Morgunblaðið - 12.07.2012, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012
✝ Helga Þorkels-dóttir fæddist
á Miðgrund í
Blönduhlíð í
Skagafirði 20. nóv-
ember 1922. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 30. júní
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Una Gunn-
laugsdóttir og Þor-
kell Jónsson bóndi.
Þau hófu búskap sinn á Mið-
grund, en fluttust síðar að Litla
Dal og þaðan að Miðsitju í
Blönduhlíð, þar sem Helga ólst
upp. Systkini Helgu voru 1.
Guðrún Þóra, f. 17.4. 1918, d.
1995, gift Halldóri Benedikts-
syni bónda á Fjalli í Skagafirði,
2. Lína, f. 27.4. 1920, d. 2011,
gift Rögnvaldi Árnasyni, 3.
Ingimar Jón, f. 7.2. 1930, d.
1996, giftur Ósk Óskarsdóttur.
Helga giftist Sigurði Sigfús-
syni frá Gröf á Höfðaströnd í
Skagafirði, f. 7.8. 1918, d. 1997,
byggingameistara og athafna-
manni á Sauðárkróki og síðar
fasteigna- og skipasala í
Reykjavík. Þau slitu samvistum.
HÍ. Sambýlismaður Sigurjón
Hávarsson, lögfræðingur. 4.
Alma, f. 1957, skjalastjóri, gift
Magnúsi Ægi Magnússyni
rekstrarhagfræðingi, börn
þeirra: a) Magnús Jón, meist-
aranemi í Bandaríkjunum. Sam-
býliskona Hjördís Ólafsdóttir,
meistaranemi í Bandaríkjunum,
b) Helga Rut, læknanemi í Ung-
verjalandi. Sambýlismaður
Maxim Halfin, læknanemi í
Ungverjalandi.
Helga stundaði nám við Hús-
mæðraskólann að Staðarfelli í
Dölum. Hún starfaði sem sím-
stöðvarstjóri í Varmahlíð áður
en hún giftist og síðan við fyr-
irtæki þeirra Sigurðar á Sauð-
árkróki þar til þau fluttu til
Reykjavíkur 1958. Helga lærði
snyrtifræði 1960 og var alla tíð
meðlimur í Félagi íslenskra
snyrtifræðinga þó hún starfaði
ekki við greinina. Lengst af
starfaði hún hjá Húsgagnahöll-
inni við Laugaveg í Reykjavík
og síðar hjá Búnaðarbanka Ís-
lands.
Útför Helgu fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag, 12. júlí
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Börn þeirra: 1.
Una, f. 1948, kenn-
ari, gift Ólafi Gísla-
syni, f. 1943, list-
fræðingi, börn
þeirra: a) Helga
mannfræðingur og
b) Gísli nemi við
HÍ. 2. Sigfús Jón, f.
1951, fagstjóri.
Kona hans er
Ragnheiður Sæ-
land Einarsdóttir,
f. 1952, skjalastjóri, börn
þeirra: a) Sigurður Daði lífefna-
fræðingur, giftur Sigurbjörgu
Jódísi flugfreyju, börn þeirra:
Helga María, Ragnheiður Ósk
og Inga Birna; b) Sólveig Helga,
BA í sálfræði og hjúkr-
unarfræðingur í Danmörku.
Sambýlismaður Stefán Hjalti
Garðarsson, meistaranemi í
Danmörku. 3. Zophanías Þor-
kell, f. 1955, tæknistjóri Kringl-
unnar, giftur Guðrúnu Ívars, f.
1955, deildarstjóra. Börn
þeirra: a) Svava tónmennta-
kennari, sambýlismaður Viðar
Ben Teitsson, rafvirki, börn
þeirra: Óliver Ben og Þorkell
Máni; b) Eva meistaranemi við
Þá er komið að kveðjustund.
