Morgunblaðið - 12.07.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.07.2012, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 ✝ ÞorsteinnKristjánsson fæddist á Seljavegi 23, Reykjavík, hinn 23. júní 1936. Hann lést 3. júlí sl. Foreldrar hans voru Kristín Bjarnadóttir hús- móðir, fædd á Grund í Skorradal 8. mars 1902, d. 24. september 1969 og Kristján Þorsteinsson bifreiðastjóri frá Miðfossum í Andakíl, f. 1. nóvember 1899, d. 9. ágúst 1993. Bræður Þor- steins; Bjarni, f. 1. apríl 1932, d. júní 1999 og Pétur, f. 29. desember 1944. Hinn 1. desember 1971 kvæntist Þorsteinn Valdísi B. Bjarnadóttur, f. 1937. For- eldrar hennar voru Sigrún Stefánsdóttir frá Fossi í Þorsteinn ólst upp í Vest- urbænum í Reykjavík. Hans fyrsta skólaganga var í Kaþ- ólska skólanum, þar lærði hann smíði hjá systur Klem- entínu, góðri nunnu. Þaðan fór hann í gagnfræðaskóla og síðar Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í húsgagnasmíði og síðar meist- araréttindum í faginu, meist- ari hans var Guðmundur Grímsson á Laugavegi 100. Hann starfaði töluvert á eigin vegum við smíðar en einnig hjá Jóni Sólmundarsyni og JP innréttingum. Einnig vann hann um tíma hjá Jarðbor- unum ríkisins. Lengst af, eða í rúmlega 25 ár, vann hann hjá varnarliðinu á Miðnesheiði þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Þorsteinn var einlægur KR- ingur, einu sinni KR-ingur – alltaf KR-ingur. Hann æfði og spilaði knattspyrnu frá unga aldri og varð Íslandsmeistari með meistaraflokki 1959. Útför Þorsteins fer fram frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 12. júlí 2012, kl. 15. Grímsnesi, f. 23. desember 1904, d. 14. janúar 1937, og Bjarni Óskar Guðjónsson, fædd- ur á Grettisgötu 48b hinn 25. febr- úar 1908, d. 30. september 1989. Börn þeirra eru: a. Kristján Sig- urður, f. 6. októ- ber 1967, maki Astrid Sörensen. Börn þeirra eru Þorsteinn Atli, Siggeir Karl, Sigríður Kristín, Jó- hanna Þórný og og Brynjar Þór. b. Arna Guðrún, f. 6. maí 1973, maki Guðni Hrafn Grét- arsson. Börn þeirra eru Grét- ar Hrafn, Arnar Hrafn og Hrafntinna. c. Bjarni Óskar, f. 31. ágúst 1976. Dætur hans og Hildar Árnadóttur eru Valdís Bríet og Melkorka. Ég ætla með nokkrum orð- um að minnast tengdaföður míns, Þorsteins Kristjánssonar eða Steina klaka eins og hann var oft kallaður. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var ungur strákur að alast upp í yngri flokkum og meistarflokki KR. Við strákarnir bárum mikla virðingu fyrir þessum eldri mönnum sem voru í kringum KR á þessum tíma. Steini var einn af þessum mönnum. Hann var Íslands- meistari með hinu sigursæla liði KR 1959 með fullt hús stiga sem verður seint jafnað úr þessu enda erum við KR-ingar stoltir og jafnvel montnir og höfum alveg efni á því. Árið 1996 féll gullfalleg stúlka fyrir mér og ég ekki síð- ur fyrir henni. Þetta var þá dóttir hans Steina klaka og Völu konu hans. Þessi kynni leiddu til hjónabands og þriggja barna. Gat ég ekki ver- ið heppnari með tengdaforeldra „né þau með tengdason“. Frá fyrstu tíð ríkti með okkur ein- læg vinátta og kærleikur. Árið 1934 byggði Kristján faðir Steina hús á Seljavegi 23 þar sem hann bjó með fjöl- skyldu sinni og frá upphafi hef- ur húsið verið fjölskylduhús, núna síðustu árin Vala og Steini á annarri og þriðju hæð en við Arna á þeirri fyrstu. Steini var alltaf boðinn og bú- inn að rétta okkur hjálparhönd ef eitthvað þurfti að smíða eða lagfæra. Þegar við fluttum á fyrstu hæðina var hann allt í öllu við lagfæringar og breyt- ingar sem gera þurfti en hann var flinkur smiður og góður. Steini var mikill húmoristi og áttum við margar góðar stundir þar sem sagðar voru sögur og mikið hlegið enda var ekki um neitt kynslóðabil að ræða í okkar samskiptum. Allt- af var mikill samgangur á milli hæða sem aldrei féll skuggi á. Börnin okkar áttu margar ferð- irnar upp til afa og ömmu og stundum þegar ekki var í boði að fá gos niðri hjá mömmu þá var gott að leita til afa uppi sem bjargaði málunum. Að lokum vil ég þakka Steina samfylgdina og alla hans ljúf- mennsku og munum við passa upp á Völu fyrir hann. Það sem við áttum sameiginlegt var: skemmtilegir, vel giftir og góða vini. Hvíl í friði, kæri vinur. Guðni Hrafn Grétarsson. