Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 8
8 finnur.is 9. ágúst 2012 F yrir rúmum þremur árum var ég mjög leitandi, ég fann fyrir leiða og langaði að finna mér eitthvað til viðbótar við leiklistina og magadansinn,“ segir Jóhanna Jónasdóttir, leikkona og veit- ingastjóri á Grænum kosti. „Ég vildi róa á ný mið en hafði ekki hugmynd um hvert. Ég álpaðist á helgarnámskeið hjá bandarískum kennara frá Barbara Brennan School of Healing og það gerðist eitthvað merkilegt, ég varð hugfangin. Ég ákvað að demba mér í fjögurra ára nám í heilunarfræðum og út- skrifast í maí á næsta ári sem Brennan-heilari. Þetta er bandarískur skóli, stofnaður af Barböru Brennan, höfundi metsölubókarinnar Hands of Light. Hún starfaði fyrst sem vísindamaður hjá bandarísku geim- ferðastofnuninni NASA en gerðist síðar þerapisti og heilari og stofnaði fyrir 30 árum þennan skóla, sem er með höfuðstöðvar í Miami í Flórída. Stór ákvörðun Barbara Brennan School of Healing er með útibú fyrir Evrópubúa rétt hjá Salzburg í Austurríki. Þangað fer ég annan hvern mánuð yfir vetrar- tímann og sit vikunámskeið í senn, en er annars í fjarnámi. Þetta var mjög stór ákvörðun en mér finnst ég hafa himin höndum tekið. Þó að námið sé mjög stíft og oft erfitt þá er þetta svo gefandi og þroskandi að lífið verður aldrei eins hér eftir.“ Jóhanna hefur ekki lagt leiklistina á hilluna, þó hún einbeiti sér nú að öðru. „Leiklistin átti hjarta mitt um langt skeið og þangað eru alltaf opn- ar dyr, eins og verða vill. Ef til mín koma verkefni á þeim vettvangi þá skoða ég þau með gleði og sé hvort ég anna þeim. Framundan er til dæmis lítið verkefni á Lókal-listahátíðinni í lok ágúst með öðlings- listakonunum Charlottu Böving og Maríu Ellingsen; ég hlakka mikið til að láta sköpunarkraftinn flæða með þeim.“ Ofurfæði í krukku Hún segist njóta þess að vinna á Grænum kosti, í heilsusamlegu og gefandi umhverfi. „Ég elska að borða og ég elska góðan mat. Ég hef allt- af verið dugleg að elda og byrjaði 12 ára að matreiða fyrir mína stóru fjölskyldu; sex systkin og foreldra. Ég kynntist grænmetisfæði fyrir al- vöru þegar ég bjó í Los Angeles og fann hvað mér leið ótrúlega vel af því. Fyrir nokkrum árum varð ég svo alfarið grænmetisæta, borða hvorki kjöt né fisk, og sakna einskins. Undanfarnar vikur hef ég verið full af innblæstri eftir frábæran fyrir- lestur hjá hráfæðimeistaranum David Wolfe. Ég keypti mér allskonar of- urfæði í framhaldinu; meðal annars hveitigrasduft, spirulina, maca, goji-ber og chia-fræ og er nú á smá trippi að búa mér til allskonar þeyt- inga úr þessum eðalvörum. Ég er sérstaklega sæl með að hafa uppgötvað kakónibburnar, set þær meðal annars út í alla þeytinga og ávaxtasalöt og skynja vel kraft- inn frá þeim. Wolfe segir kakóbaunina og lífrænt dökkt súkkulaði vera lífsins elexír svo nú borða ég það án samviskubits og nýt þess til hins ýtrasta. Uppáhaldsuppskriftin mín þessa dagana er morgun-orkuþeytingur. Ég hef komið mér upp litlum, fallegum krukkum á eldhúsborðinu með öllu góða ofurhráefninu og fleygi svo teskeið af þessu og hinu út í eins og mig lystir.“ beggo@mbl.is Matgæðingurinn Jóhanna Jónasdóttir leikkona Krafturinn úr kakónibbum Morgunblaðið/Kristinn Jóhanna Jónasdóttir kynntist grænmetisfæði fyrir alvöru þegar hún bjó í Los Angeles. Jóhanna Jónasdóttir fann það sem hún leit- aði að; tileinkaði sér grænmetisfæði og stundar nám í heilunarfræðum við Barbara Brennan School of Healing. Morgunorkubomban handfylli af vínberjum eða önnur uppáhalds- ber, t.d. frosin jarðarber eða bláber 1 appelsína, afhýdd eða pera 1 banani 2 tsk. kakónibbur 1 tsk. hveitigrasduft 1 tsk. spirulina-duft 1 tsk. maca-duft 2 tsk. lucuma-duft 1 tsk. blómafrjókorn náttúruleg sæta að smekk, t.d. niðurskornar döðlur eða svolítið af lífrænu hunangi eða agave-sýrópi glas af vatni, eða þar um bil Appelsína/pera og banani skorið í bita, öllu fleygt saman í blandara og blandað vel í eð- alþeyting. Hér eru engar reglur, notið sköp- unarkraftinn, prófið ykkur áfram, verið sveigj- anleg og þolinmóð og hættið ekki fyrr en þetta bragðast eins og ykkur finnst best. Njótið þess svo að finna kraftinn líða um kroppinn! 3. þáttur Dásamlegt sumarpastasalat! 400 gr spelt spaghettí eða pasta 3 hvítlauksrif 25-50 gr basilika 70-100 gr íslenskt klettasalat 1 dl ólífuolía (eða olían af La Selva tómötum!) 50 gr rifinn parmesanostur 100 gr sólþurrkaðir tómatar (til dæmis frá La Selva) 1 stk. chilli aldin (má sleppa) sjávarsalt og nýmalaður pipar 50-70 gr furuhnetur 50 gr rifinn fituríkur ostur (má sleppa) 1. Sjóðið spaghettíið/pastað eftir leið- beiningum á pakkanum (yfirleitt um 10 mínútur og 1 msk. af ólífuolíu sett út í vatnið) 2. Setjið hvítlauk, basiliku og helminginn af klettasalatinu í matvinnsluvél ásamt helmingnum af La Selva tómötunum, allri olíunni af þeim (og má bæta við kaldpressaðri ólífuolíu svo maukist vel), parmesan og helmingnum af furuhnet- unum og maukið vel saman, saltið og piprið eftir smekk 3. Setjið pastað í skál og hellið pestóinu yfir og blandið vel saman 4. Skreytið með afganginum af klettasalat- inu, tómötunum, chilli aldini smátt skornu ef vill, furuhnetum og rifnum osti (ef vill) 5. Tilbúið! Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla miðvikudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.