Morgunblaðið - 12.07.2012, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012
Sigyn Jónsdóttir
sigyn@mbl.is
Í dag hefst rokktónlistarhátíðin
Eistnaflug í Neskaupstað. Hátíðin
hefur verið haldin árlega frá árinu
2005 og hefur skipað sér stóran sess í
íslensku tónlistarlífi á undanförnum
árum. Hér er á ferðinni sannkölluð
stórhátíð fyrir aðdáendur þunga-
rokks en Stefán Magnússon, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir al-
gengan misskilning að hátíðin haldi
einungis harða rokktónleika.
„Þetta er alls engin gaddavírshá-
tíð. Allar hljómsveitirnar spila rokk
en þetta er alveg tónlist frá mjög
léttu rokki yfir í það langþyngsta,“
segir Stefán sem er að vonum
spenntur fyrir hátíðarhöldum helg-
arinnar. „Stemningin er rosalega fín
og bongóblíða í kortunum þannig að
við erum æðislega spennt,“ segir
hann en veðurspáin lítur vel út fyrir
gesti Eistnaflugs. „Það kom hvorki
sumar í fyrra né árið þar áður svo
þetta verður kærkomin tilbreyting,“
segir Stefán hlæjandi.
Eins og að sjá Bítlana
Alls spila 42 hljómsveitir á Eistna-
flugi í ár og segir Stefán stærsta
nafnið án efa vera bandarísku harð-
kjarnasveitina Cephalic Carnage.
„Þeir eru ein af stærstu hljómsveit-
unum í þessum geira í dag, þetta er
alveg svakalega mikill heiður að fá þá
til að spila,“ segir hann og bætir við
að fyrir almenna rokkaðdáandann sé
þetta næstum því eins og fyrir aðra
að sjá Bítlana spila. „Það er kannski
fullmikið að segja Bítlana en samt,
þeir eru rosalega stórir í þessum
heimi tónlistar,“ segir Stefán og bæt-
ir við að aðstandendur Eistnaflugs
hafi alltaf lagt mikla áherslu á að fá
flottar hljómsveitir til að spila á há-
tíðinni. „Við höfum alltaf viljað fá
sem flottasta dagskrá fyrir þennan
hóp sem gleymist oftar en ekki, okk-
ur sem fílum þungarokk,“ segir Stef-
án sem telur að umræddur aðdá-
endahópur samanstandi af um það
bil 1.500 Íslendingum. „Ásamt því að
fá stórar erlendar hljómsveitir höf-
um við alltaf endurvakið gamlar
hljómsveitir sem koma og spila fyrir
okkur,“ segir Stefán spenntur fyrir
þeim sveitum sem koma saman á há-
tíðinni.
„Svakaleg nostalgía“
Í ár verða til dæmis sveitirnar I
Adapt og Strigaskór nr. 42 með tón-
leika. „Strákarnir í I Adapt eru löngu
komnir í guðatölu og tónleikagestir í
eldri kantinum muna allir eftir
Strigaskóm nr. 42. Þetta verður
svakalega nostalgía,“ segir Stefán og
bendir á að tugir erlendra hljóm-
sveita hafi sótt um að spila á hátíð-
inni en ekki komist að. „Íslensku
hljómsveitirnar eru svo svakalega
góðar að ég vil miklu frekar hafa
þær,“ útskýrir hann.
Gestir hátíðarinnar hafa um tvö
tjaldstæði að velja til að gista á og
eru þau vandlega flokkuð eftir
áhugasviði. „Annað tjaldstæði er fyr-
ir fjölskyldufólk, þetta týpíska róleg-
heitatjaldstæði. Hitt er partítjald-
stæði svo allir ættu að geta fundið
tjaldstæði við sitt hæfi,“ bendir Stef-
án á.
„Þetta er alls engin gaddavírshátíð“
Rokkhundar sameinast á Eistnaflugi um helgina Bandaríska sveitin Cephalic Carnage spilar
Morgunblaðið/Eyþór
Rokkgoð Mikil spenna ríkir fyrir endurkomu I Adapt sem gerði garðinn frægan fyrir nokkrum árum.
Tónlistarhátíðin Eistnaflug hefst í
dag í Neskaupstað og stendur yfir
alla helgina.
Nánari upplýsingar og dagskrá há-
tíðarinnar má nálgast á vefsíðunni
www.eistnaflug.is.
TED Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
ÍSÖLD 4 3D Sýnd kl. 4 - 6
THE AMAZING SPIDERMAN 3D Sýnd kl. 10:20
INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 10:20
MADAGASCAR 3 3D Sýnd kl. 4
Vinsælasta
mynd
veraldar!
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU
MÆTTIR AFTUR Í STÆRSTU
FJÖLSKYLDUMYND SUMARSINS!
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
MYNDIN SEM
ALLIR ERU
AÐ TALA UM!ÍSL TEXTI
HHHH
-FBL
HHHH
-MBL
HHHH
-TV, KVIKMYNDIR.IS
HHHH
-VJV, SVARTHÖFÐI
MYNDIN SEM ALLIR
ERU AÐ TALA UM!
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSÖLD 3D KL. 6 L
TED KL. 8 - 10 12
SPIDERMAN 3D KL. 8 - 10.30 10
INTOUCHABLES KL. 6 12
ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L
TED KL. 8 – 10.20 12
SPIDER-MAN 3D KL 6 - 9 10
STARBUCK KL. 8 L
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
WHAT TO EXPECT KL 10.25 L MIB 2D KL. 5.3010
ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.40 - 5.50 L
ÍSÖLD 4 3D ENSK. ÓTEXT KL. 8 L
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L
TED KL.3.30 -5.45 -8 -10.2012
SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10
SPIDER-MAN 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.50 10
SPIDER-MAN 2D KL. 10.10 10
WHAT TO EXPECT KL. 8 L
PROMETHEUS 3D KL. 10.25 16
HLUTI AF
HVERJUM
SELDUM
BÍÓMIÐA
ALLAN JÚLÍ
- rennur til
Barnaheilla
MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR :)
- TV, KVIKMYNDIR.IS
- VJV, SVARTHÖFÐI
VINSÆLASTA MYND VERALDAR!
BESTI SPIDER-MAN ALLRA TÍMA!
- NEWSWEEK
TRANS
GAT LOKSINS KEYPT SÉR
KARLMANNSFÖT
„Það var skemmtilegt að geta loksins farið
og keypt sér karlmannsföt, föt sem pössuðu
ekki bara á skrokkinn heldur pössuðu þeim
manni sem ég var”, segir Hans Miniar Jónsson,
transmaður. Í nýjasta þætti TRANS fáum við
að fylgja Hans eftir í fataleit sem hann segir
geta verið nokkuð snúið ferli fyrir transfólk.
Nýr þáttur alla fimmtudaga