Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
•
Alicante
Frá kr. 19.900
Allra síðustu sætin í júlí
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt verð á völdum dagsetningum
til Alicante í júlí. Höfum einnig bætt við flugum til og frá
Alicante í haust.
Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér sæti á
frábærum kjörum!
Netverð frá kr. 19.900. Flugsæti á mann aðra leiðina með
sköttum.
Þórarinn Sigurjóns-
son, fyrrv. alþing-
ismaður og bústjóri í
Laugardælum, lést 20.
júlí, 88 ára að aldri.
Þórarinn fæddist 26.
júlí 1923, sonur
hjónanna Sigurjóns
Árnasonar og Sigríðar
Kristjánsdóttur í
Pétursey í Mýrdal. Að
loknu búfræðiprófi frá
Hvanneyri 1943 fékkst
Þórarinn við marg-
vísleg störf og rak um
árabil viðgerðaverk-
stæði í Pétursey.
Þórarinn var bústjóri til-
raunabúsins í Laugardælum frá
stofnun þess 1952 til ársloka 1979.
Hann sat í stjórn Verkstjóra-
sambands Íslands frá 1963 til 1975.
Í stjórn Kaupfélags Árnesinga frá
1962-1992, þar af formaður frá 1966.
Í Stjórn Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga frá 1968-
1992.
Þórarinn var alþing-
ismaður frá 1974 til
1987 fyrir Framsókn-
arflokkinn. Sat á þingi
Alþjóðaþingmanna-
sambandsins 1977-
1985. Í stjórn Fram-
kvæmdastofnunar rík-
isins 1980-1983.
Formaður Þingvalla-
nefndar 1980-1988. Að
auki voru honum falin
fjölmörg önnur trún-
aðarstörf í atvinnu- og
félagsmálum. Fyrir
störf að landverndar- og landbún-
aðarmálum var Þórarinn sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu.
Eftirlifandi eiginkona Þórarins er
Ólöf I. Haraldsdóttir. Börn þeirra
eru Sigríður, Haraldur, Kristín og
Ólafur Þór.
Andlát
Þórarinn Sigurjónsson
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Tveir flóttamenn voru gripnir þegar
þeir reyndu að komast um borð í
Brúarfoss síðastliðinn fimmtudag.
Öryggisverðir Eimskips gripu menn-
ina sem voru með svefnpoka inni á
skilgreindu öryggissvæði. Upplýs-
ingafulltrúi Eimskips segir mikinn
kostnað fylgja því að vakta hafnar-
svæðið og gagnrýnir yfirvöld fyrir að
taka ekki fastar á þeim sem reyna að
laumast úr landi með þessum hætti.
Mikill kostnaður
,,Þetta var áttunda skiptið síðan í
maí en það hafa verið miklu fleiri til-
raunir þar sem við höfum náð að
bægja mönnum frá áður en þeir kom-
ust inn á öryggissvæðið. Oft á tíðum
eru einhverjir fyrir utan svæðið og
gefa þeim sem ætla í skipin upplýs-
ingar í gegnum síma eða talstöð hve-
nær best sé að hlaupa að skipinu.
Þetta er 6-8 manna hópur, sem reynir
stöðugt að komast í skip. Um 17
manns tengjast þessum tilraunum í
heildina. Þeir reyna að dulbúast og
blekkja okkur með alls kyns hlutum.
Einn daginn eru þeir skeggjaðir og
þann næsta eru þeir nauðrakaðir,“
segir Ólafur William Hand, upplýs-
ingafulltrúi Eimskips.
Árið 2009 fannst laumufarþegi
þegar skip á vegum Eimskips var á
leið til Ameríku. Skipið var komið 70-
80 sjómílur frá landi og var því snúið
við eftir að laumufarþeginn uppgötv-
aðist. Ólafur segir að gripið hafi verið
til ráðstafana til þess að koma í veg
fyrir að fleiri laumufarþegar komist
um borð í skip á vegum Eimskips.
„Það er mikill kostnaður sem fylgir
þessu. Við höfum til að mynda sett
upp hundruð myndavéla, bæði hás-
kerpu- og næturmyndavélar. Eins
erum við með auka mannafla í hvert
skipti sem skip fer til Ameríku,“ seg-
ir Ólafur.
Brandari hvernig
yfirvöld taka á þessu
,,Þetta hefur ekkert með þá inn-
flytjendur sem sækja um pólitískt
hæli að gera. Þetta eru menn sem
nota landið sem stökkpall til þess að
komast til annarra landa. Það er
orðið brandari hvernig yfir-
völd taka á þeim. Þeir hafa
jafnvel sótt um hæli og fá
greidda framfærslupeninga
frá íslenskum skattgreið-
endum. Þessa peninga nota
þeir svo til þess að brjóta al-
þjóðalög og reyna að komast
úr landi. Svo er ekkert
gert til þess að reyna að
hindra þetta,“ segir
Ólafur.
Gripnir við að
laumast í Brúarfoss
Eimskip hefur sett upp hundruð öryggismyndavéla
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bjargveiðimenn úr Vestmannaeyj-
um fóru til Grímseyjar og háfuðu þar
lunda til að geta haft þjóðarrétt
Vestmannaeyinga á borðum á bjarg-
veiðimannaballinu í haust. Líklega
verður reyktur lundi ekki á margra
borðum á komandi Þjóðhátíð vegna
lundaveiðibanns í Vestmannaeyjum í
sumar. Soðinn lundi, reyktur eða
ferskur, reyttur eða hamflettur, hef-
ur löngum verið eins konar þjóðar-
réttur Vestmannaeyinga.
