Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 12
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Stokkur Software er að gera spenn-
andi hluti í þróun snjallsímaforrita.
Fyrirtækið er ungt og hófst starf-
semin ekki fyrir alvöru fyrr en síð-
asta sumar. Viðtökurnar hafa hins
vegar verið mjög
góðar, verkefnin
streyma inn og
starfsmannahóp-
urinn vex hratt.
Helgi Pjetur
Jóhannsson er
hönnuður og einn
af eigendum fyr-
irtækisins. „Þeg-
ar allt er talið er-
um við núna
búnir að þróa á
bilinu 10-12 „öpp“. Sum þeirra er-
um við að gefa út á eigin vegum en
flest eru snjallsímalausnir þróaðar
fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Helgi
en meðal sköpunarverka Stokks má
nefna snjallsímaforrit Póstsins,
Neyðarlínunnar og N1 bensín-
stöðvanna, bílastæðaforritið
Leggja og pöntunarforrit fyrir
Domino‘s.
Sáu möguleikana
og söðluðu um
Meðeigendur Helga eru Hreinn
Gústavsson og Vernharður Reynir
Sigurðsson en leiðir þremenning-
anna lágu saman þegar þeir unnu hjá
fjarskiptafyrirtæki. „Þar þróuðum
við saman Leggja appið sem hliðar-
verkefni og sáum þá svart á hvítu
hvað lausnin var að reynast vel. Við
sáum þarna spennandi möguleika og
úr varð að við ákváðum að láta slag
standa, sögðum upp og fórum af full-
um krafti í app-framleiðslu.“
Helgi segir íslensk fyrirtæki og
stofnanir nokkuð á eftir nágranna-
þjóðunum þegar kemur að þróun og
notkun snjallsímaforrita. Skýringa
sé m.a. að leita í því að Ísland var
lengi að taka upp 3G-tækni; var
næstsíðasta Evrópulandið þar sem
neytendum var boðið 3G samband.
„Efnahagsástandið og stærð mark-
aðarins skýrir þetta líka að nokkru
leyti. Þróun snjallsímaforrita getur
verið dýr, sérstaklega þegar verðið
er sett í samhengi við lágan íbúa-
fjölda landsins, og síðustu árin hafa
fá fyrirtæki haft aflögu þann pening
sem leggja þarf í verkefni af þessum
toga.“
Virðisaukandi tækni
Ef vel tekst til getur snjallsíma-
forrit orðið mjög mikilvæg viðbót við
rekstur fyrirtækis. Helgi segir samt
enga töfralausn að láta búa til „app“,
og verður að gæta þess að þjónustan
sem verið er að setja í farsíma við-
skiptavina sé virðisaukandi fyrir not-
andann. „Það vakti mikla athygli
þegar N1-appið kom á markaðinn,
forritið var mikið auglýst og hlaut
góðar viðtökur. Þar var fyrirtækið
líka að bjóða neytendum nýja þjón-
ustu s.s. að borga fyrir eldsneytið í
gegnum símann. Í kjölfarið varð
ákveðin vakning meðal markaðsfólks
sem fór að sjá ný tækifæri fyrir fyr-
irtæki sín á þessum nýja markaði.“
Mikil verðmæti geta falist í því að
komast að á snjallsímaskjáum við-
skiptavina. „Símarnir eru mjög per-
sónulegt tæki sem fólk er með við
höndina öllum stundum. Að vera
með vörumerki fyrirtækisins á
heimaskjánum er því mjög mikils
virði.“
Íslensk fyrirtæki virðast núna far-
in að sýna snjallsímaforritum mikinn
áhuga og hefur Stokkur þurft að
bæta við sig starfsfólki. „Við erum í
dag með fimm stöðugildi hjá fyrir-
tækinu og auglýstum nýverið eftir
þremur starfsmönnum til viðbótar,“
segir Helgi og bætir við að það sé
hægara sagt en gert að finna á Ís-
landi fólk með réttu menntunina og
reynsluna fyrir app-smíði. „Við þurf-
um samt að stækka til að mæta
aukinni eftirspurn.“
Verðmætir fersenti-
metrar á símaskjáum
Íslensk fyrirtæki taka við sér í notkun „app“ tækninnar
Stokkur bætir við starfsmönnum til að anna eftirspurn
Helgi Pjetur
Jóhannsson
Úrval Nokkur af sköpunarverkum Stokks. Ef vel tekst til getur snjallsíma-
forrit orðið mikil lyftistöng fyrir fyrirtæki og stofnanir.
