Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Halldór Guðmundsson tekur 1. ágúst formlega við starfi forstjóra tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Halldór starfaði lengi sem útgáfustjóri Máls og menningar og var framkvæmdastjóri verkefnisins Sögueyjan Ísland þegar Ísland var heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt í fyrra. Halldór hefur jafnframt öðrum verkefnum sinnt ritstörfum og fékk Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2004 fyrir ævisögu Halldórs Laxness. Hann segir að nýja starfið sem forstjóri Hörpu leggist vel í sig: „Það var lokið við þetta hús eftir hrun, þvert kannski á það sem nokk- ur maður bjóst við. Það fannst mér afar framsýn ákvörðun því annars hefði það staðið sem eilíft minnis- merki um hrunið og aðdraganda þess. Ég man að þýska sjónvarpið var hér í heimsókn vorið 2009 og hugðist mynda Hörpu með svipuðu hugarfari og dómkirkjuna í Köln, sem tók 800 ár að klára. Sömu menn voru standandi hissa þegar þeir komu hér í fyrra. Þrátt fyrir ýmsar efasemdir meðan á byggingunni stóð, og þær ofur skiljanlegar, hafa Íslendingar tekið þessu húsi fagn- andi. Það er rúmt ár síðan rekstur þess hófst og á fyrsta starfsári kom milljón manns í húsið og næstum því öll þjóðin, eða 250.000 manns, hefur komið hingað á tónleika.“ Er rekstur þessa húss ekki óhemju erfiður? „Jú auðvitað, eins og allt sem snýr að menningu er reksturinn enginn gullgröftur. En byrjunarárið er að baki, og þar unnu starfsfólk og stjórnendur afrek eins og aðsóknin sýnir. Nú þarf að festa þennan árangur í sessi og jafnframt að skerpa reksturinn og einfalda stjórnkerfið. Varðandi reksturinn er ég sannfærður um að það sé hægt að sækja fram og auka tekjur á sviði ráðstefnuhalds og viðburða en tel ekki rétt að leggja meiri álögur á tónlistarmenn og þeirra gesti. Verk- efni mitt og starfsfólks hússins á næstu vikum og mánuðum verður að móta stefnu til lengri tíma og reyna, ásamt eigendum, sem eru ríki og borg fyrir hönd þjóðarinnar, að tryggja rekstrargrundvöll þess til frambúðar. Rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss getur vel staðið undir sér, held ég, en hann getur ekki staðið undir öllum kostnaðinum við fasteignina sjálfa. Hér þarf að finna góða lausn þegar langtímaáætlun liggur fyrir. En það má heldur aldrei gleyma því að svona hús skilar mikl- um óbeinum tekjum til samfélags- ins. Mér er sagt að óperuhúsið í Sydney sé enn rekið með tapi, en það er löngu orðið tákn borgarinnar og dregur að ótölulegan fjölda ferða- manna. En mestu skiptir að almenningi finnist hann alltaf velkominn í þetta hús, enda var það hann sem byggði það. Það stendur til að auka starf- semina hér í húsinu. Hér eru ekki bara fjórir tónleikasalir heldur einn- ig stórkostlega falleg opin rými sem hægt er að nýta enn meir en gert hefur verið og þar er tilvalið að hafa alls kyns uppákomur. Þetta á að vera gott hús og klassi yfir því en Hús margs konar tónlistar  Halldór Guðmundsson er forstjóri Hörpu 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Ég hafði lengi vitað að ég gæti þetta. Í rúm 20 ár hef ég starfað í leikskóla og þar hef ég oft og tíðum verið að spinna upp sögur, bæði sjálf og með börnunum. Faðir minn heitinn spurði mig oft út í það hve- nær ég ætlaði að byrja að skrifa, og fullvissaði mig um það að ég gæti vel skrifað. Stuttu eftir að hann var jarðaður í fyrrahaust skaut þessu niður í kollinn á mér að nú væri tím- inn kominn. Þá settist ég niður og skrifaði fimm sögur,“ segir Dag- björt Ásgeirsdóttir. Hún gaf nýver- ið út barnabók sem nefnist Gummi fer á veiðar með afa, en það mun vera fyrsta bók Dagbjartar. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 4 til 8 ára en Dagbjört segir hana henta bæði eldri og yngri börnum. Karl Jóhann Jónsson myndskreytti bók- ina. Yrðlingar sem gæludýr „Sögusviðið er Vestfirðir en ég er fæddur og uppalinn Bolvíkingur, og alin upp með miklar klettaborgir í kringum mig og þessa vestfirsku náttúru sem býður upp á tröll og huldufólk og alls konar verur,“ segir Dagbjört en því má segja að sögu- svið bókarinnar sé afar íslenskt að miklu leyti. „Afi minn var ein frægasta refa- skytta á sínum tíma. Við krakkarnir áttum alltaf yrðlinga á sumrin, og móðir mín ólst upp við það líka sem og amma mín en faðir hennar var Nýr penni í flokki íslens Ný rödd Gummi fer á veiðar með afa, er fyrsta bók af fimm í barnabókaröð Dagbjartar um Gumma og yrðlinginn Rebba. Einnig er það fyrsta bók hennar.  Álfar, tröll- skessur, huldufólk og aðrar undraver- ur í barnabókaröð Dagbjartar EXPRESS SYSTEM Sterkar neglur á aðeins 4 vikum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.