Morgunblaðið - 30.07.2012, Page 17

Morgunblaðið - 30.07.2012, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 ar með blómakrans á höfði, æska landsins heillaði þig alveg, þú gast ekki hætt að horfa á þessar fallegu snótir. Sænskt hlaðborð hjá Bitte, ó, hvað þú varst glaður og ekki má nú gleyma jarðar- berjatertunni í eftirrétt. Brúðkaupsdagur Grétars og Eddu 6. júlí síðastliðinn var fal- legur sólskinsdagur. Þá komum við með veislu til þín þar sem heilsan leyfði ekki að þú kæmir til okkar og var ekki langt í húm- orinn hjá þér þrátt fyrir veik- indin. Þetta var dásamlegur dag- ur. Í þínum veikindum sást svo vel hversu fallegt hjónaband ykkar Rúnu var. Rúna hefur ver- ið kletturinn við hlið þér alla tíð, í gegnum súrt og sætt. Kærleik- urinn, virðingin og þakklætið var það sem einkenndi ykkar fallega hjónaband. Takk fyrir allt elsku tengda- pabbi. Helga Marta. Ég naut þeirra forréttinda að eiga Grétar sem vin og tengda- föður í heil 32 ár. Við andlát hans rifjast upp óteljandi góðar minn- ingar, allt frá okkar fyrstu kynn- um til hans síðasta dags. Á þess- um tíma hafa litið dagsins ljós tvær nýjar kynslóðir barna- og barnabarnabarna sem Grétar náði að njóta og hafa sín áhrif á með nærveru sinni og umhyggju. Grétar var mikill gæfumaður og lifði skemmtilegu, hamingju- sömu og ástríku lífi. Lífi sem hann sjálfur skapaði með dugn- aði sínum, útgeislun, smitandi kímni og æskuástinni og lífsföru- nauti, henni Rúnu tengda- mömmu. Grétar var í orðsins fyllstu merkingu reglumaður í stóru sem smáu og mjög fastheldinn á sitt. Á hverju kvöldi undirbjó hann morgundaginn af mikilli nákvæmni. Þá var til dæmis gert klárt fyrir morgunmatinn sem var alltaf klukkan hálf átta, en hann samanstóð af AB mjólk, brauðsneið með osti og te með mjólk útí. Samtímis hlustaði hann á morgunútvarpið og las blöðin við borðendann í stofunni á Skriðustekknum. Þetta mátti ekki bregðast, annars var dag- urinn ónýtur, fannst honum. Þegar þau Rúna dvöldu hjá okkur í fríum sínum á Möðru- völlum voru viðbótarreglur sem þurfti að fara eftir. Klukkutíma fyrir kvöldmat var alltaf „happy hour“ sem byrjaði með því að blandað var í eitt glas 6 cl rauð- um Smirnoff vodka, 12 cl kók sem fyllt er síðan með klaka og hálfri sítrónusneið ofaná. Skál! Þetta var ekki besti áfengi drykkurinn sem Grétar hafði smakkað á ævinni „… en maður verður ekki þunnur af honum.“ Þannig hugsaði hann ávallt fram í tímann. Þetta var kallatíminn okkar Grétars þar sem við reif- uðum þjóðmál dagsins sem við báðir höfðum mikinn áhuga á. Annars þurfti Grétar ekki áfengi til að losa um málbeinið og segja skoðanir sínar eða vera fyndinn og skemmtilegur. Það var hon- um meðfætt. Þá var það regla að fara að veiða í Hörgá en Grétar var áhugsamur stangaveiðimaður. Veiðidótið hans var einfalt. Mitchell veiðihjól, 7 feta ABU stöng, gult flotholt, tveggja og hálfs feta langur taumur, sil- ungaöngull nr. 6, 1/3 maðkur, kaffibrúsi og kollur til að sitja á. Þannig veiddi hann vel og oft betur en tengdasonurinn með sínar 1000 flugur og vaðandi bakka á milli. Það var ekki bara fólk sem laðaðist að persónutöfr- um Grétars heldur líka fiskar og dýr. Fyrir þessar minningar og margar fleiri verð ég Grétari æv- inlega þakklátur. Þó er ég mest þakklátur Grétari fyrir það að gefa sér tíma fyrir rúmum 55 ár- um að kveikja líf í ástinni minni og hamingju. Þóroddur Sveinsson. