Morgunblaðið - 12.07.2012, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012
Félagsstarf eldri borgara
! "
"
# $"!
%& "
"
# " '
(
)* ) +++
,
- ) $ .! /
! 01
#!#2/"
Raðauglýsingar
Hver hefði trúað því fyrir
þremur vikum síðan að í dag væri
verið að kveðja Margréti hinstu
kveðju? Líðan hennar versnaði
og á innan við viku var hún dáin,
slokknað á lífskerti hennar.
Ég kynntist Margréti þegar
ég var 5 ára í fyrstu sumardvöl
minni hjá foreldrum hennar,
Dúllu og Jóhanni. Ég batt órofa
tryggðarbönd við þau öll og urð-
um við Margrét sem systur en
fyrst og fremst vinkonur. Við
völdum okkur sama lífsstarfið og
deildum saman gleði og sorgar-
stundum í lífinu eins og systur
gera. Árið 1977 eignaðist Mar-
grét einkadótturina Hönnu
Björgu og var hún augasteinn
hennar og Dúllu ömmu og afa Jó-
hanns enda einstaklega vel gerð
stúlka. Hanna Björg hefur ávallt
verið nátengd mér og synir mínir
og hún eins og systrabörn.
Margrét var sterkur persónu-
leiki sem hafði afgerandi skoðun
á mönnum og málefnum. Hún
var skarpgreind, skemmtileg og
frumleg. Ég heyrði haft eftir
ungum manni á Húsavík að hann
teldi hana eina af örfáum Húsvík-
ingum sem þorði að hugsa út fyr-
ir kassann og vera öðruvísi en
aðrir. Sonur minn sagði þegar
hann heyrði þessa líkingu að
Margrét hefði aldrei hugsað inn-
an kassans! Hvort heldur sem
var þá var hún stórbrotin per-
sóna og fölskvalaus vinur. Hún
átti líka góða vini sem hún hélt
miklu og góðu sambandi við og
ræktaði vel. Ef hún gat ekki hitt
vini sína þá hringdi hún eða skrif-
aði þeim bréf. Öll samskipti við
hana, ekki hvað síst bréfin henn-
ar, sýndu hversu heilsteyptur
vinur hún var því henni tókst svo
vel að sýna áhuga og umhyggju
og hjálpa manni að leita lausna á
því sem að steðjaði hverju sinni.
Enginn lýsti atburðum og sagði
eins skemmtilega frá sögum og
persónum eins og hún. Hún var
snillingur að finna skemmtilegar
gjafir handa ólíkum einstakling-
um og var gjafmild alla tíð. Á
mínu heimili var sérstök tilhlökk-
un að opna jólagjafirnar frá Mar-
gréti enda voru þær valdar af
kostgæfni og ekki keyptar í
neinu hasti. Margrét var barn-
góð, átti fullt af skemmtilegu dóti
og fann upp á leikjum og uppá-
tækjum sem gladdi börn sem
voru hjá henni. Synir mínir áttu
frábærar stundir þegar við
dvöldum hjá henni á Húsavík.
Hún skipulagði ýmsar uppákom-
ur, t.d. áttu þeir að leita að fjár-
sjóði og reyndist hún hafa sett
peninga á stein úti í garðinum
sem finnandinn mátti eiga. Þeir
gleyma aldrei þegar hún brunaði
með þá upp á Húsavíkurfjall á
litlu Volkswagenbjöllunni en
Margrét var ekki þekkt fyrir
ökuleikni þó hún hafi aldrei lent í
neinu alvarlegu vegna þess.
Margrét greindist með
krabbamein og undirgekkst
krabbameinsmeðferð sl. tvö ár í
heimabyggð að eigin ósk. Þar
naut hún einstakrar umhyggju
samstarfsfólksins síns á sjúkra-
húsinu í Húsavík þar til yfir lauk.
Hún var mjög þakklát öllum fyrir
hlýju og alúð sem henni var sýnd.
Mikill harmur er nú kveðinn
að Hönnu Björgu. Ég og mín fjöl-
skylda öll finnum til með henni á
Margrét Sigríður
Árnadóttir
✝ Margrét Sig-ríður Árna-
dóttir fæddist í
Garði í Kelduhverfi
í N-Þingeyjarsýslu
9. janúar 1950. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga á Húsavík
29. júní 2012.
Útför Margrétar
var gerð frá Húsa-
víkurkirkju 9. júlí
2012.
þessari sorgar-
stundu og vottum
henni okkar dýpstu
samúð. Við munum
öll leitast við að
styrkja hana og um-
vefja um alla fram-
tíð.
Ég kveð mína
góðu vinkonu með
þakklæti í huga fyr-
ir alla okkar sam-
ferð. Megi Guð
blessa minningu hennar.