Mín kæra tengdamóðir Helga
Þorkelsdóttir er látin eftir erfið
veikindi. Það er orðinn langur
tími, eða um 40 ár, síðan ég fór
að venja komur mínar á Háaleit-
isbrautina þegar við Zophanías
vorum að draga okkur saman,
enda var ég aðeins 16 ára. Tvö
eldri systkinin Una og Sigfús
voru farin að heiman og farin að
búa en Alma og Zophanías
bjuggu enn heima hjá móður
sinni. Helga hafði séð ein um að
ala upp sín fjögur börn. Hún
sýndi ótrúlegan dugnað, vann
mikið og var stundum í fleiri en
einni vinnu til að endar næðu
saman. Henni hafði tekist að
koma sér upp fallegu heimili þar
sem snyrtimennskan og reglu-
semin var í fyrirrúmi.
Á Háaleitisbrautinni kynntist
ég ýmsum norðlenskum siðum
sem voru mér framandi. Er mér
enn í fersku minni þegar ég sá
sviðalappir í eldhúsvaskinum
sem til stóð að sjóða og borða og
leist mér ekki vel á. Hjá Helgu
var alltaf búið til og steikt laufa-
brauð fyrir jólin og borðaðar
rjúpur. Mér líkaði mjög fljótlega
vel við laufabrauðið og rjúpurnar
og finnst í dag þetta ómissandi
jólasiður þó ég hafi ekki alist upp
við þetta. Hún hélt fast í allar
hefðir og siði og var mjög mynd-
arleg húsmóðir og elskaði að
halda veislur og fá fólk í mat eða
kaffi. Aldrei var hún glaðari en
þegar hún var með allan hópinn
sinn, börn, tengdabörn og barna-
börn í kringum sig. Hún fylgdist
líka mjög vel með systkinabörn-
um sínum og öðrum ættingjum
og bar önn fyrir öll sínu fólki.
Helga var mjög fær saumakona
og held ég að það hafi ekki verið
til sá hlutur sem hún gat ekki
saumað og höfum við öll notið
góðs af saumaskap hennar. Þeg-
ar ég eignaðist saumavél var hún
óþreytandi að hjálpa mér að
sauma og kenna mér réttu hand-
tökin. Hún var mikil fjölskyldu-
manneskja og hvatti alla áfram
því uppgjöf og leti var ekki til í
hennar orðabók. Helga var mjög
glöð með að öll barnabörnin átta
skyldu fara í háskólanám því það
hafði verið hennar draumur að
mennta sig meira en það voru
bara ekki tækifæri til þess þegar
hún var að alast upp.
Helga var mjög ákveðin kona
og hafði stífar skoðanir á hlut-
unum. Við vorum svo sem ekki
alltaf sammála, en það gerði ekk-
ert til því það er ekki alltaf nauð-
synlegt að vera sammála. Mestu
skiptir að ræða málin og virða
skoðanir annarra og reyndum
við að hafa það að leiðarljósi. Við
mátum hvor aðra mikils og meir
og meir eftir því sem árin liðu.
Dugnaðurinn og krafturinn í
þessari konu er aðdáunarverður.
Síðustu tvö árin hafa verið erfið
vegna veikinda en aldrei nokk-
urn tíma kvartaði hún.
Ég kveð mína kæru tengda-
móður með söknuði og þakka
henni fyrir öll árin okkar saman.
Mömmu, tengdamömmu og
ömmu verður sárt saknað hjá
okkur öllum í fjölskyldunni.
Blessuð sé minning Helgu Þor-
kelsdóttur.
Guðrún Ívars.
Í dag, fimmtudaginn 12. júlí,
fer fram útför tengdamóður
minnar, Helgu Þorkelsdóttur.
