Morgunblaðið - 13.07.2012, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012
✝ Jón SteinnHalldórsson
fæddist í Stöðinni í
Ólafsvík 27. jan-
úar 1926. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Jaðri, Ólafs-
vík, 27. júní 2012.
Foreldar hans
voru Halldór Frið-
geir Jónsson frá
Arnarstapa, f.
1904, d. 1973, og
Matthildur Ragnheiður Ás-
björg Kristjánsdóttir frá
Ólafsvík, f. 1903, d. 1962.
Systkini Jóns Steins voru
Laufey, f. 1923, d. 1925, Krist-
mundur, f. 1928, d. 1997, Pál-
ína, f. 1930, d. 2009, Leifur
Steinar, f. 1934, d. 2011,
Kristín, f. 1938, d. 2011, Edda
Sigurveig, f. 1942, d. 2008,
Bára, f. 1943, d. 2008, Bylgja,
Hennar maki er Vilhelm Þór
Árnason og eiga þau þrjá
syni, Árna Þór, Jón Stein og
Hjört. 4) Dröfn, f. 3. júlí 1955.
Hennar maki er Elías Há-
konarson og eiga þau tvö
börn, Rannveigu og Jón Stein.
5) Halldór Friðgeir, f. 9. júní
1957. Hans maki var Mál-
fríður Gylfadóttir og eiga þau
vær dætur, Guðrúnu Ylfu og
Maríu Rún. Langafabörnin
eru 15.
Jón Steinn tók vélstjórn-
arréttindi 1945 í Stykkishólmi
og skipstjórnarréttindi frá
Stýrimannaskólanum í
Reykjavík. Hann hóf sína sjó-
mennsku 17 ára gamall. Hann
byrjaði sem vélstóri með föð-
ur sínum á Víkingi SH en
lengst af var hann skipstjóri á
Jóni Jónssyni SH-187 sem var
mikið aflaskip. Eftir 30 ára
skipstjórnarferil tók hann við
landvinnslu Stakkholts hf.
Hann var farsæll í störfum
sínum til lands og sjávar.
Útför Jóns Steins fer fram
frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 13.
júlí 2012, kl. 14.
f. 1943, og Vík-
ingur, f. 1947.
Eiginkona Jóns
Steins var Hjört-
fríður Hjart-
ardóttir, f. 8.
ágúst 1926, d. 16.
mars 2008. Þau
gengu í hjónaband
árið 1945. Börn
þeirra eru: 1)
Hjördís Emilía, f.
23. september
1947. Hennar maki er Guð-
laugur Wium Hansson og eiga
þau þrjár dætur, Katrínu,
Hjörtfríði Steinunni og Hjör-
dísi Hörpu. 2) Matthildur
Björg, f. 31. ágúst 1950. Henn-
ar maki er Þorvaldur Héðinn
Einarsson og eiga þau þrjár
dætur, Ólínu Rakel, Svönu Sig-
ríði og Steinunni Dröfn. 3)
Kristrún f. 13. júní 1953.
Elsku pabbi, okkur langar að
minnast þín með þessum orðum.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt
svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins
og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið
barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu
lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn
hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást
þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson.)
Við munum ávallt sakna þín,
hvíl í friði,
Hjördís, Matthildur,
Kristrún, Dröfn og Halldór.
Elsku afi.
Síðasta ferð til Ólafsvíkur lifir
lengi í minningunni og myndin af
þér elsku afi mun ávallt koma
upp í huga okkar þegar við segj-
um börnunum okkar sögurnar af
langafa þeirra. Daginn sem við
kvöddumst var sjórinn spegil-
sléttur og hin mikla sjóferð þín
hófst. Ólafsvíkin skartaði sínu
fegursta þennan dag og erum við
alveg vissar að amma Fríða var
þar á ferð að sækja þig.
