Morgunblaðið - 12.07.2012, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.07.2012, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 ✝ Margrét ÓlöfÞorbergsdóttir fæddist á Álftanesi í Bessastaðahreppi 22. september 1930. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 1. júlí síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Ingibjargar Hann- esdóttur, f. 26.12. 1891, d. 7.6. 1958, og Þorbergs Guðmunds- sonar, f. 17.6. 1886, d. 23.6. 1952. Ólöf var yngst systkina sinna og eru þau öll látin. Al- systkini hennar voru Hannes, f. 5.11. 1919, d. 15.10. 2003, Elín, f. 11.12. 1921, d. 14.8. 1995, Berg- þóra, f. 7.2. 1924, d. 28.8. 1989 og Gunnar, f. 23.4. 1925, d. 27.8. 2011. Hálfbróðir samfeðra var Númi, f. 4.9. 1911, d. 19.12. 1999. Hinn 25. desember 1950 gift- ist Ólöf Karli Bergþóri Valdi- marssyni, f. 24.9. 1928, d. 8.11. 2004. Foreldrar hans voru Arn- þrúður Símonardóttir, f. 10.5. 1893, d. 31.1. 1974 og Valdimar Guðlaugsson, f. 25.12. 1891, d. 11.7. 1977. Þau bjuggu fyrst á Helluvaði í Rangárvallasýslu til ársins 1961 er þau fluttu í Kópa- inn), Dagný Birta Dan og Brynj- ar Logi BaoFu. 8) Eva Björk, f. 4.4. 1967, maður hennar er Al- freð Örn Lilliendahl, f. 27.6. 1967. Synir þeirra eru Sindri Snær og Aron Máni. Sonur Evu er Högni Kristinsson (látinn). Auk þess fæddust þeim Ólöfu og Karli tvö andvana börn. Fyrstu 6 árin ólst Ólöf upp á Álftanesi, bjó þá eitt ár í Hraun- gerðisheppi í Flóa og síðan flutti hún á Eyrarbakka. Hún lauk barnaskólaprófi frá barnaskól- anum á Eyrarbakka og prófi frá Húsmæðraskólanum í Reykja- vík. Árið 1950 fluttist hún með manni sínum að Helluvaði á Rangárvöllum og bjó þar til árs- ins 1961 þegar þau hjón brugðu búi og fluttu í Kópavoginn. Ólöf helgaði sig uppeldi barna þeirra hjóna. Þegar börnin uxu úr grasi starfaði hún við heim- ilishjálp og ræstingar en síðast vann hún sem matráður í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún var virkur félagi í Kven- félagi Kópavogs og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var m.a. gjaldkeri í stjórn félagsins. Þá var hún gjaldkeri í stjórn orlofsnefndar Húsmæðra í Kópavogi í fjölda ára. Ólöf söng og spilaði á gítar, söng með vinkonum sínum í Ömmukórnum og í Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi. Útför Ólafar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, fimmtu- daginn 12. júlí 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. vog. Börn Ólafar og Karls eru: 1) Þor- bergur, f. 23.6. 1951, kona hans er Jónína A. Sanders, f. 23.12. 1955. Synir Þorbergs eru Magnús Þór og Karl Ágúst. Sonur Jónínu er Albert Haukur. 2) Valdi- mar, f. 25.12. 1952, d. 24.9. 1954. 3) Valdimar Örn, f. 26.12. 1953, kona hans er Guðrún Valdís Guðmundsdóttir, f. 28.8. 1955. Börn þeirra eru Snorri, Hildur og Hrönn. 4) Hafsteinn, f. 6.10. 1956, kona hans er Ebba Páls- dóttir, f. 9.12. 1958. Börn þeirra eru Atli Páll, Steinunn, Bryn- hildur og Hjalti Karl. 5) Sigríður Ingibjörg, f. 17.5. 1958. Sam- býlismaður hennar er Ólafur Helgason, f. 27.4. 1957. Börn þeirra eru Berglind Ólöf, Gunn- fríður, Elfar Már og Styrmir Már. 6) Gunnar, f. 28.4. 1959, kona hans er Ólöf Nordal, f. 1.9. 1961. Synir þeirra eru Bergur og Hjalti. Dóttir Gunnars er Hulda. 7) Arnþrúður, f. 22.4. 1965, maður hennar er Ólafur Kolbeinsson, f. 1.1. 