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Minningarnar hrannast upp í hugann. Við systurnar ungar með börn og eiginmenn, jólaboðin hjá mömmu og pabba, góðar stundir saman. En árin eru lið- in og við orðnar miðaldra og börnin flogin burt. En nú er einn horfinn úr hópnum okkar, hann Steini hennar Völu er fall- inn frá eftir löng veikindi. Þeg- ar horft er til baka kemur ósjálfrátt efst í hugann Steini, KR og sumarbústaðaferðir. Sumarbústaðaferðir í Skorra- dal. Litla húsið sem stóð í brekkunni var eins og ævintýri fyrir börnin okkar. Á kvöldin sátum við á veröndinni og við blasti spegilslétt vatnið, trjá- gróðurinn allt í kring og Skessuhornið í fjarlægð, feg- urðin alltumlykjandi, ótrúleg. Litli lækurinn sem hjalaði við bakkana og hylurinn góði, þangað sóttum við lífsvatnið og stundum glaðning í bollabrot sem Steini hafði komið þar fyr- ir, aðeins til að lyfta upp sál- inni. Þá varð smá dombiló eins og pabbi orðaði það, skrafað mikið hlegið og kannski tekið smá spor og börnin léku sér á grundinni með boltann að sjálf- sögðu. Plássið var svo sem ekki mikið en alltaf nóg fyrir alla sem komu enda hjónin á bæn- um með endemum gestrisin. Mikið þótti honum Steina vænt um þennan stað. Steini var Vesturbæingur, uppalinn á Seljavegi 23 og auð- vitað var hann KR-ingur eins og flestallir í fjölskyldunni, börn og barnabörn, og spilaði hann með félaginu frá unga aldri. Hann var traustur og heið- arlegur maður og hvers manns hugljúfi, það fór ekki mikið fyr- ir honum Steina en hann naut þess að vera í góðum hóp vina sinna enda eiga þau hjón stór- an hóp vina og kunningja. Vala og Steini voru dugleg að ferðast á meðan heilsa hans leyfði innanlands og utan og varð þeim einkar tíðrætt um Færeyjaferð sem þau fóru með systur og mági Völu, var sú ferð einstaklega vel heppnuð og þeim ógleymanleg. Fyrir nokk- uð mörgum árum veiktist Steini af parkinsonsveikinni og hægt og bítandi fór heilsu hans að hraka og var Vala hans stoð og stytta þar til yfir lauk. Nú er komið að leiðarlokum og þökkum við Steina vini okk- ar fyrir samfylgdina. Elsku Vala Kristján, Arna, Bjarni og fjölskyldur. Innilegar samúðar- kveðjur. Minningin er ljós í lífi okkar. Stefanía, Ólafía, Sigrún og fjölskyldur. Vestur í félagsheimili KR við Meistaravelli prýðir veggina mynd af Íslandsmeisturum KR í knattspyrnu árið 1959. Í aftari röð, annar til vinstri við hlið Óla B. Jónssonar þjálf- ara, stendur ungur hávaxinn leikmaður, Þorsteinn Kristjánsson. Öðru nafni Steini klaki. Myndin var tekin þegar bik- arinn og sigurinn var í höfn með fullu húsi stiga. Það afrek hefur ekki verið slegið og verð- ur raunar aldrei hægt að gera betur. Steini var ekki fastamaður í þessu liði en svo sannarlega í hópnum að verðleikum. Hár í loftinu, flinkur með knöttinn, las leikinn af öryggi, sparkviss og góður skallamað- ur. Steini hefði verið fastamaður í hvaða liði sem er, en hann kaus að standa með sínum fé- lögum og sínu liði, einlægur og staðfastur KR-ingur frá vöggu til grafar. Nú er þessi góði félagi okkar látinn eftir erfiða sjúkragöngu undanfarin ár. Við, félagar hans frá þessum æskuárum og raunar allt til hins síðasta, viljum heiðra minningu hans og þakka langa og skemmtilega samfylgd um árabil. Steini var borinn og