Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2012, Blaðsíða 2
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heimsókn sem konurnar í kaffistof- unni Gamla Rif fengu einhvern tím- ann á sumrinu 2008 hefur leitt til þess að fjöldi erlendra gesta leitar kaffistofuna uppi til að fá sér fiski- súpu og heimabakað brauð og kökur. „Þegar við opnuðum 2009, 1. júní eins og venjulega, hékk fólk hér á húninum með nýja útgáfu af Lonely Planet ferðabókinni þar sem mælt er með þessum stað,“ segir Anna Þóra Böðvarsdóttir sem rekið hefur Gamla Rif í elsta íbúðarhúsinu í Rifi á Snæfellsnesi með Sigríði Margréti Vigfúsdóttur frá árinu 2007. Frá því fjallað var um kaffistofuna í Lonely Planet hefur verið stöðugur straum- ur erlends ferðafólks sem beinlínis leitar hana uppi og nú er kaffistofan einnig komin í þýska ferðabók. Anna Þóra tekur fram að þær hafi ekkert orðið vör við gestinn frá Lonely Planet enda skiljist þeim að ferða- bókahöfundarnir láti ekki vita af sér og mæti eins og hverjir aðrir gestir og segi síðan frá upplifun sinni. „Nú veit ég að svona kynningar eru ekki keyptar auglýsingar,“ segir hún. „Við erum að keppast við að standa undir væntingum,“ segir Anna Þór um viðbrögð við aukinni umferð. Anna og Sigríður vinna sjálfar í kaffistofunni og njóta aðstoðar fjöl- skyldu sinnar, til dæmis dætra og tengdadætra. Sérstaða staðarins er fiskisúpa og heimabakað brauð og kökur. Góða veðrið og orðsporið Margir ferðamenn hafa lagt leið sína um Snæfellsnes í sumar, mest erlendir en Anna Þóra segir að Ís- lendingarnir séu farnir að sjást. Aukning hefur verið á Gamla Rifi á hverju ári frá því opnað var. Sú þróun varð einnig í júní. „Ætli það sé ekki góða veðrið og orðsporið. Fólk er að koma aftur, einnig útlendingar sem hafa fengið ábendingar um okk- ur heima hjá sér. Við erum sér- staklega ánægðar með það,“ segir Anna. Gamla Rif er gamli bærinn í Rifi og landshöfnin og íbúðabyggðin er í landi þess. Langt er síðan bóndi bjó í Rifshúsinu og það hefur gegnt mörg- um hlutverkum síðustu áratugi. Þannig var vélsmiðja í því áður en Anna Þóra og Sigríður Margrét breyttu því í kaffihús. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kaffistofa Anna Þóra Böðvarsdóttir er ánægð með hversu reksturinn í Gamla Rifi spyrst vel út en erlendir gestir leita staðinn uppi. Fiskisagan flýgur  Heimsókn frá handbókarhöfundi kom kaffistofunni Gamla Rifi á kortið  Erlendir ferðamenn leita staðinn uppi Morgunblaðið/Einar Falur Látur Fjöldi sela spókar sig á eyri við ós Sigríðarstaðavatns í Húnaflóa. Þar er eitt helsta selalátur á Vatnsnesi og skiptir fjöldi selanna oft hundruðum. Hún sagði að bæði heimamenn og erlendir og innlendir ferðamenn hefðu tekið þátt í talningunni sem fór fram á stórstraumsfjöru. Sumir koma ár eftir ár í talninguna. Sandra telur seli í helstu látrunum á Vatnsnesi á tveggja vikna fresti all- an ársins hring, þegar stórstraums- fjara er. Helstu látrin eru við Sigríð- arstaðaós og Bjargós, í Hindisvík, á Krossanesi og Illugastöðum. Hún sagði að á þessu svæði væri aðallega landselur og einn og einn útselur. Sandra sagði að áhugi ferðamanna á selaskoðun ykist stöðugt. gudni@mbl.is Um 40 sjálfboðaliðar tóku þátt í sela- talningu Selaseturs Íslands á um 100 km strandlengju Vatnsness og Hegg- staðaness í Húnaþingi í gær. Nið- urstöður talningarinnar liggja fyrir í dag en talningahópar hafa frest til kl. 17 til að skila niðurstöðum. Árleg selatalning hefur farið fram á Vatnsnesi frá 2007 og einnig á Heggstaðanesi frá 2009. Í fyrra sáust 1.033 selir í talningunni. Sandra Granquist, dýraatferlisfræðingur hjá Selasetrinu á Hvammstanga og Veiðimálastofnun, sagði að ekki hefði viðrað mjög vel til talningarinnar í gær. Selatalningin mikla fór fram í gær  Áhugi ferðamanna á selum eykst stöðugt 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tilboð : Fólksbíll – 6500,- (fullt verð 9000,-) Jepplingur – 8000,- (fullt verð 12.000,-) Pantaðu alþrif strax í dag Handþvottur / Handbón Er bíllinn þinn skítugur eftir helgina? BÓNSTÖÐIN DALVEGI 16C Sími 571-9900 / 695-9909 Allir farþegar sem voru á biðlistum með Herjólfi í gær komust til lands með síðustu tveimur ferðum skips- ins. Eins tókst að flytja alla bíla sem biðu flutnings, að sögn Gunn- laugs Grettissonar, rekstrarstjóra Herjólfs. „Það er ekkert eftir, það náðist að sópa allt upp,“ sagði Gunnlaugur í gærkvöldi þegar Herjólfur var far- inn frá Eyjum í síðustu ferð dags- ins. Tvær ferðir Herjólfs til og frá Landeyjahöfn féllu niður um miðjan dag í gær vegna of mikillar öldu- hæðar við Bakkafjöru. Herjólfur sigldi fyrstu ferð dagsins í gær kl. 8.30 frá Vestmannaeyjum og úr Landeyjahöfn klukkan 10. Ferðin frá Eyjum kl. 11.30 var felld niður og skipið sneri frá Landeyjahöfn í ferð sem lagt var upp í kl. 14.30. Herjólfur komst svo í Landeyjahöfn síðdegis og í gærkvöldi. gudni@mbl.is Ölduhæð við Bakkafjöru raskaði áætlun Herjólfs  Allir farþegar og bílar komust til lands frá Eyjum í gær Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Landeyjahöfn Aldan gekk hátt upp á garðana þegar Herjólfur sigldi inn. Í gær voru samtals fimm varðskip við festar í Reykjavíkurhöfn en þar mátti sjá öll íslensku varðskipin þrjú auk tveggja danskra varð- skipa, Hvidbjørnen og Ejnar Mikk- elsen. Á myndinni sést Ejnar Mikkelsen en í bakgrunni sjást íslensku varð- skipin við bryggju. Fimm varðskip í Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.