Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðing ar í gleri … og okku r er nánast ekkert ómö gulegt • Sólvarnargler • Einangrunargler • Öryggisgler • Eldvarnargler • Speglar • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í skjólveggi - Í rennihurðir Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI www.falkinn.is Það borgar sig að nota það besta! th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur Það var skýrt frá því með miklum lúðra- blæstri í fjölmiðlum fyrir nokkru, að náðst hefði einróma sam- komulag í starfshóp um endurskoðun al- mannatrygginga. Efni samkomulagsins var rakið. Sameina átti bótaflokka án kjara- bóta! Þetta var bás- únað út enda þótt sagt væri, að til- lögur starfshópsins væru trúnaðarmál! Formaður starfshóps- ins taldi það „heilmikinn árangur“, að samkomulag hefði náðst í starfs- hópnum um ellilífeyri. Ör- yrkjabandalag Íslands er þó ekki aðili að þessu samkomulagi. Banda- lagið setti fram kröfur um, að byrj- að yrði á því að bæta kjör lífeyr- isþega áður en gengið yrði frá tillögum um sameiningu bóta- flokka. Kjaramálanefnd Lands- sambands eldri borgara ályktaði í sömu veru í nóvember 2011. Þar sagði, að markmið endurskoðunar laga um almannatryggingar ætti að vera að bæta kjör aldraðra og ör- yrkja en ekki eingöngu að sameina bótaflokka og gera tilfærslur innan kerfisins. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík ályktaði á sama hátt. Lítið dregið úr skerðingum En um hvað náðist nákvæmlega samkomulag í starfshópnum um endurskoðun almannatrygginga? Jú, það náðist samkomulag um að sameina grunnlífeyri, heimilis- uppbót og tekjutryggingu (nýi bótaflokkurinn verður 155 þús. á mánuði). Þar með verður grunnlíf- eyrir sem slíkur afnuminn, nái þessar tillögur fram að ganga! Einnig var samþykkt að afnema sérsök frítekjumörk. Og afnema á sérstaka framfærsluuppbót (lág- marksframfærslutryggingu), þ. e. fella á hana inn í hinn nýja samein- aða bótaflokk á 5 árum. Ákveðið var einnig að draga örlítið úr tekju- tengingum, þ. e. minnka skerðingar. En hversu mikið vigta minni skerðingar, sem boðaðar eru? Þær vigta sáralítið. Lífeyr- isþegar eru mikið bet- ur settir með að fá sömu reglu og gilti fyrir 1. júlí 2009 um útreikning grunnlíf- eyris svo og að fá 110 þús. kr. frítekjumark á mánuði fyrir atvinnu- tekjur eins og þeir höfðu fyrir þann tíma. Þorri þeirra ellilífeyrisþega, sem fengu greitt úr lífeyrissjóði, fékk greiddan grunn- lífeyri frá almannatryggingum fyrir 1. júlí 2009, þar eð lífeyrir frá líf- eyrissjóði skerti ekki grunnlífeyri þess hóps. Þessa reglu um greiðslur vilja lífeyrisþegar fá í gildi á ný. Formaður LEB, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, flutti breytingatillögu í starfshópnum um TR, þess efnis að halda ætti grunn- lífeyri. En síðan dró hún tillöguna til baka og flutti bókun í staðinn. En það er stefnumál LEB, að allir eigi að hafa grunnlífeyri. Talsmenn starfshópsins gera mikið úr því að draga eigi úr tekju- skerðingum á 5 ára tímabili. En at- hugun leiðir í ljós, að hér er um mjög litlar upphæðir að ræða. Elli- lífeyrisþegar, sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum, mundu „hagnast“ að hámarki um 14 þús. kr. á næsta ári vegna minni skerðinga trygg- ingabóta. Það eru öll ósköpin. Átti að byrja á því að leiðrétta kjörin Ég er eindregið þeirrar skoð- unar, að byrja eigi á því að leið- rétta kjör aldraðra og öryrkja vegna krepputímans áður en farið verði í sameiningu bótaflokka og hagræðingu. Lífeyrisþegar drógust aftur úr í launaþróuninni á kreppu- tímanum. Þeir fengu ekki hlið- stæðar kjarabætur og láglaunafólk fékk. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a. m. k. 20% . ÖBI telur að hækka þurfi um 30%. Þegar útreikningar starfshóps TR fyrir árið 2013 eru skoðaðir, kemur í ljós, að ekki er gert ráð fyrir neinum kjarabótum til handa öldr- uðum og öryrkjum á því ári um- fram það, sem samið var um í kjarasamningunum 2011. Það eru engar leiðréttingar sjáanlegar vegna kjaraskerðingar krepputím- ans. Hvar eru kjarabæturnar? Ég óttast það, að meining vel- ferðarráðuneytisins sé að sameina nokkra bótaflokka almannatrygg- inga og draga örlítið úr tekjuteng- ingum en ýta um leið öllum kröfum um kjarabætur lífeyrisþega út af borðinu. Ef þetta er rétt, verður kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 ekki afturkölluð en því var lofað, þegar hún var lögleidd, að um tímabundna kjaraskerðingu væri að ræða, sem mundi gilda í tak- markaðan tíma og voru 3 ár nefnd í því sambandi. Hætt er við, að vel- ferðarráðuneytið ætli að svíkja þetta fyrirheit. Svara fyrir sig í kjörklefanum Alþingiskosningar eru í nánd. Eldri borgarar láta ekki bjóða sér það, að fyrirheit,sem gefin voru í upphafi kreppunnar, verði svikin. Þeir krefjast þess, að kjaraskerð- ingin frá 1. júlí 2009 verði aft- urkölluð og þeir krefjast þess, að kjör eldri borgara verði leiðrétt vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem þeir sættu í kreppunni. Ef kröfur eldri borgara verða hundsaðar geta þeir svarað fyrir sig í kjörklefanum í alþingiskosningunum næsta vor. Sameining bótaflokka án kjarabóta Eftir Björgvin Guðmundsson » Alþingiskosningar eru í nánd. Eldri borgarar láta ekki bjóða sér það, að fyrirheit, sem gefin voru í upphafi krepp- unnar, verði svikin. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður kjaranefndar FEB. Eitt undarlegasta viðtal átti sér stað í ríkissjónvarpinu við Sigurð Líndal prófessor fyrir stuttu. Í viðtali þessu var rætt um um- mæli forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar varðandi þjóðarat- kvæðagreiðslur og m.a. rætt um slíkar atkvæðagreiðslur um kvóta- frumvarpið og fyrirhugaða stjórn- arskrárbreytingu. Svar prófessorsins var all undar- legt þar sem hann gaf í skyn að Ís- lendingar væru svo andlega van- þroska að þeir gætu ekki sett sig það vel inn í þessi mál að þeir gætu tekið skynsamlega afstöðu í málunum. M.ö.o. þá sagði prófessorinn að Ís- lendingar væru það heimskir að skilningur þeirra væri ekki nægur til að taka skynsama afstöðu til þessara mála. Með þessum yfirlýsingum sínum var prófessorinn að leggja grunninn að því að afnema kosningarétt landsmanna því að þeir hefðu ekki vit á því að velja réttu aðilana til setu á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Það hlýtur að vera undarlegur málflutningur ef menn eins og pró- fessorinn eigi að velja úr þau málefni er þegnar þessa þjóðfélags eigi að fá að hafa afskipti af. Þeir misvitru menn er sitja á Al- þingi hafa margir verið staðnir að af- greiðslu mála í óþökk almennings með vísan til ICESAVE skrípaleiks- ins í leikhúsinu við Austurvöll. Sigurður Líndal ætti að minnast þess er hann var að kenna sjórétt í lagadeild Háskólans og var spurður óþægilegrar spurningar út í atriði er hann fór rangt með í sinni kennslu. Þá svaraði prófessorinn og sneri út úr spurningunni: „Það er logið svo miklu í sjóprófi og hvergi meiri lygar.“ Þetta kenndi undirrituðum hvers konar heilaþvottur ætti sér stað inn- an veggja Háskólans. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, fv. skipstjóri. Eru Íslendingar vanvitar? Frá Kristjáni Guðmundssyni Kristján Guðmundsson Bréf til blaðsins - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.