Ása Steinunn Atladóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Svo lengi sem ég lifi mun ég
hugsa um Maddý og minnast
hennar, mamma bestu vinkonu
minnar, kona sem var ein sú hlýj-
asta sem ég hef á ævinni kynnst.
Hjarta hennar og sál var stútfullt
af kærleika sem umvafði mann
öllum stundum og sem betur fer
fékk ég að njóta þess frá því ég
var barn.
Maddý var einstök kona, sér-
stök á svo frábæran hátt. Hún
talaði aldrei illa um nokkurn
mann. Góðmennska hennar átti
sér engin mörk, hún var algjört
gull þessi kona.
Ég á ótal minningar og þær
þjóta nú um huga minn þegar ég
þarf að kveðja hana í hinsta sinn,
konuna sem var mér eins og önn-
ur móðir og ég hugsa hve ótrú-
lega heppin ég var að fá að kynn-
ast henni því hún í raun kenndi
mér svo margt og það var svo
gott að finna hve vænt henni
þótti um mig. Þegar ég eignaðist
mitt fyrsta barn þá mætti Maddý
til mín morguninn eftir með full-
an poka af brauði og góðgæti úr
bakaríinu, hún sagði að ég ætti
skilið að fá sérstaklega góðan
morgunmat þennan morguninn.
Svona var Maddý, þetta var bara
í eðli hennar. Alltaf gaukaði hún
að stelpunum mínum allskonar
skemmtilegu dóti við minnsta til-
efni og ég veit að það eru margir
sem geta sagt svipaða sögu af
henni. Hún var hugulsöm, hún
var hrein og bein, hún var góð
kona sem átti ekki alltaf auðvelt
líf. En það beit aldrei á hana, hún
stýrði sínu skipi vel og lét aldrei
á neinu bera. Það var alltaf gam-
an með henni enda var hún iðin
við að gera ýmislegt með mér og
Hönnu dóttur sinni. Við fórum í
nestisferðir, föndruðum, horfð-
um á vídjó saman og borðuðum
saman svo fátt eitt sé nefnt.
Maddý gerði bestu sósur sem ég
hef smakkað, hún gerði svo góð-
an mat og það var alltaf svo gott
að koma til hennar. Ég á eftir að
sakna hennar Maddýjar minnar
en þegar ég hugsa til hennar þá
sé ég alltaf einn ákveðinn svip á
henni, ég heyri rödd hennar og
svo hlæjum við saman.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt,
elsku Maddý mín, þú skilur
meira eftir þig en þig grunar,
elskuleg.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
Hilda Kristjánsdóttir.
Við fráfall Margrétar S. Árna-
dóttur vil ég í nokkrum fátækleg-
um orðum minnast hennar. Leið-
ir okkar Maddýjar lágu fyrst
saman í Hjúkrunarskóla Íslands
fyrir tæpum 40 árum, hún á síð-
asta ári en ég á því fyrsta. Maddý
var eftirminnileg með einstak-
lega fallegt ljóst sítt hár, og í
klossum með háum hælum,
kannski ekki þægilegasta skó-
tauið en flott var það. Síðan átt-
um við eftir að starfa við hjúkrun
á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
næstum óslitið þar til fyrir fáum
árum að Maddý lét af störfum
vegna heilsubrests.
Þökk fyrir störf þín, dugnað og dáð
og djörfung í orði og verki,
nafn þitt mun lengi hjá lýð vera skráð
og lifa þitt hugsjóna merki.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Maddý var kærleiksrík, öfga-
mikil, gáskafull, vinmörg og ein-
staklega barngóð, umvafði þau
ást og umhyggju. Eitt sinn er lít-
ill snáði útskrifaðist frá okkur
vann Maddý að því að safnað var
fyrir þríhjóli handa drengnum.
Það eru ótal margir sem eiga eft-
irminnilegar gjafir frá henni,
skemmtileg kort með fallegu
stafagerðinni, hugurinn, skrifað
stórum stöfum, kom beint frá
hjartanu og vakti innilega gleði
og aldrei var húmorinn langt
undan. Það er ekki öllum gefið að
hafa húmor fyrir sjálfum sér og
geta deilt því svo ríkulega, en það
gat Maddý svo sannarlega. Við
vorum saman í föndurklúbbi, þá
fékk hugmyndaflugið að njóta
sín, hún var frekar fyrir að hafa
hlutina í stærra lagi en minni.