1964. Börn þeirra eru Fannar Bjarki (lát- Elsku mamma. Þú kenndir mér svo margt sem hefur skipt mig miklu máli í líf- inu. Þú hefur ætíð verið mín helsta fyrirmynd í hverju sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hjartahlýja, lífsgleði, glaðlyndi og hláturmildi er það sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Mesta stolt þitt í lífinu var ávallt stóri barnahópurinn þinn og þú taldir helsta afrek þitt að hafa komið þeim 7 til manns. Þegar barnabörnin og síðar barnabarnabörnin bættust í hóp- inn var gleði þín yfir hverri barnsfæðingu í fjölskyldunni fölskvalaus. Þú fylgdist með hverju og einu barni af áhuga og umhyggju. Eftir að við systkinin uxum úr grasi og flugum úr hreiðrinu eitt af öðru var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Þú hafðir nóg að gera og áhugamálin voru ófá. Þú varst annaðhvort að fara að syngja, á leið í ferðalag með or- lofskonum, á kvenfélagsfund eða að undirbúa veislu fyrir fjölskyld- una. Þess á milli varstu ýmist með gítarinn í höndunum eða margvíslega handavinnu, prjóna- skap, útsaum og föndur og eftir þig liggja margir fallegir munir. Söngurinn var þitt líf og yndi. Ung lærðir þú að spila á orgel og gítar og þú hafðir fallega söng- rödd. Ef þú söngst með öðrum söngstu sjaldnast lagið því þú varst einkar lagin við að semja og syngja „millirödd“ við hvaða lag sem var. Söngurinn var okkar sameiginlega áhugamál og við áttum það til að bresta í tvíradd- aðan söng með litlum fyrirvara á, það voru yndislegar gleðistundir. Þú elskaðir að ferðast um landið. Ég man svo vel þegar við litlu systurnar tvær fórum með ykkur pabba í útilegur; í Skafta- fell, Húsafell, á Þingvelli og fleiri staði. Þá skipti útilegubúnaður- inn ekki eins miklu máli og hann gerir í dag, gamalt tjald og Cort- ina sem komin var vel til ára sinna dugðu okkur í þessar ferðir og það var fátt sem bragðaðist eins vel eins og saxbautinn sem eldaður var á litlum prímus og smurbrauðið sem geymt var í gamalli Macintosh-dós. Þú fórst líka ótal ferðir um landið með vin- konum þínum í Orlofsnefnd hús- mæðra og varst skipuleggjandi slíkra ferða í mörg ár. Þú kærðir þig ekki um utanlandsferðir, sagðir að Ísland væri fallegasta land í heimi og varst sannfærð um að hér væri best að búa. Þú lést þér nægja að ferðast með okkur systkinunum í huganum þegar við fórum til útlanda og baðst okkur bara um að færa þér dúkku í þjóðbúningi þess lands sem við fórum til og Macintosh- konfekt úr Fríhöfninni. Afrakst- urinn er veglegt þjóðbúninga- dúkkusafn sem ég mun varðveita fyrir þig um ókomin ár. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þig en þrátt fyrir nokkur stór áföll í lífinu var lífs- gleði þín sönn og smitandi. Fyrir nokkru rakst ég á lítinn minja- grip hjá þér en á honum stendur: „Horfðu í sólina, þá sérðu ekki skuggann.“ Einmitt þessi orð lýsa svo vel lífsviðhorfum þínum og lífsgildum. Elsku mamma, nú hefur þú fengið hvíldina eftir erfið veik- indi. Ég er þér svo óendanlega þakklát fyrir allar ljúfu og góðu samverustundirnar, fallegri og betri mömmu hefur enginn átt. Guð gefi þér góða nótt og megir þú sofa rótt Arnþrúður. Margrét Ólöf tengdamóðir mín eða Olla eins og við kölluðum hana lést sunnudaginn 1. júlí sl. Kynni okkar hófust fyrir tæplega 14 árum. Vil ég þakka henni fyrir hversu vel hún tók mér strax frá fyrsta degi. Á þessum árum bjuggu hún og Kalli í Hófgerðinu og var oft setið og hlegið við dúk- að borð í eldhúsinu. Olla sagði mjög skemmtilega frá mönnum og málefnum og yfirleitt gerði hún grín að öllu saman en þó mest að sjálfri sér. Kalli sagði ekki mikið en brosti kankvíslega og lagði síðan eitt og annað til málanna. Olla og Kalli fluttu á upphafs- árum sínum