Morgunblaðið - 12.07.2012, Side 30

Morgunblaðið - 12.07.2012, Side 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 Ég reyni bara að losna fyrr út í góða veðrið og njóta sól-arinnar og fá kærustuna til að dekra aðeins við mig,“ sagðiJóhann Geir Úlfarsson þegar blaðamaður tók hann tali í gærdag en hann heldur í dag upp á 24 ára afmæli sitt. Jóhann Geir er alinn upp á Fáskrúðsfirði. „Ég er að vinna á EXPO-auglýs- ingastofu,“ sagði Jóhann Geir en hann útskrifaðist í vor frá Listahá- skóla Íslands sem grafískur hönnuður „Ég reyni að njóta þess, jú, og reyni að halda upp á það á einhvern hátt,“ sagði Jóhann Geir spurð- ur að því hvort hann haldi að jafnaði upp á afmæli sitt. Hann hélt þó síðast upp á það með pomp og prakt þegar hann varð tvítugur. Þegar talið barst að því hvort hann væri með einhver stór plön í sumar sagði hann: „Mest lítið, aðallega bara að vinna og skreppa til Kaupmannahafnar í ágúst. Komast í smá sumarfrí og heilsa upp á einhverja ættingja.“ „Ætli það sé ekki bara fótboltinn og grafísk hönnun,“ sagði Jó- hann Geir um áhugamál sín. Spurður að því hvort hann spili mikið sagði hann: „Ég reyni að sparka svona þegar það gefst tími til þess.“ Hann segist vera Manchester United aðdáandi í ensku úrvals- deildinni en á Íslandi er Leiknir á Fáskrúðsfirði hans lið, enda úr hans heimabæ. „Maður heldur alltaf með sínum liðum,“ sagði Jó- hann Geir að lokum. ipg@mbl.is Jóhann Geir Úlfarsson er 24 ára í dag Ljósmynd/Hildur María Þórisdóttir Leiknismaður Jóhann Geir með Sigurveigu systur sinni. Hann er trúr sínum uppruna og heldur með Leikni á Fáskrúðsfirði. Vill fá kærustuna til að dekra við sig Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Vinkonurnar Elizabet Krasimirova Kostova og Jórunn Ósk Magn- úsdóttir frá Neskaup- stað, söfnuðu 2.842 krónum með því að teikna myndir og bjóða fólki að greiða fyrir með frjálsum framlögum til styrktar Rauða krossi Ís- lands. Hlutavelta Danmörk Sóley fæddist 6. apríl kl. 5.15. Hún vó 3.650 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Íris Huld Christersdóttir og Hjalti Brynjarsson. Nýir borgarar J ón Úlfar fæddist í Reykja- vík og bjó í foreldrahúsum fram til tíu ára aldurs en dvaldi eftir það að verulegu leyti hjá Sesselju H. Sig- mundsdóttur og starfsfólki hennar á Sólheimum í Grímsnesi, vistheimili þroskraheftra, í 18 ár. Þar stundaði hann nám og sinnti ýmsum störfum líkt og aðrir vistmenn á heimilinu. Jón Úlfar flutti á fjölskylduheim- ilið í Sigluvogi 5 í Reykjavík 1988 og var þar búsettur til 1997, bjó síðan á fjölskylduheimilinu í Lálandi 23 í Fossvogi en býr nú í Ljósheimum 18A við góða og ástúðlega aðhlynn- ingu starfsfólks heimilisins. Starfaði á Bjarkarási, á Ási og hjá Hagkaupum í Spönginni Eftir komuna til Reykjavíkur, árið 1988, starfaði Jón Úlfar á Bjarkarási til ársins 1994. Hann starfaði síðan á vinnustofunni Ási á árunum 1994- 2001. Þá hóf hann störf á almennum vinnumarkaði við verslun Hagkaupa í Spönginni, Grafarvogi, en hefur nú látið af störfum. Jón Úlfar hefur verið formaður rit- nefndar Tímaritsins Þroskahjálpar, hefur verið félagi í leikhópnum Perl- unni í mörg ár og tók þátt leiksýn- ingum hópsins, bæði hér heima og er- lendis. Hann hefur setið í stjórn Átaks, félags fólks með þroskahöml- un, og verið félagsmaður í íþrótta- félaginu Ösp og unnið þar til fjölda verðlauna. Hann hefur lengið stund- að nám í blokkflautuleik og leikið op- inberlega af ýmsum tilefnum, þ.á m. í sjónvarpinu. Jón Úlfar Líndal, fyrrv. starfsmaður hjá Hagkaupum, 60 ára Fjölskyldan Úr afmæli Jóns fyrir tíu árum. Frá vinstri: Páll Jakob, Guðrún Eva, Jón Úlfar, Björn og Þórhildur. Málssvari lífsgleðinnar Á góðri stund Jón Úlfar, hress og kátur, í heimsókn hjá Þórhildi, systur sinni. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.