Hlöðver Guðnason, formaður
Bjargveiðimannafélags Vestmanna-
eyja, sagði að félagsmenn myndu
virða bann bæjaryfirvalda við lunda-
veiðibanni í Vestmannaeyjum í sum-
ar. Hann sagði bjargveiðimenn vera
leiða yfir því að hafa ekki verið kall-
aðir á fund bæjaryfirvalda þegar
verið var að ræða um hvort veiða
ætti lunda í sumar, en þeir höfðu lagt
til takmarkaðar veiðar í vísinda-
skyni.
Þrjá tíma að veiða skammtinn
„Ég var í Grímsey í nokkra daga.
Það var æðislegt,“ sagði Hlöðver.
Hann fór þangað ásamt þremur öðr-
um úr Bjarnareyjarfélaginu en það
sér um bjargveiðimannaballið í
haust. „Við fengum leyfi Grímsey-
inga til að koma og veiða ákveðinn
skammt. Okkur var farið að gruna að
það yrði ekki leyft að veiða hér í Eyj-
um og fórum á stúfana til að redda
okkur lunda. Við veiddum skammt-
inn á þremur tímum.“
Hlöðver sagði að Vestmanna-
eyingarnir hefðu notið mikillar gest-
risni í Grímsey, en þetta var í fyrsta
skiptið sem veiðimennirnir fjórir
heimsóttu eyna. Gestgjöfunum hefur
að sjálfsögðu verið boðið til Vest-
mannaeyja á bjargveiðimannaballið.
Hlöðver sagði að gríðarlega mikið líf
væri í Grímsey og við eyna.
Ótrúlega mikið fuglalíf
„Við vorum agndofa yfir að sjá
fuglalífið þarna. Það er ótrúlegt. Það
var mikið af sílisfugli að bera í pysj-
urnar. Við reyndum að háfa framhjá
honum og veiða ungfugl og geldfugl.
Það var greinilegt á fuglalífinu að
það var mikil áta í sjónum. Kríurnar,
álkurnar og lundinn voru að bera lítil
síli inn á eyjuna í ungana. Það er
ekkert sem segir manni að það sé
eitthvað að þarna fyrir norðan,“
sagði Hlöðver. Hann sagði að ung-
fuglinn hefði verið mikið á sjónum í
kringum Grímsey og þar hefðu verið
torfur af seiðum í sjónum.
Hlöðver sagði að svo virtist sem
svartfuglavarp hefði gengið vel í vor
og sumar bæði í Grímsey og Vest-
mannaeyjum. Hann sagði að mikið af
svartfuglsungum væri komið á legg
og út á sjó.
Sóttu veislu-
kostinn til
Grímseyjar
Bjargveiðimenn fá lunda að borða
Morgunblaðið/Eggert
Lundar Lundinn hefur átt erfitt
uppdráttar í Vestmannaeyjum.
Lundaveiði ekki leyfð
» Umhverfis- og skipulagsráð
Vestmannaeyja samþykkti 18.
júlí að heimila ekki lundaveiði í
Vestmannaeyjum í sumar.
» Ákvörðunin var tekin í ljósi
mjög bágs ástands stofnsins
undanfarin ár.
» Ráðið áréttar að lundaveiði í
Eyjum er á forræði bæjar-
yfirvalda og verður tekin
ákvörðun um veiðar árlega.
„Það varðar allt að fimm ára
fangelsi að vera inni á öryggis-
svæðum flugvalla. En það virðist
ekki vera eins skýrt þegar kemur
að hafnarsvæðum. Til þess þarf
reglugerðarbreytingu,“ segir
Kristín Völundardóttir forstjóri
Útlendingastofnunar. Hún segir
ekki óalgengt að hælisleitendur
hverfi af landi brott án þess að
vitað sé um afdrif þeirra. „Það er
alltaf hópur fólks sem fer án
þess að við vitum af því. En mér
finnst mjög ólíklegt að fólk
fari af landi brott sem
laumufarþegar án þess að
við vitum af því. Við fáum
alltaf tilkynningar um
það frá skipafélögum ef
einhver hefur komið með
þeim inn í viðkomandi
land. Í fyrra tókst tveimur
að laumast af landi
brott með skipi,“
segir Kristín.
Ekki skýr
refsiákvæði
LÍTIÐ UM LAUMUFARÞEGA
Kristín
Völundardóttir
Brúarfoss Tveir flóttamenn reyndu að komast um borð í Brúarfoss áður en skipið hélt til Ameríku. Mikill kostn-
aður fylgir því að vakta hafnarsvæðið vegna flóttamanna, að sögn upplýsingafulltrúa Eimskips.
Erpur Snær Hansen, líffræðingur
og sviðsstjóri vistfræðirannsókna
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er
í leiðangri um landið að greina
lundavarp.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
honum var hann búinn að kanna
ástandið á sex stöðum af tólf.
„Við fórum fyrr í sumar til þess að
sjá hve margir verpa. En núna erum
við að skoða það hversu hátt hlutfall
lifir af,“ segir Erpur. Búið er að
kanna ástandið í Vestmannaeyjum,
Dyrhóley, Papey, Ingólfshöfða,
Borgarfirði eystri. „Í Vest-
mannaeyjum og Dyrhóley er byrj-
aður ungadauði. Í Ingólfshöfða er
allt dautt, það gerðist í júlí. Helm-
ingurinn er dauður í Papey og margt
bendir til þess að allt drepist þar.
Hins vegar lítur allt vel út í Borg-
arfirði eystri og í Lundey á Skjálf-
anda sem við erum í núna,“ segir
Erpur. vidar@mbl.is
Nokkur
ungadauði í
lundavarpi