Morgunblaðið - 30.07.2012, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kúgararnireru marg-víslegir en
eiga um leið margt
sameiginlegt. Eitt
af því er andúð á
menningarverð-
mætum sem gætu truflað
kennisetningar þeirra og ein-
dreginn fjandskapur við
trúarbrögð önnur en þeirra
eigin.
Dæmi um þetta sást í Afg-
anistan fyrir rúmum áratug
þegar talíbanar eyðilögðu tvö
risavaxin búddalíkneski sem
þeir töldu fara illa saman við
það kúgunarsamfélag sem
þeir lögðu allt kapp á að við-
halda. Þeir hafa þurft að láta
undan síga gagnvart öflugum
herjum Vesturlanda, en bíða
eftir að geta hafist aftur
handa við að þvinga hug-
myndir sínar um þjóðfélagið
upp á íbúa landsins.
Fjölmörg dæmi eru líka frá
fyrri hluta liðinnar aldar þeg-
ar byltingarmenn í Sovétríkj-
unum ruddu sér til rúms og
kirkjur voru eyðilagðar eða
teknar til annarra nota. Þá
kröfðust kennisetningar
kommúnista þess að trúar-
brögð almennings vikju enda
mátti ekkert ljós skína í því
myrkri sem átti að innleiða.
Enn hafa kúgararnir endur-
tekið ódæðisverkin, nú meðal
annars í því fjarlæga landi
Malí í vesturhluta Afríku.
Landið er svo að segja stjórn-
laust eftir að stríðsmenn Túa-
rega komu til baka frá Líbíu
eftir fall Gaddafís og hófu bar-
áttu fyrir aðskilnaði norður-
hluta landsins, heittrúaðir ísl-
amistar börðust á sömu
slóðum fyrir sjaría lögum og
herinn gerði valdarán til að
takast á við uppreisnar-
mennina.
Völd stjórnarinnar í suður-
hluta landsins, sem er á veg-
um hersins, ná
ekki langt norður,
en þar hafa íslam-
istarnir náð völd-
um og hafa meðal
annars lagt undir
sig borgina Tim-
búktú, sem hefur að geyma
einhver merkustu menningar-
verðmæti álfunnar.
Íslamistarnir sem vilja
kúga borgarana með sjaría
lögum hafa ráðist á aldagaml-
ar moskur í borginni sem þeir
telja að ógni þeirri útgáfu ísl-
am sem þeir aðhyllast. Í borg-
inni eru einnig forn handrit og
önnur menningarverðmæti
sem nú eru í hættu vegna kúg-
aranna sem vilja beygja íbúa
Malí undir vald sitt.
Fyrir almenning í löndum
sem lenda í klóm kúgara
skiptir litlu hvort þeir segjast
kúga í nafni kommúnisma,
nasisma eða íslamisma svo
dæmi séu nefnd. Vissulega
kann að vera nokkur blæ-
brigðamunur á kennisetn-
ingum kúgaranna en afleið-
ingin er ávallt sú að
einstaklingurinn er einskis
metinn og frelsi hans til at-
hafna eða skoðana hverfur
hratt og örugglega þegar kúg-
ararnir ná völdum.
Malí er ekki langt frá þeim
löndum þar sem rætt var um
að arabíska vorið hefði hafið
innreið sína og hræringarnar
þar eiga raunar sinn þátt í
stjórnleysinu í Malí.
Ekki er enn ljóst hvernig
arabíska vorinu lýkur þó að
víða þykist menn frekar sjá
glitta í íslamskan vetur. Von-
andi verður almenningi í
arabaheiminum forðað frá
þeim örlögum sem víðast.
Litla dæmið frá Timbúktú
sýnir glöggt hve áríðandi er að
menn af því tagi sem þar hafa
náð tökum fái hvorki notið
þeirra þar né annars staðar.
Almenningur hefur í
gegnum tíðina mátt
þola kúgun í nafni
ólíkra kennisetninga}
Kúgararnir
Ekki aðeins al-menningur
krefst skýringa á
meðferð á máli
Huangs Nubos og
áforma hans um
að ná yfirráðum yfir miklu
landsvæði hér á landi. Nú
hafa ráðherrar og þingmenn
bæst í hópinn. Spjótin beinast
einkum að Steingrími J. Sig-
fússyni, formanni VG, sem
virðist eina ferðina enn ganga
erinda samstarfsflokksins.
Enn einu sinni gerist það
líka að reynt er að afgreiða
stórmál með vafasömum
krókaleiðum á bak við luktar
dyr. Framvinda
málsins er jafn
ógagnsæ og
margra annarra
mála sem varða
ríka hagsmuni
allra Íslendinga.
