Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Norðmenn minntust þess í gær að ár væri liðið frá því að Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Ósló og í Útey. Minningarguðsþjónustur voru haldnar í kirkjum landsins og kon- ungsfjölskyldan, stjórnmálaleiðtogar, eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust komu saman á minning- arathöfnum, sem haldnar voru þar sem voðaverkin áttu sér stað. „Heiðrum hina látnu með því að gleðjast yfir lífinu,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Nor- egs, í ræðum sínum í gær, er hann ávarpaði fjöldann sem safnaðist sam- an í miðborg Óslóar fyrripart dags og meðlimi ungliðahreyfingar Verka- mannaflokksins á Útey seinna um daginn. „Sökudólgurinn tók mörg líf og olli mikilli þjáningu. Sprengjunum og byssukúlunum var ætlað að breyta Noregi. Norska þjóðin svaraði með því að standa fast við gildi sín. Söku- dólgnum mistókst fyrirætlun sín. Fólkið hafði sigur,“ sagði Stoltenberg við minningarathöfn í stjórnarráðs- hverfinu í Ósló, þar sem sprengja grandaði átta og endurbygging stendur enn yfir. „Við verðum til staðar fyrir þau ykkar sem bera bæði sýnileg og ósýnileg sár,“ sagði Stoltenberg við unga jafnaðarmenn á Útey. „Við verðum til staðar fyrir ykkur þegar kuldinn og myrkrið sækja að. Saman munum við leitast við að endurheimta tilfinningar gleði og vonar,“ sagði hann. Skildi ekki sorgina fyrr en nú Forsætisráðherrann sagði einnig að unga fólkið hefði neitað að sam- þykkja að nokkur þyrfti að láta lífið fyrir skoðanir sínar og að fjöldi ung- menna hefði gengið í raðir ungliða- hreyfingar Verkamannaflokksins eft- ir fjöldamorðin. „Jafnvel þótt við berum þunga byrði, stöndum við enn,“ sagði Eskil Pedersen, leiðtogi ungliðahreyfing- arinnar, í Útey, sem sjálfur slapp naumlega frá byssuskoti við upphaf árásar Breiviks á eyjunni. „Hann tók sumar af okkar yndislegustu rósum en gat ekki hindrað komu vorsins,“ sagði hann. Við minningarathöfnina á Útey voru erindi flutt, söngvar sungnir, og bæði hlegið og grátið. „Þessi afmæl- isdagur er mikilvægur endir tímabils þar sem fjölskyldur hafa haldið fyrstu jól, fyrsta afmæli og fyrsta þjóðhátíð- ardag án ástvinar,“ sagði Kitty Eide, talskona stuðningshóps fórnarlamba árásarinnar og móðir ungmennis sem lifði hana af. „Ég var prestur í mörg ár og hjálp- aði mörgu syrgjandi fólki,“ sagði Roald Linaker, faðir drengs sem lést á Útey, í samtali við norska ríkissjón- varpið. „En ég skildi aldrei til fulln- ustu hversu sárt það væri,“ sagði hann. „Við fórnarlömbin lifum með því sem gerðist 22. júlí hvern einasta dag,“ sagði Viljar Hanssen, sem missti auga í árásinni. „Fjölskyldur fórnarlambanna lifa með 22. júlí hvern einasta dag. Fjarvera þeirra sem voru teknir frá okkur verður jafn tilfinnanleg á morgun. Hvort dagatal- ið segir 20. apríl eða 23. júlí breytir engu fyrir mig,“ sagði hann í samtali við ríkissjónvarpið. Tíu vikna réttarhöldum yfir Brei- vik lauk í síðasta mánuði og er dóms- niðurstöðu að vænta 24. ágúst. Hann verður annaðhvort dæmdur til fang- elsisvistar eða dvalar á lokaðri deild fyrir geðsjúka. Norsk þjóð og gildi höfðu sigur  Norðmenn minnast fórnarlamba voðaverkanna 22. júlí 2011  „Hann tók sumar af okkar yndis- legustu rósum en gat ekki hindrað komu vorsins“  Tímabili fyrstu jóla og afmæla án ástvina lokið AFP Líf Jens Stoltenberg, Eskil Pedersen og Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra, taka undir í söng við minningarathöfnina í Útey. Blómahaf Lítill drengur leggur niður rós fyrir utan dómkirkjuna í Osló. Átta eru enn í lífshættu eftir byssu- árás í kvikmyndahúsi í bænum Au- rora í Colorado á föstudag, þar sem hinn 24 ára gamli James E. Holmes myrti tólf en alls slösuðust fimmtíu og átta í árásinni. Lögregla fór inn í íbúð Holmes á laugardag, eftir að henni tókst að af- tengja sprengjur sem Holmes hafði komið fyrir á víð og dreif um íbúðina, og fann þar í gær tölvu, sem hún von- ast til að geymi upplýsingar um hvernig Holmes skipulagði og fram- kvæmdi árásina. Ljóst þykir að undirbúningur fyrir hana hafi staðið í nokkurn tíma en at- vikið hefur endurvakið umræður um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum, í ljósi þess að skotvopnin fjögur, sem Holmes notaði í árásinni, og þúsundir skota, voru keypt á löglegan máta. Holmes er haldið í einangrun en ástæður árásarinnar liggja enn ekki fyrir. BANDARÍKIN Vekur spurningar um byssulöggjöfina Minning Tólf hvítum krossum var kom- ið fyrir hjá kvikmyndahúsinu í gær. AFP Sautján létu lífið í sprengjuárás- um í Írak í gær en þetta er mesta mannfall í land- inu á einum degi í þrjár vikur. Að minnsta kosti tíu létu lífið og 36 voru særðir þeg- ar tvær bíla- sprengjur sprungu með nokkura mínútna millibili í bænum Mahmu- diyah en hann er um 30 kílómetra suður af Bagdad. Í nærliggjandi bæ, Madain, létust sex og 13 slös- uðust, þegar nokkrar vega- sprengjur sprungu. Þá lést lög- reglumaður í sprengingu í Mosul og níu slösuðust þegar sprengja sprakk í borginni Ramadi. Leiðtogar Al-Kaída í Írak hafa lýst því yfir í hljóðupptökum á net- inu að þeir beini nú spjótum sínum að dómurum og saksóknurum. Þá hafa þeir biðlað til ættbálka súnní- múslima um aðstoð við að end- urheimta landsvæði. ÍRAK Sautján látnir eftir sprengjuárásir í gær Íraskir hermenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.