Maddý eignaðist dótturina
Hönnu Björgu, lífið hafa þær fet-
að saman ásamt málleysingjum
sem áttu alltaf rúm í hjarta Mad-
dýjar. Ósjaldan sást hún fara
með Sítu sína í göngutúr á bakk-
anum í pilsi og berfætt í skónum
sem voru orðnir lægri en hæla-
háu klossarnir. Er Maddý var
orðin veik af krabbameini, ritaði
hún grein í bæjarblaðið og þakk-
aði að geta fengið þá læknis- og
lyfjameðferð er hún þurfti orðið
á að halda í sinni heimabyggð,
losna við erfið ferðalög og
ómældan kostnað fyrir sig og rík-
ið. Við samstarfsfólkið vorum svo
sannarlega hreykin af henni.
Maddý hafði alltaf eitthvað að
gefa, þakklæti og hól til starfs-
fólksins þó hún væri orðin fár-
sjúk, sem styrkti okkur og gerði
aðstæður léttari, en að leiðarlok-
um stöndum við hnípin og van-
máttug.
Elsku Hanna Björg, það er
sárt að sakna, en gott að gráta,
tárin eru perlur úr lind fallegu
minninganna sem tjá ást, kær-
leika, væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma, sem þú ein átt og
enginn getur tekið frá þér.
Í lokin vil ég votta ættingjum
og vinum mína dýpstu samúð.
Magnea Þórarinsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Vináttan er dýrmæt. Hún
hófst hjá okkur Möggu í
Hjúkrunarskólanum fyrir meira
en 40 árum. Ég kunni strax vel
við hana og hún hafði húmor sem
var mér að skapi og svo fannst
mér hún ávallt ráðagóð. Henni
var margt til lista lagt. Hún var
lagin og listræn, hannaði föt og
setti saman vísur svo dæmi séu
nefnd. Eitt sinn hannaði hún á
mig kjól og fórst það vel úr
hendi. Margrét var frá Húsavík
og foreldrar hennar voru höfð-
ingjar heim að sækja. Þau voru
alveg einstök. Þær Magga og
dóttir hennar Hanna Björg eiga
ekki langt að sækja gestrisnina
sem við nutum svo oft. Við
Magga töluðum oft saman í síma
og þó einhverjir mánuðir liðu á
milli símtala þá var eins og við
hefðum heyrst í gær. Þannig var
hún bara. Síðasta heimsóknin til
Möggu á Húsavík var síðastliðið
sumar þar sem hún eldaði handa
okkur dýrindis kjötsúpu eins og
henni var einni lagið. Það var ljúf
samverustund. Oftast hittumst
við þegar hún kom til Reykjavík-
ur og fórum við þá gjarnan í bæ-
inn og á kaffihús. Minningar um
þá fundi okkar ylja nú sérstak-
lega.
Elsku Magga,
ég vil þakka þér fyrir allar
ánægjustundirnar á liðnum ár-
um.
Megi lífsins friðarljós,
lýsa þér bjartan veginn.
Verndi þig drottinn og englar með rós,
í kærleika, hinum megin.
(H.P.)
Elsku Hanna Björg.
Við Maggi sendum þér inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
guð að styrkja þig.
Karitas Sigurðardóttir
(Karí).
Andlát Margrétar Sigríðar
Árnadóttur kom ekki á óvart.
Hún hafði um nokkurt skeið bar-
ist við illvígan sjúkdóm sem að
lokum hafði betur.
Margrét, eða Maddý eins og
hún oftast var kölluð er áttunda í
hópi okkar bekkjarsystkina úr
árgangi 1950 sem burt kallast úr
þessum heimi.
Henni þótti ákaflega vænt um
þennan litríka hóp og var manna
duglegust að sækja fermingar-
mót og aðrar samkomur sem við
stofnuðum til.
Hún hafði einstaklega
skemmtilegan húmor og frásagn-
argáfur góðar, enda skarpgreind.
Maddý starfaði sem hjúkrun-
arfræðingur á Heilbrigðisstofn-
un Þingeyinga til margra ára.
Mannkostir hennar komu þar
vel í ljós, enda lofuð og dáð af
sjúklingum sem hún hjúkraði.
Hún var mikill dýravinur og
átti jafnan hund sem hún ann-
aðist af miklum kærleika.
Eitt sinn fór Maddý í heim-
sókn til ungs drengs sem hafði
orðið fyrir þeirri sorg að keyrt
var yfir hundinn hans. Hún skildi
vel raunir drengsins, færði hon-
um gjafir og huggaði hann í þess-
ari sorg. Hún færði honum líka
myndbandsspóluna „Allir
hundar fara til himins“.
Í glæsilegu erfikvæði Bjarna
Thorarensen um Sæmund Hólm,
sem lengi var prestur á Helga-
felli á Snæfellsnesi segir: .„.. því
hann batt eigi bagga sína sömu
hnútum og samferðamenn“.
