Helgafell - 01.05.1945, Blaðsíða 36
. 32
HELGAFELL
nei, það hafSi ekki hvarflaS aS henni
fremur en mörgum ljóSelskum mönn-
um aS fást viS skáldskap. Auk þess
hafSi hún hvorki betri söngrödd né
næmara lageyra en almennt gerist:
Hún þráSi bara aS hlusta og njóta, án
fyrirhafnar og umhugsunar, eins og
þegar óstálpuS, draumlynd börn gefa
skynjun sína á vald niSi regns eSa þyti
hlýrra, umsveipandi vinda.
Og þó fólst einhver ráSgáta í þess-
ari viSkvæmu og einlægu þrá, sem
hafSi vaxiS og dýpkaS meS aldrinum
og beinzt smám saman inn á nýjar
brautir, einkum eftir aS þau komu til
New York. Þau höfSu dvaliS átján
mánuSi í New York og eytt meiri pen-
ingum í hljómleika og óperur en nokkr-
ir aSrir Islendingar í borginni. MaSur-
inn hennar hafSi aS vísu mjög tak-
markaSa ánægju af sumum þessara
hljómleika og hreifst yfirleitt sjaldan
af tónlist, nema þegar hann hafSi
drukkiS nokkur staup og vildi fara aS
dansa. Hinsvegar lagSi hann metnaS
sinn í aS halda til haga öllum söng-
skrám, sem hann eignaSist, safnaSi
þeim eins og frímerkjum, skipti þeim
í flokka og geymdi þær í fallegu, rauS-
brúnu leSurhylki í skrifborSinu sínu.
Hann var alveg á sama máli og kon-
an, þegar hún sagSi, aS Ormandy væri
ljómandi skemmtilegur, sömuleiSis
Rodzinski, en Stokowski tæki báS-
um fram, Bruno Walter væri ennþá
betri og Toscanini líklega beztur. Hann
var talsvert hreykinn yfir því aS hafa
séS alla þessa frægu hljómsveitarstjóra
og taldi ekki eftir sér aS ræSa um þá
fram og aftur, en tilbeiSslan í rödd kon-
unnar og hrifningin aS baki orSunum,
þrungin heitum ákafa, jafnvel klökkva,
var honum algerlega framandi. Og því
fór fjarri, aS þaS væri á nokkurn hátt
einkennilegt.
Samkvæmt myndinni í speglinum
virtist rökrétt og eSliIegt, aS heimur
tónlistarinnar væri henni hálfhulinn,
ónauSsynlegur og fjarlægur, nema ef
til vill viS hátíSleg tækifæri, stopul og
sjaldgæf, þegar hlustir manns öSlast
skyndilega svimandi næmi, sem hverf-
ur fyrr en varir og skilur aSeins eftir
forviSa spurn eSa kaldan, nístandi tóm-
leik í brjóstinu. Hún var nýlega orSin
þrítug og átti tvö börn, sjö ára dreng og
fimm ára stúlku, en spennan í andlits-
vöSvunum hafSi ekki slaknaS til lýta,
heldur þroskazt og mýkzt. Hún hafSi
bjartan hörundslit og óvenju skær
augu meS hreinskilnu og opinskáu
bliki, sem þekkti hvorki djúpan harm
né myrka, umkomulausa þjáningu.
Boglínur varanna, roSnar litnum frá
Elizabeth Arden, vitnuSu ekki um
sterkar ástríSur eSa draumlyndi, í-
stöSuleysi og einstæSingsskap neinna
ákveSinna tilfinninga. Þær vitnuSu aS-
eins um farsælt jafnvægi milli eSlis og
aSstæSna, vitnuSu um góS lífskjör og
móSurlega alúS og hlýju, þar sem staf-
rófi hins hverfula, óhlutkennda og
raunalega var ofaukiS. Hún hafSi ekki
grátiS, síSan hún var barn. Og þegar
hún grét í æsku, lét hún alltaf huggast
innan lítillar stundar, þurrkaSi burtu
tárin meS báSum höndum og gleymdi
tilefni grátsins jafnsnögglega og hún
hafSi látiS yfirbugazt. Hún var dóttir
efnaSra sýslumannshjóna fyrir austan,
hafSi hlotiS gott uppeldi og lokiS gagn-
fræSaprófi viS Menntaskólann meS
fremur lágri einkunn, unniS hjá hátt-
settum embættismanni í tvö ár, en
kynnzt síSan ungum heildsalasyni í
Reykjavík og lofaS honum aS kyssa
sig og taka utan um sig á kaldri og
næSandi haustnótt. ÞaS voru tvær
stjörnur á himninum, en ekkert tungl.
Hún hafSi aldrei áSur lofaS neinum
manni aS kyssa sig eSa taka utan um
sig á þennan hátt, enda giftist hún
skömmu síSar og allir sögSu, aS hjóna-
band þeirra væri til fyrirmyndar. Þau