Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 21
fram úr flestum samkeppnisbílum sínum af svipaðri stærð. Optima má bæði fá beinskiptan og sjálf- skiptan og beinskiptingin er betri kostur. Þannig er hann ódýrari, afl- meiri og eyðslugrennri, en ekki eru allir tilbúnir að fórna þægindum sjálfskiptingar. Mikill staðalbúnaður Að innan er Optima snotur bíll og frágangur allur til fyrirmyndar. Hann er með afar ríkulegan staðal- búnað og kemur til að mynda í öll- um útgáfum með leðurstýri, hita- stýrðri tvívirkri miðstöð, BlueTooth tengimöguleika fyrir síma, rafdrifnum aðdraganlegum hliðarspeglum, aðgerðarstýri og álfelgum. Bílinn má þó fá í ríkulegri útfærslu með upphituð og raf- drifin sæti, fjarlægðarskynjurum, bakkmyndavél, glerþaki, 12 hátal- ara hljóðkerfi, regnskynjara og fleira sem gleður augað og einfald- ar líf ökumanns og farþega. Sér- stök ástæða er til að nefna hversu gott fótapláss er fyrir aftursæt- isfarþega en höfuðrými er ekki eins ríflegt og veldur vandræðum fyrir hærri fólk en 180 cm. Skott- rými í Optima er með því allra stærsta sem sést í fólksbílum sem ekki eru af langbaksgerð. Þegar skottið er opnað kippist maður við og fær snert af víðáttubrjálæði. Rýmið ætti að minnsta kosti að duga stórri fjölskyldu á löngum ferðalögum. Skottopið hefði þó að ósekju mátt vera stærra. Kia Op- tima verður að teljast afar væn- legur kostur í sínum stærðarflokki sem telur bíla eins og Volkswagen Passat, Ford Mondeo, Mazda 6, Toyota Avensis, Opel Insignia og Suzuki Kizashi. Allt eru þetta góðir bílar en fegurðarverðlaunin fær Optima. finnurorri@gmail.com Ástæða er til að nefna hversu gott fótapláss er fyrir aftursætisfarþega. Að innan er frágangur allur til fyrirmyndar og staðalbúnaður ríkulegur. Skottrými í Optima er með því stærsta sem sést í sambærilegum bílum. 9. ágúst 2012 finnur.is 21 „Við höfum skynjað mikla eftirvæntingu. Það hefur verið mikill spenningur fyrir því að fá þennan bíl til landsins, en hann kemur á götuna í Evrópu í byrjun ársins. Fyrst og aðeins í stóru löndunum þar sem KIA annaði ekki eftirspurn. Við í þessum löndum þar sem markaðurinn er minni höfum því þurft að bíða í nokkra mánuði,“ segir Þorgeir Pálsson sölustjóri KIA hjá Öskju. Umboð Öskju mun bjóða KIA Optima með 1.700 dísilvél sem er 136 hestöfl. Uppgefinn eyðsla er frá 5.1 lítra í blönduðum akstri. „Optima hefur sópað að sér verðlaunum um allan heim síðan hann kom á markaðinn í byrjun árs. Það er gaman að koma með samkeppnishæfan bíl í flokki stærri fólksbíla, það er svonefndur D-flokkur. KIA hefur ekki boðið upp á bíl í þessum flokki hér á landi í langan tíma,“ út- skýrir Þorgeir sem segir Öskjumenn munu kynna þennan bíl formlega á næstu vikum. Hafi þeir þegar fengið fjölda fyrirspurna frá við- skiptavinum. „Þessi bíll er enn ein snilldarhönnunin frá Peter Schreyer, yfirhönnuði KIA sem hefur komið með hvert trompið á fætur öðru á undanförnum misserum,“ segir Þorgeir. sbs@mbl.is Snilldarhönnun, segir sölustjóri Öskju Sópar að sér verðlaunum Þorgeir Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.