Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Oft er gott sem aldnir kveða. Haldið
ró og reynið að vinna skipulega því þannig
nýtist tíminn ykkur best.
20. apríl - 20. maí
Naut Vinur mun veita þér holl ráð í dag og
eins gætir þú gefið góð ráð. Kannski með
því að hafa eina eða tvær hugmyndir um
hvað þig langar til að gera.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu vakandi fyrir tækifærum til
að koma þér á framfæri við yfirmenn þína
og aðra sem geta haft áhrif á starfsframa
þinn. Svartsýni er skammsýnt viðhorf til lífs-
ins.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér hefur tekist að verða hluti af að-
stæðum sem þig dreymdi mikið um að kom-
ast í. Láttu aðra ekki hafa áhrif á ákvarðanir
þínar í þessum efnum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekki flokka eitthvað flókið í bara svart
og hvítt. Reyndu að líta þannig á að þú hafir
fæðst fimmtíu árum fyrir tímann og því sé
ekki von þótt fólk skilji þig ekki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur nóg að gera í félagslífinu og
nýtur þess að eiga góða vini. Að lesa og
hlusta á hvetjandi verk verður bráðnauðsyn-
legt þroska þínum í næstu viku.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú kannt að halda að það sé jákvætt að
hrífast af tiltekinni hugmynd í dag. Dagurinn
í dag er tilvalinn til þess að horfast í augu
við eitthvað sem þú telur að verði
óskemmtilegt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Næstu vikur bera með sér
glaum og gleði, áhyggjuleysi, ævintýri og
rómantík. Brjóttu upp gráma hversdagsins
og settu lit á dag þinna nánustu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Viðleitni þín til þess að fram-
kvæma eitthvað í hópi eða samstarfi við
aðra verður stöðvuð tímabundið. Bíddu með
innkaup til morguns og notaðu daginn þess
í stað til samvista við fólk.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Öll umræða þín við vini reynist
erfið í dag. Ekki fallast á nokkurn hlut í dag
og ekki skrifa undir samninga.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sumum finnst þeir þurfa að fegra
hlutina en það á ekki við um þig. Núna er
þér óhætt að ráðgera stutt ferðalög og frí.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ættir að gefa þér tíma til þess að
beita fortölum frekar en beinum skipunum.
Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á
nýtt frá a til ö.
V. St. skrifar um ráðstjórnar-afmælið í Lesbók Morgunblaðsins
20. nóv. 1927, þar sem er að finna þessa
klausu, sem ég vitnaði til í síðasta
Vísnahorni:
„Þegar brydda tók á bolsahreyfing-
unni nyrðra, hraut hagyrðingi einum
þessi staka af munni:
Upp er skorið engu sáð,
allt er í vargaginum.
Þeir, sem aldrei þekktu ráð,
þeir eiga að bjarga hinum.“
Brynjólfur Steingrímsson sendi mér
netpóst af þessu tilefni með svohljóð-
andi athugasemd: „Þessi vísa er eftir
afa minn Egil á Húsavík og Friðrik á
Halldórsstöðum og er ein af kerskn-
isvísum þeirra félaga og frænda, sem
þeir gerðu um sveitunga sína á ung-
lingsárum. Ég hef aldrei heyrt það að
þessi vísa sé gerð af póltískum
ástæðum.“
Nauðsynlegt er, að þessi athuga-
semd komi fram, en breytir ekki hinu,
að vísan hafði sterka pólitíska skír-
skotun á sínum tíma.
Vísan hefur verið öðrum eignuð en
þeim félögum, svo að mér þykir rétt að
vitna í grein Bjartmars Guðmunds-
sonar á Sandi í Morgunblaðinu 27. júní
1973:
„Staka þessi er eftir Egil Jónasson,
sem heima átti í Hraunkoti í Aðaldal,
þegar hún varð til, og Friðrik Jónsson
póst og bónda á Helgastöðum.
Þetta er einhver allra fyrsta fer-
henda, sem á flot fór eftir Egil. En
Friðrik var þá alkunnur hagyrðingur í
Þingeyjarsýslu. Mun seinni helming-
urinn hafa orðið til á undan hinum.
Vísan þótti vel gerð og fór strax víða
og lærði ég hana einhvern tíma á ár-
unum kringum 1920. Enginn getur víst
sagt um, hvernig eignarrétti þeirra fé-
laga að þessari sameign var háttað.
Samt tel ég líklegt, að Friðrik hafi átt
öllu meira af efniviðnum. En hand-
bragðið gaf vísunni vængi meira en
efnið, og þó hvort tveggja. Hún varð
mér sérstaklega minnisstæð vegna
þess, að hún var ein sú allra fyrsta, sem
frá Agli fór út fyrir heimabyggðir.“
Enn skrifar Bjartmar:
„Ekki verður sagt að miklu muni á
orðunum „illa sáð“, „aldrei sáð“ og
„engu sáð“. Samt ber rétta orðið af
hinum. Og oftast er það svo, að hárs-
breiddin ein skilur á milli feigs og
ófeigs á sviði orðlistarinnar.
