Helgafell - 01.05.1945, Blaðsíða 35
Ólafur Jóh. Sigurðsson:
Myndin í speglinum og
Níunda hljómkviðan
í SVIP HENNAR og augum vottaði
hvergi fyrir forboðum hins ókomna og
dularfulla, né heldur leynilegum ein-
kennum þeirrar sorgar, sem átti eftir
að fylla brjóst hennar myrkri og trega
innan fárra segulmagnaðra klukku-
stunda. Hún var öll eins og lifandi
tákn ferskrar heilbrigði og kyrrlátrar
hamingju, þar sem hún greiddi hár
sitt fyrir framan skrautlegan svefnher-
bergisspegil á fimmtu hæð í vönduðu
leiguhúsi við Riverside Drive. — Það
streymdi vorleg birta inn um hálfop-
inn gluggann, samhliða þungum, óslitn-
um dyn frá akbrautunum á fljótsbakk-
anum og daufu skóhljóði, blístri og
mannamáli neðan frá strætinu. Hún
hafði farið í nýjan, dökkbláan kjól,
sem hún keypti fyrir nokkrum dögum,
smeygt tvöfaldri og hvítgljáandi perlu-
festi um hálsinn og málað varirnar með
dýrum lit frá fyrirtækinu Elizabeth
Arden, keimsterkum, dumbrauðum
og angandi lit, sem minnti hana ævin-
lega á rósir í krönsum. Og rneðan hún
greiddi hár sitt inni í björtu svefnher-
berginu, lagfærði djúpar, mójarpar
bylgjurnar með íbognum lófa og horfði
þögul á mynd sína í speglinum, lýsti
sérhver hreyfing hennar fclskvalausri
og einlægri tilhlökkun. Það var eins og
hana langaði til að syngja.
I hvert skipti sem hún ætlaði á
hljómleika með manni sínum varð hún
gagntekin slíkri tilhlökkun og reyndi
á engan hátt að leyna henni í viðurvist
annarra, jafnvel þótt hún ætti á hættu
að vekja tvíræða eftirtekt eða óþægi-
legar grunsemdir um uppgerð, van-
menntun og misheppnað stærilæti.
Hún brosti eins og unglingur, raulaði
brot úr frægum lögum og sagði hvað
eftir annað við gestina, að maðurinn
sinn væri búinn að kaupa aðgöngu-
miða að hljómleikunum í Carnegie-
höll, það er á morgun, það er hinn dag-
inn, það er kannski seinast í næstu
viku, Bruno Walter stjórnar. Síðan
sætti hún lagi að víkja talinu að Metro-
politan-óperunni og þuldi nöfn við-
urkenndra söngvara og tónlistarmanna,
unz gestirnir fóru ýmist hjá sér eða litu
spotzklega hver á annan, földu hæðn-
ina bak við grisjóttan tóbaksreykinn
og kinkuðu kolli þegjandi. Hún átti
tvær íslenzkar vinkonur í New York,
sem spurðu hana stundum dálítið efa-
blandnar, hvers vegna henni þætti
svona gaman að hljómdeikum, sem
virtust ofar skilningi venjulegs fólks, en
hún gat aðeins svarað þeim á einn veg:
að henni fyndist tónlistin fegurst og
yndislegust af öllu í heiminum. — 1
rauninni hafði hún frá barnæsku haft
áþekk svör á reiðum höndum, en samt
sem áður hefði verið auðvelt að telja
henni trú um, að Mozart og Rachmani-
noff hefðu verið bræður. Hún hafði
aldrei lesið neitt um tónlist, aldrei reynt
að afla sér aðgengilegrar fræðslu um
tónlist eða læra að leika á eitthvert
hljóðfæri, leika á píanó eða fiðlu, —