Það sama er hægt að segja um
Maddý því sannarlega fór hún
hvergi troðnar slóðir í sínu dag-
lega lífi og hún naut þess að gera
hlutina á sínum forsendum, sem
sannarlega voru oft í þversögn
við ríkjandi gildi samfélagsins.
Hinn skemmtilegi og sérstæði
húmor hennar var kannski líka
fólginn í því að gera ýmislegt á
þann máta sem örugglega ein-
hvern langaði til að gera, en
þorði ekki að gera af ótta við að
skilja sig frá hjörðinni. Hún gerði
listaverk og skúlptúra úr ein-
hverju sem í úrgangsmálaflokk-
un hefði fallið undir brotajárn og
hún gerði hugvitsamlega glugga-
tjöld úr hænsnaneti. Hún hafði
líka yndi af því að skreyta garð-
inn sinn á einkar sérstæðan
máta.
Þannig var Maddý og þannig
vildi hún vera og þannig viljum
við líka minnast hennar
Við, bekkjarsystkinin, þökk-
um Maddý fyrir allar skemmti-
legu samveru stundirnar og það
ljúfa og elskulega viðmót sem
hún ávallt sýndi okkur.
Dóttur hennar og öðrum ást-
vinum færum við innilegar
samúðarkveðjur.
Þorkell Björnsson.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Með þessu orðum langar mig
að kveðja Ingu Birnu, elsku litlu
vinkonu mína sem kvaddi þetta
líf allt of snemma eftir hetjulega
baráttu við veikindi sem enginn
gat ráðið við. Við sem stóðum á
hliðarlínunni gátum lítið annað
gert en vonað að sjúkdómsgrein-
ing fyndist og lækning í kjölfar-
ið. En svo varð ekki og þegar
ljóst var hvað yrði, voru sárs-
aukinn og sorgin ólýsanleg og í
hönd fóru erfiðir dagar fyrir
mína kæru vini Kristjönu og
Hjalta, stelpurnar Önnu Lovísu
og Lilju Katrínu og fjölskylduna
alla. Við sem eftir stöndum trú-
um því að Inga Birna hafi öðru
hlutverki að gegna í öðrum
heimi. Eða eins og fimm ára son-
ur minn sagði: „Ég veit alveg af
hverju Inga Birna dó, það var af
því að Guði fannst hún svo sæt
og mikil dúlla að hann vildi hafa
hana hjá sér.“ Þessi orð fengu
mig til að brosa í gegnum tárin
enda mikið til í þessum orðum
hans, því þeir sem guðirnir elska
deyja ungir.
Inga Birna
Hjaltadóttir
✝ Inga BirnaHjaltadóttir
fæddist í Reykjavík
26. nóvember 2011.
Hún lést á gjör-
gæsludeild LSH í
Fossvogi 1. júlí
2012.
Útför Ingu Birnu
fór fram frá Vída-
línskirkju 11. júlí
2012.
Við Nonni og
strákarnir biðjum
Guð að styrkja
Kristjönu, Hjalta,
Önnu Lovísu, Lilju
Katrínu og fjöl-
skylduna alla á
þessum erfiðu tím-
um og vaka yfir litla
englinum þeirra
sem við trúum að
við munum hitta
aftur þegar kallið
okkar kemur.
Helga Margrét Pálsdóttir.
Þau ljós sem skærast skína,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi
þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Elsku litla frænka okkar,
Inga Birna. Takk fyrir öll blíðu
brosin og yndislegu stundirnar.
Þú varst lítil hetja sem tókst á
við erfiðleikana með einstöku
jafnaðargeði og baráttuvilja.
Þrátt fyrir stutt kynni kenndir
þú okkur margt um lífið og við
viljum fylgja þínu fordæmi og
takast á við hlutina með bros á
vör. Við söknum þín.
Þínir vinir,
Grétar Már, Karen
Áslaug og Rakel Sif.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELSA KRISTÍN WIIUM,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
miðvikudaginn 20. júní.
Útförin hefur farið fram.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug. Starfsfólki Sóltúns eru færðar
sérstakar þakkir fyrir góða umönnun.
Agnar Ástráðsson,
Kristján Ástráðsson, Pamela I. K. Thordarson,
Kristín Kristjánsdóttir, Óskar Óskarsson,
Þórir Baldvin, Óttar Máni, Dagur Þór.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐJÓNS ANDRÉSSONAR,
Hraunvangi 3,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og hjúkrunarfólki á
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir umönnun og hlýju.
Sigfríður Runólfsdóttir,
Birna Guðjónsdóttir, Pierre Rabbath,
Stefanía Guðjónsdóttir, Ástvaldur Jóhannesson,
Lilja Guðjónsdóttir, Gunnar M. Erlingsson,
barnabörn og barnabarnabörn.