Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 15
9. ágúst 2012 finnur.is 15
Óskaiðjan?
Ég er svo hepp-
inn að vinna við
áhugamálin; tónlist
og kvikmyndir og
ekki mikið um frí-
tíma. En hann reynir
maður að nota til að vera með fjölskyld-
unni og ferðast. Óskaiðjan þessa dagana
er eiginlega bara að hafa tíma og
orku til að leika við börnin.
Óskamaturinn?
Sushi.
Draumaverkefnið?
Ég hætti ekki fyrr en Pearl Jam
heldur tónleika á Íslandi. Eða í
versta falli Red Hot Chili Peppers.
Draumabíllinn?
Hef verið að hugsa um það ný-
verið að hætta
þessu rugli
og fá mér
mótorhjól
aftur,
nema hvað
keyra að-
eins varlegar
núna en maður
gerði á sínum yngri árum. Sex ára sonur minn
er búinn að æsa mig upp í þessu máli, en ég er
reyndar að beina hans áhuga frá krossurum
að götuhjólum; það hefur ekki gengið svo
vel hingað til.
Hvað vantar helst á heimilið? Fleiri her-
bergi og svona vélmenni sem þrífur og tek-
ur til á meðan maður er í burtu þannig að
það sé alltaf allt hreint og fínt þegar maður
kemur heim.
Hvaða ofurhetjumátt vildirðu helst
hafa?
Það væri mjög heppi-
legt að geta flogið á milli
staða.
Hvað er best heima?
Allar Apple-vörurnar sem
hafa mjög fullkomið tækni-
kerfi í kringum stafrænt líf
fjölskyldunnar, eiginlega upp
á eigin spýtur. Svo er konan
ekkert slor og börnin ansi
efnileg.
jonagn- ar@mbl.is
Ísleifur Þórhallsson, markaðsstjóri hjá Senu – einatt nefndur Ísi og oftar
en ekki kenndur við Græna ljósið – hefur verið iðinn við að færa lands-
mönnum áhugaverðar kvikmyndir hin seinni ár. Þó hefur hann líkast til
sett persónulegt met með síðustu myndinni sem hann
fékk til sýninga en það er franska perlan „Intouchables“ sem hefur farið
sannkallaða sigurför í kvikmyndahúsum borgarinnar. Landsmenn
eiga vafalaust sínar óskastundir áfram meðan þeir horfa á þessa mögn-
uðu mynd og á meðan gefur Ísi upp sinn óskalista:
Óskalistinn Ísleifur Þórhallsson
Pearl Jam á
verkefnalistanum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
30% FORSÖLU-
AFSLÁTTUR Á JAZZ-
HÁTÍÐ REYKJAVÍKUR!
Jazzhátíð Reykjavíkur
18. ágúst - 1. september 2012
Bill Frisell spilar John Lennon, Gullöld Glenn Miller
með Stórsveit Reykjavíkur, ambassador amerísku
söngbókarinnar: Deborah Davis, norska píanó-
skáldið Tord Gustavsen og kvartett hans,
galdrasöngvarinn Theo Bleckmann ásamt Hilmari
Jenssyni og Sigríði Thorlacius, Jim Black’s Alas no
Axis, Limousine frá Frakklandi, Brink Man Ship
og allir bestu íslensku jasslistamennirnir gera
Jazzhátíð Reykjavíkur 2012 að stórviðburði.
MOGGAKLÚBBUR
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar
í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn.
Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is.
KORTIÐ GILDIR TIL
30. september 2012
MOGGAKLÚBBURINN
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
Hvernig nýti ég forsöluafsláttinn?
Farðu inn á midi.is, veldu þér miða til kaups og í auða reitinn
í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: jazzit
Smelltu á „Senda“ og þú sérð afsláttinn koma inn um leið.
ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er orðinn virkur.