Forystumenn ríkisstjórn-
arinnar geta ekki leyft sér að
halda áfram að reka málið
með þessum hætti. Mál af
þessu tagi er ekki hægt að
leysa með pukri og undir-
málum. Koma þarf hreint
fram og gæta hagsmuna ís-
lensku þjóðarinnar.
Hvort tveggja virðist þess-
um forystumönnum um megn.
Þola áform kín-
verska fjárfestisins
ekki dagsljósið?}
Pukur forystumannanna
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
B
aráttan um gullið er hafin
á ólympíuleikunum í
Lundúnum og verður án
efa hörð næsta hálfa
mánuðinn. En baráttan
um gullið utan leikvangsins verður
ekki síður hörð og margir hugsa sér
gott til glóðarinnar að selja vörur,
þjónustu, minjagripi og annan varn-
ing tengdan leikunum.
Alls eru um 10 þúsund tegundir af
opinberum minjagripum til sölu í
tengslum við leikana í Lundúnum og
er það að sögn mesta úrval, sem um
getur í sögu þessa íþróttaviðburðar.
Skipulagsnefnd ólympíuleikanna
áætlar að minjagripir seljist fyrir
rúmlega 1 milljarð punda, jafnvirði
nærri 200 milljarða króna og hreinn
hagnaður af þessari minjagripasölu
verði um 80 milljónir punda, jafnvirði
um 15,5 milljarða króna.
En markaðsfræðingar lýsa efa-
semdum. Bandaríska blaðið Wall
Street Journal vitnar í markaðs-
rannsóknafyrirtækið Verdict Re-
search, sem telur að velta minja-
gripasölu í tengslum við leikana verði
aðeins um 100 milljónir punda.
Bangsar og geimverur
Skipulagsnefndin, sem gengur und-
ir heitinu Locog, hefur látið framleiða
margskonar minjagripi, þar á meðal
bangsa, sem kosta jafnvirði 25 þúsund
króna, sængurver og handklæði með
breska fánanum, fjórar tegundir af
gúmmíöndum, hnífapör, grillhanska
og regnhlífar. Að ógleymdu merki
ólympíuleikanna í Lundúnum og
Wenlock og Mandeville, opinberum
lukkudýrum leikanna, sem minna
einna helst á eineygðar geimverur.
Wall Street Journal hefur eftir
verslunareigendum í Oxfordstræti, að
sala á ólympíuminjagripum hafi farið
afar hægt af stað. „Það er allt svo
dýrt, hvers vegna ættu ferðamenn að
kaupa þetta?“ spyr kaupmaðurinn
Paygar Sediqi.
Margir þeirra, sem selja ólympíu-
varning á netinu höfðu þegar í síðustu
viku lækkað verðið um allt að helming
þótt leikarnir væru ekki enn hafnir.
Greiða offjár
Fjölmörg stór alþjóðleg fyrirtæki
greiða offjár fyrir að vera opinberir
styrktaraðilar ólympíuleikanna. Áætl-
að er að umrædd fyrirtæki greiði sam-
tals um milljarð punda fyrir þessi
forréttindi.
Alþjóðaólympíunefndin hefur grip-
ið til umfangsmikilla ráðstafana til að
tryggja hagsmuni þessara fyrirtækja
og koma í veg fyrir að önnur fyrirtæki
geti auglýst vörur sínar í tengslum við
ólympíuleikana.
En keppinautarnir hafa fundið leið-
ir fram hjá þessu. Sumir hafa m.a. ný-
lega farið í auglýsingaherferðir með
tengingu við íþróttir og þannig óbeint
við ólympíuleikana. Breska blaðið In-
dependent vísar m.a. til þess, að
skyndibitakeðjan Subway hafi notað
fjóra breska íþróttamenn í auglýs-
ingum undir yfirskriftinni: Æfið mik-
ið. Borðið ferskt. Í Bretlandi er
Subway einn af helstu keppinautum
McDonald’s skyndibitakeðjunnar sem
er í hópi opinberra styrktaraðila
leikanna.
Auglýsingabrellur
Þá hafa keppendur stundum tekið
þátt í auglýsingabrellum. Á ólympíu-
leikunum í Atlanta árið 1996 mátti t.d.
bara nota íþróttavörur frá Reebok.
Breski spretthlauparinn Linford
Christie mætti hins vegar á blaða-
mannafund með linsur merktar
íþróttavöruframleiðandanum Puma.
Nú er boðað, að íþróttamenn, sem
reyna að snúa á auglýsingareglurnar
á ólympíusvæðinu verði látnir greiða
háar sektir.
Barátta um gullið ut-
an ÓL-leikvangsins
Morgunblaðið/Golli
Minjagripir Gestir á ólympíuleikunum skoða minjagripi tengda leikunum.