barn- fæddur Vesturbæingur, ólst upp og bjó alla sína tíð á Selja- vegi 23. Vakti snemma athygli sem framúrskarandi fótboltamaður á gamla Framnesvellinum, lék með öllum yngri flokkum KR, þegar aldur leyfði og enda þótt hann hafi ekki átt langan feril með meistaraflokki, var hann ómissandi félagi í þeim hópi, sem skóp gullaldarlið KR á þessum árum. Steini var hrókur alls fagn- aðar og kannski límið í þeim nána félagsskap sem myndaðist á þessum árum og hlaut við- urnefnið Steini klaki fyrir áræðni og skjótræði, þegar ákvarðanir voru teknar. Til eru margar óborganlegar sögur af bíræfni hans og hug- myndaflugi frá þessum árum, minningar sem við félagar hans eigum og geymum, svo lengi sem lífið endist. Hann var ekki aðeins óborg- anlegur á gleðistundum, heldur var hann einlægur, blíðlyndur og jákvæður í blíðu sem stríðu. Steini nam húsgagnasmíði og starfaði við iðn sína allan sinn starfsaldur, lengst af sem meistari. Síðustu æviárin voru honum erfið vegna veikinda, en hann reyndi af fremsta megni að fylgjast með KR til hinstu stundar og fátt gladdi hann meir en góðar fréttir af gengi meistaraflokks KR. Og það gladdi hann ekki síst, þegar sonur hans, Bjarni, varð Ís- lands- og bikarmeistari með KR árið 1999. Þá var okkar maður stoltur. Þorsteinn Kristjánsson er genginn. Hann skilur eftir sig myndir og minningar um góðan dreng og einlæga, heiðarlega persónu. Við félagar hans, úr meistaraflokki KR árið 1959, hörmum fráfall hans en þökk- um honum samferðina, tryggð- ina og félagsskapinn. Takk, Steini, fyrir allt. Við sendum Völu og fjölskyldunni allri okkar einlægustu samúð- arkveðjur Vinir og félagar Steina í meistara- flokki KR árið 1959. Ellert B. Schram og Bjarni Felixson. Dáinn er Þorsteinn Krist- jánsson, Steini „Klaki“, KR- ingur og Vesturbæingur eftir löng veikindi. Steina kynntist ég í okkar félagi KR. Hann var aðeins eldri en ég og hafði meiri reynslu eins og hann sagði. Ég hændist að honum og tókust með okkur góð kynni. Steini var góður knatt- spyrnumaður og spilaði í gegn- um alla flokka félagsins upp í meistaraflokk. Þar spilaði hann við góðan orðstír og var í hinu sigursæla liði KR 1959 sem sigraði Íslandsmótið með fullu húsi stiga. Eftir að keppnisferli hans lauk fór hann að vinna ýmis sjálfboðaliðastörf fyrir KR. Sá hann meðal annars um sölu getraunaseðla í mörg ár. Skil- aði sú sala knattspyrnudeild- inni miklum peningum sem komu sér vel í starfi deildar- innar. Hlaut Steini gullmerki félagsins fyrir störf sín og keppni. Þegar píludeild KR var stofnuð varð hann mjög virkur þar, enda snjall í pílukasti. Fór deildin margar keppnisferðir innanlands sem utan við mikla sigursæld. Þegar sigrum var fagnað var þessi skemmtilegi félagi alltaf jafn orðheppinn og kætti alla með góðri nærveru og einstökum húmor. Nú er þessi góði vinur okkar hjónanna með KR-ingum ann- ars staðar. Viljum við senda Völu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og þakka fyrir góðar stundir í sumarhúsi þeirra á árum áður sem og annars staðar. Kristinn og Björk. Nú er vinur minn Þorsteinn Kristjánsson, Steini klaki, fall- inn frá eftir langvarandi og erfið veikindi. Hans verður sárt saknað í röðum okkar KR- inga. Steini ólst upp í Vesturbæn- um og var fremstur í flokki jafnaldra sinna í fótbolta á Framnesvellinum, en þar var leikið daglega frá morgni til kvölds. Steini var úrvals knatt- spyrnumaður. Leikinn, fljótur, skotfastur og jafnvígur á hægri og vinstri. Hann var mikill keppnismaður, en alltaf sann- gjarn og heiðarlegur gagnvart andstæðingum sínum og þeim yngri. Leiðir okkar Steina lágu þó ekki bara saman á Framnes- vellinum, heldur við æfingar og keppni hjá KR. Við lékum fyrst saman í 4. flokki fyrir hartnær 65 árum og síðan í gegnum alla aldursflokka félagsins. Við unnum ekki til margra verð- launa í yngri flokkum KR, en úr því rættist heldur betur þegar við komumst í meistara- flokk og urðum þar Íslands-, Reykjavíkur- og bikarmeistar- ar. Þar á meðal var einstaklega glæsilegur sigur í Íslands- mótinu 1959. Þá var í fyrsta skipti leikin tvöföld umferð, þ.e. bæði heima og heiman. KR sigraði með miklum yfirburð- um. Vann alla leikina, bæði heima og að heiman og setti þar með met sem ekki hefur verið jafnað. Steini var einn af máttarstólpum þess góða liðs. