Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
18
16
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
LÁTTU FAGMENN
META GULLIÐ
Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt
gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku
á þessu sviði.
Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla
og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri
skartgripagæðum.
Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og
framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri.
Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega
ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum.
Það skiptir mestu máli.
Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki.
Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18.
Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kröpp lægð, sem gekk yfir landið
sunnan- og vestanvert síðdegis á
laugardag, olli ferðafólki nokkrum
vandræðum.
Hálendisvakt björgunarsveita
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
fékk nokkur útköll vegna óveðurs-
ins. Hóparnir upplýstu ferðamenn á
laugardag um það sem í vændum
var svo þeir gætu gert viðeigandi
ráðstafanir.
Þá féllu tvær ferðir Herjólfs til og
frá Landeyjahöfn niður um miðjan
dag í gær vegna mikillar ölduhæðar
við Bakkafjöru.
Ferðamaður fauk í vindhviðu
Tilkynnt var um slasaðan ferða-
mann við Álftavatn um kvöldmat á
laugardag. Sá hafði fokið í vindhviðu
og meiðst á ofanverðu læri. Við
Álftavatn var þá um 30 m/s vindur
og tjöld farin að fjúka. Ekki var
hægt að sækja manninn með þyrlu
vegna hvassviðrisins.
Hópur frá Hálendisvaktinni fór
úr Landmannalaugum á staðinn
ásamt annarri sveit sem var nálæg
og var slasaði maðurinn fluttur nið-
ur í Fljótshlíð þar sem sjúkrabíll tók
við honum, samkvæmt frétt Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar.
Um miðnætti á laugardagskvöld
fór tjaldvagn út af nálægt Hvera-
völlum. Hálendisvaktin á Kili veitti
aðstoð við að koma tjaldvagninum
aftur upp á veg og að festa hann við
bílinn. Um svipað leyti aðstoðaði
Hálendisvaktin í Landmannalaug-
um hóp um 20 franskra ungmenna á
aldrinum 15-17 ára. Tjöld þeirra
höfðu fokið og brotnað í óveðrinu og
voru ungmennin orðin köld og hrak-
in. Þau fengu hlý föt og íslenska
kjötsúpu til að orna sér og skjól í
tjaldi.
Þórður S. Kristjánsson,
björgunarbátur Ársæls í Reykjavík,
var kallaður út undir miðnætti á
laugardagskvöld vegna norskrar
skútu á leið til Reykjavíkur sem
komst ekki til hafnar vegna elds-
neytisskorts. Skútan var komin upp
undir Hvalfjörð en gat ekki nýtt
seglin til að sigla til Reykjavíkur
vegna veðurs og vindáttar. Björg-
unarbáturinn tók skútuna í tog og
kom með hana til hafnar um klukk-
an tvö í fyrrinótt.
Um þrjúleytið í fyrrinótt var hóp-
ur Hálendisvaktarinnar á Sprengi-
sandi kallaður út vegna ferðamanna
sem voru á biluðum bíl við Trölla-
dyngju norðan Gæsavatnaleiðar.
Hálendisvaktin kom til hópsins um
þremur tímum síðar og kom fólkinu
í skjól. Einnig fékk það aðstoð við að
útvega dráttarbíl til að koma bilaða
bílnum til byggða.
Óveðrið olli víða usla og
ferðamönnum skráveifu
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Skjól Tjöld franskra ungmenna fuku í Landmannalaugum. Þau gæddu sér á kjötsúpu í tjaldi Hálendisvaktar SL.
Hálendisvakt björgunarsveita fékk nokkur útköll Skútu komið til aðstoðar
Eldur kom upp í
íbúð í fjölbýlis-
húsi á Tálkna-
firði í gær-
kvöldi. Engan
sakaði.
Fjórar íbúðir
eru í húsinu.
Þrjár fjöl-
skyldur voru
heima þegar
eldsins varð
vart og komust allir út heilir á
höldnu.
Slökkviliðin frá Patreksfirði,
Tálknafirði og Bíldudal fóru í útkall-
ið. Að sögn Davíðs Rúnars Gunn-
arssonar, slökkviliðsstjóra á Tálkna-
firði, er íbúðin mikið skemmd.