Mig langar að minnast hennar
með örfáum orðum en allt frá því
ég kynntist henni hef ég átt mikil
samskipti við hana. Tengda-
mamma var ekki aðeins tengda-
mamma heldur einnig mikill fé-
lagi og vinur. Þegar við hittumst
hafði hún oft meðferðis lista yfir
þau málefni sem hún vildi ræða
við mig um í það skiptið. Oft voru
það málefni fjármálageirans en
það er sá geiri sem ég þekki
einna best, en eins voru það hin-
ar ýmsu fréttir úr efnahagslífinu
sem og af vettvangi stjórnmál-
anna. Hún fylgdist einkar vel
með þjóðmálum, hafði sterkar
skoðanir og var víðlesin, enda las
hún ógrynni bóka á hverju ári.
Hún var spurul, í jákvæðum
skilningi þess orðs, því hún hafði
ósvikinn áhuga á högum og vel-
ferð sinna nánustu. Hún fylgdist
vel og vandlega með börnum sín-
um, tengdabörnum og barna-
börnum.
Tengdamamma var einstak-
lega félagslynd og hrókur alls
fagnaðar á mannamótum, enda
laus við alla feimni eða tilgerð.
Margoft fór hún með okkur fjöl-
skyldunni til útlanda og alltaf
voru þessar ferðir skemmtilegar
því ánægja hennar við að kanna
önnur lönd og menningu smitaði
frá sér til okkar sem með henni
vorum. Einnig ferðaðist hún með
okkur innanlands og yfirleitt var
það svo ef við dvöldumst í sum-
arhúsi var hún búin að kynnast
öllum nágrönnunum tveimur
dögum eftir að við komum í hús-
ið.
Eins og sést þegar lífshlaup
hennar er skoðað þá var það
stórt og mikið. Rauði þráðurinn í
gegnum það allt var sá að hún
gafst aldrei upp. Hélt sínu striki
þótt á móti blési og hvatti sitt
fólk áfram. Ef eitthvað gekk ekki
upp þá átti einfaldlega að reyna
aftur. Hún hélt hópnum saman
og fannst ekkert skemmtilegra
en þegar stórfjölskyldan hittist
yfir mat og drykk. Allra
skemmtilegast þótti henni að
vera í hlutverki gestgjafans.
Þegar alvarleg veikindi fóru
að gera vart við sig varð enda-
taflið tiltölulega stutt. En hún
var heppin, fékk pláss á hjúkr-
unarheimili þar sem fagfólk ann-
aðist hana síðustu mánuðina.
Fyrir kraftmikla konu voru veik-
indin mjög erfið. Trúlega var það
erfiðast fyrir hana að missa sjálf-
stæðið og verða allt í einu upp á
aðra komin. Tengdamamma
hafði lifað langa ævi, var 89 ára
þegar hún lést og hefði orðið 90
ára í nóvember næstkomandi.
Hún lætur eftir sig stóran hóp
afkomenda sem ég veit að koma
til með að sakna hennar. Það á
einnig við um mig því tengda-
mamma var ekki bara tengda-
mamma heldur einnig afskap-
lega traustur vinur.
Blessuð sé minning hennar.
Magnús Ægir Magnússon.
Elsku amma Helga. Nú hefur
þú kvatt þetta líf eftir langa og
viðburðaríka ævi. Það koma
margar minningar upp í huga
minn og þær eru hver annarri
ljúfari. Þú varst mjög mikilvæg
persóna á merkisdögum lífs míns
og samgladdist alltaf með mér.
Það var alltaf svo gaman að tala
við þig því þú varst svo áhuga-
söm og vel að þér um allt. Þú
hvattir mig alltaf áfram og varst
svo góð við mig. Þær eru ótelj-
andi gjafirnar sem þú gafst mér í
gegnum árin, núna síðast þegar
ég útskrifaðist gafstu mér mjög
fallegt hjúkrunarúr sem ég ber
alltaf í vinnunni. Þú varst ótrú-
lega lífseig og sterk kona alla tíð.