Þú varst þessi maður sem allir
þekktu, enda fór ekki á milli
mála hver var á ferðinni þegar
þú varst annars vegar. Þú barst
af vegna þinna sterku skoðana á
lífinu og var dugnaðurinn í fyr-
irrúmi. Þú kenndir okkur margt
í lífinu og allar þínar bestu gjafir
sitja eftir í okkur. Dugnaður,
harka og einfaldleiki var það sem
einkenndi þig. Við gleymum
seint þeim hlýju móttökum sem
við fengum í Efstabæ. Alltaf
fengum við að sitja hjá þér þegar
þú horfðir út á hafið með kíkinn
góða og ýmist bölvaðir brælunni
eða lofsamaðir tóma bryggju.
Klukkustundunum saman sátum
við og spiluðum í eldhúsinu Ol-
sen Olsen á meðan amma sá til
þess að okkur vanhagaði ekki um
neitt, kræsingarnar voru af
bestu gerð.
Á seinni árum snérust hlut-
skipti ykkar ömmu við, amma
varð að víkja úr eldhúsinu vegna
veikinda og þá tókst þú við og
gerðir þitt besta til þess að halda
heimilinu gangandi. Þetta kom
okkur ekkert á óvart og sýnir
hversu sterka sjálfsbjargarvið-
leitni þú hafðir, þú vildir gera
allt sjálfur og þurftir enga að-
stoð. Þetta einkennir flestalla í
fjölskyldunni og dugnaðurinn
sem þú kenndir okkur mun er-
fast til okkar allra.
Við ýmist tárumst eða hlæjum
við þessi skrif og minnisstætt er
þegar þú varst að lesa fyrir okk-
ur Moggann og segja okkur frá
fræga fólkinu í Hollywood, við
vissum ekkert um hvern þú varst
að tala enda lastu bara upp nöfn-
in eins og þau komu fyrir með
þínum yndislega íslenska fram-
burði. Við að sjálfsögðu skelli-
hlógum að öllu saman því þú
sparaðir nú ekki stóru orðin.
Seinna laumuðumst við í blaðið
til þess að kíkja á hvaða fræga
fólk var um að ræða.
Einnig hvíslaði lítill fugl að
okkur að Stakkholtssvipurinn
fríði hefði nú getað gefið þér
marga kvenkosti en hana ömmu
Fríðu valdirðu umfram aðrar og
söknuðurinn var mikill þegar
amma kvaddi okkur fyrir fjórum
árum. Þú barst með þér sökn-
uðinn alla daga en sagðir ekki
neitt heldur reyndir eftir bestu
getu að vera hress.
Mikið erum við stoltar af að
hafa átt þig sem afa. Við munum
miðla öllu því sem þú kenndir
okkur áfram til barna okkar og
segja þeim hetjusögur af afa Jón
Steini og mun Stakkholtssvipur-
inn fríði lengi lifa.
Elsu afi, nú ertu kominn til
ömmu Fríðu og er hún er án efa
búin að baka pönnsurnar sína
frægu og taka vel á móti þér.
Minninguna um þig geymum
við í hjarta okkar svo lengi sem
við lifum.
Katrín, Hjörtfríður
og Hjördís Harpa.
Afi Jón Steinn var einkar
glæsilegur maður með ótrúlegan
viljastyrk. Hann þoldi ekkert
hálfkák og lét verkin tala. Hann
var frekar óheflaður og það voru
mikil læti þegar hann fór um,
veiku fæturnir áttu sinn þátt í
því en einnig lá honum hátt róm-
urinn, ekki laust við að einhver
blótsyrði fengju að fjúka af og
til.
Afi var örlátur við okkur
barnabörnin og vildi allt fyrir
okkur gera en hann var einnig
hreinskilinn og óhræddur við að
gera athugasemdir við það sem
betur mátti fara hjá okkur, sem
reyndist vel. Það skein af afa
ákveðinn þokki og þjóðkunnur
maður hafði á orði að hann liti út
eins og kvikmyndastjarna um-
kringdur kvenfólki, þá 85 ára.
Við erum afar þakklát afa fyrir
samleiðina í þessu lífi og höfum
margar ánægjulegar minningar
til að geyma úr Efstabænum þar
sem amma og afi tóku alltaf vel á
móti okkur.
