Morgunblaðið - 30.07.2012, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Hólmfríður Garðabæ til sóma
2. Var hvölunum smalað að landi?
3. Jakob Jóhann biðst afsökunar
4. Sex marka sigur Íslands
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík – RIFF
verður Queen of Montreuil, nýjasta
kvikmynd Sólveigar Anspach. Didda
Jónsdóttir og Úlfur sonur hennar
leika mæðgin og stela víst senunni.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Drottningin af Mont-
reuil setur RIFF
Á morgun verða
næstu tónleikar í
jazztónleikaröð-
inni á KEX Hostel
og mun kvartett
Andrésar Þórs
Gunnlaugssonar
spila. Auk hans
skipa hljómsveit-
ina þeir Agnar
Már Magnússon á píanó, Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa og trommu-
leikarinn Scott McLemore. Tónleik-
arnir hefjast kl. 21.
Kvartett Andrésar
Þórs á KEX Hostel
Sigríður Thorlacius syngur dag-
skrá með lögum þýska tónskálds-
ins Kurt Weill á Café Rosenberg
miðvikudaginn 1. ágúst kl. 21. Með
henni leikur kvartett skip-
aður Kristjáni Karli
Bragasyni á píanó,
Grími Helgasyni á
klarinett, Hafdísi
Vigfúsdóttur á
flautu og Ástu
Maríu Kjartans-
dóttur á
selló.
Sigga syngur Kurt
Weill á Rosenberg
Á þriðjudag Austan og norðaustan 3-10 m/s. Bjartviðri NV-til á
landinu en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt.
Á miðvikudag og fimmtudag Norðaustan og norðan 3-8 m/s,
en hæg breytileg átt SV-til. Bjartviðri til landsins. Hiti 6 til 20 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað með suður- og suðausturströndinni
og stöku skúrir, víða bjartviðri norðan til. Hiti 10 til 20 stig.
VEÐUR
Fylkismenn komu í veg fyrir
að Stjarnan næði að komast
upp að hlið KR í efsta sæti
úrvalsdeildar karla í knatt-
spyrnu, Pepsi-deildinni, í
gærkvöldi þegar þeir jöfn-
uðu í þrígang í hörkuleik á
Árbæjarvelli, lokatölur 3:3.
Breiðablik stöðvaði síðan
sigurgöngu ÍBV með eins
marks sigri heima og Vals-
menn sóttu þrjú stig í greip-
ar Selfyssinga sem lengi
hafa beðið eftir sigri. »7-8
Fylkismenn jöfn-
uðu í þrígang
Haraldur Franklín Magnús, GR, og
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni, urðu
í gær Íslandsmeistarar í höggleik í
golfi á Íslandsmeistaramótinu sem
fram fór á Strandarvelli við Hellu.
Haraldur Franklín er
fyrsti kylfingurinn
úr GR í 27 ár til
þess að verða
meistari í högg-
leik. Hann varð fyrr
í sumar Íslands-
meistari í holu-
keppni. Valdís varð
síðast Íslands-
meistari í högg-
leik fyrir þremur
árum. »4-5
Haraldur og Valdís Þóra
Íslandsmeistarar
„Fyrsti leikur í stórmóti er alltaf
ströggl. Við þuklum á þeim og þeir á
okkur. Einnig gerir smá stress vart
við sig. Fyrst og fremst er gott að
komast í burtu með tvö stig,“ sagði
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðs-
maður í handknattleik, eftir sigur Ís-
lands, 31:25, á Argentínu í fyrsta
leiknum í handknattleikskeppni Ól-
ympíuleikanna í London í gær. »1
„Við þuklum á þeim og
þeir á okkur“
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þó það sé svolítið „útlenskt“ að
vakna við bjöllu ísbíls eru ísbílar
ekki bara útlenskt fyrirbæri því átta
ísbílar eru á ferðinni frá morgni til
kvölds um allt land nær allan ársins
hring og hefur starfsemin aldrei
verið viðameiri en nú.