Alþjóða knattspyrnusambandið
sektaði nýlega danska knatt-
spyrnumanninn Nicklas Bendt-
ner um jafnvirði 15 milljóna
króna fyrir „umsátursauglýs-
ingu“ á Evrópumótinu í knatt-
spyrnu í sumar. Bendtner lét þá
skína í nærbuxur, merktar írska
veðbankanum Paddy’s Power.
Alþjóðaólympíunefndin ætlar
að sögn AFP fréttastofunnar
ekki að láta skoða nærföt kepp-
enda á ólympíuleikunum í Lund-
únum til að ganga úr skugga um
að þar séu ekki að finna auglýs-
ingar frá fyrirtækjum ótengdum
leikunum.
Nærfötin ekki
skoðuð
AUGLÝSINGASTRÍÐ
Lukkudýr Lukkudýrið Wenlock fær
óáreitt að auglýsa Lundúnaborg.
Í
fyrradag voru 110 ár liðin frá fæðingu
austurríska heimspekingsins Karls R.
Popper. Á morgun verða svo 100 ár lið-
in frá fæðingu bandaríska Nóbels-
verðlaunahafans í hagfræði, Miltons
Friedmans.
Friedman var einhver skarpasti og áhrifa-
mesti fræðimaður á sviði peningamálastefnu, en
Popper var áhrifamesti vísindaheimspekingur
síðustu aldar og höfundur rita um stjórn-
málaheimspeki sem m.a. veittu söguhyggju
marxismans náðarhöggið. Þessir hugsuðir voru
báðir frjálshyggjumenn og tveir af stofnendum
Mont Pèlerin Society.
Þegar vinsældir frjálshyggjunnar stóðu hvað
hæst, komust til valda stjórnmálaleiðtogar á
borð við Margaret Thatcher og Ronald Reagan.
Í kjölfarið hrundi kommúnisminn í Sovétríkj-
unum og Austur-Evrópu með þeim eftirmælum að sú al-
ræðisstefna hefði á 20. öld kostað a.m.k. 100 milljónir sak-
lausra borgara lífið. Kommúnisminn er því dauður sem
stjórnspekikenning.
En skyldi frjálshyggjan líka vera dauð?
Popper, Friedman og frjálshyggjunni hefur að sjálfsögðu
verið andmælt á ýmsa vegu. En í allri þeirri gagnrýni er ís-
lenski vinstri hælkrókurinn svolítið sér á parti svo ekki sé
meira sagt: Á haustdögum 2008 fékk sú frumlega kenning
byr undir báða vængi hér á landi, að gjaldþrot þriggja ís-
lenskra banka hefði afsannað frjálshyggju í eitt skipti fyrir
öll. Að vísu hafa bankar um víða veröld verið að fara á haus-
inn frá örófi alda án þess að frjálshyggju sé þar
sérstaklega getið. Ég hef þess vegna aldrei skil-
ið vinsældir þeirrar kenningar að fíflagangur í
þremur íslenskum bönkum hafi náð að gera út
af við frjálshyggjuna. Sennilegasta skýringin á
því að fólk kaupir svona þvætting er líklega sú
að þeir sem verða fyrir eldingunni hugsa ekki
skýrt um þrumuveður fyrsta kastið á eftir.
Þetta vissu vinstri púkarnir sem reyna enn að
halda við heilahristingnum með innantómri
slagorðasíbylju um „arkitekta hrunsins“ og
„frjálshyggjupostula“.
En þegar ringlandinn fer að rjátlast af mönn-
um ætti þeim þó að verða smám saman ljóst að
það var ekki frjálshyggja – heldur þvert á móti,
skortur á frjálshyggju og ábyrgð – sem settu ís-
lensku bankana á hausinn. Sama er að segja um
hrunadansinn í Evrópu sem nú stendur hvað
hæst. Það segir sig sjálft að ef bankastjórnendur komast
upp með það að fara með sparifé fólks í spilavítin til að
græða sjálfir – og tapa á kostnað almennings – þá gera þeir
það. Ríkisábyrgð á bankainnistæðum er því ávísun á gegnd-
arlausa áhættu og óábyrga bankastjórnun. Í Evrópu sitja
sömu, óhæfu bankastjórarnir og fitna á sömu fjósbitunum, á
meðan heilu þjóðirnar eru hnepptar í skuldaþræladóm
bankaábyrgðar ESB. Þetta er ekki frjálshyggja, né rétt-
læti, né ábyrg stjórnmálastefna. Þetta er Evrópusósíalismi
Jóhönnu og Steingríms. Hann kemur auðvitað skýrast fram
í afstöðu þeirra til Icesave og þráhyggjunni um að koma
okkur inn í brunarústir ESB. kjartangunnar@mbl.is
Kjartan G.
Kjartansson
Pistill
Popper, Friedman og frjálshyggja