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja einstakan mann sem reyndist gullmoli í lífi mínu. Ég kynntist Grétari fyrir tæp- um tuttugu árum þegar ég og dóttir hans Margrét fórum að vera saman. Snemma kom mjög vel í ljós að við náðum einstak- lega vel saman, húmor okkar smellpassaði, þó að margir aðrir næðu honum ekki. Elsku Grétar minn vildi alltaf allt fyrir mig gera enda hlúði hann vel að sín- um. Ég á óteljandi yndislegar minningar um þennan einstaka mann, t.d. mun ég aldrei gleyma dásamlegri ferð sem við fórum saman til Mallorca. Grétar var þá ekki mjög góður til heilsunnar en fór samt í allar þær ferðir sem við vorum búin að skipuleggja. Grétar var mikill prakkari og lærði ég margt skemmtilegt af honum. Grétar var mér ekki að- eins tengdafaðir heldur var hann líka einn af mínum allra bestu vinum. Grétar var einstaklega fé- lagslyndur og hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagn- aðar, enda kunni hann ógrynni af ljóðum og skemmtisögum. Hann var líka einstaklega ljóðelskur og fann oft tilefni til að fara með ljóð. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Elsku Rúna, Ninna, Svanur, Ingvar, Magga mín og fjölskyld- ur, ég samhryggist ykkur en veit að minning um stórkostlegan mann mun alltaf lýsa upp hjörtu okkar. Elsku Grétar minn tengda- pabbi og vinur, ég sakna þín svo sárt, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Minning þín mun alltaf vera ljós í lífi mínu. Þinn tengdasonur, Guðjón. Kæri Grétar afi minn. Senni- lega með því erfiðasta sem mað- ur gerir er að skrifa um fallna hetju. Ég mun alltaf muna eftir þér sem lífsglöðum og ævintýra- gjörnum manni, varst alltaf með í öllu og með nýjustu græjurnar. Það klikkaði ekki þegar maður kom til ykkar í Skriðustekkinn öll þessi ár að þú stalst alltaf af mér derhúfunum mínum og sagðir mér að ég væri að týna buxunum. Held að þær hafi alltaf verið týndar. Eða þegar þú komst til okkar í sveitina og trommaðir á settið mitt af mikilli ákefð! Maður var nú ekkert skárri og spurði þig alltaf hvenær barnið kæmi! Síðan skammaðir þú mann alltaf þegar maður var með læti af því að maður væri að vekja gömlu kon- una í kjallaranum, sem var eng- inn. Alltaf var ég hrifinn af þínu lífi og stoltur að eiga afa eins og þig, enda er ein af mínum hetjum fall- in frá. Varst alltaf svo glaður og grínið aldrei langt frá þér, sama hvað gekk á, jafnvel í gegnum veikindin. Ein af þeim mörgum fyndnu sögum sem þú sagðir mér á mín- um yngri árum var þegar við vor- um í Hagkaup saman með mömmu og pabba, og ég spurði þig í röðinni fyrir framan fullt af fólki hvort þú værir með typpi eins og ég? Þú varst víst ansi vandræðalegur og sagðir við mig „… þegiðu strákur“ en hafðir lúmskt gaman af. Þú varst alltaf fullur af sögum úr þínu og annarra lífi sem mað- ur hlustaði ákaft á enda enduðu þær alltaf í gríni og glensi og maður hló dátt. Þú varst mikill ferðalangur og ferðaðist um allt og vildir bara helst ekki vera kyrr, sama hvað maður sagði. Hafðir