Reksturinn hófst vorið 1994 að
danskri fyrirmynd. Einum bíl var
ekið um sveitir og sumarhúsasvæði
Árnessýslu um sumarið. Ásgeir
Baldursson, framkvæmdastjóri Ís-
bílaútgerðarinnar ehf., sem rekur
Ísbílinn, byrjaði sem sumarstarfs-
maður og var síðan sölustjóri í
nokkur ár áður en hann keypti fyr-
irtækið 2006. Vöxturinn hefur auk-
ist frá ári til árs og í vor hófst sala á
höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum
verið að þétta leiðir og erum núna
hálfsmánaðarlega um allt land, í
hverju plássi og við hvern bæ, nema
hvað við erum alla laugardaga á
sumrin í stóru orlofsbyggðunum,
Miðhúsaskógi, Brekkuskógi og víð-
ar á suðvesturhorninu,“ segir hann
og bætir við að á veturna sé farið á
hvern stað á fjögurra vikna fresti.
100 leiðir um landið
Nú starfa 25 manns hjá fyr-
irtækinu og er það met.
„Við keyrum 100 leiðir,“
segir Ásgeir og bendir á
að boðið sé upp á ýmsar
gerðir af ís frá Emmessís,
Kjörís og Hjem-is í Dan-
mörku, sem rekur ísbíla á
Norðurlöndunum. Ásgeir
segir innflutninginn nauð-
synlegan til þess að geta
boðið upp á úrval af sykur-
lausum ís, mjólkurlausum ís,
lífrænum ís og hnetulausum ís
fyrir fólk sem má ekki borða ís
vegna til dæmis bráðaofnæmis.
„Við erum meðal annars með
nokkra ísa sem eru framleiddir í
hnetulausu umhverfi,“ heldur hann
áfram. „Auk þess erum við með ís
frá þremur íslenskum ísbændum
sem framleiða fyrir okkur undir
okkar vörumerki.“
Ásgeir segir að þar sem ísinn sé í
mjög miklu frosti þoli hann vel
flutning úr ísbílnum í frystikistu
kaupanda. Reksturinn gangi al-
mennt ágætlega, en þó komi fyrir
að ísbíll komi í hverfi þar sem eng-
inn virðist vera heima. Töluverð
kúnst sé að hlaða bílana þannig að
þeir komist hringinn í kringum
landið en aukabirgðir séu þá sendar
á Egilsstaði og Akureyri. „Það er
mikil fjölbreytni hjá okkur og við
leggjum mikið á okkur til þess að
koma ís inn á hvert heimili lands-
ins,“ segir hann.
Ísinn keyrður heim að dyrum
Ísbíllinn er
reglulega á ferð-
inni um allt land
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísbíllinn Átta ísbílar fara 100 leiðir um allt land og stoppa reglulega í sumarbústaðalöndum og í hverjum bæ.
Ísbíllinn er á ferðinni frá mán-
aðamótunum febrúar-mars og
nær til jóla (áætlun á isbill-
inn.is). Ásgeir Baldursson
segir að það hafi tekið nokk-
urn tíma að finna út hvað
gengi í þessum atvinnu-
rekstri og hvað ekki og ým-
islegt hafi komið fyrir. Einn
maður sé á hverjum bíl og
þeir hafi lent í ófærð og
ógöngum. Hann nefnir
sem dæmi að eitt sinn hafi nýr
starfsmaður verið staddur á
Egilsstöðum og treyst alfarið á
GPS-leiðsögutæki. Hann hafi
stimplað inn fyrsta bæinn og
tækið sent hann langleiðina upp
á Kárahnjúka. „Það vísaði honum
á fjallveg yfir óbrúaðar ár niður
Hrafnkelsdal að Aðalbóli í Jökul-
dal en hann festist auðvitað í
fyrsta skafli og senda þurfti
björgunarsveit eftir honum.“
Í ófærð yfir óbrúaðar ár
ÍSBÍLLINN Á FERÐINNI NÆR ALLT ÁRIÐ