saman að Helluvaði á Rangárvöllum. Jörðina keyptu þau ásamt Ingva bróður Kalla og konu hans Soffíu. Reistu þeir bræður saman bú á þessum fal- lega stað þar sem þau bjuggu næstu 10 árin. Þessi ár voru þeim Ollu og Kalla oft erfið. Áður en þau fluttu austur eða um það bil sem Olla var átján ára gömul eignuðust þau andvana barn. Ár- ið sem þau fluttu að Helluvaði fæddist þeim sonur, en í sveitinni áttu þau síðan eftir að eignast sex börn til viðbótar. Eitt af þessum börnum misstu þau á öðru ald- ursári og í kjölfar þess áfalls fæddist þeim andvana barn þeg- ar langt var liðið á meðgöngu. Ár- ið 1961 fluttu þau með börnin í Kópavoginn og þar fæddust tvær tápmiklar stúlkur. Börnin sem komust á legg voru því sjö tals- ins. Olla var mjög stolt af börnun- um sínum og naut sín best þegar allur skarinn var samankominn, hvort sem það voru hátíðisdagar, afmæli eða bara venjulegir dag- ar. Lengi vel átti hún það til að taka upp gítarinn og syngja fyrir barnabörnin gömul og góð ís- lensk lög. Olla lét ekki þar við sitja, heldur spilaði hún og söng af hjartans list í ferðum með Or- lofsnefnd húsmæðra í Kópavogi þar sem hún fór fremst í flokki meðal jafningja. Olla starfaði í Kvenfélaginu í Kópavogi í mörg ár og í þeim góða félagsskap naut hún sín vel enda félagslynd með afbrigðum. Olla söng í kór og hún stofnaði Ömmukórinn með nokkrum vinkonum sínum. Af- rekuðu þær stöllur að syngja inn á geisladisk og fannst Ollu það mikil vitleysa þegar við spurðum hvort við gætum fengið disk til að eiga. Hún var samt sem áður stolt þegar hún rétti okkur disk- inn með mynd af Ömmunum sem geymdur er sem dýrgripur og góð minning um þessa skemmti- legu konu. Við þung áföll sem Olla varð fyrir á ævinni hefur örugglega oft verið erfitt að halda áfram og horfa fram á veginn. Þegar litið er til baka yfir ævi tengdamóður minnar er engu líkara en að hún hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja veg gleði og hláturs í stað sorgar og gráts þó að þessar andstæður séu samtvinnaðar og önnur líklega ekki til án hinnar. Við fjölskyldan kveðjum góða konu sem alltaf gaf mikið af sér og mun ætíð skipa stóran sess í hjarta okkar. Jónína A. Sanders. Elsku Olla. Það er mér minnisstætt hve vel þú tókst á móti mér þegar ég kynntist dóttur þinni fyrir 28 ár- um. Ég var feiminn og ekki vanur svona stórri fjölskyldu en þú tókst mér eins og ég væri einn af sonum þínum. Það var alltaf gott að koma til tengdó, hún átti alltaf heitt kaffi á könnunni og töfraði fram ljúfar veitingar með lítilli fyrirhöfn. Sérstaklega var ég hrifinn af veislunum þínum, en þar urðu litlar afmælisveislur á við góðar fermingarveislur, veisluborðið hreinlega svignaði undan kræs- ingunum og allt var þetta jafn gott og það leit út fyrir að vera. Það skipti þig engu hvort fleiri mættu í mat eða kaffi til þín en þú áttir von á, það var alltaf nóg til í eldhúsinu þínu. Það var stutt í hláturinn þinn, fallega brosið þitt og glettið augnaráðið og þú virtist aldrei þreytast á endalausum fíflagang- inum í mér, alltaf varstu hlý og notaleg við mig. Saman héldum við uppi stuðinu í ógleymanlegu jólaboðunum þínum á jóladag, þú spilaðir á gítarinn, Alfreð á bass- ann og ég trommaði og svo sung- um við saman jólalögin af hjart- ans lyst á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir litlir sem stórir þrömmuðu í kringum jóla- tréð léttir í spori. Já við „nöfn- arnir“ eins og við kölluðum okk- ur, áttum svo sannarlega vel saman. Á sjötugsafmælinu þínu mætt- um við hjónin með