mikið gaman af að koma í Hörgána og veiða með okkur sveitadurgunum. Man eftir því þegar við fórum saman suður og þið tókuð mig til Hval- fjarðar að skoða gömlu her- mannabraggana, ég var mjög glaður að fá að sjá þá. Þú vildir alltaf hjálpa manni, það var aldrei neitt mál að fara með mann í Kolaportið eða skutla manni til vinar í borginni, enda leiddist þér ekki að koma með í Kolaportið. Þú vildir alltaf læra allt um nýju tækin sem þú varst að fá þér, hvort sem það var sími, spjaldtölva eða eitthvað nýtt sem þú gætir gert í tölvunni, og varst stoltur að sýna manni það nýja sem þú lærðir. Þú lærðir hratt og skrifaðir allt niður hjá þér til að vera viss um að gleyma engu. Maður vaknaði oft við útvarpið þitt, fyrirgefðu, útvörpin þín á morgnana og þá vissi maður að þú værir kominn á stjá. Oft vakn- aði maður þá og fékk sér morg- unmat með þér og þá spurðir þú mann alltaf hvernig maður hefði sofið og alltaf er gott að sofa heima hjá ömmu og afa. Eftir morgunmatinn varstu oft að lesa blöðin og sagðir nýjustu fréttir yfir Cocoa Puffsinu sem maður var alltaf að kjamsa á. Þegar Sveppi og Auddi voru í sjónvarpinu fannst þér ekkert skemmtilegra en að segja að þetta væru nú meiri vitleysing- arnir, samt horfðir þú alltaf á þá. Enda held ég að húmorinn minn komi frá þér, fimmaura- brandarar eru bestir. Þegar ég skrifaði þetta til minningar um þig var ég með Louis Armstrong í eyrunum sem var þinn uppáhaldsdjasstónlist- armaður. Þinn afastrákur, Snorri Sveinn Þóroddsson. Þegar maður er lítill heldur maður að vinir, ættingjar og maður sjálfur lifi að eilífu og þeir nánustu verði alltaf hjá manni. En þegar maður eldist veit maður að þannig er það ekki, en samt vill maður alltaf reyna að sannfæra sjálfan sig um að þann- ig sé það. Ég vissi að þú myndir kveðja okkur fljótlega en eitthvern veg- inn er maður aldrei alveg undir það búinn þegar það gerist. Ég er ekki ennþá almennilega farinn að skilja það að þú sért farinn frá okkur. Það á eftir að verða skrítið að fara upp í Skriðó og heyra ekki í neinum sem raular eða trommar á borðin lengur. Ég hef erft þetta frá þér og tromma mikið á borð sjálfur og ég lofa þér að ég mun kenna Freyju þetta líka svo að þessi sið- ur deyi ekki. Ég er rosalega glaður að ég kom í afmælisveisluna þína og fékk að sjá þig og fagna með þér og okkar fjölskyldu. Það var svo gaman að sjá hvað þú ljómaðir allur af gleði þennan dag og naust þín vel. Þú hefur alltaf verið mikil fé- lagsvera og þér leið alltaf best í kringum fólk. Enda varst þú líka alltaf svo opinn og glaður og náðir alltaf að hrífa fólk með þér. Ég á eftir að sakna þín mikið, afi minn, og ég á aldrei eftir að gleyma öllu sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina. En ég veit þó að við eigum eft- ir að hittast aftur þegar það kem- ur að mér að kveðja þennan heim og að þú átt eftir að vaka yfir okkur um alla framtíð. Kveðja, Hermann. Þetta er manni svo óraunveru- legt að afi sé farinn. Afi sem var alltaf svo hress og kátur brand- arakall. Þú varst mér svo kær og ótrúlega góður. Kenndir mér að raka mig, slá, raka, standa nær klósettinu þegar maður pissar og þetta helsta sem maður þarf að kunna til að vera húsum