Ekki er vitað hvort upptök eldsins
voru af völdum rafmagns eða steik-
ingar á eldavél. Unnið var að því í
gærkvöldi að reykræsta íbúðina.
Eldur í íbúð
á Tálknafirði
Benedikt S. Laf-
leur synti í gær
frá Hegranesvita
inn í höfnina á
Sauðárkróki og
nefnir hann
sundið Hegra-
nessund. Vega-
lengdin er lið-
lega 5 km og var
Benedikt tæpa
þrjá tíma á leiðinni, en hann segir
að enginn hafi synt þetta sund áð-
ur.
Hafgola gerði sundkappanum
erfitt fyrir þegar hann var um það
bil hálfnaður og því var hann leng-
ur á leiðinni en hann hafði gert
ráð fyrir, en hann áætlaði að sund-
ið tæki tvo til tvo og hálfan tíma.
Björgunarsveit Skagfirðinga
fylgdi honum eftir allt sundið og
hvatti hann til dáða.
Æfingasund
Benedikt segir að vegna hafgol-
unnar hafi sundið jafnvel verið
erfiðara en Grettissundið sem
hann synti 2009. Þetta hafi verið
æfingasund fyrir stærra verkefni
og næsta æfingasund yrði Grettis-
eða Drangeyjarsund.
Synti frá Hegranes-
vita að Króknum
Benedikt S. Lafleur.
Í haust verða tökur á nýrri
heimildarmynd um fjárleitir á
Rangárvallaafrétti en Rangvell-
ingar hafa farið með fé á afréttinn
síðan 1892, að undanskildum nokkr-
um árum vegna eldgosa og nið-
urskurðar af sökum sauðfjárveiki.
Það er Guðmundur Árnason á
Hellu sem er upphafsmaður og
framleiðandi heimildarmyndar-
innar og stendur undirbúningur nú
á fullu yfir.
Kvikmyndað í haustleitum
Guðmundur hefur í sex ár farið
sem smali á Rangárvallafrétt. Hann
segir að byrjað verði að kvikmynda
í haustferðinni í ár. Síðan verði unn-
ið úr þeim tökum auk ýmiskonar
heimildaöflunar. Stefnt er að því að
myndin verði í kringum 50
mínútur.
Guðmundur reiknar með að ferlið
í allt geti tekið tvö ár. „Maður má
ekki hugsa of skammsýnt, þetta tek-
ur tíma,“ sagði Guðmundur
Hann leitar nýs fjármagns til að
kosta framleiðsluna sem hann áætl-
ar að verði ein milljón króna í heild-
ina. Hreppsráð Rangárþings ytra
ákvað nýlega að styrkja verkefnið
um 100.000 krónur. ipg@mbl.is
Ljósmynd/Guðmundur Árnason
Fjárleitir Til stendur að gera kvikmynd um fjárleitir á Rangárvallaafrétti.
Heimildarmynd
gerð um fjárleitir
Vindur hefur ekki mælst meiri á
sjálfvirku stöðvunum á Stórhöfða
og í Vestmannaeyjabæ í júlí heldur
en á laugardagskvöldið, að því er
Trausti Jónsson veðurfræðingur
sagði á bloggi sínu (trj.blog.is).
Að sögn Veðurstofunnar mæld-
ist 37,1 m/s hviða klukkan 21 á
Stórhöfða en vindur var 30,9 m/s.
Í Vestmannaeyjabæ var vindur kl.
21 19,1 m/s en 31,8 m/s hviða
mældist þar. Mesti vindur í júlí á
Stórhöfða í veðurskeyti fram að
því var 35 m/s þann 21. júlí 1963.
Rétt fyrir klukkan 21 á laugardags-
kvöld mældist tæplega 40 m/s
hviða á stöð Vegagerðarinnar í
Hvammi undir Eyjafjöllum.
Sólarhringsúrkoma í Bláfjöllum
mældist 70,2 mm á laugardag en á
sama tíma rigndi einungis 2,3 mm
í Reykjavík, samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu Íslands.
Fjöllin skýldu því borgarbúum.
Vindmet á Stórhöfða í júlí
BÁLHVASST VAR VÍÐA Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