Þú lést ekkert buga þig og engan
stjórna þér. Þú varst alltaf í góðu
skapi og lífsglöð með eindæmum.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar við nöfnurnar ferð-
uðumst saman til Rimini á Ítalíu
fyrir sex árum. Það var fyrir til-
stuðlan Ölmu frænku að þessi
ferð varð að veruleika. Það var
mikið hlegið og skemmt sér á
stuttum tíma. Við kynntumst
hvor annarri betur í þessari ferð
og ég komst að því að við erum á
margan hátt líkar. Við erum báð-
ar mjög opinskáar og spontant
konur og ég man alltaf þegar við
lágum við sundlaugarbakkann í
hótelgarðinum og þú sagðir hátt
án þess að hugsa þig um: „Ætlar
maðurinn virkilega að stinga sér
enn einu sinni í laugina?“ Stuttu
síðar synti þessi ágæti maður til
okkar og svaraði þér glettnislega
á íslensku: „Ég er hættur núna“
og síðan yfirgaf hann hótelgarð-
inn. Við frænkurnar hlógum
mikið að þér, amma, og þú gast
ekki annað en hlegið með. Í dag
er skrítið og í senn ljúfsárt að
hugsa til þess að þetta varð þín
síðasta utanlandsferð í þessu lífi.
Ég er óendanlega þakklát og
ánægð yfir að hafa farið með þér
í hana.
Núna er liðið ár síðan við
Hjalti heimsóttum þig á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þar sem þú
varst í hvíldarinnlögn. Við kom-
um meðal annars til að segja þér
að við hygðumst flytja til Dan-
merkur um haustið. Þetta var
fallegur og sólríkur dagur og þú
sast úti þegar okkur bar óvænt
að garði. Við þrjú spjölluðum
saman um allt milli himins og
jarðar og það var mikið hlegið.
Ég mun varðveita minninguna
um þennan góða dag því þetta
var í síðasta skipti sem ég hitti
þig áður en þú veiktist.
Ég er virkilega stolt af því að
vera nafna þín. Takk fyrir allt
sem þú gafst mér. Þín verður
sárt saknað um ókomin ár elsku
amma mín. Ég bið Guð um að
vaka yfir þér og gæta þín um alla
eilífð.
Þín nafna,
Sólveig Helga.
Það er komið að kveðjustund,
elsku amma Helga. Við minn-
umst allra samverustundanna
með þakklæti og söknuði. Sum-
arbústaðaferðirnar vítt og breitt
um landið, spilamennskan, bóka-
lesturinn og ljúffengu veiting-
arnar sem þú framreiddir. Svo
ekki sé nú minnst á allar utan-
landsferðirnar sem við fórum
saman, fullar af spennu og æv-
intýrum. Í Disney World
skemmtir þú þér best allra. Svo
sátum við saman á skólabekk í
lýðháskóla í Danmörku. Já, þú
varst einstök amma.
Þegar ég hóf læknanám í
Ungverjalandi urðu samveru-
stundir okkar færri og söknuð-
urinn stærri. Þú varst ávallt í
huga mér og erfitt var að geta
ekki verið þér meira til aðstoðar
þegar heilsunni tók að hraka. En
þú fylgdist vel með okkur systk-
inunum úr fjarlægð. Nærvera
þín við útskrift Magnúsar og
Hjördísar úr Háskólanum gladdi
okkur mikið og þú hugsaðir oft
til þeirra í framhaldsnáminu í
Bandaríkjunum.
Þú varst einstaklega áhuga-
söm um framtíðaráform okkar
og lagðir ávallt ríkulega áherslu
á að við gengjum menntaveginn.
Fyrir það erum við þér ævinlega
þakklát. Þín jákvæða og upp-
byggjandi hvatning hefur fært
okkur mikið í lífinu. Að víkja
aldrei frá settum markmiðum,
gefast aldrei upp. Þú varst
hjartahlý og traust, með fágaða
og aðlaðandi framkomu svo eftir
var tekið.
Við þökkum Guði fyrir allt það
sem þú varst okkur og gafst okk-
ur í lífinu. Það var gott að eiga
þig sem ömmu. Við geymum
margar ljúfar minningar í hjarta
okkar.