hæfur. Ég var nú ekki gamall í árum tal- ið þegar þessi kennsla fór fram því ekkert var blaðið í rakvélinni, hélt um fremri stöngina á sláttu- vélinni með þig fyrir aftan mig, loftaði varla hrífunni og ég veit svo sem ekki hvern ég er að blekkja því ég stend ennþá þétt upp við klósettið. Ekki má heldur gleyma kyn- lífskennslunni sem amma var svo hrifin af þegar við villtumst á erótíska mynd í sjónvarpinu eitt kvöldið sem ég var hjá ykkur. Ég sagði frekar hátt svo amma myndi örugglega heyra: „Afi sérðu brjóstin á þessari!“ Þá heyrðist frá ömmu: „Hvað ertu að láta barnið horfa á Grétar!“ Svo hlógum við auðvitað og end- urtókum þetta þangað til amma kom frekar óhress með þig og hlógum svo ennþá meira svo heyrðist bara: „Þið eruð nú meiri grallararnir,“ í henni ömmu. Við áttum nú meira af þessari stríðni gagnvart ömmu. Æ, æ- brandarinn dugði í mörg mörg ár. Þá var nóg að ég segði „Æ, æ, afi“ og þá heyrðist í ömmu: „Hvað ertu nú að gera honum Gunnari mínum Grétar!“ Þegar ég bað þig að þykjast geifla þig með gervitennurnar ásamt svo mörgu öðru sem ég ætla ekkert að upplýsa hér því þá veit amma af því. Skrýtið að amma skuli ekki bara hafa hent okkur báðum öfugum út stundum. Ég gat alltaf talað við þig á mínu máli og á mínu stigi. Þú virtist geta talað við mann á öll- um aldursstigum með slangri og öllu. Því eldri sem maður varð því dónalegri urðu brandararnir bæði frá mér og þér. Þú hafðir líka þann góða eiginleika að geta borið þig og klætt eins og ég. Derið aftur og buxurnar á hæl- unum, þótt ég hafi aldrei fylgt þeirri tísku virtist þú vilja það. Annars varstu alltaf flottur í tauinu og kenndir mér að brjóta saman sparifötin á réttan hátt og eru þau brotin svoleiðis saman ennþá í dag. Ég mun ávallt hugsa til þín og líta upp til þín. Þú varst meira en bara afi minn, þú varst besti vin- ur minn, hetjan mín, fyrirmyndin mín og sá sem ég dái. Það er alltaf svo gott að koma í Skriðustekkinn því þar er alltaf tekið á móti manni af svo mikilli hlýju og kærleik. Ég trúi ekki öðru en það sé búið að taka þér af sömu hlýju og kærleik og þú tókst á móti okkur. Við höfðum líka gaman af að sýna hvor öðrum ljóð svona í seinni tíð og ég ætla að biðja þig að fara yfir þetta eins og hin sem komu á blað frá mér: Grétar afi ég mun sakna þín, varst mér svo rosalega kær. Gafst lífi mínu allt aðra sýn, við gleymum ei hvernig afi hlær. Fengum saman á góðum stundum. að létta lund á fjölskyldufundum, Fólk það fór að brosa eða hlæja, afi kunni að létta á okkar lundum. Þú barst svo vel í okkur hlátur, svo tárin bárust út á hvarma. Nú er hjá öllum mikill grátur, fráfall þitt munum lengi harma. (G.Þ.) Við fjölskyldan á Bræðraborg viljum þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst okkur. Við munum sakna þín sárt. Gunnar Þóroddsson. Kæri afi. Þú tókst það alltaf að þér að fá aðra til að brosa. Enginn fór jafngjarnan með brandara, eða gantaðist jafn mik- ið við okkur frændurna þegar við vorum ungir. Enginn var jafnhagyrtur og lagði jafnmikið á sig að semja vís- ur og ferskeytlur við öll möguleg tækifæri. Ég man eftir manni sem gat ekki stillt sig um að koma okkur til að hlæja, jafnvel þegar honum leið mjög illa á sínum