Hvíl í friði elsku afi,
Ólína Rakel, Svana Sigríður,
Steinunn Dröfn, Árni Þór,
Jón Steinn og Hjörtur.
Jón Steinn
Halldórsson
Ásgrímur
Hart-
mannsson
✝ ÁsgrímurHartmanns-
son fæddist á
Kolkuósi í Við-
víkurhreppi hinn
13. júlí 1911.
Hann lést á
Hornbrekku á
Ólafsfirði 13. ágúst 2001og fór
útför hans fram frá Ólafsfjarð-
arkirkju 18. ágúst 2001.
Í dag hefði Ásgrímur orðið 101
árs og af því tilefni eru birtar á
vef Morgunblaðsins vísur sem
voru ortar um hann og konu
hans, Helgu Jónínu Sigurð-
ardóttur, á ættarmóti sem hald-
ið var í tilefni aldarafmælis hans.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
✝ Magnús Guð-mundsson
fæddist í Hafnar-
nesi 10. júlí 1924.
Hann andaðist á
dvalarheimilinu
Uppsölum á Fá-
skrúðsfirði 27. júní
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Magnússon, f. 30.
júlí 1885, d. 14. sept-
ember 1931, og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, f. 1. ágúst 1894, d.
24. mars 1967. Systkini Magnúsar
voru Níels Andrés Guðmundsson,
f. 31. janúar 1916, d. 15. júní 1977.
Kristín Guðmundsdóttir, f. 2. maí
1918, d. 9. maí 1918. Gísli Guð-
mundsson, f. 30.
júní 1919, d. 28.
apríl 1994. Krist-
björg María Guð-
mundsdóttir, f. 1.
febrúar 1921, d. 9.
september 1922.
María Björg Guð-
mundsdóttir, f. 8.
nóvember, 1928, d.
7. október 1930.
Eiginkona Magn-
úsar var Björg Þór-
ormsdóttir, f. 26. febrúar 1919 d.
14. ágúst 2000. Magnús giftist
Björgu 10. júlí 1954 þau eign-
uðust þrjá syni. Guðmund Inga
Magnússon, f. 16. mars 1954, gift-
an Dagbjörtu Sigrúnu Sigurð-
ardóttur Hammer og eiga þau
þrjár dætur Björgu, Sigríði og
Kristínu.
Eininmaður Bjargar er Kjartan
Viðarsson og eiga þau tvo syni,
Guðmund Inga og Viðar. Sam-
býlismaður Sigríðar er Gunnar
Már Gunnarsson og eiga þau tvö
börn, Dag Inga og Tinnu Björgu,
auk þess sem Gunnar Már á dótt-
urina Súsönnu Margréti. Sam-
býlismaður Kristínar er Sigurður
Þór Birgisson og eiga þau einn ný-
fæddan son. Hákon Magnússon, f.
14. ágúst 1957, og Stefán Þórorm
Magnússon, f. 22. maí 1960.
Magnús starfaði við ýmis störf
bæði til sjós og lands.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag,
föstudaginn 13. júlí 2012, kl. 14.
Elsku afi, nú er kallið komið
og þú hefur fengið hvíldina. Okk-
ur systurnar langar að kveðja þig
með örfáum orðum nú þegar við
setjumst niður og skrifum þessi
minningarorð á afmælisdeginum
þínum. Okkur langar að þakka
kærlega fyrir allar stundirnar
sem við áttum með þér og ömmu.
Alltaf var jafn gaman að koma
til ykkar ömmu inn í Bæ. And-
rúmsloftið þar var alltaf rólegt
og þið amma alltaf að bardúsa
eitthvað. Hún með einhverja
handavinnu og þú að hlusta á
kórtónlist og söngla með. Síðar
lærðir þú á orgel og varst að
dunda þér við að spila á það því
að tónlist var alltaf mikið áhuga-
mál hjá þér.