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Spennandi dómsmál er framundan í Kaliforníu en á
mánudag mun dómstóll þar taka fyrir deilu tækni-
risanna Apple og Samsung. Um er að ræða eitt
stærsta einkaleyfamál tæknigeirans til þessa og seg-
ir Reuters að niðurstaðan geti breytt ásýnd
markaðarins.
Báðir aðilar málsins fara fram á skaðabætur frá
hinum. Falli úrskurðurinn Apple í hag gæti Sam-
sung séð fram á að vera óheimilt að selja Galaxy
spjaldtölvur og snjallsíma á Bandaríkjamarkaði.
Hvað Apple varðar yrði dómsmálið mikilvægur
prófsteinn fyrir þá hertækni alþjóðlegra einkaleyfa
sem fyrirtækið hefur beitt til þessa.
Bolabrögð og svindl
Samsung er í dag stærsti framleiðandi snjallsíma í
heiminum en til samans framleiða Apple og Sam-
sung helming allra snjallsíma sem seldir eru. Fyrir
ári kærði Apple Samsung og sakaði um að hafa ap-
að eftir hönnuninni á iPhone og iPad. Samsung
kærði Apple á móti og hefur slagurinn breiðst út til
dómstóla í tólf löndum. Samsung sakar Apple um að
beita bolabrögðum til að brjóta samkeppni á bak
aftur, minnka val neytenda og draga úr nýsköpun
og þróun.
Apple fer fram á 2,53 milljarða dala í skaðabætur
en upphæðin gæti orðið þrisvar sinnum hærri ef
dómarinn í málinu kemst að þeirri niðurstöðu að
Samsung hafi brotið á einkaleyfum Apple af
ásetningi.
Hafi Samsung sigur gæti það þýtt að iPhone sím-
inn ætti undir högg að sækja á Bandaríkjamarkaði
en nýjasti Samsung Galaxy S III síminn þykir vera
tæknilega fremri nýja iPhone 4S símanum.
Aðrir tæknirisar hafa dregist inn í málið og hafa
Microsoft, IBM, Nokia og Research in Motion m.a.
þurft að fá lögmenn sína til að koma í veg fyrir að
einkaleyfasamningar þeirra verði gerðir opinberir í
réttarhöldunum.
Stjórnendur Apple og Samsung áttu sáttafund 16.
júlí en talið er ólíklegt að samkomulag náist áður
en dómarinn kveður upp úrskurð sinn.
ai@mbl.is
Apple og Samsung fara
í hart fyrir dómstólum
Útkoman gæti mótað ásýnd tæknigeirans
AFP
Græjur Stjórnandi farsímasviðs Samsung, J. K. Shin,
sýnir nýja síma í byrjun árs. Apple er ekki skemmt.
Eitt af þeim snjallsímaforritum
sem Stokkur gefur út á eigin
vegum er leiðsöguforritið Be
Iceland. Helgi segir forritinu
ætlað að vera aðalhjálpartæki
ferðalanga á ferð sinni um Ís-
land en appið inniheldur m.a.
upplýsingar um áhugaverða
áfangastaði og handhægt gagn-
virkt kort yfir hótel og veitinga-
staði. Seljendur vöru og þjón-
ustu greiða hóflegt árgjald fyrir
að koma fram í forritinu. „Þetta
forrit er mest sótta appið okkar
til þessa. Við erum þarna að
auðvelda fyrirtækjum að nálgast
ferðamenn í gegnum snjallsím-
ann, án þess að leggja út fyrir
þróunarkostnaðinum við sjálf-
stætt snjallsímaforrit. Um leið
erum við að hjálpa ferðalöngum
sem í auknum mæli stóla á
snjallsímann þegar ferðast er.
Ég sjálfur læt það oft vera mitt
fyrsta verk þegar lagt er af stað
í borgarferð að slá nafn borgar-
innar inn í leitarvél app-
verslunarinnar og sjá hvaða
gagnlegu forrit, leiðsögubækur
og kort koma í ljós.“
Snjallsíminn löngu orðinn
ómissandi ferðafélagi
ÞRÓUÐU VINSÆLT FORRIT HANDA FERÐALÖNGUM