Morgunblaðið - 02.08.2012, Page 16

Morgunblaðið - 02.08.2012, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold VIÐ ERUM ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS Fjölskylduhátíðin Álfaborgarsjens fer fram á Borgarfirði eystra um helgina. Dagskráin hefst á morgun og lýkur á sunnudag. Þetta er í 19. skiptið í röð sem hátíðin er haldin. Hún hefur haldið velli þrátt fyrir að hafa eignast litla systur í formi Bræðslunnar sem nú er vaxin henni nokkuð yfir höfuð, segir í tilkynn- ingu. Að þessu sinni ber hæst á hátíð- inni hið árlega hagyrðingamót á föstudagskvöld undir stjórn Freys Eyjólfssonar útvarpsmanns og skemmtikrafts, stórdansleik með hljómsveitinni Nefndinni á laug- ardagskvöld og rúsínan í pylsuend- anum verða tónleikar á sunnudags- kvöld með Jónasi Sigurðssyni auk Valdimars Guðmundssonar söngv- ara og gesta. Á sunnudag kl. 15 mun sveit- arstjórnin baka pönnukökur við Lindarbakka fyrir gesti og gang- andi. Álfaborgarsjens haldinn í 19. skipti Fjölskylduhjálp Íslands mun út- hluta reiðhjólum í dag, fimmtu- dag, til fólks sem á þarf að halda. Úthlutunin verð- ur milli kl. 13 og 16 í Eskihlíð 2-4 í Reykjavík. Þetta eru reiðhjól sem eftir voru þegar Barnaheill luku hjólaverkefni sínu 1. júlí sl. en þá var úthlutað 80 reið- hjólum. Gera þurfti við hin hjólin og tók það lengri tíma en talið var í upphafi. Fyrstu vikuna í júlí var úthlutað 60 hjólum á Reykjanesi en þar er þörfin enn mikil. Fjölskylduhjálpin úthlutar reiðhjólum Laugardaginn 4. ágúst verður Inn- djúpsdagurinn haldinn annað árið í röð í Vatnsfirði og Heydal. Um er að ræða fjölskylduhátíð með mið- aldaívafi. Inndjúpsdagurinn er samstarfs- verkefni fræðimanna sem starfað hafa við fornleifauppgröft í Vatns- firði, Ferðaþjónustunnar í Heydal og Súðavíkurhrepps. Boðið verður upp á skipulagða leiðsögn, leikrit, hlaðborð með miðaldaívafi, dansa frá miðöldum og miðaldaleiki fyrir börn og unglinga. Inndjúpsdagurinn með miðaldaívafi STUTT VIÐTAL Gunnlaugur Árnason garnason@simnet.is „Ég blotnaði ungur í fæturna í Breiðafirði þegar ég var í sveit hjá afa og ömmu í Skáleyjum. Frá þessum fyrstu kynnum hef ég haft miklar taugar hingað vestur,“ segir Þorgeir Kristófersson sem rekur Ocean Saf- ari, nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem tók til starfa í Stykkishólmi í sumar. Fyrirtækið rekur veitingastaðinn Sjávarpakkhúsið við hliðina á löndun- arbryggjunni og býður upp á ævin- týrasiglingar um Breiðafjörð á hrað- skreiðum 12 metra löngum bátum sem eru farnir að sjást á vinsælum ferðamannastöðum. Þorgeir og Magnús Tómasson eru aðalhvatamenn að stofnun fyrirtækisins. Fleiri fái að njóta og upplifa „Fjölskylda mín á orlofshús í Stykkishólmi og er mér hlýtt til stað- arins. Stykkishólmur er mikill og vax- andi ferðamannabær og það hefur lengi blundað innra með mér að leggja mitt af mörkum til að auka fjöl- breytni í ferðaþjónustunni á þessu svæði,“ segir Þorgeir. Þegar þeir Magnús hittust í vetur kom í ljós að þeir höfðu báðir áhuga á að hefja ferðaþjónustu í Hólminum, ,,enda er stutt í ævintýramennskuna hjá okkur báðum,“ segir Þorgeir. Þeir fengu fleiri til liðs við sig og fyrirtæk- ið varð að veruleika. Ocean Safari lét í vetur smíða tvo nýja hraðbáta í Hollandi sem hvor um sig tekur 12 farþega auk áhafnar. Einnig keypti fyrirtækið Sjávarpakk- húsið við höfnina. Það hefur verið gert upp og rekur Ocean Safari þar samnefndan matsölustað. Þar eru á boðstólum afurðir úr Breiðafirðinum. Þorgeir segir að siglingarnar veki mikla lukku. „Það er ógleymanleg ferð að sigla á opnum bátum um