Hvíl í friði, elsku amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Helga Rut og Magnús Jón.
Helga og Sigrún móðir mín
voru systradætur og miklar vin-
konur alla tíð. Mæður þeirra,
Ingibjörg og Una, voru þær einu
sem eftir lifðu af sjö systkinum.
Móðir þeirra, Nikólína, amma
Helgu, missti manninn sinn og
fimm af sjö börnum sínum úr
berklaveikinni sem hér geisaði á
árum áður. Hún hélt ótrauð
áfram sínum búskap þótt hvert
áfallið á fætur öðru dyndi á
henni, sönn hetja. Hún Helga
átti því ekki langt að sækja
kraftinn og dugnaðinn sem hún
bjó yfir og sem kom sér svo vel í
lífinu. Helgu hef ég þekkt náið
síðan ég man eftir mér. Sem
unglingur dvaldi ég um þriggja
vetra skeið á heimili hennar og
Sigurðar Sigfússonar eigin-
manns hennar, á meðan ég
stundaði nám við Gagnfræða-
skóla Sauðárkróks. Þau reynd-
ust mér sem aðrir foreldrar þessi
ár og fyrir það verð ég alltaf
þakklát. Sigurður var á þessum
tíma umsvifamikill athafnamað-
ur á Króknum, heimilið var gest-
kvæmt og erilsamt, börnin urðu
fjögur á þessum árum, svo að í
mörg horn var að líta. Öllu þessu
stýrði Helga, svo auðveldlega að
því er virtist, af festu og góðvild.
Þetta var skemmtilegt heimili og
allir alltaf velkomnir. Síðar flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur, og
nokkrum árum seinna lauk
hjónabandi Helgu og Sigurðar.
Helga varð ein með börnin sín
fjögur. Af miklum dugnaði,
krafti, elju og útsjónarsemi tókst
henni að reka áfram sitt heimili
og ala börnin sín upp, öll eru þau
mætir borgarar og hafa erft
ýmsa eðlisþætti móður sinnar.
Hún Helga var mikil fé-
lagsvera sem naut þess að vera
innan um fólk, taka þátt í sam-
ræðum, enda hafði hún fastmót-
aðar skoðanir á mönnum og mál-
efnum. Hún var glæsileg kona,
hafði fas og framkomu hefðar-
konu, kunni flestum öðrum betur
að halda veislur og taka vel á
móti gestum, en um leið að fara
vel með það sem úr var að spila.
Helga var mikill fagurkeri, átti
marga fallega hluti og heimilið
var glæsilegt og hlýlegt. Til
hennar var alltaf gott að koma.
Fyrir nokkrum árum fór
heilsan að bila. Það reyndist
henni erfitt þegar að því kom að
hún gat ekki lengur búið heima.
Svo er um marga. Vel hefur ver-
ið hugsað um hana, börnin henn-
ar gert allt sem hægt var til að
létta henni lífið.
Langri og farsælli ævi mætrar
konu er lokið. Ég kveð frænku
mína með virðingu og þakklæti
fyrir allt sem hún var mér og
mínu fólki í gegnum tíðina. Börn-
unum hennar elskulegu og fjöl-
skyldum þeirra færi ég samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Hluti af tilverunni breytist
þegar síðasta Miðsitjusystkinið
hefur kvatt. Helga móðursystir
mín fæddist og ólst upp í Blöndu-
hlíð í Skagafirði. Systkinin voru
fjögur. Móðir mín Lína lést fyrir
rúmlega ári en órjúfanleg kær-
leiksbönd tengdu þær systur
saman. Síðustu ár mömmu á elli-
heimilinu Hlíð á Akureyri talaði
hún oft um Ædu systur og hlýj-
aði sér við minningar æskuár-
anna með systur sinni sem henni
þótti svo vænt um.
