Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 14
14 finnur.is 9. ágúst 2012
gott betur. Eplagræna ullarefnið
lýsir upp stofuna og gerir hana sér-
staklega vistlega.
Húsið var hannað af Marcio Kog-
an sem rekur hönnunarstofuna
Studio MK27 í Brasilíu og þykir
standast allar kröfur um smarta
nútímahönnun. Dönsku húsgögnin
sem prýða húsið eyðileggja örugg-
lega ekki neitt fyrir þeim.
martamaria@mbl.is
Suður-amerískur módernismi og danskar mublur er blanda sem virkar, svo ekki er um að villast. Þar sem Papa-stólar eftir Wegner koma saman, þar er gaman.
Það er augljós brasilísk slagsíða á innanstokksmununum - sem er vel.
Gluggarauf í loftinu hleypir dagsbirtunni inn í bland.
Mögnuð steypa í
módernískum stíl
Náttúruleg efni í brasilískri glæsivillu
Sjáið umfjöllun
og fleiri myndir
á mbl.is
H
úsin gerast varla vistlegri
og fallegri en þetta sem
er í São Paulo í Brasilíu.
Steypa mætir gegn-
heilum við af mikilli smekkvísi og
falleg húsgögn ramma inn heild-
armyndina á undursamlegan hátt.
Þótt undirrituð sé aldrei neitt sér-
staklega hrifin af eplagrænum hús-
gögnum standa stólarnir hans
Hans J. Wegner alveg fyrir sínu og
„Open Plan“ hugsunin er í hávegum höfð, að því marki að mörk þess sem er inni og svo úti eru óskýr.
Birtan á baðinu er náttúruleg enda gluggarnir veglegir.
Hringstólarnir henta umhverfinu vel enda suðrænn blær yfir þeim.
Frístandandi baðkar brýtur skemmtilega upp beinar línur á baðinu.
Rúnnuðu stólarnir í borðstofunni, hringstólarnir í setustofunni. Dálætið á Hans J. Wegner leynir sér ekki.