Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Tilvalið fyrir heimilið og sumarbústaðinn PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er Jane Skowronski verkstjóri - Þessi staður laðar fram það besta í mér! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Rupert Murdoch hefur sagt sig úr stjórnum þriggja fyrirtækja sem heyra undir fjölmiðlaveldi hans. Bloomberg fréttaveitan segir þessa aðgerð til þess gerða að auð- velda skiptingu veldisins í tvo hluta en breska blaðið Guardian segir þetta nýjasta útspil ýta undir sögusagnir þess efnis að Murdoch hyggist selja þau dagblöð sem hann á í Bretlandi. Í yfirlýsingu sem News Corp. sendi frá sér á laugardag eru breyt- ingarnar kallaðar „tiltekt“ í rekstrin- um. Murdoch sagði sig úr stjórn dag- blaðadeildar News International i Bretlandi sem og úr stjórnum News- corp Investments og Times News- paper Holdings. News International gefur út dag- blöðin Times, Sunday Times og Sun. Mikill styr hefur staðið um dagblöð Murdochs í Bretlandi, m.a. vegna hlerunarhneykslis sem komst í há- mæli fyrir ári. Skipt í tvennt að ári liðnu Sonur Ruperts, James Murdoch, sagði sig úr stjórnum dagblaða News Corp. fyrr á árinu en þeir feðgar hafa m.a. þurft að koma fyrir breska þing- nefnd til að svara fyrir vinnubrögð blaðamanna samsteypunnar. Að sögn Bloomberg var það vegna þrýstings frá hluthöfum að News Corp. tilkynnti í síðasta mánuði að fyrirtækinu yrði skipt í tvo aðskilda hluta sem báðir yrðu skráðir á hluta- bréfamörkuðum. Annars vegar yrði útgáfuhluti sem samanstendur m.a. af dagblöðum í Bandaríkjunum, Bret- landi og Asíu, og hins vegar afþrey- ingarhluti sem hefði að geyma sjón- varps- og kvikmyndahluta starfsem- innar, þar á meðal Fox TV og kvik- myndaverið 20th Century Fox. Skiptin eiga að vera afstaðin að ári liðnu, með Murdoch eldri sem stjórn- arformann beggja fyrirtækja og framkvæmdastjóra afþreyingarhlut- ans. ai@mbl.is Uppstokkun hjá News Corp.  Murdoch segir sig úr stjórnum útgáfufyrirtækis Times, Sunday Times og Sun  Vangaveltur um að sala bresku dagblaðanna sé í undirbúningi  Skiptingu News Corp. í tvo hluta lokið eftir ár AFP Klókur Rupert Murdoch undirbýr skiptingu veldis síns í tvo aðskilda hluta. Nautgripastofn bandarískra bænda er nú með smæsta móti og hefur stofninn ekki verið minni í a.m.k. fjóra áratugi, að því er Fox News greinir frá. Fyrir helgi bárust fréttir af lélegri maís- og sojabaunauppskeru vestan- hafs, en þurrkar hafa truflað sprett- una í sumar. Einnig hefur uppskeran verið undir væntingum við Svartahaf og í Suður-Ameríku. Þurrkatíðin hefur haft áhrif á nautgripabændur enda fylgir þurrk- inum að fóðurkostnaður hækkar. Er stofninn 2% minni nú en fyrir ári, eða um 97,8 milljón dýr að stærð. Wall Street Journal segir óróa gæta vegna ört hækkandi verðs á mikilvægum uppskerujurtum. Léleg uppskera leiðir til hærra verðs á vörum eins og maís sem svo muni geta leitt til hærra verðs á ýmsum tegundum matvæla. Blaðið hefur þó eftir sérfræðingi að verðhækkunin verði sennilega ekki til langframa, og skrifist á tímabundið veðurfyrir- brigði. Þegar uppskerur frá öðrum löndum koma á markað muni verð á maís geta tekið skarpa dýfu niður á við í upphafi árs 2013. ai@mbl.is AFP Fóður Þurrkar og dræm uppskera vestanhafs kunna að valda keðjuverkun hækkana á matvælum á heimsvísu, a.m.k til skemmri tíma. Færri nautgripir í Bandaríkjunum  Órói vegna lélegrar uppskeru Verðbréfamiðlarar munu fá 62 millj- ónir dala í bætur frá Nasdaq vegna tækniörðugleika við hlutafjárútboð Facebook fyrr á árinu. Verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hafði áður boðist til að greiða 40 milljónir dala vegna tjónsins, þar af 27 milljónir í formi afsláttar af kaup- og söluþóknunum. Viðskiptavinum markaðarins þóttu þær bætur of lág- ar auk þess sem keppinautar gerðu athugasemdir við fyrirkomulagið. Wall Street Journal segir upphæð- ina ekki stóran bita fyrir Nasdaq að kyngja en bæturnar veiti samt óæskilegt fordæmi um bótaskyldu markaða vegna tækniörðugleika. Áætlað er að það hafi kostað miðl- ara 500 milljónir dala þegar tölvu- kerfi Nasdaq réði ekki við þann fjölda pantana sem bárust þegar Facebook fór á markað. Í 19 mín- útur veitti kerfið ekki staðfestingu á hvort pantanir hefðu farið í gegn. ai@mbl.is Nasdaq greiðir bætur vegna Facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.