hljómsveit og sönggrúppu og fluttum nokkur af uppáhaldslögunum þínum þar á meðal Bjartar vonir vakna og Rósina. Fyrir einstaka konu eins og þig dugði ekkert minna en al- mennilegt stuð á svona merkis- degi. Þetta er mér mjög svo eft- irminnilegur dagur. Það var mér sönn ánægja og heiður að fá að vinna ýmis verk fyrir þig, mála eða slá blettinn eða hvað annað sem þurfti að gera. Þú varst ævinlega svo þakklát og ánægjan skein úr and- litinu og að launum fékk ég svo hlýtt og gott faðmlag frá þér og eitthvað gott með kaffinu á eftir. Elsku Olla, minningin um ynd- islega tengdamóður lifir í hjarta mínu um ókomin ár. Ég treysti því að þú hressir vel upp á engla- kórinn í himnaríki með nýjum hljómi og hressum takti. Guð geymi þig. Ólafur Kolbeinsson. Margrét Ólöf Þorbergsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN SNÆLAND HALLDÓRSSON bifvélavirkjameistari, Lautasmára 1, sem lést miðvikudaginn 4. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 13. júlí kl. 13.00. Elín Kristinsdóttir, Anna Kristín Hreinsdóttir, Sigurður H. Hauksson, Halldóra Hreinsdóttir, Jón Reynir Sigurvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Erum innilega þakklát öllum sem sýndu samúð og hlýhug þegar hjartkær móðir okkar, ESTER JÚLÍUSSON, lést föstudaginn 29. júní síðastliðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólksins sem annaðist hana á Grund. Ragnheiður Friðjónsdóttir, Guðrún Friðjónsdóttir, Júlíus Lennart Friðjónsson, Hjördís Hildigunnur Friðjónsdóttir, og fjölskyldur. ✝ Rannveig Ár-mannsdóttir fæddist á Myrká í Hörgárdal 22. júlí 1925. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 23. júní 2012. Foreldrar Rann- veigar voru hjónin Ármann Hansson, f. 1888, d. 1986, og Þóra Júníusdóttir, f. 1902, d. 1981, ábúendur að Myrká. Systkini Rannveigar eru Árdís, látin, Álfheiður, Guð- ríður, Bryndís, látin, Þórólfur, Sigrún, látin, Þórunn og Bryn- dís Rósfríður. Uppeldissystir og frænka er Unnur Herberts- dóttir. Rannveig giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Hákoni Að- alsteinssyni frá Öxnhóli á gaml- ársdag 1960 en þau hófu sambúð 1954. Synir þeirra eru Að- alsteinn, kvæntur Sigurlínu Hilmarsdóttur og eiga þau tvo syni, Hákon og Heiðar Má, Elías, í sambúð með Dröfn Jónsdóttur og eiga þau tvö börn, Rannveigu og Jón Stein, Hákon, kvæntur Maríu Björk Ívars- dóttur og eiga þau þrjú börn, Ívar Örn, Sigrúnu Maríu og Sólveigu Helgu og Örn Viðar, f. 1962, látinn. Fyrir átti Rannveig soninn Ármann Þóri Björnsson sem er kvæntur Ellen Þor- valdsdóttur og eiga þau tvö börn, Rann- veigu og Svein Fannar. Fyrir átti Ármann Þórir soninn Jón Hafþór. Barnabarnabörn Rann- veigar eru átta talsins. Rannveig ólst upp við hefð- bundin sveitastörf á Myrká, var í vistum á sínum yngri árum og eftir að synirnir uxu úr grasi starfaði hún hjá fataverksmiðj- unni Heklu í 14 ár. Rannveig stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugalandi veturinn 1945-1946 og var lengst af heimavinnandi húsmóðir á Ak- ureyri þar sem þau hjónin bjuggu nær allan sinn búskap. Útför Rannveigar var gerð í kyrrþey frá Kirkjugörðum Ak- ureyrar 2. júlí 2012. Ég kynntist Rannveigu Ár- mannsdóttur, tengdamóður minni, fyrir hartnær fjörutíu ár- um er ég kom inn á heimili henn- ar og Hákonar Aðalsteinssonar sem vinkona elsta sonar þeirra. Mér var strax vel tekið og varð fljótlega ein af fjölskyldunni. Það duldist engum sem kynntist Rönnu, eins og við kölluðum hana jafnan, að þar fór vel gefin kona. Hún var minnug og hafði unun af lestri góðra bóka á meðan heilsan leyfði. Á uppvaxtarárum Rönnu var ekki algengt að fólk færi í langskólanám og sérstaklega ekki stúlkur. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann að Lauga- landi í Eyjafirði veturinn 1945- 1946 og átti góðar minningar það- an. Hún hafði líka fallega söng- rödd og unun af söng. Hún söng gjarnan við húsverkin og með ef hún heyrði falleg lög. Kunni hún ógrynni af textum og ljóðum. Hefðu möguleikar fólks verið eins og í dag hefði Ranna getað náð langt bæði á sviði mennta og tónlistar. Hún fylgdist vel með menntun fólksins síns og gladdist yfir velgengni þess. Ranna hafði hlýtt viðmót og nutu barnabörnin þess ekki síst. Hún var nægjusöm og lítillát og gerði litlar kröfur fyrir sig þó ekki stæði á að gefa stórgjafir til fjölskyldumeðlima. Hún sinnti heimilishaldi af mikilli kostgæfni og sjaldan hef ég komið á jafn vel þrifið heimili eins og heimili þeirra hjóna var jafnan. Ekki er hægt að minnast tengdamóður minnar nema nefna fórnfýsi hennar og umhyggju fyr- ir yngsta syni þeirra hjóna, Erni Viðari, sem átti við fötlun og van- heilsu að stríða og lést fyrir tæp- um þremur árum. Voru þau hjón- in hvort sem annað með að hlúa að honum, gera allt það besta fyr- ir hann og þeirra þarfir þá aldrei hafðar í fyrirrúmi. Rannveig hafði húmor og gat verið kát og hlegið innilega þegar svo bar við. Hún átti við langvar- andi heilsubrest að stríða, þurfti m.a. að fara í liðskiptaaðgerðir á báðum hnjám. Síðustu árin var hún svo með minnissjúkdóm sem reyndist okkur öllum erfitt að takast á við og horfa upp á. Það er aðdáunarvert hversu vel tengdafaðir minn hugsaði um Örn og Rannveigu í veikinda- stríði þeirra og á hann þakkir og virðingu skilið fyrir það. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina, bið henni allrar blessunar og vona að hún muni njóta umbunar fyrir lítillæti sitt, fórnfýsi og umhyggju. Sigurlína Hilmarsdóttir. Elsku amma mín. Ég á svo margar fallegar minningar um þig. Við vorum alltaf mjög nánar og heimili ykk- ar afa var mér eins og annað heimili þegar ég var barn. Það var alltaf svo gott að vera hjá ykkur og mér var alltaf tekið opn- um örmum. Þú varst svo hjartahlý og góð og fyrir mér varstu hin fullkomna amma. Þú sýndir barnabörnun- um þínum ást og hlýju og varst okkur alltaf svo góð. Þú lagðir mikið upp úr því að hafa ofan af fyrir okkur, spilaðir eða horfðir á myndir með okkur og spjallaðir um heima og geima. Hjá þér var líka auðvitað alltaf boðið upp á eitthvað góðgæti. Heimabakað bakkelsi var alltaf á borðum en best þótti mér alltaf að læðast í hvíta og brúna boxið þitt sem var alltaf fullt af nýsmurðu brauði. Gos og nammi var aldrei á bann- lista hjá ömmu og afa og þegar þú komst í heimsókn til okkar varstu alltaf með svörtu töskuna þína sem hafði að geyma hálsmola af öllum stærðum og gerðum. Einna vænst þykir mér þó um þær minningar þegar afi spilaði á orgelið og við tvær sungum sam- an á kvöldin þegar ég gisti hjá ykkur. Þú varst með góða söng- rödd og hafðir gaman af því að syngja, kunnir endalaust af lög- um og vísum og kenndir mér margar í gegnum tíðina. Ég held mikið upp á lítið barnalag sem þú söngst alltaf fyrir mig, „Það búa litlir dvergar“. Ég syng það mik- ið fyrir strákana mína og hugsa um þig. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér og ég mun geyma allar fallegu minningarnar mínar um þig alla tíð. Þín sonardóttir og nafna, Rannveig Elíasdóttir. Rannveig Ármannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.