigðismálum, heildarsýn í
heilbrigðismálum, kostnaðarskiptingu
ríkis og sveitarfélaga, stærð og stað-
setningu sjúkrastofnana, þjónustu og
líknarmeðferð við sjúka og aldraða,
forvarnir og félagslega áhrifaþætti á
heilsu og vellíðan fólks á öllum aldri.
Þótt naumast ætti að vera þörf að
benda á og ræða mikilvægi heilbrigðisþjónustu
fyrir fólk allt frá vöggu til grafar, virðast yfirvöld
– Alþingi, ríkisstjórn og yfirstjórn stærstu sjúkra-
stofnana landsins – hafa látið undir höfuð leggjast
að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við
breyttar aðstæður, s.s. breyttar kröfur, aukna
menntun, breytingar á búsetu, breytta atvinnu-
hætti, breytt mataræði og þá dýru staðreynd að
fólk lifir lengur. Auk þess hafa nýir sjúkdómar
komið fram og breiðst út vegna breyttra sam-
skipta einstaklinga og þjóða, breyttra viðhorfa og
breyttra lifnaðarhátta. Mótun heildarstefnu í heil-
brigðismálum er því knýjandi nauðsyn þar sem til-
lit verður tekið til breyttra þarfa undir kjörorðinu
notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi.
Eftir Tryggva
Gíslason
»Mótun heild-
arstefnu í
heilbrigðismál-
um er því knýj-
andi nauðsyn …
Tryggvi Gíslason
Höfundur er stjórnarmaður í Hollvinasamtökum
líknardeilda.
Eru sjúkir og aldraðir
utangarðs á Íslandi?