Það var alltaf jafn mikil til-
hlökkun þegar Helga frænka
kom norður. Þá vissum við að
talað yrði og hlegið fram eftir
kvöldum. Helgu fylgdi ætíð
hressilegur blær. Hún hafði
áhuga á mönnum og málefnum
og sýndi okkur systkinabörnun-
um og afkomendum mikla rækt-
arsemi og væntumþykju. Helga
var hrókur alls fagnaðar á
mannamótum og naut þess að
vera innan um fólk. Hún var
ófeimin og glaðsinna og gat sagt
skoðun sína umbúðalaust og
þótti gaman að rökræða um mál-
efni líðandi stundar.
Helga var náttúrubarn og
elskaði sumarið og sólina, blómin
og berin á haustin. Hún ferðaðist
víða með börnum sínum bæði
innanlands og utan og fátt var
henni kærara. Helga var ákaf-
lega gestrisin. Háaleitisbrautin
var stundum eins og umferðar-
miðstöð. Við ættingjarnir að
norðan áttum alltaf vísan næt-
urstað hjá Helgu og börnum
hennar. Ófáar pönnukökurnar
voru borðaðar þar við skemmti-
legt spjall. Það þökkum við að
leiðarlokum.
Námsárin mín í Reykjavík
heimsótti ég Helgu oft á Háaleit-
isbrautina og Ölmu sem bjó
heima ennþá. Þar var alltaf gest-
kvæmt og mikið fjör. Góðar
minningar eru frá þessum tíma.
Helga á sloppnum með renni-
lásnum að sauma við eldhúsborð-
ið. Öllu var ýtt til hliðar og gest-
um fagnað innilega. Svoleiðis
hafa hennar móttökur verið alla
tíð og alltaf gaman að koma til
hennar.
Þegar Huldar sonur minn
fæddist sýndi hún honum ást og
kærleika og saumaði handa hon-
um yndislegt vöggusett.
Helga dvaldi hjá mér í nokkra
daga í Vestmannaeyjum fyrir 18
árum. Hún kom í giftingarveislu
Unu Þóru bróðurdóttur sinnar.
Þar naut hún sín glæsileg að
vanda innan um allt fólkið. Við
sigldum kringum Eyjarnar og
Helgu fannst það algjört ævin-
týri. Þetta voru frábærir dagar
og við nutum þess að vera sam-
an.
Eftir að ég flutti aftur til
Reykjavíkur 1999 höfum við
Helga alltaf hist reglulega og við
öll hátíðleg tækifæri í fjölskyld-
unum. Helgu verður sárt saknað
í afmælisveislum fjölskyldunnar
sem hún var svo dugleg að sinna.
Síðasta ár hefur verið Helgu
erfitt sökum veikinda. Hún var
þó heima á síðasta afmælisdegi
sínum í nóvember þá 89 ára.
Börnin hennar héldu henni ynd-
islega veislu þar sem ég og Stella
vinkona vorum eins og venju-
lega. Ég minnist þessa dags með
gleði þar sem Helga naut sín, svo
falleg í nýju blússunni frá börn-
unum sínum sem hún var svo
stolt af. Þannig man ég hana.
Stolta og glaða með stóran faðm.
Una Sigurlína.
Helga Þorkelsdóttir
✝
Minn ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
Hrafnkell Ásgeirsson,
hrl.,
lést á Landakoti 10. júlí.
Oddný M. Ragnarsdóttir og fjölskylda.
✝
Faðir okkar og tengdafaðir, afi, mágur og frændi,
HELGI JÓNSSON
þýðandi og ritstjóri,
lést í Kaupmannahöfn föstudaginn 6. júlí.
Útförin fer fram í dag, fimmtudaginn 12. júlí, frá Hellerup Kirke
í Kaupmannahöfn.
Björn Jonsson og fjölskylda,
Jórunn Jonsson og fjölskylda,
Birgitta Jonsson og fjölskylda,
Jón Nordal, Hjálmur, Ólöf og Sigurður Nordal,
Þórunn, Jón, Grímur, Þórhildur og Finnur Björnsbörn.