eyj- arnar á Breiðafirði því nálægðin við náttúruna er mikil og virkar vel á ferðamanninn. „Mér finnast Breiða- fjarðareyjar gersemi og með útgerð bátanna viljum við stuðla að því að fleiri fái að njóta þeirra og upplifa,“ segir hann. Skemmtilegt starf Ocean Safari siglir þrjár ferðir á dag alla daga vikunnar og tekur hver ferð um tvær klukkustundir. Auk þess er boðið upp á sérferðir að óskum við- skiptamanna. Þorgeir er ánægður með hversu vel til hefur tekist. Hann segir það koma sér á óvart hversu skemmtilegt það er að starfa við að þjónusta ferðamanninn. „Þetta er mjög gefandi starf og þegar við- skiptavinirnir kveðja með brosi á vör og hlýjum kveðjum erum við sann- færðir um að við erum að gera góða hluti.“ Ævintýrasiglingar á nýjum hraðbátum um eyjarnar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kría og Kjói Þorgeir Kristófersson ásamt stjórnendum bátanna, Hafþóri Gunnarssyni og Soffaníasi Rúnarssyni.  Ný ferðaþjónusta í Stykkishólmi  Blotnaði ungur í fæturna í Skáleyjum Brynjar Mett- inisson, sem setið hefur í fangelsi í Taílandi í rúmt ár vegna gruns um vörslu fíkni- efna, var í vik- unni sýknaður af ákæru í taí- lenskum dóm- stólum. Fjölskyldu hans barst í gær bréf frá íslenska utanríkisráðuneytinu þar sem segir að taílenska ákæruvaldið hafi mán- uð til þess að áfrýja dómnum til æðra dómstóls en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin. Eva Davíðsdóttir, systir Brynj- ars, sagði við mbl.is að sýknudóm- urinn hafi ekki komið fjölskyldunni á óvart. „Við vissum þetta allan tím- ann. Við vitum ekki alveg hvað tek- ur núna við, við höldum að dómnum hafi verið áfrýjað svo að það líti ekki eins illa út að saklaus maður hafi verið látinn sitja í fangelsi í heilt ár,“ segir Eva. „En ég vissi alltaf að hann yrði sýknaður, við vissum það alltaf öll. Við trúðum því svo heitt.“ Haldið fram sakleysi Eva segir að þrátt fyrir misþyrm- ingar í fangelsinu hafi Brynjar aldrei játað neitt. „Bróðir minn er saklaus. Hann gerði ekkert af sér. Hann er sterkur og það var ekki hægt að fá hann til að játa á sig eitt- hvað sem hann hafði ekki gert, þrátt fyrir að hann hafi lifað í hel- víti í eitt ár. Hann hefur sagt sömu söguna frá fyrsta degi.“ Móðir þeirra Brynjars og Evu, Borghildur Antonsdóttir, fer út til Taílands í ágúst og Eva segist von- ast til þess að Brynjar verði henni samferða heim. Borghildur hefur einungis einu sinni talað við hann í síma á þessu rúma ári sem liðið er frá því að hann var settur í fangelsi, samskiptin við hann hafa farið fram bréfleiðis. Eva segir ræðismann Íslands í Taílandi hafa verið þeim innan handar allan tímann sem Brynjar hefur verið í fangelsi. Þá hafi Krist- ín Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, reynst Brynjari vel. annalilja@mbl.is Brynjar sýkn- aður í Taílandi Brynjar Mettinisson Það er margt sem ferðamaðurinn getur gert sér til skemmtunar á góðum degi í Hólminum. Tjald- stæðið með fína aðstöðu, er við hliðina á 9 holu golfvelli og 25 metra sundlaug með heitum pott- um er í næsta nágrenni. Eldfjallasafnið, Norska húsið og Vatnasafnið eru söfn sem vert er að heimsækja. Vinsælt er að sigla með Baldri út í Flatey og fara í eyjasiglingu með Sæferðum. Veitingahús bjóða upp á fjöl- breyttan mat úr Breiðafirði og gallerí eru starfandi. Gisting er víða í boði. Í vor var opnað nýtt hótel, Hót- el Egilsen, í gömlu húsi sem gert hefur verið upp til að mæta nútímakröfum. Söfn, siglingar og veitingar FERÐAÞJÓNUSTAN ER MIKILVÆG Í STYKKISHÓLMI Egilshús Hótel var opnað í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.