síðustu dögum. Ég man eftir Hurðaskelli sem kom alltaf um jólin að gleðja okk- ur frændurna með gjöfum og sprelli. Ég man eftir að vera barn og vilja verða alveg eins og afi, þó svo ég hafi ekki vitað hvað það þýddi. Það er skýrt fyrir mér núna. Hvort sem var í félagsstörfum eða fjölskylduboðum settirðu aðra ávallt á undan þér og gerðir allt sem þú gast til að gleðja þá sem þér þótti vænt um. Ég vona að ég komist ein- hverntíma með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Veröldin verður dimmri og þyngri án þín. Við vonum öll þú hafir að lífi loknu fundið jafnmikla gleði og þú hefur gefið okkur. Þinn nafni. Grétar Hannesson. Í myrkrinu er ljós Við hvern dauða er nýtt líf Hver sál er þó ekki horfin að eilífu Heldur sveimar um sitt og sína Um okkar svörtu sanda Í okkar heimalandi sem fjarlægra landa Veikur líkami skal þó hvíldur nú og ofan í kistu liggur í ró Kyrrðin er falleg, þrátt fyrir allt Nú ertu kominn á betri stað Líf mitt heldur áfram, meðan þitt endar Tárin streyma jafnt sem hugsanir Takk fyrir allt. Anton Helgi. Það er undarlegt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hitta hann Grétar aftur hér á þessari jörð. Grétar, þennan góða mann sem hann hafði að geyma. Hann var eiginmaður Rúnu frænku, faðir frænda minna og frænkna sem mér þykir svo vænt um. Hann var og er órjúfanleg sam- tenging sem er „Rúna og Grétar“ Grétar kemur fyrst upp í minningum mínum í Granaskjól- inu þar sem þau hjónin bjuggu ásamt ömmu minni og frænd- systkinum. Einu sinni var ég í pössun þar mjög ung að árum og man að þá fékk ég að gjöf bleik heimaprjónuð barbie-föt. Ætli Grétar hafi nú nokkuð haft með það að gera, hann hefur senni- lega verið við sína vinnu í Straumnesi sem þá var nýlendu- vöruverslun á Nesvegi. Þar var hann verslunarstjóri og þótti mér afskaplega spennandi að koma í heimsókn þangað. Sú verslun var svo síðar flutt upp í Breiðholt þar sem þau hjónin festu einmitt kaup á húsi sínu við Skriðustekk. Í Skriðustekk 3 komum við oft, foreldrar mínir og systkini. Af- mælisveislur, jólaboð, heimsækja ömmu eða bara „droppa við“. Alltaf var Grétar hrókur alls fagnaðar og ef um veisluhöld var að ræða þá lá hann ekki á liði sínu. Fór með vísur, stökur, limr- ur, þulur og bara allt sem nöfn- um tjáir að nefna í því samhengi. Þar var ekki komið að tómum kofanum, hann kunni bókstaflega allt. Svona liðu árin, ég vissi af Grétari í Straumnesi og leit þar við hjá honum á unglingsárum mínum og vissi að þar átti ég hauk í horni. Ef eitthvað var um að vera í fjölskyldunni þá voru Rúna og Grétar ævinlega efst á gestalist- anum því svo náin eru þau okkur. Stundum gerist það að ég segi „og svo koma Rúnar og Gréta“, nei ég meina Rúna og Grétar, svo samtvinnuð eru þau hjónin að nöfnin þeirra renna saman. Oft lögðu þau hönd á plóg þegar stór- veislur voru framundan og færði ég einmitt Grétari mynd af hon- um við slíkt tækifæri um daginn þar sem hann hnyklar vöðva sína til sönnunar um hversu mikið hreystimenni hann var. Það sýndi hann svo sannarlega í veik- indum sínum og gerði sér lítið fyrir og sló upp veislu á 75 ára af- mælisdeginum sínum í apríl sl. Sú veisla verður lengi í minnum höfð. Þarna stóð hann veikum fótum en andinn var sterkur og ómetanlegt að eiga þessar ljúfu stundir með fjölskyldunni. Grétari vil ég þakka fyrir það hversu góður hann var við hana ömmu mína öll þau ár sem hún bjó hjá þeim hjónum, það er ómetanlegt. Elsku Rúna frænka, Ninna, Svanur, Ingvar, Margrét og fjöl- skyldur. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Með Grétari er fallinn frá góður eiginmaður, fað- ir, tengdafaðir, afi, langafi og vin- ur. Blessuð sé minning hans. Inga Lára. Jafnvel þegar maður veit að hverju stefnir fylgir því alltaf tregi að sjá á bak ástvinum. Svo var einnig þegar ég frétti að föð- urbróðir minn Grétar Hannesson væri látinn. Hann hafði um nokk- urn tíma verið að stríða við þann illvíga sjúkdóm krabbamein, en á ákveðnum tímapunkti var ljóst að hann myndi lúta í lægri haldi fyrir honum. „Þetta er leiðin okk- ar allra,“ sagði faðir minn, en samt er eins og við forðumst að viðurkenna þá staðreynd í lengstu lög. Ég á bara skemmtilegar minn- ingar frá samskiptum mínum við Grétar frænda. Hann var alltaf svo jákvæður og glaður, tilbúinn til að grínast og segja skemmti- legar sögur. Þegar ég var lítil og hann og Rúna voru enn barnlaus, komu þau stundum til að passa okkur systkinin. Við biðum full tilhlökkunar um leið og við viss- um að von væri á Grétari, því þá vissum við að kvöldið yrði skemmtilegt og gjarnan farið seinna að sofa en vanalega. Hann þreyttist ekki á að fara í alls kon- ar leiki með okkur, meðal annars feluleik, sem okkur þótti svo skemmtilegur. Grétar var alltaf glæsilega klæddur og lagði mikið upp úr því að vera fínn í tauinu, eins og það var kallað þá. Um tíma lagði hann stund á leiklistarnám og eitt sinn fékk faðir minn hann til að leika fyrir okkur jólasvein. Við biðum hrikalega spennt meðan pabbi sótti jólasveininn upp í Esju, að okkur var sagt. Loks mætti Kertasníkir með fullan poka af gjöfum og þá var nú gam- an. Við gáfum honum að sjálf- sögðu kerti en hann lék hlutverk sitt svo vel að ég fattaði alls ekki að þetta væri Grétar, þótt ég segði við móður mína, þegar jóla- sveinninn fór út um kjallara- tröppurnar: „Mamma! Jóla- sveinninn á alveg eins skó og Grétar frændi.“ Eins og gerist og gengur dró úr samskiptum fjölskyldunnar þegar ég varð eldri, en ekki skyldi bregðast að þegar við Grétar hittumst væri gleði og gaman – og næstum eins og við hefðum hist í gær. Ættarmót föð- urfjölskyldunnar á Hellnum var einn slíkur viðburður. Grétar hafði nú ekki ætlað að nenna að mæta og alls ekki að gista, en dreif sig þó og naut sín svo vel, að þegar kom að heimferð var hann tregur til að kveðja, því samver- an með fjölskyldumeðlimum sem hann hafði ekki séð lengi var svo skemmtileg. Milli okkar Grétars voru alltaf sterk tilfinningabönd og eftir að ég varð eldri sagði ég honum í hvert sinn sem ég hitti hann hversu vænt mér þætti um hann. Meðal annars fékk ég tækifæri til þess viku áður en hann féll frá. Ég votta Rúnu (Sigrúnu Stein- grímsdóttur) eiginkonu hans, sem alltaf hefur verið kletturinn við hlið hans, samúð mína svo og börnum og barnabörnum. Guðrún Guðjónsdóttir Bergmann.  Fleiri minningargreinar um Grétar Hannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.