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg og nána vináttu í áratugi. Fót- boltaæfingar og keppni, ung- lingavinnan, fyrsta utanlands- ferðin, að sjálfsögðu til að keppa í fótbolta með KR, fleiri keppnisferðirnar og svo fjöl- margar ferðir með Píluvinum KR. Steini var vandaður maður, traustur og sannur vinur vina sinna. Hann hélt sínu striki og hvikaði hvergi. Hann hélt með KR og Sjálfstæðisflokknum. Það brást ekki. Hann var glað- ur á góðri stundu og átti létt með að vekja hlátur og gleði með skondnum og markvissum athugasemdum og ábending- um. Steini var sannarlega lukk- unnar pamfíll, þegar hann gekk að eiga hana Völu sína, sem alla tíð var hans stoð og stytta og reyndist honum ein- staklega vel í hans veikindum. Þau voru mjög samrýmd og áttu saman ást og vináttu. Eignuðust 3 góð börn og fullt hús af barnabörnum og allir í fjölskyldunni eru á meðal ötul- ustu og einlægustu stuðnings- manna KR. Við hjónin sendum Völu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Sveinn Jónsson. Þorsteinn Kristjánsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVALD ÓLAF ANDERSEN (INGI ANDERSEN) frá Siglufirði, Dvalarheimilinu Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, andaðist laugardaginn 30. júní á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Útför verður frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 14. júlí. Kristinn Ævar Andersen, Aldís Atladóttir, Sigurveig Margrét Andersen, Óli Ágúst Ólafsson, Ólafur S. B. Andersen, Svala Dögg Þorláksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulega HRÖNN KARÓLÍNA JOHNSON, Sunnuflöt 32, Garðabæ, lést föstudaginn 29. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas og krabbameinsdeildar 11E, Landspítala. Daníel Pétursson, Elísabet Daníelsdóttir, Hallgrímur Sch. Kristinsson, Oddur Daníelsson, Áslaug Kristinsdóttir, María Sigríður Daníelsdóttir, Sigurður Jónsson, Pétur Daníelsson, Sigrún Ósk Ólafsdóttir, Þóra Hrönn Daníelsdóttir, Patrik Ahmed, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, faðir, mágur og frændi, VILHELM ÖRN OTTESEN, Efstahjalla 13, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu laugardaginn 14. júlí kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Frú Ragnheiði - skaðaminnkun, verkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, reikn.nr.: 0526-26-5320, kt.: 530269- 1839, skýring: v/Vilhelms. Ásta Ottesen, Páll H. Jónsson, Gunnlaug Ottesen, Friðrik Diego, Þórhallur Ottesen, Elín Margrét Jóhannsdóttir, Kristín Ottesen, Sigmundur Ásgeirsson, Jón Ívar Vilhelmsson, Ellert Heiðar Vilhelmsson og frændsystkini. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NARFI SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, bóndi í Hoftúnum, Staðarsveit, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 7. júlí, verður jarðsunginn að Staðastað í Staðarsveit föstudaginn 13. júlí kl. 14.00. Jófríður Kristjana Sigurðardóttir, Ingólfur Narfason, Halla Steinsson, Helga Steina Narfadóttir, Gísli Guðmundsson, Kristján Narfason, Sigurður Narfason, Laila Bertelsdóttir, Veronika Narfadóttir, Bjarni Stefánsson, Snæbjörn Viðar Narfason, Þórunn Hilma Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.