Það er skrítið að hugsa til þess
að við munum ekki hitta þig oftar
þegar við komum austur. En við
vitum að nú hefur þú hitt ömmu
aftur eftir að hafa saknað hennar
síðan hún fór fyrir tæpum 12 ár-
um. Minningin um ykkur mun
lifa með okkur alla tíð.
Þín barnabörn,
Björg, Sigríður og Kristín.
Magnús Guðmundsson
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Dýrahald
France Bulldog til sölu
Erum með yndislega France Bulldog
til sölu. Uppl. í síma 566 8417.
www.dalsmynni.is - Bjóðum
raðgeiðslur, Visa og Mastercard.
Hundaræktun með leyfi
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
N.P. þjónusta. Sé um bókhalds-,
eftirlits- og gæslustörf.
Uppl. í s. 861 6164.
Þjónusta
Nú er rétti tíminn fyrir
trjáklippingar og fellingar
Látið fagmenn okkar nostra við
garðinn þinn. Öll almenn
garðþjónusta á einum stað.
577 4444
www.gardalfar.is
BílaþjónustaPallhýsi
Pallhýsi fyrir Nissan, Toyota,
F-150 og stærri.
Ný sending var að koma, 2 hús eftir á
eldra verði. Með gistihúsið á
pallinum er einnig hægt að hafa
hestakerru eða bátinn með.
Ferðapallhýsi ehf
Travellitecampers.com
Akureyri og Reykjavík
s. 663 4646.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar, verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauðri götu, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími 551 6488.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur, laga
ryðbletti, hreinsa garða og
tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
Fyrir rúmum 4 áratugum hitt-
umst við 30 ungar stúlkur sem
komnar voru víða að til að stunda
nám í Hjúkrunarskóla Íslands.
Sumar þekktust en aðrar ekki. Við
vorum merktar E holli. Ekki leið á
löngu þar til við vorum orðnar holl
systur, stóðum saman sem ein og
studdum hver aðra, hlustuðum og
deildum sameiginlegri reynslu.
Oft þurfti ekki nema lítið til að
vekja hlátur og háværar umræður.
Þarna myndaðist vinátta og
væntumþykja sem heldur, það
skiptir engu máli hvort við hitt-
umst oft eða sjaldan það hrökkva
Margrét Sigríður Árnadóttir
✝ Margrét Sigríð-ur Árnadóttir
fæddist í Garði í
Kelduhverfi í N-
Þingeyjarsýslu 9.
janúar 1950. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga á Húsa-
vík 29. júní 2012.
Útför Margrétar
var gerð frá Húsa-
víkurkirkju 9. júlí
2012.
allar í sama gírinn,
þar sem vinátta
gleði og virðing er
númer eitt.
Ein í hópnum var
Margrét S. Árna-
dóttir ættuð frá
Húsavík. Það tóku
allir eftir þar sem
hún fór bein í baki
gjarnan með aðra
hendi í vasa ljós-
hærð og með kinna-
lit. Og þegar hún hóf upp raustina
með sínum djúpu, hæga, eilítið
hása talanda hlustuðum við allar.
Það var stutt í kímnina hjá
Möggu hún var hnyttin í svörum
og gat kastað fram stöku ef sá gáll-
inn var á henni enda átti hún ættir
að rekja til skálda og listamanna
sem fylgja íslenskri þjóð um aldur
og ævi.
Okkur sem bjuggum við hliðina
á henni á heimavistinni er minn-
isstætt þegar við hinar vorum að
lesa undir próf, átti Magga til að
henda öllu út úr herberginu sínu
og gerði hreint. Prófin stóðst hún
með prýði.
Magga var ekkert á því að feta
troðnar slóðir heldur fór þær leiðir
sem andinn blés henni, þá var ekki
endilega spurt hvort gatan væri
greiðfær eða ekki.
Við minnumst Möggu með
hlýju og virðingu um leið og við
vottum Hönnu dóttur hennar okk-
ar dýpstu samúð.
Fyrir hönd skólasystra í E-
holli,
Anna S. Óskarsdóttir.