Vel er að þetta tækifæri hefur gefist
til að koma því rétta um þetta á fram-
færi. Stundum hafa Agli Jónassyni ver-
ið eignaðar vísur, sem hann ekki á. Í
annan stað er þetta ekki í fyrsta skipti,
sem öðrum hefur verið eignað það sem
hans er. Jafnvel hefur komið fyrir að
einhver og einhver hefur í ógáti eignað
sjálfum sér vísu eftir hann, þótt undar-
legt megi teljast.
Einu sinni sagði hann líka:
Léttu blaðri lokið er,
ljóðaþvaðrið dvínar,
hinir og aðrir eigna sér
ígangs fjaðrir mínar."
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Upp er skorið, engu sáð
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
TILGANGUR
LÍFSINS ER
FEGURÐ!
ÉG ÞARF AÐ
FINNA LÍFI MÍNU
NÝJAN TILGANG
LYFTU
HÖKUNNI
KALLI
ÉG ÆTLA AÐ KÍTLA ÞIG MEÐ
FÍFLI OG EF ÞÚ VERÐUR GULUR
Á HÖKUNNI ÞÁ FINNST ÞÉR
SMJÖR GOTT
KRAKKAR, KALLA
FINNST SMJÖR GOTT!
ÆTLI DÁLÆTI MITT Á SMJÖRI
HJÁLPI OKKUR AÐ VINNA LEIKI?
HVAÐ
ER
ÞETTA?
ÞETTA ER
STEIKT
EGGALDIN
UH...
VONANDI
SPYR HANN MIG
EKKI HVAR
EGGIN SÉU
ÉG VEIT
HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÞÚ
ERT MEÐ GRÍMS-LEAKS SKRÁ
UM KÖTU. HÚN SEM ER SVO
YNDÆL OG GÓÐ. SVO HÆTTI
HÚN LÍKA MEÐ MYNDA-
SÖGUSERÍUNA SÍNA Í FYRRA
EN HANA LANGAÐI AÐ
BREYTA ÍMYNDINNI SINNI Í
EITTHVAÐ FULLORÐINSLEGRA.
SKIPTI MEIRA AÐ SEGJA UM
NAFN OG ALLT
...SMILEY
VIRUS
Í HVAÐ BREYTTI
HÚN NAFNINU SÍNU
EIGINLEGA?
Víkverji er miðbæjarrotta. Þó ekki(lengur) í þeim skilningi að hann
búi og eyði öllum vökustundum í mið-
bænum að eltast við lattebolla og
listasýningar heldur að hjarta hans
slær í takt við miðborgarsvæðið og
klukkuna í Hallgrímskirkju. Ófáum
stundum hefur Víkverji varið í að
mæla götur miðborgarinnar og telur
hann sig þekkja nokkurn veginn
hvern krók og kima í borginni og
margt hefur vakið áhuga hans í borg-
arskipulaginu síðustu misserin.
x x x
Víkverji fagnaði því þegar húsin áhorni Lækjargötu og Austur-
strætis voru reist í sem næst upp-
haflegri mynd. Hann gladdist líka
þegar Harpa reis og Melabandið
breyttist í Bryggjubandið þegar það
fékk loksins sómasamlega aðstöðu.
Það gladdi líka þegar Laugaveginum
var lokað fyrir bílaumferð að litlu
leyti. Þessi atriði voru vel til þess fall-
in að auka breidd og bæta menningar-
og mannlíf í miðborginni. Er það vel.
Annað er það sem gert hefur verið
og Víkverji á erfiðara með að skilja.
Það er hækkun bílastæðagjalda.
Vissulega hafa gjöldin staðið í stað í
langan tíma og mikið um að fólk leggi
langtímunum saman en fleira hlýtur
að liggja að baki.
x x x
Svo virðist vera sem borgaryfirvöldséu blinduð af rómantískri
draumsýn um miðborg sem iðar af lífi
og allir ganga brosandi og hlæjandi
um áður en þeir hoppa upp í næsta al-
menningssamgöngutæki sem birtist
svo fyrir utan heima hjá þeim í næstu
andrá. En þannig er þetta ekki. Til-
fellið er að bílastæðum er að fækka og
það er að verða erfiðara að fara í
miðbæinn á einkabíl. Af því leiðir að
fólk mun síður nenna að fara í miðbæ-
inn því íslenskt samfélag snýst um
einkabílinn. Þetta er því að byrja á
vitlausum enda. Réttara væri, að mati
Víkverja, að byrja á að efla almenn-
ingssamgöngur með það að markmiði
að búa til raunhæfan valkost við
einkabílinn. Svo mætti fara í aðgerðir
til að úthýsa honum úr miðbænum og
þá geta öll dýrin í Stórborgarskóg-
inum verið vinir og gengið um götur
með alls konar fyrir alla.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: En hann frelsar hinn
bágstadda með bágindum hans og
opnar eyru þeirra með þrengingunni.
(Jb. 36, 15.)
samskipti@tonaflod.is | www.tonaflod.is
Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu
Vantar þig heimasíðu?
...eða er kominn tími til að hressa upp á þá gömlu?
Sími 553 0401
Engin útborgun, 0% vextir
Bjóðum vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði
fyrir VISA og Mastercard korthafa